Alþýðublaðið - 14.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.10.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 14. 0KT. 1940 Hver var að hlæja? Kaupið bókina og brosið með! JU.ÞÝÐUBLAÐIÐ Hver var a$ hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. MÁNUDAÖUR Næturlæknir er Jónas Krist- jánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 18,30 Islenzkukennsla, 2. £1. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Hljómplötur: Tónverk eftir Ponce. 20,00 Fréttir. 20,30 Um daginn og veginn (Helgi Hjörvar). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir íslenzka höfunda. 21.15 Érindi: Siðferðisleg vanda- mál (frú Aðalbjörg Sigurð- ardóttir). 21.40 Hljómplötur: ísl. píanólög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. F.U, F.U.J.-stúIkur! Mætið á fundi í saumaklúbbn- um í kvöld kl. 8 í fundarsal fé- lagsins. Mótorskipið Olaf hleður næstkomandi miðviku- dag til Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Bolungavíkur og ísafjarðar. Flutningi óskast skilað fyrir hádegi sama dag. Illsabetb ftöblsdorf liest HÝMNEN und BALLADEN þriðjudag 15. október 8.30 í Kaupþingssalnum. Karten beim Eingang. Knattspyrnukappleikur var í gær háður milli Knatt- spyrnufélags prentara og blandaös liðs úr Knattspyrnufél. „Hauk- ar" og F. H. í Hafnarfirði. Unnu prentarar með 4:1. Revyan 1940, Forðum í Flosaporti, ástandsút- gáfan verður leikin í Iðnó í kvöld kl. 8.30. Póstur skemmist. í fyrradag köm íslenzku togari frá Englandi með allmikið af pósti. Hafði togarinn hreppt hið versta veður á leiðinni og fylltist póst- klefinn af sjó. Skemmdust bæði bréf og bögglar. Villiminkur skotinn. S.l. föstudag var skotinn villi- minkur hjá Sólheimatungu við Laugarásveg. Jóhann Ólafsson, Bergstaðastræti 66, skaut minhk- inn. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur hátíðlegt 25 ára afmæli félagsins 23. okt. n.k. með skemmt- un á Iðnó. Þeir meðlimir fél., sem ætla að taka þátt í skemmtúninni, skrifi sig sem fyrst á lista, sem liggur frammi í skrifstofu félags- ins í Alþýðuhúsinu. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur heldur fund í Odd- fellow í kvöld kl. 8.30. Teknar verða ákvarðanir um* uppsögn á samningum og töxtum. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga verður settur í baðstofu iðnað- armanna kl. 2 e. h. á morgun. Eyrbekkingafélag verður stofnað hér í bænum í kvöld (mánud.) Verður stofnfund- urinn í Varðarhúsinu og hefst hann kl. 8.30. Allir eldri og yngri Eyrbekkingar, sem búsettir eru hér í bænum, eru velkomnir í fé- lagið. Hlutavelta K.R. Dregið var hjá lögmanni í dag í happdrættinu á hlutaveltu K.R. Komu upp þessi númer: 2055 mat- arfirði. 4390 saumavél. 631 mál- verk frá Hvítárvatni. 1001 öll verk Davíðs Stefánssonar í skinn- bandi 7330 far á skíðaviku á ísa- firði. 6763 farseðill til Akureyrar. Vinninganna sé vitjað til Erlends Péturssonar í afgreiðslu Samein- aða. I Ifli' hðoningarlðDin í framkvæmd. JÓNATAN HALLVARÐS- SON sakadómari kvað s.l. laugardag upp fyrsta dóminn samkvæmt hinum nýju hegn- ingaríögum. I 64. gr. hegningarlaganna segir svo: ,,Þegar maður er dæmdur til refsivistar fyrir brot, sem'hann hefir framið undir áhrifum á- fengis, má leggjafyrir hann í dómi að viðlagðri ábyrgð eftir 2. mgr. 23. gr., að hann hvorki kaupi né neyti áfengis um til- tekinn tíma, sem má vera allt að 5 ár frá því, að hann héfir lokið við að taka út refsivist sína....." Loks má og setja þeim manni slík fyrirmæli í dómi, sem á síðustu tveim ár- um hefir tvisvar sinnum eða oftar gerst sekur um brot vegna ölvunar, þótt smærri séu en að framan greinir. Maðurinn, sem fyrstur er dæmdur samkvæmt þessum nýju hegningarlögum heitir Sigurjón Sigfússon. Hefir hann 43 sinnum gerst brotlegur, þar af 8 sinnum fyrir þjófnað. Var hann dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir þjófnað og sviftur rétti til að kaupa og neyta áfengis í 5 ár eftir að hann hefir tekið út refsinguna. Auk þess var hann sviftur kosningarétti og kjör- gengi. SOAMLá IBENE Ameríksk söngva- og gam- anmynd, gerð samkvæmt samnefndum söngleik eft- ir Tierney & McCarthy. Aðalhlutverkin leika: Anna Neagle, v Ray Millnnd, Roland Young ög Biilie Burke. klukkan 7 Sýnd og 9. Þepr regni kon. Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Aðalhlutverkin leika: Myrna Loy, Tyrone Power, George Brent. REVYA.N 1940. Forðuni í Flosaporti ASTANDS-UTGAFA. . verður leikið í Iðnó í kvöld kl. 8 Vz s.d. Yðgöngurniðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. Stiiíí viðtal við Oscar Clansen. OSCAR CLAUSEN rithöf- undur er að stíga út í Laxfoss, er vér heftum för hans; hann mun vera að halda heim til sín, vestur á Snæfells- nes. ' ... „Lítur nokkur maður í bók, þarna úti á nesinu?" spyrjum vér. ,,Jú, fyrir kemur það", svar- ar hann, ,,og oftar en búást mætti við, svo erfitt sem það er þar að ná í bækur. Bóksala- félagið virðist vera algerlega úrelt stofnun. í þrem sýslum, þ. e. Snæfellsness-, Hnappa- dals- og Dalasýslum með alls um 5000 íbúa^ svæði, sem er um 150 km. á annan veginn, en 80 km. á hinn, er ekki nema ein einasta bóksala. Engin bók- sala er á Sandi né í Ólafsvík, þorpum, sem eru með nálega 500 manns hvert. Eina bóksaj- an á öllu svæðinu er hjá Kaup- félaginu í Stykkishólmi. Bæk- urnar eru geymdar þar í vand- lega aflæstu herbergi í miðju húsi, og kemur þar áldrei inn dagsljósglæta, og verður að kveikja þar á rafljósi í hvert sinn, sem inn er komið. Hvaði haldið þér að seljist af bókunx mð þessu móti? Bara sáralítið. Með svona fyrirkomulagi err beinlínis verið að venja ís- lenzku þjóðina af því að veraí bókaþjóð." Að mæltum þessum einörðui brðum sté rithöfundurinn á. skipsfjöl. X SKOLAFÖTIN úr FATABÚÐINNI. Þúsundir vita, að gæfa fylgiff trúlofunarhringum frá Sigu** þór, Hafnarstræti 4. 14. THEOÐORE DREISER: JENNIE GERHARDT — Góðan dag, sagði hann glaðlega, og þegar hann sá, að hún hikaði, bætti hann við< — Má ég koma inn? Húsfreyja var mjóg feimin við öldungaráðsmann- inn. Hún þurrkaði í laumi af höndunum á sér á svuntuhorninu og svaraði: — Já, gerið þér svo vel. Komið inn fyrir. Hún flýtti sér inn, gleymdi að loka hurðinni og bauð honum sæti. Brander þótti leitt að koma hans skyldi valda henni óróleika. — Gerið yður ekkert ómak mín vegna, frú Gerhardt. Ég átti leið hér um og datt í hug að líta hér inn. Hvernig líður manninum yðar? — Honum líður vel, þakka yður fyrir, sagði hús- freyjan. — Hann er að vinna í dag. — Hann hefir þá fengið atvinnu? — Jú, sagði frú Gerhardt. Hún hafði nú tekið af og Jennie, hún vildi ekki skýra frá því, hvers konar vinna það var, sem hann stundaði. — Og börnin eru í skóla, er ekki svo? — Ja, sagði frú Gerhardt. Hún hafði nú tekið af sér svuntuna og vöðlaði henni milli handa sér. — Það er ágætt. Og hvar er Jennie. — Jennie, sem hafði verið að draga á föt, hafði hlaupið í burtu og falið sig í svefnherberginu, en þar var hún að greiða hár sitt, þar sem hún óttaðist, að móðir hennar áttaði sig ekki á því að segja, að hún væri úti, svo að hún gæti sloppið burtu. — Hún er hér, sagði móðirin .— Ég skal kalla á hana. — Hvers vegna sagðir þú að ég væri heima? spurði hún hljóðlega. — Hvað átti ég að gera? Þær hikuðu stundarkorn, áður en þær gengu inn. Á meðan notaði öldungaráðsmaðurinn tækifærið og litaðist um í herberginu. Hann varð dapur í huga, þegar hann hugsaði til þess, að svona heiðarlegt fólk þyrfti að þola skort. Og hann fór að hugsa um það, á bvern hátt hann gæti bætt hag f jölskyldunnar. —- Góðan dag, sagði öldungaráðsmaðurinn um leið og Jennie gekk loks inn í stofuna. — Hvernig líður yður í dag? Jennie gekk til hans og rétti fram höndina og roðnaði. Hún var svo feimin og óróleg vegna þess- arar heimsóknar, að hún gat varla stamað fram orði. — Mér datt í hug, sagði hann, — að líta hér inn, og vita, hvernig þið byggjuð. Þetta er allra lagleg- asta hús. Hvað eru margar stofur í því? — Fimm, sagði Jennie. — En þér verðið að af- saka, að svona illa lítur út í dag. Við vorum að draga á þvottinn og allt lítur út eins og í svínastíu. — Ég skil það vel, sagði Brander blíðlega. — Haldið þér, að ég geti ekki skilið það? Þér skulið ekki vera óróleg mín vegna. Rödd hans var blíð og hughreystandi og hún náði sér brátt. — Þér megið ekki vera hátíðleg yfir því, þó að mér detti stöku sinnum í hug að líta hér inn. Ég; hefi nefnilega hugsað mér að gera það. Ég hefði gaman af að tala við föður yðar. — Ó, sagði Jennie. — Hann er ekki heima. Meðan þau sátu og ræddu saman kom fjölskyldu- faðirinn heim með sögina sína og kubbinn sinn- Brander sá hann og vissi strax hver þetta var. — Þarna er hann áreiðanlega. — Ó, er hann kominn? sagði Jenni og leit út. Gerhardt, sem um þessar mundir var djúpt sokk- inn í hugleiðingar sínar, gekk fram hjá glugganum án þess að líta inn. Hann lagði frá sér kubbinn^ hengdi sögina upp á nagla og gekk inn. — Mamma, kallaði hann á þýzku, og þegar hann kom ekki auga ^ hana, gekk hann að dyrunum og gægðist inn. Brander stóð á fætur og rétti honum höndina.. Hinn þrekvaxni, veðurbiti^i Þjóðverji öekk nær honum spyrjandi á svip. — Þetta er faðir minn, herra Brander, sagði; Jennie, sem nú var búin að ná sér eftir feimnina.. Og þetta er herra Brander öldungaráðsmaður. — Hvað? sajjði Þjóðverjinn og lagði eyrað við.. — Brander, sagði öldungaráðsmaðurinn. — Einmitt, sagði Þjóðverjinn með ósviknum þýzkum hreim. — Frá því ég lá í hitaveikinni hefi ég heyrt svo» illa. Konan mín hefir sagt mér frá yður. — Já, sagði öldungaráðsmaðurinn. — Mig lang- aði til að skreppa hingað. Þér hafið stórri f jölskyldm fyrir að sjá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.