Alþýðublaðið - 11.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.10.1940, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 11. OKT. 1940 Hver var aö hlæja? Kaupið bókina og brosið með! | Hver var af§ hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. FÖSTUDAGblí. Næturlæknir er Úlfar Þórðar- son, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Erindi: Söguhetjur Ljós- vetningasögu (Björn Sigfús- son magister). 20,55 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21,15 Garðyrk j uþáttur: Geymsla garðávaxta (Jóhann Jónas- son ráðunautur). 21.30 Hljómplötur: „Dauðadans- inn“, eftir Liszt. Næturvarzla bifreiða: Aðalstöðin, sími 1383. Ódýrasta kennslan í tungumálum, bókfærslu, reikn- ingi í Alþýðuskólanum. Sími 4330. Hjónaefni. í íyrradag opinberuðu trúlofun sína á Húsavík ungfrú Sigrún Sig- mundsdóttir og Jónas Jónsson fimleikakennari, bæði til heimilis á Húsavík. Hjónaband. Gefin verða saman í hjónaband á morgun ungfrú Ásdís Vídalín og Lárus Ingimarsson Jónssonar skólastjóra. Heimili ungu hjón- anna verður á Háteigsveg 13. Samsæti verður haldið fyrir Árna Thor- steinsson tónskáld, í tilefni af sjö- tugsafmæli hans þriðjudaginn 15. þ. m. Samsætið hefst stundvíslega kl. 7 með borðhaldi í salarkynn- um Oddfellowhússins. Væntanleg- ir þátttakendur eru vinsamlega beðnir aö skrá nöfn sín og vitja aðgöngumiða í Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar fyrir laugar- dagskvöld. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Steinunn Kristinsdótt- ir og Dagbjartur G. Guðmundsson, Suðurgötu 26, Keflavík. Pólska skipið', sem óttast var um, er nú komið á ákvörðunarstaðinn og hafði því ekki hlekkst á, en aðeins tafizt sökum óveðurs. Nýja skákblaðið, málgagn Skáksambands íslands, er nýkomið út. Efni: Skákfræði, Skákför til Akureyrar, Skákir o. m. fl. Ritstjórar eru Óli Valdimars son og Sturla Pétursson. NOREGUR f Frh. af 1. síðu. komu nazista. Stúdentafélagið norska hefir verið bannað af þýzku yfirvöld- unum og sjóðir þess verið gerð- ir upptækir, enda þótt reglu- gerðir mæli svo fyrir, að þeir skuli renna til háskólans í Os- lo, ef félagið yrði lagt niður. Þá færast og ofsóknirnar gegn blöðunum, einkum blöð- um Alþýðuflokksins, stöðugt í aukana. Nýlega hefir blað flokksins í Stavanger, „Fyrsti níaí“, verið bannað og öll rit- stjórn þess verið tekin föst. Auglýsið í Alþýðublaðinu. REVYAN 1940. | Forðum 1 flœapFtl AST ANDS-UTG AF A. NÝIK SÖNGVAR — ,NÝIR BRANDARAR. Verður leikin í Iðnó í fyrsta skipti í kvöld klukkan 8V2 síðd. --- Sími 3191. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1. —- BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. KÚSNÆÐISVANDRÆÐIN Frh. af 1. síðu. lauss innanhéraðsfólks fyrir viss- an tíma, sem nefndin hefir til- tekið muni því verða ráðstafað af húsaleigunefnd. Nefndin hefir skrifað félags- málaráðuneytinu og skýrt því ná- kvæmlega frá ástandinu. Utanríkisráðuneytið hefir skrif- að brezku sendiherraskrifstofunni og faríð þess á leit að brezkir hermenn rýradu úr húsnæði, er þeir hafa tekið á leigu. Þá hefir ráðuneytið einnig skrifað borgar- stióra og beðið hann að gera allt, sem í valdi bæjarstjórnar stendur til að koma húsnæðis- lausu fólki til hjálpar. — Jafn- framt lofaði ráðuneytið allri þeirri 1 aðstoð, sem það gæti í té látið. i---------------------------- ALÞÝÐUSAMBANDIÐ SÝKN- AÐ ' y : Frh. af 1. síðu. fyrir því, að tilgangur stefndu með vinnustöðvuninni hafi ver- ið sá, að fá viðurkenningu verk- smiðjueigenda á Akureyri á því, að félagið Iðja væri réttur aðili fyrir hönd verksmiðju- fólks þar á staðnúm um heild- arsamninga varðandi vinnu- kjör þess. Var stefnda heimilt að hefja verkfall í þeim tilgangi. Fram- kvæmd verkfallsins verður ekki talin ólögleg gagnvart á- frýjanda, með því að. sönnur eru ekki leiddar að því gegn neitun stefnda, að áfrýjanda, sem var ófélagsbundinn verka- maður, hafi með valdi, eða hót- un um valdbeitingu, verið varnað inngöngu í verksmiðj- d una til vmnu. Hafa stefndu því ekki valdið honum* tjóni, er þeim beri að bæta honum. Garðar Þorsteinsson hrm. flutti málið fyrir Aðalstein Sveinsson, en Sigurgeir Sigur- (DANGEROUS FINGER.) Ensk sakamálamynd, tek- in af Pathé Pictures. Aðal- • \ hlutverkin leika: James Stephenson, Betty Lynne, Leske Standisli. TALMYNDAFRÉTTIR. . . Sýnd í kvöld Id. 7 og 91 Börn fá ekki aðgang. þep? regnlð kom. Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Aðalhlutverkin leika: Myrna Loy, Tyrone ‘Power, George Brent. S. G. T. eitsgðnp eidri dansBiiÉf, verða í G.T.-húsinu laugardagskvöldið 12. þ. m. klukkan 10. / Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá klukkan 2. Sími 3355. HLJÓMSVEIT S.G.T. HÉLDUR MÓTANEFND VALS OG VÍKINGS í Oddfeliowhusinu n.k. laugardag kl. 10 síðd. Aðgöngu- miðar seldir í Oddfellowhúsinu frá ld. 4 á laugardag. jónsson hdm. fyrir Alþýðusam- bandið og Iðju, og var þetta annað prófmál hans . fyrir Hæstarétti. Útbreiðið Alþýðublaðið. Kaupsýslutíðindi, 29. tbl. er nýkomið út. Efni: Yf- irlit um verðlag, gjaldeyris-, banka- og atvinnumál, Ýms stétt- artíðindi, Hvers vegna starf? eftir Ernest Hunt, Frá Hæstarétti o. m. fl. 12. THEODQRE DREISER: JEMNSE GERHARDT vagninn stanzaði úti fyrir dyrunum og sendillinn bar alla bögglana inn. En þeim tókst ekki að fullvis'sa sendilinn um, að hann hefði farið húsavillt, og urðu því að taka á móti sendingunni. — Hugsið ekkert um það, sagði sendillinn, og bar sig mannalega. — Ég veit, hvað ég geri. Þér heitið Gerhardt, er ekki svo? Jæja, þá er það í lagi. Frú Gerhardt trítlaði um stofurnar og néri saman höndunum. — Er þetta ekki dásamlegt, stamaði hún. Húsbóndinn á heimilinu var mjög hugsandi út af þessari gjafmildi. Honum datt í hug, að gefandinn kynni að vera einhver verksmiðjueigandi í nágrenn- inu, sem vildi honum vel. Frú Gerhardt vöknaði um augu og hafði grun um, hver væri gefandinn, en hún sagði ekkert. Jennie þóttist viss um, hver gefandinn væri. Að liðnum jólum hittust þau Brander og frú Ger- hardt á gistihúsinu. Jennie var heima og gætti húss- ins. . s — Góðan dag, frú Gerhardt, sagði hann vingjarn- lega og rétti henni höndina. Hvernig leið yður um jólin? Veslings frú Gerhardt varð ákaflega feimin. Augu hennar fylltust tárum. — Svona, svona, sagði hann og ylappaði henni á öxlina. Ekki megið þér fara að gráta. Gleymið nú ekki þvottinum mínum í dag. — Nei, nei, sagði hún og ætlaði að segja meira, en hann var þá farinn. \ Upp frá því var aldrei talað um annað en hinn tigna öldungaráðsmann á heimili Gerhardtsfjöl- skyldunnar. Gerhardt var jafnlyndur maður eins og margir þýzkir verkamenn eru. Hann varð því fljótt sannfærður um, að Brander þessi væri hinn mesti sómamaour. Jennie hafði aldrei verið hrifnari af honum en nú. Um þessar mundir var hún að verða fullþroska kona og féll karlmönnum mjög vel í geð. Hún var mjcg fögur og há vexti, Hún hafði dásamlega skær augu, bjarta húð og fallegar tennur. Hún var góð- um gáfum gædd, en hana skorti sjálfstraust. En hvernig átti hún að hafa sjálfstraust svo fátæk sem hún var. Hún varð að þvo þvotta og taka móti því, sem að henni var rétt eins og það væri náðarbrauð. Hún kom tvisvar í viku til gistihússins, Brander öldungaráðsmaður tók jafnan vingjarnlega á móti henni, og það fékk á hana. Hann gaf henni oft smá- gjafir, annaðhvort handa henni sjálfri eða systkin- um hennar. Og hann var svo alúðlegur við hana, að feirnni hennar fór loks af, og hún leit á hann fremur sem göfuglyndan vin en sem tignan öldungaráðs- mann. Hann spurði hana einu sinni, hvort hana lang- aði ekki til að fara í skóla og menntast, og hann hugsaði um það, hversu falleg hún hlyti að verða, • þegar hún kæmi úr skólanum. Eitt kvöldið kallaði hann á hana. — Komið hingað til mín, Jennie, sagði hann — og setjist hérna við hlið mér. Hún kom til hans og hann greip um hönd hennar, — Heyrið mig, Jennie, sagði hann og leit glað- lega framan í hana. —- Hverskonar maður haldið þér í raun og veru, að ég sé? — Ó, sagði hún og leit undan. —Ég veit það ekki. En hvers vegna spyrjið þér að því? — En þér hljótið að hafa myndað yður einhverja skoðun á því. Og nú langar mig til að þér segið mér skoðun yðar. — En ég veit ekki, hvað ég á að segja, sagði hún sakleysislega^. — Jú, þér vitið það, hélt hann áfram vingjarnlegaP. þegar hann varð þess var, að hún vildi ekki svara. Eitthvað hljótið þér að álíta um mig. Og hvað er það? — Eigið þér við, hvort mér þyki vænt um yður? spurði hún sakleysislega og horfði á hár hans, sem var ofurlítið farið að grána. Hann var' mjög göfug- mannlegur á svipinn. — Já, mig langar líka til að vita um það, sagði hann og varð fyrir ofurlitlum vonbrigðum. Hún bar ekkert skyn á ástleitni hans. — Auðvitað þykir mér vænt um yður, sagði hún töfrandi sakleysislega. — Hafið þér að öðru leyti ekki myndað yður neina skoðun á mér?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.