Alþýðublaðið - 10.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.10.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 10. OKT. 1940. Hver var a3 hlæja? Kaupið bókina og brosið með! Hver var hlæfa? er bók, sem þér þurfið að eignast. FIMMTUDAGUH Næturlæknir er Theodor Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 3374. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöðin Geysir. ÚTVARPIÐ: 19,45 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,30 Fiðlu-tvíleikur (Þórarinn Guðmundsson og Þórir Jónsson): Tvíleikar eftir Mendelssohn o. fl. 21,10 Útvarpshljómsveitin: Laga- flokkur eftir Coates. Sólon Sókrates,' þriðja og síðasta bindi skáld- sagnabálksins Förumenn eftir El- ínborgu Lárusdóttur, er komið á bókamarkaðinn. Bókarinnar verð- ur getið nánar í blaðinu innan skamms. Út af frásögn hér í blaðinu í gær um Jón Víð- is skal þess getið, að hann fór sjálfur á reiðhjóli í Skíðaskálann um kvöldið. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Sigríður Péturs- dóttir og Jón Jóhannsson skip- stjóri, Stýrimannastíg 6. Mótanefnd Vals og Víkings hefir dansleik í Oddfellowhúsinu n.k. laugar- dagskvöld. Átta „teknir úr umferð“. Undanfarnar nætur hefir verið mjög rólegt á götunum og lítið um drykkjuskap. Nú er hann fremur að aukast aftur, eftir að „bækurn- ar“ komust á gang, og voru átta menn „teknir úr umferð“ síðast- liðinn sólarhring. Ef einhverjir eiga góðar myndir úr verkföllum eða deilum sjómanna hér í Reykja- vík, eru þeir vinsamlega beðnir að hafa tal af skrifstofu Sjómanna- félagsins í Alþýðuhúsinu, opin kl. 4—7, sími 1915. Haustmarkaður KRON. Þúsundir manna hafa heimsótt haustmarkað KRON, bragðað þar á ýmsum réttum úr hrossakjöti og láta vel af. Hrossakjötið er ódýr- Ttisk'ur keyptar. Alþýðubrent- smiðjan h.f. Rauði kross íslands. Þeir, sem hafa haft happdrætt- ismiða, er seldir hafa verið í sum- ar til ágóða fyrir sumardvöl barna í sveit, eru vinsamlegast beðnir að gera þegar í stað grein fyrir söl- unni og skila peningum og óseld- um miðum í síðasta lagi fyrir 12. þ. m. á skrifstofu R.K.Í. kl. 1—4. íþróttanefndin. Hin lögskipaða íþróttanefnd rík- isins hefir nú verið skipuð. 1- þróttasamband íslands tilnefndi Benedikt G. Waage, forseta Í.S.Í., ríkisstjórnin tilnefndi Guðmund Kr. Guðmundsson skrifstofustjóra og Ungmennafélag íslands Aðal- stein Sigmundsson kennara. Forðnm í Flosnporti. Lengi getur gott BATNAГ, segir mál- tækið. Ungur iixaður, sem leit inn tií blaðsins í morgun hélt því fram að þetta væri tilfellið um revyu þessa árs Forðum i í Flosaporti, sem sýnd ver’ður í fyrsta sinn afma'ð kvöld, eftir bréytingar þær, sem gerð-ar hafa verið á íeiknum. Flestir söngvarnir munu vera^ nýjir og efnið- nýtt, þó frágangur lfifksins sé sá sami og í fyrra. Leikarar munu vera þeir sömu þeir: Emilia Borg, Sigrún Magn- úsdóttir, Drífa Viðar, Gunnar Bjarnason, Alfred Andrésson, Gunnar Stefánssion, Lárus Ing- ólfsson, Bjarni Björnsson o. fl. ÚTIVIST BARNA Frh. af 3. síðu. ingar innan 14 ára aldurs skuli ekki vera uti á götum eftir kl. 71/2 að kvöldi dags í vetur, nema í fylgd með fullorðnum, sem ber ábyrgð á þeim, eða að brýna nauðsyn beri til. 2) Barnaverndarnefnid ög barna verndarráð samþykkja að skora á lögreglustjóra að sjá um, að ákvæðum í lögreglusaeiþykt Reykjavíkur um útivist barna á kvöldin sé vel framfylgt. Auglýsið í Alþýðublaðinu. MUSTERISHUGLEIÐINGAR Frh. af 1. síðu. finnssion bregzt rnjög ókunnug- lega við honum. Ég verð að skoða þetta sem meinloku mjög einkennilega að vísu. Vona ég, að hann sé búinn að átta sig á firru sinni. ,Því fór fjarri, að mér dytti í bug að bera okkur Björn, sém báðir höfum fengizt við þýðingar án þess að geta okkur nokkurn orðstír fyrir, saman við þessi höfuðskáld. Hins vegar er ég þeirrar fáránlegu skoðunar, að þýðingar geti verið mjög merkileg bókmenntastarf- semi, og nefni ég þar til þýð- ingar Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskviðunum og Matthíasar Jochumssonar á leikritum Sháke- speares, og skal ég játa, að við Björn megum vera lágkúrulegir við hlið þessara snillinga. Að lokum svarar Björn tilboði ríiínU u:m samvinnu við hann um að stuðla að eflingu bókasafna. Telur bann það löðurmannlegt af mér að slá þann varnagla, að stjórnarvöldin yrðu auðunnin til aðstoðar. Björn virðist ekki kæra sig um slíkt fylgi við málið, að minnsta kosti ekki, ef það yrði góðfúslega veitt. Talar hann þar sem garpur mikill eða afreks- maður. — En svo skýtur nokkuð skökku við, þegar hann kemur að hinu tilboðinu. Þá er honum sig- inn larður, og virðast honum tröllauknir örðugleikar á því, að útvega einum skóla nægilegt húsnæði. Minnir þessi tvískinn- Ungur hans einna helzt á nafna hans lír Mörk, er hann hafði „í sínu orðinu hvárt, at hann vildi flýja sem harðast — eða hitt, at hann vildi bíða og taka í móti.“ RÚMENÍA Frh. af 1. síðu. skeyti frá honum ekki komið til skila. Hefir það að sjálfsögðu ekki bætt sambúðina milli Breta og Rúmena. Auglýsið í Alþýðublaðinu. \ £HHQAMLA BtO FiHffralangnr (DANGEROUS FINGER.) Ensk sakamálamynd, tek- in af Pathé Pictures. Aðal- hlutverkin leika: James Stephenson, Betty Lynne, Leske Standish. T ALM YND AFRÉTTIR. . Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. NYJA BIO Þegar regaið kom. Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Aðalhlutverkin leika: Myrna Loy, Tyrone Power, George Brent. REVYAN 1940. Forðflm i Flosaporti ASTANDS-UTGAFA. NÝIR SÖNGVAR — NÝIR BRANDARAR. Verður leikin í Iðnó í fyrsta skipti föstud. 11. þ. m. kl. 8V2 síðd. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 Dg á morgun eftir kl. 1. — Sími 3191. BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. HraOferðlr alla daga. BifrelðastSð Akureyrar Bifreiðastðð Steindðrs. F.U.J. Féiagsfundur verður haldinn í miorgun, föstudag 11. þ. m., í fundarsal félagsins kl. 8V2 e .h. Umræðuefnið verður vetrarstarf- ið. Mætið réttstundis. Stjómin. Guðspekifélagið. Reykjavíkur- stúkan heldur fund föstudag 11. þ. m. kl. 8V2 síðd. Deildarforseti flytur erindi. --------------------------------t. Bækur kiomnar, blöð og tíma- rit — keypt kontant. Fornsalan, Grettisgötu 45, sími 5691. Þúsundir vita, að gæfa fylgia trúlofunarhrin-gum frá Sigtufc þór, Hafnarstræti 4. 11. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT þau skyldu bera hana heim. Svo flýtti hún sér í burtu. Öldungaráðsmaðurinn elti hana og kallaði á hana nokkrum sinnum árangurslaust: Jennie, Jennie! En hann varð brátt að gefast upp við það að reyna að ná henni. Og allt í einu skildi hann feimni hennar og komst við. Hann snéri því við og gekk á eftir börnunum. í kvöld var það ekki svo lítils virði að vera öldungaráðsmaður. S^kyldu þessi blessuð börn fá nokkrar jólagjafir? Hann langaði til að rétta þessari fátæku fjölskyldu hjálparhönd. Brátt sá hann börnin hverfa inn um hliðið og inn í lágreist hús. Hann gekk yfir götuna og skýldi sér undir trjá- krónum. Það sást ljós í glugga á gafli hússins. Um- hverfis lá nýfallin mjöllin. Hann heyrði raddir barnanna og einu sinni sá hann frú Gerhardt bregða fyrir. Skömmu seinna sá hann stúlku læðast inn um hliðið. Hann vissi, hver það var. Það kom.við hann, og hann beit í vörina, til þess að bæla tilfinn- ingar sínar. Svo snérist hann skyndilega á hæli og hvarf á braut. Eigandi stærstu vöruverzlunarinnar í borginni hét Manning. Hann var tryggur fylgismaður Branders, og hann var hreykinn af því að vera í kunningsskap við öldungaráðsmanninn. Um kvöldið gekk öldunga- ráðsmaðurinn inn í búðina, en þar var þröng á þingi. — Manning, sagði hann. — Gætuð þér gert mér ofurlítinn greiða í kvöld? -— Með ánægju, herra öldungaráðsmaður. Með á- nægju, sagði kaupmaðurinn. Hvenær komuð þér til borgarinnar? Það gleður mig að sjá yður. Gleður mig mjög. — Mér þætti vænt um, ef þér vilduð senda jóla- varning — jólatré, matvæli, leikföng og þess hátt- ar — þér skiljið, hvað ég á við. Fjölskyldan er átta manns, faðir, móðir og sex börn. — Mín er ánægjan, mín er ánægjan, herra öld- ungaráðsmaður, sagði kaupmaðurinn. — Hugsið ekki um, hvað það kostar. Sendið nóg af vörum. Nú skal ég láta yður fá heimilisfangið. Hann tók vasabók upp úr vasa sínum og skrifaði heimilisfangið. — Mín er ánægjan, hélt Manner áfram. Þér hafið alltaf verið svo gjöfull. — Gerið svo vel, sagði öldungaráðsmaðurinn og rétti kaupmanninum heimilisfangið. Svo sendið þér mér reikninginn. — Með ánægju, sagði kaupmaðurinn, undrandi á allri þessari rausn. Öldungaráðsmaðurinn gekk út, en þá mundi hann eftir foreldrunum. Hann fór þess vegna inn í fata- verzlun og keypti föt og lét senda. Svo fór hann heim í herbergi sitt. Hún er að safna kolum, hugsaði hann. En hve ég var hugsunarlaus. Nú má ég ekki gleyma þeim. FJÓRÐI KAFLI. : v —0— Ástæðan til þess, að Jennie fann hvöt hjá sér tili þess að flýja, var sú, að hún blygðaðist sín fyrir að láta þennan tigna mann sjá sig við svo skamm- arlegt verk. Hún blygðaðist sín fyrir það, að hann, sem áleit hana heiðarlega stúlku, skyldi sjá hana. vera að hnupla kolum. Þegar hún kom heim, höfðu systkini hennar sagt móður hennar frá flótta hennar. — Hvað varð af þér? spurði Georg. — Ó, ég skrapp í burtu, sagði hún og snéri sér að móður sinni. — Við mættum herra Brander. — Einmitt, sagði móðirin undrandi. — Hann er- þá kominn aftur til borgarinnar. En hvers vegna hljópstu burtu, kjáninn þinn? — Ég vildi ekki láta hann sjá mig. — Hann hefir sennilega ekki séð þig heldur, sagði móðir hennar. Hún vissi, hve dóttirin var feimin.. — Jú, hann sá mig, hvíslaði Jennie. — Hann kall- aði til mín nokkrum sinnum. Frú Gerhardt hristi höfuðið. — Hvað er að? spurði Gerhardt. Hann kom inn úr næsta herbergi, og hafði heyrt samtalið. — O, það er ekkert merkilegt, sagði kona hans. sem vildi ekki láta hann vita, hvað um var að vera. Það kom maður, sem gerði krakkana hrædda. Fjölskyldan varð alveg undrandi seinna um kvöld- ið, þegar jólagjafirnar komu. Hvorki Gerhardt né kona hans gátu trúað sínum eigin augum, þegar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.