Alþýðublaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 4
ÞriðjudaginB 1. ektéber 1940. Hver var að hlæja? Kaupið bókiaa og brosið með! Hver var að hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Finnmörku og finnsku íshafshéruðunum (Davíð Áskelsson garðyrkju maður). 20.55 Hljómplötur: „Óður lífsins", tónverk eftir Mahler. 21.45 Fréttir. — Dagskrárlok, Ýmsir menn hafa orðið fyrir vonbrigðum út af skömmtun áfengisins. Héldu einhverjir, að skammturinn, sem skýrt var frá í gær, ætti að vera daglegur skammtur, en hér er um mánaðarskammt að ræða. Það láð- ist hinsvegar að1 geta þess í blað- inu í gær. Þá skal þess getið að konur fá aðeins helmingsskammt á við karlmenn. Frú Elisabeth Göhlsdorf æskir þess, að þeir, sem tryggja vilja sér aðgang að öllum fyrir- lestrarkvöldum hennar, skrifi sig á lista, er liggja frammi í Bóka- verzl. Sigf. Eym. og í The English Bookshop. Frúin kennir þýzku — eins og undanfarna vetur — og er kennslan nýbyrjuð. Knattspyrnumót Hafnarfjarðar (haustmót) hélt áfram s.l. sunnu dag, kepptu þá II. fl. Hauka og F. H. Úrslit: F.H. vann með 1:0. Kvöldskóli K.F.U.M. verður Settur í kvöld kl. 8.30 réttstundis í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Hjónaband. Gefin voru saman i hjónaband s.l. laugardag Guðbjörg Gissurar- dóttir og Vilenberg Guðjónsson, sjómaður. Heimili þeirra er á Hringbraut 70. 60 ára er í dag frá Elísabet Bjarnadótt- ir, Bræðraborgarstíg 20. Aðalfundur glímufélagsins Ármanns var haldinn í gærkveldi í Varðarhús- inu. í stjórn voru kosnir: Jens Guðbjörnsson formaður, endur- kosinn í 14. sinn. Meðstjórnendur: Ólafur Þorsteinssön, Sigríður Arn- laugsdóttir, Loftur Helgason, Guð- mundur - Ófeigsson, Jóhann Jó- hannesson og Sigurður Norðdahl, öll endurkosin, nema Sig. Nordahl, sem tekur sæti Þórarins Magnús- sonar. Fundurinn var fjölsóttur og fór prýðilega fram. Fundar- stjóri var Jón Þorsteinsson. Strand. Um hádegi í fyrradag strand- aði fistökuskipið Júní á svoköll- uðum Skiphólma á Vopnafjarðar- höfn. Brotnaði skipið ekki og var von um að það næðist út aftur. Það skal tekið fram, að þetta er ekki togarinn Júní frá Hafnar- firði. Eldur í Rauðuskógum heitir viðburðarík mynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er hún gerð samkvæmt skáldsögu Jack Lond- on, Romance of the Redwoods. — Aðalhlutverkin leika Jean Parker og Charlie Bickford. Ungbarnavernd Líknar. Opin hbern þriðjudag og föstu- dag frá kl. 3—4. Ráðleggingarstöð fyrir barnshafandi konur opin fyrsta miðvikudag í hverjum mán- uði kl. 3—4. Templarasundi 3. Lufoss fer til Vestmannaeyja á morgun kl. 10 s. d. Flutningi veitt móttaka til kl. 6. VNDÍWwrTÍlKfNNIMflR ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýliöa. 2. Érindi: br. Sigfús Sigurhjart- arsion. 3. Einsöngur. 4. Bind- indisfréttir: Frú Kristín Sig- ur'ðardóttir. ST. IPAKA nir. 194. Fundur í kvöld kl. 8V2. Hagnefndaratriði annast br. Helgi Helga&on. KAUPI GULL og silfur bæssta verði. Sigurþór, Hafnar- strœtt 4. SPÁDÓMAR PÝRAMÍDANS. Frh. af 3. síðu. muni hefjast styrjöld, sem standi ýfirr í 4 ár og 4 mántiði >og á þeim tíma muni áfellisdómúr verða látinn ganga yfir óvini Bretlands og Bandarikjanna. Sag- -an hefir nú sannað þennan spá- dóm áþreifanlega. Heimsstyrjöld- im fyrri hófst í júlí 1914 otg var lofcið’ í nóv. 1918. Hún stóð því yfir í 4 ár og sem næst 4 mán- uðá, og Bretar og BandaríkjH'- * menn unnu þá sigur. En þetta er aðeins einn þátt- Jirinn í þessum 27 ára harmleik. Margskonar ófarnaöur steðjar að þjóðunum allan tímann. En til úr- slitanna kemur á árinu 1941. Þar um segir höf.: „Samkvæmt tímatalinu táknar neðanjarðar hvolfið stóra (í pyra- midanum) hörmungatímann mikla 1914—1941, eu táknanirnar, sem mest ber á þar eiga við Har- magedion (Hildarleikinn), sem á að verða 1940—41. Þá mun það verða fullkominað.er stjórnarbylt- ingin í Frakklandi framkvæmdi aðeins að nokkru leyti — koll- vörpun allra ranglætisstofnana, en þar á eftir kemur tímabil, er réttlætið verður látið ráða at- höfnunum um allan heim“. (Bls. 171—172). Þá segir höf. ennfremur: „Með því að sýnt er að úr- slitahríð Harmagedons á aðverða snemma á árinu 1941 er því við því að búast að fari að brydda á ófriði vefiurinn 1939—40“. (Bls. 153). Eins >og kunnugt er hófst núverandi styrjöld í september 1939 þó kalla megi að hlé væri eftir fall Póllands og til átaka ímilli stórveldanna kæmi' ekki fyrr en nú í vor, < að undantek- inni árás Rússa á Finnland. Hefir því þessi „spá“ pyramidans ræzt eins 'Og sú um styrjöldina frá 1914—1918. Á sömu blaðsíðu segir höf.: , Bæði mæling og mælingafræði tiltaka að sönnu, að hörmunga- tíðinni eigi að linna 25. janúar 1941, en sökum skekkjunnar við vesturendann á suðurvegg neð- anjarðarhvolfsins tiltebur þó há- EMoaiwla bio 1 NINOTCHKA ■ HYJA BIO 1 Eldur i Rauðuskógum Amerísk úrvals skemmti- mynd, tekin af Metro Gold- wyn Mayer undir stjórn kvikmyndasnillingsins. ERNST LUBITSCH Aðalhlutverkin leika: Greta Garbo MELVYN LOIJGLAS. Sýnd klukkan 7 og 9. Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd, gerð eftir hinni víðfrægu skáld- ssögu eftir JACK LOND- ON (Romance of the Red- woods). Aðalhlutverkin leika: JEAN PARKER og CHARLES BICKFORD. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Börn fá ekki aðgang. — Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og kærleika við andláf og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, Jóns Jónssonar. Jónína Jónsdóttir. Lárus Jónsson. Jón Back og barnabörn. marksmælirigin við þann enda dagsetninnu fullum 4 inánuð- lum seinna, sem sé í júní 1941. Þó'tt aðalöflin, er ófriðnum valda kyrrist um 25. janúar, má búast við að slæðingur eftir ófriðinn verði á sveimi þanigað til í júní 1941“. Svo virðist sem úrslitaomst- lunni í núverandi styrjöld sé ætl- að að verða í Egyptalaindi eða nágrenni þess. Benda uimmæli þessi í þá átt: „Þó að svo sé guði fyrir að þakka að tryggð sé tiltölulega kyrrð heima fyrir (þ. e. í heima- lönduim Israelsþjóðanna) munu þó vofa yfir herafla Breta ófarir í Palestínu og nálægum Austur- löndum, þá er hrapað er að hin- um mikla Harmagedon, og hin- ar voldugu þjóðir hafa safnast þar saman til a& heyja bardaga, sem engin dæmi eru til“. (Bls. 128—129). Allt bendir nú til þess, að ó- friðurinn sé að færast frá Bret- landi og austur í löndin umhverf- is Egypialand. En þrátt fyrir það þó ískyggi- lega borfi um lokasigurinn fall« Bretum iog bandamönnum þeirra í skaut, segir höf. bókarinnar. Að l'Oknum þessum ófriði mun hefjast farsældar tímabil á jörð- unni. Byrjar það fyrir alvöru ár- ið 1953, en er að fullu' toomið á 1994. Verður hér etoki frekar að þess- um sþádómum vikið og er hverj- um bezt að lesa bókina og at- huga hana vandlega, og trúa því er honum sýnist. Fomar sagnir herma að á hin- um „síðustu og verstu tímum‘’' muni ný opinbemn verða birt þjóðunum. Opinbemn, sem öll- um verði auðsæ og skiljanleg og enginn geti hrakið. Telur höf. bókarinnar aö nú sé sú opinber- un fengin, þar setn einmitt á ,,hörmungartímanum‘‘ (frá 1914— 1941) hafi tekist að ráðá þær rúnir til fulls sem pyramidinn mikli hefir geymt mannkyninu í meira en 4500 ár og öllum hafa'. til þessa tíma verið ókunnar. Jónas Guðmuudsson. 6. THEODORE DREISER; JENNIE GERHARDT — Jú, svaraöi móðirin. — En þetta er líka frægur maður. — Hann er öldungaráðsmaður, er ekki svo? spurði dóttirin. — Það hlýtur að vera gaman að vera frægur, sagði unga stúlkan með hægð. ANNAR KAFLI. —o- Hvernig er hægt að lýsa sál ungrar stúlku eins og Jennie var. Þessi dóttir fátækra foreldra, sem átti nú að flytja þvott til eins frægasta borgara í ríkinu Columbus, var svo mild og sveigjanleg í skapi, að engin orð fá lýst því. Það eru til manneskjur, sem koma inn í þennan efnisheim og hverfa þaðan aftur, án þess að vita, hvaða erindi þeir áttu. En meðan þær lifa finnst þeim veröldin töfrandi, heimurinn dásam- lega fagur, fegurri en himnaríki, þessar manneskjur langar ekki til annars en að fá að reika um veröldina — dást að henni og vegsama hana. Veröldin er í skynjun þessa fólks sambland lita og hljóma. Og ef engir væru til í heiminum, sem nefndu eignarfor- nafnið „mitt“ í eyru þessa fólks, þá myndi það halda áfram að reika um í sæluvímu og syngja þann söng, sem vonandi verður einhverntíma helzti lagboði mannkynsins: söng mannúðarinnar. En slíkar manneskjur eru jafnan í urð hraktar á ferð sinni um heiminn. Augu raunhyggjunnar horfa með meinfýsi á draumamanninn, hugsjónamanninn. Ef sagt er, að einhver hafi gaman af að horfa á skip- in, er sagt, að hann sé slæpingur eða letingi. Ef ein- hver sezt niður, hlustar á þyt*vindanna og nið foss- anna getur hann glatt sál sína, en hann verður svipt- ur öllum jarðneskum gæðum. Hetjur raunveruleik- ans grip draumamennina gráðugum höndum og gera þá ánauðuga sér. Jennie var draumamanneskja 1 þessum heimi raun- veruleikans. Frá bernsku árum hafði samúðin og manngæzkan verið sterkustu þættirnir í eðlisfari hennar. Ef Sebastian litli datt og meiddi sig, þá varð hún að bera hann heim til móðurinnar. Ef George litli kvartaði um hungur, gaf hún honum allt brauðið sitt. Oft hafði hún vaggað yngstu systkinum sínum x værð, sungið vögguvísur og dreymt dagdrauma sína. Hún hafði hjálpað móður sinni frá því hún komst á legg. Enginn hafði nokkru sinni heyrt hana kvartá. Hún vissi, að aðrar stúlkur á hennar reki áttu meira frelsi að fagna. En henni datt aldrei í hug að öfunda þær af frelsinu. Oft var hjarta hennar harmþrungið, en þótt svo væri héldu varirnar áfram að syngja. Þegar veður var fagurt, horfði hún út um eldhús- gluggann og hún þráði græn, safamikil engi og blað- ríka skóga. Það hafði komið fyrir, að hún hafði farið með George litla út í valhnotuskóg og sezt í svalandi skugga við tæra niðandi lind. Þegar skógardúfurnar kui'ruðu í fjarska, laut hún höfði og hlustaði. Henni fannst það eins og fjarlægur englasöngur og það veitti henni huggun. Hún hafði yndi af því að reika um skógana, þegar sólskin var og horfa á sólskinsblettina á grænni jörð- inni. Það fannst henni jafnhátíðlegt og að ganga í kirkju. Einnig höfðu litir mikil áhrif á hana. ITinn dýrð- legi ljómi kvöldsólarinnar vakti hrifningu hennar. — Mér þætti gaman að vita, sagði hún einu sinni — hvernig það væri, að svífa milli þessara skýja. Hún hafði fundið sæti á villivínviðargrein og þar sat hún ásamt Mörtu og George. — Það væri yndislegt að eiga bát, sem hægt væri að sigla á um himingeiminn. Hún leit upp og starði á fjarlægt sólroðið ský, — gyllta ey fljótandi á silfurhafi. — Hugsa sér, sagði hún — ef fólk gæti nú búið á svona eyju. — Þarna er býfluga, sagði George. — Já, sagði hún dreymandi. — Hún er að fljúga heim til sín. — Eiga öll dýr heimili? spurði George.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.