Alþýðublaðið - 03.10.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.10.1940, Blaðsíða 2
FOSBrUDAGINN 3. OKT. 1§4#. ALI»ÝÐUBLA©BÐ SamkvæMt reglHgerð nm skliMifliifefiSfi áfeiigis, @r g@f* ifla war át i gæi% befst aí* greiðsla áfengisbáka hjá sakaáéflnaranfifiin i Reykja^ wik og bæjarfégetanoim i Hafnarflrði i áag Áfengisbæknr kosfa 1 kr. Hémsmálaráðuneyfið. Formaftur vefðlagsneíÐdar Um lækkuii brauð- verðsius og aðrar uerðMikanir. Alpýðlublaðlð hefir verið beðið fyrir eftirfarandi at- hlugasemd: AR sem mér finnst gæta nokkurs misskilnings í grein AlþýðuhlaSsins í gær í sambandi við fregnina um það, að Alþýðubrauðgerðin hafi lækkað útsöluverð á rúgbrauð- um og normalbrauðum, þætti mér æskilegt að fá að leiðrétta þetta. S'íðasta verðhækkun á brauðum í Reykjavik, sem kom til fram- kvæmda um mána'ðamötin Júlí— á|gúst s. 1., var rtíkstudd 'með prennu: Verðhækkun efnivara, beinlínis hækkuðu kaupi og rekst- lurstoostnaði vegna minni umsetn- ingar leifcandi af skömmtuninni og hin* h*áa verðlagi. Skömmu eftir að þessi verð- hækkun liafði verið samþykkt var vakin athygli mín á jiví, að við- skipti við brezka herinn myndu mjög mikið bæta brauðgerðahús- unum upp j)á rýrnun, sem 'orðið hefði á viðskáptum þeirra við innlenda menn. Færði ég jietta í tal við Guðmiund Oddsson, for- stjóra Al p ýðubr au ðge rðarin nar, tog spurði hann hvort nokkur á- stæða rnyndi hafa verið að gera ráð fyrir auknurn kostnaði hjá b'rauðgerðunium vegna minni um- setningar. En Guðmundur vi'Ldi ekki gera mikið' úr söiu til brezku hermannanna, 'Og upp- lýsti, að jieir hefðu sitt eigið hrauðgerðahús fyrir allan sinn aðal bakstur. Pað væri helzt sætt b'rauð, sem íslenzku brauðgerða- húsin seldu til hermanna, en þar á væru þeir erfiðleikar, að brauð gerðahúsin hefðu til þess tíma engan aukaskamt fengið afsykri eða komvöru til jressara við- skipta, svo að lítið væri upp ‘úr þéim Jeggjandi. Framkvæmdai- stjóri Alþýðubrauðgerðarinnar sagði mér í [>essu samttaii, að hann væri að gera ráðstafanir til innkaupa, sem hann feá hefði von um að yrðu hag- stæðari en þau, sem nú væri við miðað, iog myndi hann þá starx iog þær vörur kæmu athuga möguleikana á því aö lækka brauðaverðið. Sagði Guðmundur, að það hefði alltaf verið * sitt áhugamái að selja brauðin með sem sanngjörnustu verði, og væri svo enn. Skyldi hann láta mig vita strax og hann sæi tleið til að lækka verðið. Nú eru ýmist nýkiomnar eða á leiðinni frá útlöndum kornvömr einkum rúgmjöl íneð vægara ara verði en fyrr í sumar, <ag hefir Alþýðubrauðgerðin fengið af þessum vörum, þanniig að hún hefir séð sér fært að lækka verð á rúgbrauðum og ruormal- brauðum, svo sem kunnuigt er. Er lækkun þessi algerlega byggð á sama útreikningi og áður hef- ir verið lagður til grundvaliar við verðákvarðanir, sem verð- lagsnefnd er kunnugt um. Verðlagsnefnd lítiur þannig á hlutverík sitt, að hún eigi yfir- Ieitt ekki að hafa topinber af- skifti að verðlagi, þar sem hlut- aðeigandi verzlanir eða atvhmu- rekendur gæta þess sjálfir að stiila verðlaginu í hóf. Hækka það ekki fyrr en nauðsyn krefur iog lækka það strax og ástæður eru til þess. Forstjóri Alþýðu- brauðgerðarinnar efndi í um- ræddu tilfelli loforð sitt um verð- lækkun á brauðum strax og hægt var með sanngimi að ætlast til að það væri liægt, >og þarf því engan að undra, þó tifltynningin um verðlækkunina kaemi frá bon- u'm en ekki frá verðlagsncftid. Það hefði fyrst verið eftir að verðlagsnefnd hefði fundið, að hann hefði gleymt að iækkaverð- ið eins og umtalað var, að nefnd- in hefði fengið tilefni til að skipta sér af þessu. Annars ákal á það bent, að verðlagsnefnd hefir aldrei auglýst brauðaverð- ið, þó nefndin hafi jafnan fylgst með verðreikningum brauðgerða- húsanna, og þurfti því ekki að búast við slíkri auglýsingu frá nefndinni í umrædd'u tilfelli. Sama ei’ að segja um kornvör- urnar. Verðlagsnefnd hefir al- drei auglýst neitt hámarksverð á þeim, þó nefndin hafi jafnan reynt að fylgjast með því, að hver verzlun seldi þær ekki dýr- ar en innkaup hennar gáfu til- jefni til. Hefir þannig í allt sum- ar verið nokkur hreyfing á verð- laginu eftir innkaupUm. Stundum hefir orðið að reka á eftir verð- lækk'un og stundum að hindra verðhækkun. En ég get ekki séð að ástæða sé tii að bera friam neinar sérstakar þakkir í blöð- Uinusm, þótt fyrirtæki eins lOg Ai- þýðubrauðgerðin eða Kron lækki ðtilkvödid verðiag sitt, þegarbetri innkaup eða aðrar ástæður gefa ti'lefni til þess. Guðjón T. Teitsson. TVÖ STÓRLÁN Frh. af 1 ,s. ýmsir menn hafi ailmikia peninga undir höndum nú, og þess vegna nmni veitast Létt að selja skulda- hréfiin fyrir þessu láni. BRÁÐABIRGÐALÖGI Frh. af 1. síðu. tíma og annað, s-em þörf þykir að taka ákvörðun um og málsað- ilj'uim kemur ekki s-aman um. Or- skurður húsaleiguinefndar er fu 1 lna ða rúrsku r ður. Á sarna hátt og segir í 1. mgr. er húsaleiguinefnd heimilt að taka til sinna umráða annað ó- motað húsnæði 'og útbúa j>að til íbúðar. Lög þessi öðlast þegar gildi. Höfum fyrirliggjandí fína alullar karlmannssokka, sem unnir eru í mjög fullkomnum, sjálfvirkum vélum. Einnig nokkru grófari tegundir, s. s. golfsokka og sportsokka. Frágangur allur er mjög vandaður. Hælar og tær úr fjór- þættu bandi. Sokkarnir eru með margvíslegum, smekkleg- um litum. Sokkarnir fást í smásölu í mörgum vefnaðarvöruverzl- unum bæjarins og í heildsölu hjá Sambandi isl. samvinnúfélaga Seedisveinn éskast í vetifip tll léttra sendif erða. Á. v. á. Trésmiðir svara Eggert Claessen. í tilefni af bréfi Vinnu- veitendafél. íslands til Tré- smiðafélagsins, sem birt var í Morgunblaðinu s.l. þriðju- dag, væntir Trésmiðafélagið þess, að þlað yðar þirti eftir- farandi: ÞAÐ hefir verið föst venja um lengri tíma hér í bænum, að atvinnurekendur flyttu smiði, er þeir þurfa að senda til vinnu utan við bæ- inn aðra leiðina í tíma at- vinnurekandans og þá með fullu kaupi, en hina leiðina í tíma smiðsins, án kaups. Allir meðlimir Vinnuveitendafélags íslands hafa fylgt þessari reglu og talið sig bundna af henni nema hið danska firma, Höj- gaard & Schultz, sem nú leit- ar eftir að brjóta regluna með stuðningi Vinnuveitendafélags íslands. Það mun ekki hafa verið fyrr en undir lok aprílmánaðar s.l. að vinna trésmiða hófst að að nokkru ráði við Hitaveitu Reykjavíkur innan við Elliða- ár. Fyrir þann tíma var alls ekki um það að ræða, að flytja trésmiði til vinnu við Hita- veituna burt úr bænum. Tré- smiðafélaginu var í fyrstu með öllu ókunnugt um það, hvort trésmiðirnir voru fluttir að ejða frá vinnustað í tíma atvinnu- rekenda. En með því að engin umkvörtun barst frá smiðunum sjálfum til félagsins, var gengið út frá því sem gefnu, að Iiér væri farið eftir venju og smið- irnir fluttir aðra leiðina í tíma atvinnurekenda. Um mánaðamótin maí og júní s.l. barst Trésmiðafélag- inu kæra frá meðlimum félags- ins, er unnu við Hitaveitu Reykjavíkur, út af því, að þeir væru fluttir að og frá vinnu- stað á bekkjum í opnum bif- reiðum. Formaður Trésmiða- félagsins fór þegar á vinnustað- inn til að kynna sér mál.vexti og kemst þá að því, að smið- irnir eru fluttir að og frá vinnu- stað í eigin tíma. Ut af kæru smiðanna og flutningi þeirra að og frá vinnustað átti stjórn Trésmiðafélagsins viðtal við fulltrúa Höjgaard & Schulz, hr. Lundgaard verkfræðing, strax sama daginn og formaður Tré- smiðafélagsins komst að því, hvernig flutningnum var hátt- að. Mótmælti stjórn Trésmiða- félagsins því, að smiðirnir væru fluttir í opnum bif- reiðum og í þeirra eigin tíma og krafðist þess, að þessu yrði breytt og mennirnir flutt- ir aðra leiðina í tíma atvinnu- rekenda, svo sem venja stæði til. Út af brottfarartímanum s fóru ekki fram nein bréfaskipti á milli firmans og félagsins, — heldur aðeins viðtöl. Vænti Trésmiðafélagið að þessu yrði komið í lag strax og kvartað var, þó reynslan yrði önnur. í s.l. ágústmánuði varð á- greiningur milli Dagsbrúnar og Höjgaard & Schulz um flutning verkamanna að og frá vinnu- stað. Gerðu verkamenn verk- fall út af þessum ágreiningi, er stóð til 2. sept. Verkfall þetta gerði Dagsbrún fyrirvaralaust og án þess að fylgja að öðru leyti fyrirmælum laga um stéttarfélög og vinnudeilur um verkföll. Verkfall Dagsbrúnar virðist því hafa verið ólöglegt, enda hefir framkvæmdastjóri Vinnuveitendafélags íslands haldið því fram í blaðagrein að svo hafi verið. En vegna þess, að Trésmiðafélagið efaðist um lögmæti Dagsbrúnarverkfalls- ins tók félagið engan þátt í því og lét meðlimi sína mæta til vinnunnar. Virðist það næsta undarlegt, er stjórn Vinnuveit- endafélagsins telur nú, að Tré- smiðafélagið hafi glatað ein- hverjum rétti með því, að taka ekki þátt í verkfalli, er fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- félagsins, hr. E. Claessen, telur, að verið hafi ólöglegt. Á meðan stóð á deilunni á milli Dagsbrúnair og Höjgaard & Schulz voru nokkrar líkur til þess, að hún myndi enda með samningum um að flytja verka- mennina aðra leiðina í tíma at- vinnurekenda. Þegar samning- ar komust á þann 2. sept. s.l. fór þetta á annan veg og var þá nauðsynlegt fyrir Trésmiða- félagið að hefjast handa sjálft — og var það gert með bréfi dags. 4. f. m. Eftir það fóru fram nokkrar árangurslausar umræður um málið og er nú hafinn undirbúningur undir löglega vinnustöðvun af hálfu Trésmiðafélagsins. Að því er varðar þá staðhæf- ingu Vinnuveitendafélags ís- lands, að Trésmiðafélagið sé bundið af samningi Dagsbrún- ar og Höjgaard & Shulz frá 21. okt. s.l., þá er slíkt alrangt. — Dagsbrún hafði ekkert umboð til að semja fyrir Trésmiðafé- lagið og Trésmiðafélaginu var með öllu ókunnugt um tilvist samningsins, enda er hann gerð ur 6 mánuðum áður en utan- bæjarvinna smiða hófst. Það er því rangt, að samningi þessum hafi verið beitt gagnvart tré- smiðum í hér um bil 10 mán- uði. Vinna trésmiða innan við Elliðaár hófst vart fyrr en sein- ast í apríl og Trésmiðafélagið mótmælti flutningafyrirkomu- laginu strax og því var kunnugt um það, og þá, í byrjun júní, hafði enginn hugkvæmni til þess gagnvart Trésmiðafélag- inu, að réttlæta fyrirkomulagið með Dagsbrúnarsamningnum. I bréfi Vinnuveitendafélags íslands frá 29. f. m. eru orð látin liggja að því, að Tré- smiðafélagið vísi til þess til stuðnings kröfum sínum, að brezka setuliðið flytji trésmiði til vinnustaða utanbæjar aðra leiðina í tíma atvinnurekenda. Út af þessu vill Trésmiðafélag- ið alveg sérstaklega undirstrika — að það er gömul, föst venja hér í bæ, að atvinnurekandi flytji smiðina þannig aðra leið- ina í sínum tíma. Þessari venju hafa allir atvinnurekend- ur hér í bæ fylgt athuga- semdalaust og þar á meðal að sjálfsögðu allir meðlimir Vinnu veitendafélags íslands. Það er þvýhrein fjarstæða að hugsa sér, að Trésmiðafélagið geti þolað það, að erlendu firma megi haldast það uppi að brjóta þessa reglu, enda hrein ósann- girni að gera vægari kröfur til Höjgaard & Schulz en inn- lendra atvinnurekenda. Að því er varðar frásögn bréfs Vinnuveitendafélags ís- lands um vinnuskýlin, þá er rangt sagt frá um það, sem fram fór á fundinum, en með því, að hér er um atriði að ræða, sem ekki snertir sjálfa deiluna, þá sjáum við ekki á- stæðu til að draga það inn í umræðurnar. Ofanritað hefir Trésmiðafé- laginu þótt rétt að taka fram vegna bréfs Vinnuveitendafé- lags íslands í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag. Virðingarfyllst. Trésmiðafélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.