Alþýðublaðið - 02.10.1940, Page 1

Alþýðublaðið - 02.10.1940, Page 1
ítlTSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXL ÁRGANGUR Miðvikudaginn 2. okt. 1940 Hver Whitleysprengjuflugvélin er smíður af annarri í flugvélaverksmiðjunum á Bretlandi til loftárásanna á Þýzkaland. Hér sjást nokkrar Whitleysprengjuflugvélar í smíðum. Þ|óðver|ar verða nú að flýja með bðrnln f rá Berlfn til Frakk lands, Hollands og Belgíu. ----«-- Sprengjuflugvélar Breta eru farnar að gera loftárás á borgina á hverri nóttu. *T> REZKAR sprengjuflugvélar gerðu nýja loftárás á Ber- •*-* lín í nótt og má svo segja, að loftárás sé gerð á hana á hverri nóttu. Nánari fregnir eru ókomnar af þessari síðustu loftárás, og greinilegar fregnir geta ekki fengizt af henni frekar en þeim fyrri. En víst er þó af fregnum, sem horizt hafa til New York, að vaxandi ótti grípur nú' Berlínarbúa, og eru þeir farnir að flytja börn sín í stórum hópum úr borginni, til sveitahéraða vestur í Frakklandi, Belgíu og Hollandi, þar sem lítil hætta er á loftárásum af Breta hálfu. Berlínarútvarpið svarar þessum fréttum frá New York í morgun, á þann hátt, að það sé tilhæfulaust, að foreldrum í Ber- lín hafi verið gert að skyldu að senda börn sín burt úr borginni, en viðurkennir, að þeim hafi verið gefinn kostur á því, að njóta aðstoðar nazistaflokksins til þess að koma börnunum á brott.“ Iíalir od Þjóðverjar vilja ná fótfestn ð Sýrlandi. ITALSKA saTnininganefndin, sem undanfarið hefir dvalizt á Sýrlandi til þess að semja um vopnahlé fyrir hönd ítala við Sýrla'nd, sem eins og kunnugt er, er verndarriki Frakka, en nú stöðugt að færa sig upp á skaftið I kröfum sfaum. Gerir hún nú meðal annars kröfu til þess, að ítalir og Þjóð- verjar fái svo fulitoomið eftirlit með blaðaútgáfu, að jafngildir fullri ritskoðun iog að ítalskir og þýzkir stjómimálaerindrekar og á- róðursmenn fái að starfa í land- inu eftir vild sinni. Briminn í Reyk húsi S. í. F. ELDURINN í Reykhúsi S.Í.F., sem sagt var frá hér í blaðinu í gær, kviknaði út frá sagi vegna þess, að of mikill súgur var í einum klef- anum. í greininni hér í blaðinu í Frh. af 2. síðu. Ógnrleg sprenginB i Mann heim i gærkveldi. Loftárásir voru í gærkveldi og í nótt gerðar af hálfu Breta á marga aðra staði í Þýzka- landi, aðallega olíuvinnslu- stöðvar, olíugeyma og flug- velli, svo og eins og áður á inn- rásarhafnirnar við Ermarsund. í loftárásum á Þýzkaland í gærkveldi var meðal annars varpað sprengjum á hernaðar- staði við Mannheim. Varð þar einhver hin mesta sprenging-, sem brézkir flugmenn, er tekið hafa þátt í flugleiðöngrum til Þýzkalands, muna eftir. Flugmálaráðuneytið brezka hefir nú gefið út opinbera til- kynningu um árásirnar á Þýzkaland í fyrrinótt. í til- kynningunni segir, að fjöldi brezkra flugvéla hafi ráðizt á Berlín og haldið uppi langvar- andi sprengjuárásum á tiltekna hernaðarlega staði í borginni og að öllu leyti tekizt að fram- kvæma árásina samkvæmt fyr- irskipunum. Tjðo af loftirisom Þjóð- rerja með miooa mití. Loftárásum Þjóðverja var haldið áfram á ýmsa staði í Bretlandi í nótt, einkum á Lon- don og suðausturhluta landsins. Frh. á 2. síðu. 227. TÖLUBLAÐ Húsnæðisvandræðin: gglskyldnrnar prengja sér saman í fibúðirnar. ----»---- FlutnixBgar voru litfiir f gær. MINNA VAR UM flutn-4' inga í gær en undanfar in ár. Þetta segir skrifstofa Rafmagnsveitunnar og Vöru bílastöðin „Þróttur“, en gera má ráð fyrir að þessar stofn- anir fái nánust kynni af flutningum hér í bænum. Skrifstofa Rafmagnsveitunn- ar skýrir svo frá, að í fyrra- haust hefðu 600 flutningar ver- ið tilkynntir til hennar, í vor 800 og í gær tæplega 400. Þetta þýðir þó ekki það,- að þetta sé rétt mynd af húsnæð- isástandinu. Það er staðreynd, að það er miklu verra en nokkru sinni áður. Guðm. R. Oddsson skýrði Al- þýðublaðinu svo frá í morgun, að mikil brögð væru að því, að fólk flytti ekki úr íbúðum sínum, þó að það hefði jafnvel gert ráð fyrir því að fara. Fá þessar fjölskyldur að hafast við í einu herbergi íbúðarinnar, þó að nýjar fjölskyldur flytji inn, en húsmunum er komið í geymslu. Þá eru líka brögð að því, að^ fólk stendur algerlega húsnæð- islaust á götunum. í dag og næstu daga mun fólk halda áfram leit að húsnæði og þá mun hið hörmulega ástand koma enn skýrar í ljós. Þess verður að vænta, að bæjarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórnin geri allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að hjálpa fólki í vandræðum þess. 1 Erlendar nauð- synjar lækka i í verði i dag. Hvert kg. af helstu nauðspja vörum lækkar um 14-20 aura. Félag matvöru- KAUPMANNA kemur fólki mjög á óvart í dag með því að tilkynna mikla verð- lækkun á ýmsum nauðsynja- vörum, því að það á því nú ekki að venjast að því sé til- kynnt um verðlækkun á nauðsynjum. Samkvæmt auglýsingu mat- vörukaupmanna hér í blaðinu lækkar kg. af strásykri um 10 aura, molasykri um 10 aura, hveiti um 10 aura, haframjöli um 20 aura, hrísgrjónum um 20 aura og rúgmjöli um 14 aura. Þessi mikla verðlækkun mat- vörukaupmanna gat ekki kom- ið á heppilegri tíma, því að nú reyna allir að kaupa sér vetrar- forða. Matvörukaupmenn segja sjálfir, að þeim hafi gefist möguleikar til þess að lækka verðið vpgna þess, að hag- kvæm kaup hafi nýlega verið gerð á þessum nauðsynjavörum í Ameríku. Vitanlega ætti slík verð- Frh. á 2. síðu. Þriveldasamninonrinn hefir öfng áhrif við hln tilætlnðn. Bandaríkín munu framvegis frekar auka en minka stuðning sinn við Bretland. ......■» ....- BLÖÐ í Bandaríkjunum gera enn að Umræðuefni þrívelda- samninginn milli ítaliu, Þýzka- lands og Japan. Tala þau all- kuldalega um ummæli, sem blöð í Japan hafa birt, á þá leið, að Bandarikin gerðu skynsamilegast í því, að aíhuga vel sfan gang áður en þau veittu Bretum meiri hernaðarhjálp. „New York Herald TribUne“ segir um þessi mál: „Þetta er gamla brellan, sem Þýzkaland hefír notað aftur og aftur og Italía hvenær, sem hún hefír séð sér færi, að ógna og hóta, en reynslan hefir- sýnt, að versta hlutskiftiði er að virða þessar ógnanir að nokkru“. Ann- að aðalblað New York borgar kemst þannig að orði: „Japanir óttast nánari sam- vinnu Bretlands «og Bandaríkj- anna, og fyrst og fremst óttast þeir virka þátttöku Bandaríkj- rinna í þessari styrjöld, því hún mundi slá niður yfírráðadraiuma þeirra í Kyrrahafínu. Berlín þykist vera í stöðugri sókn á hendus’ Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.