Alþýðublaðið - 04.10.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.10.1940, Blaðsíða 1
Föstudagmn 4. okt. 1940. ítlTSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON XXI. ÁRGANGUR ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLQKKURINN 229. TÖLUBLAÐ Hitler og Mussolini í a: sirm á fundi i Brennerskarði. ----4--- 1 vanda staddlr eftlr hinar mis» heppnnðu leftárásfir á Engfiand. .1 'Esja fer senm- frá Petsa mo nm helgina lega 260 islendingar era nú á ieið- inni írá Stobkhólm þanpð. SLENDINGARNIR frá ■ "~A Norðurlöndum munu Iiafa lagt af stað frá Stokk- hólmi í fyrradag áleiðis til Petsamo, en „Esja“ er kom- in þangað. íslendingarnir munu hafa farið með járnbraut til Torneá, en sú ferð mun taka að minnsta kosti einn sólarhring. Frá Tormeá til Rovaniemi á Finn- landi er stutt leið og er hún farin með járnbraut, en frá Ro- vaniemi til Petsamo er mjög löng leið, eða eins og héðan og til Ásbyrgis — eða um 570 km. Verður að fara þessa léið með bifreiðum og er talið óvíst, hvort takast megi að fá nægar bifreiðar til að flytja þennan stóra hóp í einu, en íslending- arnir munu vera um 260 að íölu. Sennilega munu þeir verða komnir svo snemma til Petsamo, að Esja geti lagt af stað þaðan um helgina, en ekki mun von á henni hingað fyr en um miðjan mánuðinn. H ITLER OG MUSSOLINI hittust í morgun suður í Alpafjöllum, efst í Brennerskarði, á landamærum Þýzkalands og Ítalíu, og er það í annað sinn, sem þeir hittast þar síðan stríðið hófst. Viðstaddir fund þeirra eru einnig von Ribbentrop utanríkismálaráðherra Hitlers og Ciano greifi utanríkis- málaráðherra Mussolinis, en þeir komu þangað í öðrum járnbrautarlestum en einræðisherrarnir. Fundurinn vekur mikla athygli um allan heim, og er talið víst, að hann boði einhverja meiriháttar viðburði. En um það, hvaða viðburðir það kunni að verða, koma fram ágizkanir einar. Tilkynningin um fundinn í Brennerskarði er mjög stutt í blöðunum í Beríln — aðeins ein lína. Hftt frlðartilboð eða Einn orðrómurinn um þenn- an fun'd er sá, að einræðisherr- arnir hafi í hyggju, að koma fram með nýtt friðartilboð, þó að ólíklegt þyki, að þeir geri sér nokkrar vonir um það, að Bretland gangi inn á nokkurt samkomulag við þá. Mikiu líklegra þykir, að þeir ætli að ráðgast um það, hvað nú skuli til bragðs taka, eftir að sýnt er, að loftárásir Hitlers á London bera ekki þann ár- angur, sem ætlað var, og að von laust muni vera að reyna inn- rás á England. Búast menn því við, að ein- hverjar ákvarðanir verði tekn- ar í Brennerskarði í dag um það, á hvern hátt stríðinu skuli haldið áfram í vetur. Serramo Suner, U'tanríikismála- rá'ðherra Franoos, er enn í Róina- borg, og ætla sumir, a& frest- hrinn á för hans heim til Spánar standi í einhverju saanbandi við f'undinn í Brennerskarði. En ítölsk blöð viðurkenna nú, að Spánn muni ekki breyta að neinu leyti um afstöðu til stríðs- ins. Brezk biöð hafa þegar áður haldið því fram, að hann ntuni ekki liafa komið sem neinn samn- ingama'ður fyrir Franoo til Ber- línar iog Rómaborgar. Bæjarstjórnarfundur: Teknr bæjarstjórn mikln stærra lán en fpst var gert ráð fyrlr? '.Bærimn I kj’taggnin mm weniigs Iramtaksleysis og tárræöalejrsls. LÁNTAKA bæjarins var ekki ákveðin til fulls á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú, að ekki varð útkljáð um það, hversu háir vextirnir skyldu vera. Kom í ljós við umræðurnar, að ríkisstjórn og Landsbankinn höfðu ekki sömu skoðun á því, hverjir vextirnir þyrftu að vera. Pá toom það líka fram, að bæj- arstjórn hefir í hyggju að efna til stærra lánsútboðs, ef vel geng- ur að selja skuldabréfin fyrir þessum tveimur Lánum, enda hef- ir bærinn þörf fyrir miklu meira Frh. á 2. síðu. Stríðið er tapað fp- ir Httler ef lelftur- strtðið siisleppaast. Segja amerikskir fréttaritarar AMER1KSKIR fréttaritarar leggja æ meiri og meiri á- herzlu á það í fréttum sín'um, að loftárásir Þjóðverja á Bret- land séu algerlega misheppnaðar, mdðað við það, hve mikið tjón þær toosta Þjóðverja sjálfa iog hve litlu tjóni þær valda á hern- aðarstöðvum í Bretlandi. „Hlutlausir sérfræðingar“, segir James Reston í skeyti til „New York Tiirtes", í gær, „furða sig á því, hve illa Þjóðverjum geng- ur að beina árásum sínum að einU marki. Það er staðreynd, að leifturstríðinu gegn Bretlandi er að linna, og það er jafn-satt, að ef leifturstríðinu linnir, áður en til úrslita er komið, þá má með fulluim rétti álíta það tapað- „Járnbrautarsamigönguir í Bret- landi eru nú betri en fyrir hálf- Um mán'uði, pó&tsamgöngur ör- uggari, framleiðsLan meiri og kjarkur almennings óbugaður. Frh. á 2. síðu. Bevfin fær wm sætfi i striðsstjórn CliurclBills. ♦ ■ - -i Og Herbert Merrisem taefir verib sMpatanar iiryggismálaráfiiaerra. Herbert Morrison. Ernest Bevin. ÞAÐ var tilkynnt síðdegis í gær í London, að töluvert miklar breytingar hefðu verið gerðar á brezku stjórninni um leið og Chamberlain lagði niður ráðherraembætti sitt í stríðsstjórn- inni. Vekja þær breytingar mesta athygli, að tveir ráðherrar hafa verið teknir í sjálfa stríðsstjórnina, auk Sir John Anderson, sem tók við sæti Chamberlains, jafnaðarmaðurinn Ernest Bevin, vinnumálaráðherra, og íhaldsmaðurinn Sir Kingsley Wood, fjár- málaráðherra, og að jafnaðarmaðurinn Herbert Morrison, hingað til birgðaráðherra, hefir verið skipaöur öryggismálaráðherra í stað Sir John Andersons, en það embætti er nú talið eitt hið allra þýðingarmesta. Er stríðsstjórnin nú skipuð < átta ráðlierrum, íhaldsmönnun- um ChurchiLl, Lord Halifax, Lord Beaverbrook, Sir John Anderson, Sir Kingsley Wood, og jafnaðarmönnunum Attlee, Arthur' Greenwood og Ernest Bevin. Aðrar breytingar, sem gerðar hafa verið á stjórninni, eru þessar: Andrew Duncan, íhaldsmað- ur, áður verzlunarmálaráð- herra, hefir tekið við embætti birgðaráðherra. Oliver Littleton, utanflokka, hefir verið sldpaður verzlunar- málaráðherra. Lord Cranborn, sem var varautanríkisráðherra í utan- ríkisráðherratíð Anthony Ed- ens, verður samveldismálaráð- hrra. í bréfi, sem Chamberlain skrifaði Churchiil forsætisráð- herra, komst hann svo að orði, að heilsu hans væri svo farið eftir uppskurð þann, sem gerð- ur var á honum á dögunum, að hann treysti sér ekki til að gegna störfum sínum áfram. Chamberlain þakkaði Churchill traust pg velvild og lét í ljós þá trú, að undir hans forystu myndi sigur verða unninn á of- beldinu og harðstjórninni. í svarbréfi fór Churchill Kðla hljóp úr fall- bjrssi oi sprahk á tðniou á Þaravðllum SÍÐASTLIÐINN þriðjudag hljóp skot úr fallbyssu við bækistöð brezka setuliðsins á Kjalarnesi. Kúlan kom niður á túninu á Þaravöllum í Innri- Akranesshreppi, hinum megin við Hvalfjöx-ð. Myndaði kúlan talsvert djúp- an gíg í túninu, en moidin ýrð- ist út um túnið. Tvö börn á bænum voru að taka upp kartöflur skammt frá þeim stað, er kúlan lfom niður. Urðu þau vör við mikinn loft- þrýsting og eitt kúlubrotið fór fyrir ofan höfuð þeirra. Hefir ríkisstjórninni verið send skýrsla um málið og þess krafizt, að hún hlutist til um, að bóndinn á Þaravöllum fái fullar bætur fyrir spjöllin á 'túninu. miklum víðurkenningarorðum um hæfileika, þol og þraut- seigju Chamberlains og kvað hann hafa lagt fram alia krafta sína til þess fyrst að varðveita Frh. á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.