Alþýðublaðið - 02.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1940, Blaðsíða 4
MiSvikudaginn 2. ekí. 1940 Hver var að hlæja? Kaupið bókina og brosið með! Hver var að hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Alfred Gísla- son, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturlæknir er í Reykjavíkur- og lðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: ísl. kórar. 20.30 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögum (V.Þ.G.) 21.Ó0 Strokkvartett útvarpsins: Lævirkjakvartettinn eftir Haydn. 21.20 Illjómplötur: Harmonikul. Sundnámskeið. Undanfarin þrjú haust hafa ver- ið haldin ókeypis námskeið fyrir sjómenn — í sundi, björgunar- sundi og lífgun á vegum slysa- varnafélagsíns og sundhallarinnar. Að þessu sinni munu námskeiðin í sundi og lífgun ekki hefjast fyrr en í næsta mánuði vegna anna í sundlaugunum, en þar hafa nám- skeið þessi farið fram, en ókeypis kennsla í björgunarsundi fyrir sjómenn hefst í sundhöllinni n.k. föstudag. Prófessor Guðm. Hannesson og Hörður Bjarnason húsameist- ari dvelja nú á ísafirði um þessar mundir til þess að athuga skipulag á svæðum þeim í nánd við bæinn, sem áformuð hafa verið fyrir ein- býlishús og smábúskap. Hafa þeir setið á fundi með Bæjarráði og byggingarnefnd. Sl. föstudags- kvöld höfðu þeir kvikmyndasýn- ingu í Alþýðuhúsinu á fyrirmynd- arbæjum erlendum og skýrði pró-. fessorinn myndirnar. Aðsókn var mjög mikil. Starfsmannablað Reykjavíkur, 2. tbl. yfirstandandi árg. er ný- komið út. Efni: Eftirlaunasjóður bæjarins, Frístundir í stað yfir- vinnutíma, Hjálparstarfsemi St. Rv., Sjósókn, kvæði eftir Maríus Ólafsson, Gasstöðin 30 ára, o. m. fl. Einar Magnússon Menntaskólakennari svarar hér í blaðinu á morgun grein, sem birtist í Tímanum í gær 1 og hét „Ábyrgðarleysi útvarpsráðs“. Tilkynning. Það tilkynnist hér með, að ég er fluttur frá 1. okt. á Óðinsgötu 17 B. Eftir þessu ber bæði lög- reglu og öðrum sér að hegða. Þar með krefst ég verndar hinnar ís- lenzku lögreglu mér til handa. •— Guðmundur skipstjóri er einnig fluttur, báðir úr Fuglhúsinu, eftir 2 ára samveru. Hann fer á Elli- heimilið. 1. okt. 1940. v Oddur Sigurgeirsson. Svar frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur við bréfi Vinnuveitendafélags ís- lands kemur hér í blaðinu í morg- un. Bókasafn ,,Svíþjóðar“ verður opið til út- lána í betur alla fimmtudaga kl. 4 til 4,45 (í fyrsta sinn á morgun) í Mjólkurfélagshúsinu, herbergi nr. 47—49. Leikfélagið ætlar að sýna skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ ann- að kvöld kl. 8. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis til- kynnir í dag, að frá og með deg- inum í dag falli niður framleng- ingargjald af víxlum. Stntt viðtal við Magn ns á Blikastððum. VÉR sjáum Magnús. bónda á Blikastöðum koma eftir Austurstræti. Af því Magnús hefir um margra ára skeið ver- ið mesti kornræktar-bóndi hér nærlendis, göngum vér í veg fyrir hann, því fróðlegt væri að vita hvernig kornræktin hefir gengið á þessu sumri, er svo margir lasta, er moldina stunda. „Hvernig hefir kornræktin gengið? spyrjum vér, er vér höfum náó ferðinni af Magn- úsi. „Ja, — Dönnes-bygginu er ég búinn að ná öllu þroskuðu. Og ég hef gócar vonir, góðar vonir (endurtekur hann), að ég nái öllu korninu þroskuðu.11 Með þessum skemmtilegu fréttum lauk talinu. ÞSIVELDASAMNINGDRINN OG BANDARIKIN Frh. af 1. síðu. Bretlandi og þykist ekki þurfa neitt að óttast af jafnyfirbuguðu liði eins og brezka flughernunn Þó er það vitað af skeytum amerískra fréttamanna í Ber- lín, að þessi höfuðborg Þýzka- lands er nú að senda börn sín á brott og fela þau í sveitaþorp um í Hollandi, Belgíu og Frakk- landi, þar sem sízt er árásarvon af þessum yfirbugaða óvini. — Sami óttinn gengur að Tokio. Einu áhrifin af þessum sátt- mála ættu að vera þau, að sam- vinna Breta og Bandarílfjanna yrðu enn nánari en nokkru sinni áður.“ „New York Times“ segir: „Þaþ er engu líkara en að japönsk blöð ætlist til þess, að vér Bandaríkjamenn skiljum þennan sáttmála sem hótun. En þar til er því að svara, að ef japanska stjórnin stendur á bak við slíkar hótanir, þá skilur hún Bandaríkin ennþá ver *nú á þessu ári, 1940, en þýzka stjórn in gerði árið 1914 og er þá langt til jafnað. Meðan stjórn Roose- velts situr að völdum, mun hún frekar auka en minnka aðstoð sína við Bretland, ef þessum svigurmælum heldur áfram.“ ILA BIO NINOTCHKA Amerísk úrvals skemmti- mynd, tekin af Metro Gold- wyn Mayer undir stjórn kvikmyndasnilling8ins. ERNST LUBITSCH Aðalhlutverkin leika: Greta Garbo MELVYN DOUGLAÖ. Sýnd klukkan 7 og 9. NYJA BIO Eldur í RanðuskApm Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd, gerð eftir hinni víðfrægu skáld- ssögu eftir JACK LOND- ON (Romance of the Red- woods). Aðalhlutverkin leika: JEAN PARKER og CHARLES BICKFORD. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Börn fó ekki aðgang. — LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR StondDm og stundum ekbi Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngum. seldir frá kl. 4—7 í dag. Framiengingargj af víxlum fellur niður frá og með 1. okt. 1940 að telja. Sparisjóðnr Reybjavibnr og nágrennis. lif&flMH Jlj hmS •vusbisaa, iwiitm TilKfnninfl Þeir, sem enn eiga eftir að fá rofa setta í ofna frá verksmiðju vorri, eru vinsamlega beðnir að koma þeim í Tryggvagötu 28 í Reykjavík milli kl. 8 og 17 fyrir næstu helgi, að öðrum kosti verða ofnarnir að sendast til verk- smiðju vorrar í Hafnarfirði á kostnað eigenda. H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN. Mikil verðlækkun! Vegna hagstæðra innkaupa á vörum, sem nýkomnar eru frá Ameiv íku, sjánm við okkur fært að lækka verð á kornvðrnm og sykri i smærri og stærri kaupum. Strausykur 45 au. '|2 kg. Molasykur 58 — *|2 — Hveiti 30 — J|2 — Haframjöl 40 au. ’fe — Hrisgrjón 45 — J|2 — Rúgmjöl 23 — $ — í heilum sekkjum og kðssum, lægsta fáanlegt verð. Félag matvðrukanpmanna i Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.