Alþýðublaðið - 09.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.10.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. OKT. 194©. Kver var ao h8æ|a? Kaupið bókina oh brosið með! Kver var að hlæja? er l»ók, se»n þér þurfið að eignast. MIDVIKUGDAUR Næturlæknir er Kristján Hann- esson, Miðstræti 3, sími 5876. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: íslenzkir söngvarar. 20,00 Fréttir. 20.30 Lýsing á ' sundkeppni í Sundhöllinni í Reykjavík. 21.30 Hljómplötur: Harmóníkulög 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Hapþdrættið. í dag er síðasti söludagur í 8. flokki Happdrættis Háskólans. Á morgun verður dregið. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Engilborg Sigurð- ardóttir og Helgi Guðmundsson, Hofsvallagötu 20. Þá eiga og í dag silfurbrúðkaup Steinunn og Þor- steinn bókfærslukennari, Freyju- götu 16. Sundmeistaramóti íslands lýkur í kvöld í Sundhöllinni. Ármenningar. Skemmtifundur verður haldinn í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 9,30. Fundurinn stendur til kl. 1, og eru því félagsmenn beðnir að mæta réttstundis. Vitar og sjómerki. Kveikt hefir verið aftur á Sand- gerðisvita, Stafnesvita og Raufar- hafnarvita. Uandssíminn kaupir hús. Landssíminn hefir keypt hús- eignina Aðalstræti 11. Verður hluti hússins notaður sem verk- stæði. Félag verksmiðjufólks. Fundur verður haldinn ann- að kvöld kl. 8V2 í Iðnó. (Gengið inn frá Vonarstræti). Fundarefni: Uppsögn samn- inganna. Kosning fulltrúa á sambandsþing o. fl. Áríðandi að félagar fjöl- menni á fundinn. Stjórnin. ðsvífin framkoma gagnvartverkamanni Skyldi hann eftir í Kðmbum í gærkvðldi og æílaði honum að ganga niður á Sandskeið. BJÖRN BLÖNDAL lög- gæzlumaður skýrði Al- þýðublaðinu svo frá í rnorgun: í gærkveldi á 8. tímanum var ég að koma að austan. Fór ég fram úr verkamanni á Hellis- heiði, en er ég sá að maðurinn var mjög illa búinn, en veður hins vegar mjög kalt og slydda, stöðvaði ég bifreiðina og spurði hann hvert hann ætlaði. Verkamaðurinn kvaðst hafa verið að vinna á Sandskeiði, en hafa verið lánaður fyrir tveim- ur dögum Jóni Víðis nokkrum, sem er mælingamaður hjá vegamálastjóra. Höfðu þeir verið að mælingum í Kömbum. Eftir vinnutíma í gærkveldi yf- irgaf Jón manninn og sagði honum að ganga vestur á Sand- skeið, en sjálfur hélt Jón áfram austur. Hafði verkamaðurinn verið lengi á gangi er ég kom að honum, og var hann illa til reika og mjög illa búinn til næturgöngu yfir heiðina í þessu vonda veðri. Vitanlega ætlaðist Jón þessi Víðis ekki til annars en að verkamaðurinn færi þessa för í eigin tíma og án þess að fá kaup fyrir, eins og honum þó ber.“ Þannig skýrði Björn frá. Jón Víðis virðist hafa gleymt því að slík framkoma gagnvart verká- fólki er ekki liðin lengur. Bend- ir þetta til þess að vegamála- stjórnin þurfi að hafa eftirlit með framkomu þessa manris, a. m. k. ef hún felur honum að starfa sem yfirmaður yfir verkamönnum. Björn Blöndal tók verka- manninn upp í bíl sinn og flutti hann vestur á Sandskeið. SETTUR BOil ' ‘ RóTJÓRI Frh. af 1. síðu. svo langt er liðið síðan ég gat sinnt störfum, og að í hönd fer mesti annatími ársins, ■— nægir í því sambandi að vísa til þess, að bráðlega þarf að undirbúa afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir næsta ár, auk annarra aðkallandi starfa, — sýnist mér óhjákvæmilegt, að önnur skipun verði gerð á með- ferð borgarstjóraembættisins en verið hefir, að borgarritari gegni embættinu samkvæmt fyrirmælum í viðauka 12. marz 1934, við samþykkt um stjórn bæjarmálefna Reykjavíkur, frá 23. júlí 1932, enda er ekki ætl- andi, að sami maðurinn gegni báðum ernbættunum til lengd- ar. — Af þessum sökum vil ég mega beiðast þess, að háttvirt bæjarstjórn samþykki tillögu mína um að herra bæjarfulltrúi Bjarni Benediktsson prófessor verði beðinn að gegna embætti mínu fyrst um sinn sem settur borgarstjóri í veikindaforföll- um 'mínumÁ Þegar forseti hafði lesið þetta bréf, bar hann upp tillögu Péturs og var hún samþykkt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins. Bjarni Bénediktsson var kos- inn bæjarfulltrúi 1934. Síðan hefir hann verið einn helzti for- ystumaður Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Hann hefir átt sæti í bæjarráði síðan það var stofnað og eins í framfærslu- nefnd frá því er hún var mynd- uð. Gunnar Thoroddsen lögfræð- ingur mun taka við kennslu við lagadeild háskólans í stað Bjarna Benediktssonar. NÝJA BÍÓ Frh. af 1. sí'ðu. urnefnd bók, sem gerði hann heimsfrægan. Myndin er ágæt- lega leikin og er óhætt að hvetja menn til að sjá hana. gSCiAIViLA BÍÚ W í ra mm e§o t.:<j I Fingralangor Þegar regnið bom. 1 ■ 1 1 Amerísk stórmynd, gerð 1 (DANGEROUS FINGER.) | 1 Ensk sakamálamynd, tek- eftir hinni heimsfrægu in af Pathé Pictures. Aðal- skáldsögu með sama nafni hlutverkin leika: Sýnd í kvöld kl. 7 eg 9. James Stephenson, Betty Lynne, j — Aðalhlutverkin leika: Leske Standish. Myrna Loy, TÁLMYNDAFRÉTTIR. . . Tyrone Power, Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. George Brent. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. 99Loginn helgi44 eftir W. SOMERSET MAUGHAM. FRUMSÝNING í KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl'. 1 í dag. Börn fá ekki aðgang. ORUSTUFLUGVÉLARNAR Frh. af 3. síðu. Hún hefir sem sé tvær vélar, eina á hvorum væng, og tveggja manna áhöfn. Er hún með líku fyrirkomulagi og ensku Definant- vélarnar, þ. e. hún hefir vél- byssur, sem skjóta aftur fyrir. Hraði jressara véla er 587 km. á klst„ eða nærri því eins mikill og Spitfire, og eru þær líkt vopnum búnar og Me. 109, þ. e. fjórar litl- ar vélbyssur og ein stór, sem getur sbotið 500 skotum á minútu og með fullu gagni á 600 m. færi. Olíutankar þessara véla eru líka furðuverk, því þeir halda í skot- hríð, hverju sem á gengur. Hvernig sem á því stendur, hafa þessar Me. 110 vélar beldur ekki geíað jafnazt á við Spitfire, Hur- ricane '0;g Defiant, þrátt fyrir hið mikla skotmagn sitt og hraða. Er þaö e. t. v. vegna þess, að þær eru stirðari í vöfum, enda voga þær sér sjaldan þeim meigin að brezku sprengjuflugvélunum, sem, mestri skothríð er að mæta, þótt þær hafi langdrægari byssur. Hér við er vert að bæta einni árásarflugvél, ameríkskri, sem ef til vill lætur heyra frá sér bráð- lega í sveitum bandamanna. Er það Curtiss P 40, sem hefir 640 km'. hraða á klst. Um vopnaút- búnað hennar er ókunnugt, sem von er. Er vitað, að Bandamenn haf a keypt 'mikið af þessuim. vélum. ALM.ENNT MANNTAL Frh. af 1. síðu. er nú almennt skoðaður sem hátíðisdagur hér á landi og hann ber í ár upp á sunnudag, og því þykir óheppilegt að láta allsherjar manntal fara fram þann dag, fyrirskipar ráðuneyt- ið svo, samkvæmt 1. grein laga nr. 4, 18. maí 1920: 1. gr. Alrnennt manntal skal.. taka um land allt 2. desember 1940. 10. THEQDORE DREISER; JEMNIE GERHARDT móður sína. — Ó, Bas vill ekki fara með mér eftir kolum. — Sóttirðu ekki kol í dag? — Jú, sagði George, — en mamma sagði, að það væri ekki nóg. — Þá skal ég fara með þér, sagði systir hans. — Viltu þá fara með, Bas? spurði systirin. — Nei, ég fer ekki, sagði ungi maðurinn. Hann var að laga bindið sitt. — Það eru engin kol til, sagði George, — nema við hnuplum af vöruvögnunum. Og það voru engir vöruvagnar þar sem ég var. — En það eru vöruvagnar þar, sagði Bas. -— Nei, það eru engir vöruvagnar þar, sagði Ge- orge. — Ó, hættið þið nú að rífast, sagði Jennie. — Við skulum nú ná í körfurnar og hafa okkur af stað, áður en það verður of seint. Hin börnin, sem þótti mjög vænt um systur sína, fóru að leita, og Veronika fann kolakörfuna, en Marta og William fundu sína fötuna hvort. Georg og Jennie náðu í stóra körfu, sem þau ætluðu að bera á milli sín. Bas, sem nú var ofurlítið farinn að blygðast sín fyrir þrjózkuna, kom nú með uppá- stungu. — Nú skal ég segja þér, hvað við skulum gera, Jenni, sagði hann. — Farðu með krökkunum yfir á Áttundu götu og verið þið þar nálægt vöruvögnun- um. Eftir ofurlitla stund skal ég koma þangað. En þegar ég kem verðið þið að láta sem þið þekkið mig ekki. Þið skuluð bara segja: — Ó, herra, viljið þér ekki gera svo vel og skara ofurlitlu af kolum ofan til okkar? Svo klifra ég upp á vagninn og skara kolum niður til ykkar, þangað til ílátin eru orðin full. Skiljið þið? — Já, já, sagði Jennie og var hrifin. Svo fóru þau út í vetrarmyrkrið og stefndu í átt- ina til járnbrautarstöðvarinnar. Þegar þangað kom voru þar margir vagnar fullir af kolum. Öll börnin föidu sig í skugga vagnanna. Meðan þau biðu þar eftir bróður sínum kom hraðlestin frá Washington. Það var stór lest með mörgum fallegum farþega- vögnum. Farþegarnir sátu inni þdjúpum hæginda- stólurn, vel klæddir, og horfðu út um gluggana. Börnin drógu sig í hlé, meðan lestin rann fram hjá. — En hve lestin er löng, sagði Georg. — Bara að ég gæti orðið járnbrautarstarfsmaður, sagði William og stundi þungan. Jennie var mjög þögul, en draumurinn um ferða- lag og óhóf hafði haft mjög mikil áhrif á hana. En hve það hlaut að vera dásamlegt að vera ríkur. Nú kom Sebastian í Ijós. Hann bar sig mjög vel á velli. Hver hreyfing hans lýsti því, hversu mikið álit hann hafði á sjálfum sér. Og hann var mjög þrjózkur og þver í lund. Ef börnin, systkini hans, hefðu ekki fylgt ráðum hans út í æsar, hefði hann gengið fram hjá þeim, án þess að rétta þeim hjálp- arhönd. En Marta greip tækifærið. Hún hljóp til hans og sagði kjökrandi: — Ó, herra, verið þér nú svo vænn að skara niður ofurlitlu af kolum handa okkur. Við eigum engin kol um jólin. Sebastian nam staðar, horfði hvasst á þau, eins og hann hefði aidrei séð þau fyrr og hrópaði: — Jú, það ætti ég að geta gert. Svo kliíraði hann upp á einn vagninn og flýtti sér að skara niður kolum, þangað til þau voru búin að fylla öll ílátin. Því næst flýtti hann sér ofan af vagninum og hvorf, eins og; hann kærði sig ekki um að vera lengur en nauð- synlegt var í þessum lítilfjörlega félagsskap. Á heimleiðinni mættu þau manni, raunverulegum herramanni, með háan hatt og í fallegri kápu, og Jennie þekkti hann strax. Það var sjálfur öldunga- ráðsmaðurinn, sem nú var einmitt að koma heim frá Washington og hlakkaði nú til jólanna. Hann hafði einmitt komið með hraðlestinni, sem börnin voru svo hrifin af. Og að gamni sínu bar hann sjálfur farangur sinn til gistihússins. Þegar hann gekk fram hjá, fannst honum hann þekkja Jennie. — Eruð það þér, Jennie? sagði hann og nam stað- ar til þess að fullvissa sig um, að sér hefði ekki mis- sýnst. En hún hafði þekkt hann fyrr en hann hana, og hún hrópaði: — Þetta er þá herra Brandur! Svo sleppti hún kolakörfunni og sagði börnunum, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.