Alþýðublaðið - 12.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 12. OKT. 1940. Hver var að híæja? Kaupið bókina og brosið með! Hver var aö hiæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. LAUGARDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánssin, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,00 Fréttir. 20,30 Upplestur: Kolanám á Tjörnesi 1917—1918 kafli úr endurminningúm (Theó- dór Friðriksson rithöf.). 21 Hljóm- plötur: Lög eftir Schulhoff. 21,30 Danslög. 21,45 Fréttir. 23 Dag- skrárlok. Messað í fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 2 (vetrarkoma) J. Auðuns. SUNNUDAGUR. Helgidagslæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlæknir er Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími Leikfélagið sýnir leikritið „Loginn helgi“ eftir W. Somerset Maugham ann- að kvöld kl. 8. Irene heitir ameríksk söngva- og gam- anmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leilta Anna Neagle, Roy Milland, Roland Young og Billie Burke. Stóra hlutaveltu heldur Knattspyrnufélag Reykja víkur á morgun kl. 3J/2 síðd. í Varðarhúsinu. Er þar margt á- gætra drátta, sva sem matarforði, saumavél, öll verk Davíðs Stsi- ánssonar í skinnbandi, mikið af peningum (500 krónur), farseðill á skíðavikuna á ísafirði, farseðill til Akureyrar, mikið af kolum og öðru eldsneyti og allskonar nauð- synjavörur, vefnaðarvörur m. m. Munu bæjarbúar áreiðanlega fjöl- menna á hlutaveltuna og er viss- ara að koma tímanlega. Fang&búðir eftir Ppiri ffririyiá i loregi! SENDIHERRA Norðmanna í Washington skýrði frá því í gær, að ofbeldisráðstafan- ir þýzka innrásarhersins í Nor- egi væri stöðugt að færast í aukana. Nú væri búið að koma þar upp fangabúðum eins og í Þýzkalandi, og væru þeir, sem beittu sér fyrir mótspyrnu gegn Þjóðverjum fluttir þangað. Sagt er, að það hafi verið for- göngumenn úr verkalýðshreif- ingunni og stúdentar, sem fyrstir voru fluttir í fangabúð- irnar. SOAMLil B80 IRENG Ameríksk söngva- og gam- anmynd, gerð samkvæmt samnefndum söngleik eft- ir Tierney & McCarthy. Aðalhlutverkin leika: Anna Neagle, Ray Milland, Roland Young og Billie Burlcc. Sýnd klukkan 7 og 9. __ dlfJA BIO Þegar regnið kom. Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Aðalhlutverkin leika: Myrna Loy, Tyrone Power, George Brent. LEIKFELAG REYKJAVIKUR. 99Loginn helgi44 2714. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 10 Morguntónleikar (plötur): Tónverk eftir Beethoven: a) Són- ata í B-dúr, Op. 22. b) Sónata í C-dúr, Op. 53. c) Sónata í Fis-dúr, Op. 78. 12—13 Hádegisútvarp. 14 Barnaguðsþjónusta í Dómkirkj- unni (séra Friðrfk Hallgrímsson). 15 Miðdegistónleikar: Óperan ,,Orpheus“ eftir Gliick. 17 Messa í Dómkirkjunni (séra Þorsteinn L. Jónsson). 19 Barnatími (Helgi Hjörvar. — Systurnar Mjöll og Drífa). 19,40 Hljómplötur: Ein- leikur á fiðlu. 20 Fréttir. 20,30 Danshljómsveit Bjarna Böðvars- sonar: Nýir söngvar úr skopleikn- um „Forðum í Flosaporti“ o. fl. 21 Erindi: Vestur um Klettafjöll (Jakob Jónsson prestur). 21,25 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson): Sígild smálög. 21,45 Fréttir. 21,55 Danslög. 23 Dagskrárlok. Kirkja Krists í ríki Hitlers heitir ný bók, sem kom út í dag, eftir séra Sigurbjörn Einars- son. Hún fæst í bókaverzlunum. Barnaguðsþjónusta verður á morgun kl. 2 í dóm- kirkjunni. Er það fyrsta barna- guðsþjónustan á þessu hausti. Fólk er beðið að vekja athygli barnanna á þessari guðsþjónustu. Minningarkapella drukknaðra sjómanna og þeirra, er hrapað hafa í björgum í Vest- mannaeyjum, verður reist fyrir forgöngu hr. Páls Oddgeirssonar með stuðningi sjómanna í Vest- mannaeyjum, og hafa þeir nú tek- ið sæti 1 stjórn sjóðsins. Verkið- hefir verið boðið út, og vonast er til að listamenn landsins leggi fram góðar tillöguhugmyndir. Páll Oddgeirsson veitir allar upplýs- ingar þessu varðandi, og dvelur hann nú á Hótel Vík til 19. þ. m. Gangleri er nýkominn út. Er það 2. hefti 14. árgangs. Gretar Fells á í rit- inu greinarnar Af sjónarhóli, Kossinn, Hvað er guðspeki? Hvað eigum vér að kenna? og Silkiþráð- inn, auk kvæðis, er nefnist Fjöll. Auk þess má benda á ritgerðirnar Viðhorf, eftir Kristján Sig. Krist- jánsson, Hugsjónir og hyggindi, eftir Jón Árnason prentara, Vís- indi og guðspeki, eftir Þorlák Ó- feigsson. Þá flytur ritið kvæði eft- ir Guðmund Geirdal, Samtal mitt við hinn lama mann. Enn fremur eru í ritinu greinar eftir erlenda höfunda. Ritstjóri Ganglera er Gretar Fells, en ritnefnd skipa Kristján Sig. Kristjánsson, Jó- hanna Þórðardóttir, Þorlákur Ó- feigsson og Magnús Gíslason. ís- landsdeild Guðspekifélagsins gef- ur ritið út. Þá va;i’ það og upplýst af sendihehranum í Washingtion, að Þjóðverj^r væru farnir að flytja atvinnulauisa rnenn í Noregi með valdi til Þýzkalands til þess að láta þá vinna þar fyrir sig. eftir W. SOMERSET MAUGHAM. SÝNING ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Börn fá ekki aðgang. Eyrbekkingafélag verður stofnað á mánudaginn kemur hér í Reykjavík. Verður stofnfundurinn haldinn í Varðar- húsinu á mánudagskvöld kl. 8 Vz. Nefnd hefir undirbúið stofnun þessa félagsskapar, og eru allir yngri og eldri Eyrbekkingar þú- settir hér í bænum velkomnir í félagið. Mínar innilegustu og beztu þakkir færi ég hér með öllum þeim hinum mörgu vinum mínum, kunningjum og félögum, sem á 75 ára afmæli mínu 10. október sýndu mér ógleymanlega vinsemd. Guð bléssi ykkur öll. Bergur Jónsson skipstjóri. ♦- ♦ S. T. A. R. Dansleikur í Iðnó í kvöld kl 10. — Hljómsveit íðnó. — Aðgongumiðar með venjulegu verðl seldir í Iðnó í dag frá kJ. 6—10. Eftir þann tíma kosta peir kr. 4,00. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. 13. TKEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT — Jú, mér finnst þér mjög vingjarnlegur, hélt hún áfram og var enn feimnari. Hún fann nú, að hann hélt fast í hönd hennar. — Er það allt og sumt? spurði hann. — Já, sagði hún og augnalok hennar titruðu. — Og er það ekki nóg? Hann leit á hana, og augu hennar töfruðu hann. Hann horfði þögull framan í hana. Hún var mjög feimin og vissi ekki vel, hvað honum bjó í skapi. — Jæja, sagði hann að lokum. — En mér finnst þér vera óvenjulega falleg stúlka. Finnst yður ég ekki vera heldur snotur maður? — Jú, sagði Jennie strax. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og hló að svari hennar. Hún horfði á hann forvitin og brosti. — Að hverju hlóguð þér? spurði hún. — Að svari yðar. En það var víst ekki kurteislegt af mér. En ég held, að yður sé alveg sama um mig. Og ég held meir að segja, að yður sé fremur í nöp við mig. — En það er ekki satt, sagði hún alvarleg í bragði. — Mér finnst þér vera mjög góður maður. Augna- ráð hennar bar vott um, að hún sagði satt. — Finnst yður það? sagði hann blíðlega og dró hana að sér. Qg í sama bili þrýsti hann kossi á kinn hennar. — Nei, hrópaði hún og stóð á fætur. Hún var mjög hrædd. Nú hafði kunningsskapur þeirra tekið miklum stakkaskiptum. Á svipstundu var öldungaráðsmanns- virðuleiki hans horfinn. Nú sýndist henni hann vera öðru vísi en áður. Henni fannst hann meir að segja líta unglegar út. En í augum hans var hún kona og hann var hinn ástfangi maður. Hann hik- aði, og 'þar sem hún vissi ekki, hvað hún átti að gera, stóð hún kyr. — Gerði ég. yður hrædda? spurði hann. Hún leit á hann og sagði brosandi: — Já, það gerðuð þér. — En ég gerði það vegna þess, að mér geðjast svo vel að yður. Hún hugsaði sig um stundarkorn og sagði því næst: — Nú er bezt að ég fari. — En þér farið þó ekki að hlaupa burtu af þessari ástæðu? — Nei, sagði hún og henni varð einkennilega inn- anbrjósts. Henni fannst hún hafa verið ókurteis og vanþakklát. — En ég verð að fara. Fólkið mitt veit ekki, hvað af mér hefir orðið. — Og þér eruð álls ekki reið við mig? — Ég er ekki reið, sagði hún. — En nú eruð þér mín, sagði öldungaráðsmaður- inn og stóð á fætur. — Eftirleiðis mun ég vaka yfir yður. Jennie hlustaði á þetta og þessi orð glöddu hana. Henni fannst þessi maður geta allt, hann væri hinn mesti töframaður. Hún svipaðist um og var hrifin af | öllu, sem var í herberginu. En hún misákildi hann. Hún hélt, að hann ætti við það, að hann ætlaði að gefa henni gjafir. Og hún var hamingjusöm. Hún tók böggulinn, sem hún kom til að sækja. — Hún ætti ekki að þurfa að bera böggla, hugsaði hann. Hann tók höfuð hennar milli handa sinna. — Hafið ekki áhyggjur út af þessu, unga stúlka, sagði: hann. — Nú þurfið þér ekki að bera böggla framar. Við skulum sjá, hvað ég get gert. Afleiðingin af þessu varð sú, að meiri trúnaður varð milli þeirra og samband þeirra varð innilegra.. Hann hikaði ekki við að biðja hana að setjast hjá sér,. þegar hún kom næst, og hann spurði hana í trúnaði um fjölskylduhagi hennar og óskir hennar. Oft veitti hann því eftirtekt, að hún hliðraði sér hjá að svara spurningum háns, einkum þegar hann spurði hana um föður hennar. Hún var feimin við að skýra frá því, að hann gengi frá einum húsdyrunum til ann- arra og sagaði eldivið fyrir fólk. Og j/egar hann var fariö að gruna, að eitthvað alvarlegt lægi bak við> þessa blygðunarsemi, ákvað hann að rannsaka málið. sjálfur. Hann ákvað að gera þetta fyrir hádegi einn daginn,. þegar hann' hafði lítið að gera. Það var þrem dögum. áður en baráttan hófst í þinginu, sem endaði með ó- sigri hans. Og dagana á undan átti hann erfitt með að> taka sér nokkuð fyrir hendur. Þess vegna tók hann: staf sinn og gekk út. Eftir hálftíma kom hann til hússins, þar sem Gerhardts fjölskyldan bjó, og hánn barði rösklega að dyrum. Frú Gerhardt opnaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.