Alþýðublaðið - 03.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.10.1940, Blaðsíða 4
F1MMTUDAGINN 3. OKT. 1»4«. Hver var ai hlæja? Kaupið bókiua og brosið með! Hver var ai hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. Næturvarzla bifreiða: Bæjar- bílastöðin. Sími 1395. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Tónverk eftir Sibelius. 20.00 Fréttir. 20.30 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason): Sónata í C-dúr eííir Marcello. 20.50 Frá útlöndum. 21.10 Útvarpshljómsveitin: For- leikur að óperunni „Tatara- stúlkan," eftir Balfe. 21.45 Fréttir. — Dagskrárlok. Bráðkvaddur varð í gær að heimili sínu Þórður Flygenring, fyrrum kaup- maður í Hafnarfirði, 43 ára að aldri. Þórður var sonur hjónanna frú Þórunnar og .Ágústar Flygen- rings. Leiðrétting. Það er næsta haust, sem Stýri- mannaskólinn á 50 ára afmæli, en ekki í haust, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Spegillinn kemur út á morgun. Fimm menn voru „teknir úr umferð" í nótt. Að öðru leyti sagði lögreglan, að rólegt hefði verið á götunum. Háskólinn. Um þessar mundir er kennsla að byrja í háskólanum. Hafa þeg- ar innritast 48 stúdentar. Bjarni Jónsson bíóstjóri, frá Galtafelli, er 60 ára í dag. FREY JUFUNDUR annað kvöld kl. 8.30. Systurnar annast fundinn. Fjölbreytt skemmtiatriði og dans. Fé- lagar fjölmennið. Þúsundir vita, að gsefa fylgir twálofunarhringum frá Sigu* Vér. Hafnarstræti 4. EITT ÚTVARPSERINDI OG EIN BLAÐAGR^ .. Frh. af 3. síðu. Kafli úr erindi mínu. endur a'ö kjötinu, sem nauðugir viljugir verði að kaupa. Og svo er það fiskuritnn, hann hefir stórhækkaö í verði mú ekki allsi fyrir lömgu, svo að það er elcki stór fiskur, sem fæst fyrir krómuna, en engimn skiptir sér af því heldur. Allt ber því að sama bmrmi, að allt hjal ráða- mannanna og spekinganna í fyrra haust um að spoma á móti dýr- tíðinni, hefir reynst rneira hjal em orð, sem hægt væri að treysta að undanskyldum að vísu mörgum heiðarleguim undantekningum. En sú breyting á kaupmætti hinnar íslenzku krónu innanlands, sem af þessu leiðir, mun eiga eftir að hafa óheppilegar afleiðingar seinna meir. ' Frá sjónarmiði okkar leikmann- anna virðist ekki geta til þess legið nema tvær ástæður, að svcrna skuli fara í landi með sterka þjóðstjóm. Annað að ráða- mennirnir geri sér ekki grein fyr- ir þessu, eða að sérhagsmunir ýmsra stétta eða hópa rugli þá í framkvæmöum. Þetta er nú það, sem fólk’hugs- ar og.talar um, en það er ekki nokk'ur vafi á, að hér á landi (var í fyrra meðal alls almenn- ings fullur skilningur, fullur vilji á að leggja á sig þær byrðar, seni' striðið hlyti að leggja okk- Uir á herðar og bera þær sam- eiiginlega, en sá vilji hlýtuir að veirða fyrir miklu áfalli, þegar menn sjá, að einstökum mönn- um eða hópum líðst það að wot- faera sér neyð stríðsins til þess að hagnast á samlöndum sínum. Hór er því ekki' eingöngu um fjárhagslegt atriði að ræða, held- Uir er miklu meina í húfi, en það er bræðraþel og samlynidi þjóð- arinnar, góðvilji hennar, ein- drægni, hjálpfýsi og samhygð, siðferðilegir eiginleika, jsem eru Tneira virði en allt annað, því, að hvaða gagni kamii það þjóð- inni, þótt hún eignaðist allan heimsins stríðsgróða, en biði tjón á sálu sinni? ... “ Grein „Tímans.“ gera grein fyrir hvers vegna slík óhæfa sem þessi er látin koma fyrir. Má telja alveg víst, að útvarpsráð sé sammála urn það, að slíkt erindi sem þetta brjótí frekLega i bága við reglur útvarpsins um hlutleysi í mála- flutningi. En með hverju getur þá útvarpsráð' afsakað sig? Lítt þekktur log að engiu knerbur maður, er látinn halda er- iindi í útvarpið. f>ví verður ekki trúað fyrr en umsögn útvarpsráðs liggur fyrir að það láti slíka menn flytja erindi, án þess að lesa þau áð- ur, eða fela það einhverjum trúnaðarmönnum, sem það get- ur treyst. Er þess vænst, að útvarpsráð geri hreint fyrir sín- um dyrum og skýri frá því opim- berlega, hvernig stendur á því, að slíkt hneyksli, sem hér hefir ver- ið lýst, hefir getað átt sér stað. Eftirmáli. Menn geta nú borið saman þenna kafla úr erindi mínu við frásögn „Tímans“ af því. En þetta er víst kallað á mátí „Tímans" að segja hlutlaust og satt frá því, sem blaðamenn hans heyra og lesa. Að öðiu leyti vil ég geta' þess, að' ég hefi á umdanfömum árum flutt eim 20—30 erindi í útvarpið, og hvert eitt og einasta þeirra eftir beiðni útvarpsráðs. „Tímrnn“ getur þess, að erindi mitt muni verða tekið til nánari athugumar síðar. Ég geri því ráð fyrir, ef að vanda lætur með það blað, að lesendur þess eigi van á að'fá í næstu tölublöðum æfisögu mína, með tilheyrandi ættartölum, skýrslum Um atvinnu mína og tekjur og upptalnimgu á kiostum og þó einkum löstum sjálfs mín og forfeðra minna í báðar ættir. En hvort sem Tím- inn eyðir fleiri eða færri tölu- blöðum. í það að kalla mig „leið- inlegan", „flónskan“, „lítt þekkt- am“ og að „engtu merkan“ og BI0K ! NINOTCHKA Amerísk úrvals skemmti- mynd, tekin af Metro Gold- wyn Mayer undir stjórn kvikmyndasnillingsins. ERNST LUBITSCH Aðalhlutverkin leika: Greta Garbo MELVYN DOUGLAS. Sýnd klukkan 7 og 9. NYJA BIO Eldur í RaiiuskéiiH Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd, gerð eftir hinni víðfrægu skáld- ssögu eftir JACK LOND- ON (Romance of the Red- woods). Aðalhlutverkin leika: JEAN PARKER og CHARLES BICKFORD. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Börn fá ekki aðgang. — Jarðarför móður minnar, KIRSTÍNAR K. PÉTURSDÓTTUR, » fer fram frá dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 4. okt., kl. 2 l/z miðdegis. F. h. vandamanna. Pétur Lárusson. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUE StiBdn og stusdnm ekki Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Hraðferðir alla daga. BifrelðastSð Akureyrar. Bifreiðastðö Steindérs. ,yaumasta úrbastslýð“, þarf hann ekki að vænta þess, að ég eyði rúmi hanis eða annarra blaða til þess að svara því frékar, því að mér er fullljóst, að hversu, mörgum orðum, sem „Tíminn" kaun að eyða á mig eða mín verk, mun það engu breyta til ills eða góðs því áliti, sem þeir menn hafa á mér, sem þekkja mig og eru mér nokkurs virði. Reykjavík, 2. október 1940. Einar Magnús&on menntaskólakennari. 7. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT — Já, nærri því öll, sagði hún. — Fljúga fuglarnir heim til sín? spurði George. — Já, sagði hún — fuglarnir fljúga heim til sín. — Fljuga býflugurnar heim til sín? spurði Marta. — Já, býflugurnar fljúga heim til sín. — Hlaupa hundarnir heim til sín? spurði George, sem sá hund hlaupa eftir veginum. — Já, auðvitað, sagði hún, það veiztu/vel. — Fljúga mýflugurnar heim til sín? hélt hann á- fram. Hann sá mýflugnasveim í loftinu. — Já, sagði hún og trúði nærri því sjálf því sem hún sagði. — Einmitt, sagði George og trúði nú ekki lengur orðum systur sinnar. — Mér þætti gaman að vita, hvernig hús þeirra líta út. — En hlustaðu nú á, þei, þei, sagði hún. Þetta var ein af þeim sælu stundum, þegar sól- setursklukkurnar hringja og breiða blessun sína yfir kvöldið. Flún heyrði milda hljóma í fjarska og henni fannst sem náttúran stæði á öndinni. Býin suðuðu, bjöllur kúnna hringdu og íkorni þruskaði í grasinu rétt hjá. Hún rétti fram granna hönd sína og hlustaði þar til tónarnir dóu út og hún þoldi ekki meira. Þá stóð hún á fætur. — Ó, sagði hún og krystallsskær tár drupu af hvörmum hennar. Hið undarlega haf tilfinninganna flóði yfir strendur sínar. Þannig var Jennie. ÞRIÐJI KAFLI. —o— George Sylvester Brander öldungaráðsmaður var mjög sérkennilegur maður. Hann var gæddur verald- arhyggni bjartsýnismannsins og þeirri samúð, sem prýðir vel fulltrúa alþýðunnar. Hann var fæddur í Ohio og hafði öðlast þar menntun sína, að undan- teknum þeim tveim árum, sem hann las lög við há- skólann í Columbía. Hann kunni sennilega borgara- rétt og refsirétt jafnvel og aðrir lögfræðingár í rík- inu, en hann hafði aldrei sýnt þann dugnað í starf- inu, að hann yrði frægur lögmaður. Honum hafði græðst fé, og hann hafði færi á'því að græða ennþá meira fé, ef hann hefði verið nógu samvizkuliðugur. En hann vann aldrei verk, sem honum var ógeðfellt. En þó var hann veikur gagnvart vinum sínum. Þann- ig hafði hann um síðustu kosningar stutt umsækj- anda um landsstjóraembættið, sem hann vissi, að naumast var hægt að trúa fyrir embættinu. Ennfremur hafði hann komið því í kring oftar en einu sinni, að kunningjar hans voru settir í embætti, sem þeir voru ekki færir um að gegna. Þegar hann hafði samvizkubit var hann vanur að segja: lífið er tvíeggjað sverð. Og stundum þegar hann sat ein- samall í djúpa hægindastólnum gat það komið fyrir, að hann stæði á fætur með þessi orð á vörum og brosti ofurlítið. Hann var síður en svo samvizkulaus maður. Hann hafði samúð með öllum, sem áttu bágt og andúð á öllu því, sem honum fannst lítilmannlegt og fyrirlitlegt. Maður þessi, sem þrisvar hafði verið kjörinn til þings og tvisvar hafði verið öldungaráðsmaður, hafði aldrei kvænst. Á æskuárum sínum hafði hann orðið mjög ástfanginn, og það var ekki honum að kenna, að úr því varð ekki hjónaband. Stúlkan vildi ekki bíða eftir því að hann næði prófi og gæti séð fyrir heimili. Hann var hár maður vexti og svaraði sér vel. Hann var mjög töfrandi maður í allri framgöngu. Hann hafði hlotið beizka lífsreynslu og svipur hans bar vott um það. Hann vakti því samúð þeirra, sem kynntust honum. Dvöl hans í Columbus um þessar mundir stafaði af því, að fylgi hans var ekki svo öruggt, sem það' hafði verið. Hann hafði tapað atkvæðum við síðustu kosningar og flokkur hans var ekki ánægður með frammistöðu hans við kosningarnar. Að vísu hafði hann nægilegt atkvæðamagn til. að komast á þing, en hann þurfti að gæta vel að kjósendum sínum, ef þeir ættu ekki að snúa baki við honum. Það voru fleiri menn, sem voru framgjarnir og vildu gjarnan ná af honum þingsætinu og kjördæminu. Honum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.