Alþýðublaðið - 08.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1940, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKT. 1940. Nver var hlæfa? KaupiB bókina og brosið með! Hver var a$ hlæfa? er bók, sem þér þurfiS a3 eignast. ÞilIBJUDAGUR Næturlæknir er Gísli Pálsson, Laugavegi 15, sími 2472. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. v ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög úr tón- filmum og óperettum. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Kvikmyndalistin og úllis Trenker (ungfrú Iínj»«ivoif» Tómasdóttir). ai,0> -^poínplötur: Píanótríó í a- BÍÖll, Op. 50, nr. 2, eftir Tsai'i a i ko wsky. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Leikfélagið hefir frumsýningu á sjónleikn- um „Loginn helgi“ eftir Somerset Maugham annað kvöld. Þegar regnið kom heitir amerísk stórmynd, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mund- ir. Er hún gerð samkvæmt hinni frægu skáldsögu Louis Brom- field’s, The Rains Came. Aðal- hlutverkin leika Myrna Loy, Ty- rone Power og George Brent. Hjónaband. Laugard. 28. sept. voru gefin saman í hjónaband af sr. Garðari Þorsteinssyni ungfrú Unnur Har- aldsdóttir (Guðmundssonar frá Há- eyri) og Einar Sturluson póstm. frá Fljótshólum. Heimili þeirra er í Einholti 8 (Nýju verkamanna- bústöðunum). Samtíðin, 8. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: í heimsókn hjá Rafha, Merkir samtíðarmenn, Stríðsgróði, Hreiðar E. Geirdal: Haust (kvæði), Þeir vitru sögðu, Ingólfur Davíðsson: Útsæði og geymsla, Hans klaufi: Fótatak þeirra, sem fram hjá ganga, o. fl. Reikningar til Mæðrastyrksnefndar vegna sumarheimilisins að Reykholti verða greiddir á skrifstofúnni í Þingholtsstræti 18 kl. 3—5 í dag. Þess skal getið, að Handavinnunámskeið Heim- ilisiðnaðarfélags íslands byrjar í dag kl. 2 og kl. í Lækjargötu 6. Auglýsið í Alþýðublaðmu. Undirritaðir bóksalar í Reykjavík tilkynna, að þeir séu framvegis eins og hingað til fúsir til þess að safna áskrifendum að bókum og ritverkum, sem ráðgert er að prenta, en með því ófrávíkjanlega skilyrði, að bækurnar verði þegar eftir útkomu seldar í bókaverzlunum með sömu skilmálum og aðrar bækur, og að áskrifendur verði taldir kaupendur bókanna í þeirri bókaverzlun, þar sem þeir hafa gerzt áskrifendur og vitji. eintaka sinna þangað, enda sé áskriftarverð sama og almennt söluverð. FINNUR EINARSSON. - -, - • • • . .:) BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. BÓKAVERZLUN ÞÓR. B. ÞORLÁKSSONAR. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU. BÓKASTÖÐ EIMREIÐARINNAR. SNÆBJÖRN JÓNSSON. GUÐM- GAMALÍELSSON. BÓKAVERZLUN SIG. KRISTJÁNSSONAR. Ymlsleyt éupt. Mjólkurkönnur, 1 líter 2,75 Ávaxtaskálar, stórar 3,50 Ávaxtaskálar, litlar 1,00 Ávaxtadiskar 0,75 Ávaxtasett 6 m. 9,50 Kartöfluföt með loki 2,75 Handsápa ,,Favori“ 0,60 Þvottaduft „Fix“ 0,60 Sjálfblekumgar 1,75 Pennastokkar 0,75 Nýkomið: Matardiskar. Þvotta- balar. Fötur. Vekjaraklukkur. H. Blnarsson k Bjðmsson Bankastræti 11. ST. SÓLEY nr. 242. Félagar! Munið skemmtifundinn ann- að kvöld. Æ.T. ST. EININGIN. Fundur annað k'völd kl. 8 stundvíslega. Að fundi loknum: 1. Kaffi- drykkja. 2. Einsöngur: Pétur Jónsson. 3. Upplestur: Frið- fiiinur Guðjónsson. 4. List- dans: Sif Þórs. 5. Dans. ÍÞAKA nr. 194. Fundurinn í kvöld byrjar kl. 9. SKÓLAFÖTIN FATABUÐINNI. BREZKU VERKALÝÐSFÉLÖGIN Frh. af 1. síðu. manni að hagnast á styrjöldinni. Enginn má vera efnaðri eftir styrjöldina, en þegar hún byrjaöi. Stríðserróði er rán. sasrði hann. fSGAMLA BIO FlngralaiiRr (DANGEROUS FINGER.) Ensk sakamálamynd, tek- in af Pathé Pictures. Aðal- hlutverkin leika: James Stephenson, Betty Lynne, Leske Standisli. I TALMYNDAFRÉTTIR. . Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. NYJA BIO fPepr repið kom. Amerísk stófmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Aðalhlutverkin leika: Myrna Loy, Tyrone Power, George Brent. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR u „Loglnn helgi Sjónleikur í þrem þáttum eftir W. SOMERSET MAUGHAM. FRUMSÝNING ANNAÐ KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Börn fá 'ekki aðgang. Hjartans þakkir til allra, sem heiðruðu mig og glöddu á áttræðisafmæli mínu á einn eða annan hátt. Kristín í Nesi. Músikvörnr Dansnýjungar: Enskar m amerísk- ar dansplðtnr og dansnótur Kllóðfærnltúsið Laxfoss fer til Westmaaiaiia-' eyja á morgun kí. m s. d* Flatraingi veitf méf- faka fii kL 6. ReiðhjólaviðgerSir eru fljót- así og bezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- 9. THEQDQRE DREISER; JENNIE GERHARDT hæð að viðbættu því, sem frú Gerhardt og Sebastian unnu sér inn, var nóg fyrir mat, en ekki meira. Um jólaleytið varð fátæktin þeim mjög sár. Þjóð- verjum þykir gaman að halda jólin hátíðleg. Og það er helzta og viðhafnarmesta hátíð fjölskyld- unnar. Þá langar alla foreldra til þess að gleðja börn, sín og gefa þeim jólagjafir. Þegar Gerhardt stóð álútur yfir verki sínu hugsaði hann oft um þetta vandamál. Hvað átti hann að ’gefa Veroniku litlu í jólagjöf eftir leguna? En hve það hefði verið gaman að geta gefið öllum börnunum skó í jólagjöf, drengj- unum höfuðföt og stúlkunum kápu. Hann kveið því að sjá vonbrigðin í svip barnanna, þegar þau kæm- ust að raun um, að þau gætu engar jólagjafir feng- ið í þetta sinn. Það er erfitt að lýsa tilfinningum frú Gerhardt. Það er auðveldara að hugsa sér þær. Hún þjáðist svo mjög, að hún gat ekki talað um jólahátíðina við mann sinn. Hún hafði lagt til hliðar þrjá dollara og ætlaði að nota þá til að kaupa kol, svo að George litli þyrfti ekki að safna kolum af vögnunum, en þegar leið að jólum ákvað hún að nota tvo dollara til þess að kaupa jólagjafir fyrir. Gerhardt hafði líka lagt tvo dollara til hliðar. Þegar jólahátíðin kom var fremur lítið um dýrð- ir á hinu fátæka heimili. Hátíðaljóminn var yfir allri borginni. Allir búðargluggar voru skreyttir, til þess að lokka fávísa kaupendur. Oft hafði Gerhardt sagt, þegar börnin voru við- stödd: Jólasveinninn verður fátækur í ár. Flann get- ur ekki gefið mikið. En ekkert barnanna gat trúað því, að jólasveinn- inn væri svo fátækur, að hann kæmi ekki með neitt í poka sínum. Jóladagur var á þriðjudag og börnin fóru ekki í skóla á mánudaginn. Áður en frú Gerhardt fór í gistihúsið, minnti hún Georg á að ná í kol af vögn- unum svo að þau gætu hitað upp um jólin. Georg fór strax af stað og tvær yngstu systur hans með honum. En þar sem lítið var um kol, voru þau lengi að fylla kolakörfurnar. Og þegar kvöldið var kom- ið, höfðu þau ekki náð nema í mjög lítið. — Náðirðu í kolin? spurði frú Gerhardt, þegar hún kom heim um kvöldið. — Já, sagði Georg. — Náðirðu svo miklu, að við hefðum nóg á morg- un? — Já, ég býst við því. — Ég ætla að fara út og gæta að því, sagði hún. Svo tók hún lampann og gekk út. Georg fór á eftir henni út í skúrinn. — Nei, nei, hrópaði hún, þegar hún sá kolin. — Þetta er ekki nærri því nóg. Þú verður að fara strax af stað og sækja meira. — Æi, nei, sagði Georg. — Ég vil ekki fara. Láttu Bas fara. Bas, sem var rétt kominn heim frá vinnunni, var inni í svefnherbergi sínu að þvo sér og hafa fata- skipti ,svo að hann gæti komizt sem fyrst inn í borgina. — Nei, sagði frú Gerhardt. — Bas er nýkominn heim úr vinnunni. Hann hefir unnið mikið í dag- Þú verður að fara. — Æi, nei, ég vil ekki fara, sagði Georg. — Jæja þá, sagði frú’ Gerhardt. En þú færð þá ekki heldur eld í ofninn á morgun. Og hvernig lízt þér á það? Þau fóru inn í húsið aftur, en Georg hafði svo vonda samvizku, að honum datt ekki í hug að líta svo á sem málið væri útrætt. — Bas, viltu koma með mér? sagði hann, þegar hann kom inn. — Hvert? spurði Bas. — Að ná í kol. Hver heldurðu að ég sé? — Jæja, þá fer ég ekki heldur, sagði George og hnykkti til höfðinu. — Hvers vegna sóttirðu ekki kol í dag? spurði bróðir hans hvasst. — Ég fór líka og telpurnar með mér. En við fund- um ekki nógu mikið. — Þá hefir þú ekki leitað nógu vel, sagði slæp- ingurinn. — Hvað er að? spurði Jennie, sem var nú að koma heim úr sendiferð, sem hún hafði farið fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.