Alþýðublaðið - 15.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.10.1940, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKT. 1940 Hver var að hlæfa? Kaupið bókina og brosið með! Hver var að hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. ÞRIÐJU DAGUR Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Landsspítalanum, sími 1774. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónskáldakvöld, I. Árni Thorsteinsson sjötugur: a) Útvarpshljómsveitin leikur. b) Sönglög af hljómplötum. e) Erindi (Hallgrímur Helgason tónskáld). d) Ein- söngur (Gunnar Pálsson). 21.50 Fréttir. — Dagskrgrlok. 70 ára er í dag Árni Thorsteinsson tón- skáld. í kvöld vgrður honum helg- að tonskáldakvöld í útvarpinu í tilefni af afmælinu. Silfurbrúðkaúp eiga á morgun Guðrún Halldórs- dóttir og Guðmundur Halldórsson, Freyjugötu 32. „Jörð“; 3,hefti fyrsta árgangs er ný- komið út. Margir mjög ritfærir menn skrifa í þetta hefti, svo sem Sigurður Einarsson, Guðbrandur Jónsson, Árni Pálsson o. fl. Frú Elísabet Göhlsdorf les upp í kvöld kl. 8 Vz í Kaup- þingssalnum. Útlánsdeild Bæjarbókasafns Reykjavíkur í Austurbæjarskólanum er nú tekin til starfa. Útlán virka daga kl. 7 —8 e. m. —- suhnudaga kl. 6—7. 'Ræningjaforinginn heitir ameríksk kvikmynd frá Fox Film, sem Nýja Bíó sýnir núna. Gamla Bíó sýnir mynd, sem heitir Irene. Aðálhlutverkin leika Anna Neagle og -Roy Milland. Leikfélagið sýnir Logann helga eftir Maug- ham í kvöld kl. 8. - Mannslát. Helgi Laxdal lögfræðingur and- aðist í nótt. Hafði hann legið rým- fastur undanfarna daga, en versn- aði skyndilega. Helgi var nýbúinn að ljúka námi, og var hinn efni- legasti maður. Daníel Bjarnason fyrrverandi skipstjóri, Aðalbóli við Þormóðsstaðaveg, varð 75 ára í gær. Atkvæðagreiðslu sjómanna um uppsögn samninga á að vera lokið 29. þ. m. Atkvæðagreiðslan fer fram um borð í skipunum og í skrifstofum Sjómannafélaga Rvík- ur og Hafnarfjarðar. Háskólafyrirlestur á sænsku. Sænski sendikennar- inn, fil. mag. Anna Z. Osterman, flytur fyrirlestur í 1. kennslustofu háskólans á miðvikudögum kl. 8 e. h. Efni: Blöð úr menningarsögu Svía. 1. fyrirlestur annað kvöld. Efni: Með lögum skal land byggja. F.U.J. Málfundaflokkur F.U.J. byrj- ar starfsemi sína á þessum vetri með fundi, sem haldinn verð- ur miðvikudaginn 16. okt. kl. 8.30 í fundasal félagsins í Bankastræti. Mætið vel! ❖ Trúnaðarmannaráðsfundur verður annað kvöld í húsnæði félagsins við Bankastræti kl. 8.30 stundvíslega. SÍLDVEÍÐARNÁR í sumar Frh. af 3. síðu. jafnaði haft 10 þús. mála veiði hvert, en það gerir 280 þus. nrál á þau öil, eða verðmæti fyrir um hálfa fjórðu milljón króna, þótt ekki sé reiknað nema með því verði, sem íslenzku skipin fengu. En fullyrt hefir verið, að útlendu slkipin hafi fengið að minnsta kiosti sum þeirra, uim 3 krónum hærra pr. mlðl. Fyllilega hellning- urinn af þessu fé hefir farið út úr landinu. Ekki er nokkur vafi á, að veiði- tap íslenzku skipanna vegna löndunarbiðar nemur mun meiru, en þessum 280 þúsund málum. En það hefði þó verið þessum 280 þús. málum minna, ef engin útlend skip hefðu fengið að leggja hér upp síld. Er það í fyllsta máta vítavert, og má ekki koma fyrir aftur, að hið opinbera leyfi áframhald á slíku, jafnvel þótt síldarverk- smiðja atvinnumállaráðherra eigi að fá síldina til vinnslu. Þessi skip eru tekin á leigu með útlendri áhöfn, og þeim Ieyfð löndun viþ íslenzkar verk- smiðjur til jafns við íslenzk skip, á sama tíma og háværar kvart- anir koma fram um of fáar og of smáar verksmiðjur fyrir þann veiðiflota, sem til er í eigu okkar íslendinga. Viðvikjandi 3. lið er það að segja, að óánægjan er þar einn- ig eðlileg og fyllilega réttmæt. Á fyrra ári, þegar farið var fram á að' fá leyfi til þess að éndur- byggja og stækka „R.auðiku“ úr 1000 upp í 5000 mála vinnslu á Sólarhring, var því mól'i fylgt með óskiptri athygli állra sjó- manna og síldarútgerðarmanma. Meirihluti ríkisverksmiðju- stjórnar, þeir Sveýin Benedikts- son og Framsóknarmennirnir báð- ir, ásamt framkvæmdarstjóra, Jóni Gunnarssyni, unnu eftir beztu getu gegn því, að leyfið fengist. Lengi vel höfðu roenn þó vónir um, að leyft yrði að bygigja, þar sem áskoranir þar um höfðu borizt frá miklum fjöida verkamanna og sjómanma og allflestum útgerðarmönnum, lán var fengið til byggingarinnar án ríkisábyrgðar og allt undir- búið til þess að byrjun á fram- kvæmd verksins gæti hafizt. En það undarlega skeður þó, að Öl- afur Thors neitar um leyfið, og vakti sú neitun almenna gremju, allra þeirra manna, sem þarna áttu hagsmuna að gæta. Mun dg atvinnumálaráðherra, Ólafur Thors, hafa orðið hennar var, og það að maklegleikum. Ef verksmiðjan hefði verið stækkuð og gert væri ráð fyrir venjulegum byrjunarvinnsluörð- ugleikum, má áætla að „Rauðka“ hefði unnið um 200 þús. málum meir í sumar en hún gerði, en það hefði þýtt um 300 þús. kr. ! vinnulaun til verkamanna verk- smiðjanna og um tvær milljónir iog fjögur hiundrað þúsund krón- tur til sjómanna og útgerðiar- manna. Er óeðlilegt þótt svona ráðs- menska veki andúð og óánægju í garð þeirra, er ráðið hafa? Um 4. liðinn get ég verið fá- orður, en margir sjómenn þótt- ust fullvíssir þess, að einstöku skip hefðu fengið löndun fram yfir önnur og framyfir það, sem þeim bar sem samningsbunidwuim hjá verksmiðjum ríkisins. Aðai- lega mun þó hafa verið um löndun að ræða hjá öðrum verk- smiðjuim, en verksmiðjustjórn mun þó hafa samið um þá lönd- un, og átti vitanlega að jafna henni hlutfallslega á öll samn- ingsbundin skip hjá síldarverk- smiðjum rjkisins á einn eða ann- an hátt. Hafi um misrétti verið að ræða og einhverjir stjórnenda verksmiðjanna misnotað aðstöðu sína, var ekkert óeðlilegt þótt óánægja yrði, og má slíkt vitan- lega ekki fyrir koma. Sú óánægja, sem skapast hefir út af því, sem um ræðir í 5. og 6- lið, er fullkomlega réttmæt og eðlilegt að fram komi spurningar um það, hyort þeir menn, sem \raldir hafa verið til þess að stjórna stærsta fyrirtæki lands- manna, hafi staðið í stöðu sinni svo sem skyldi. Verksrniðjur ríkisins á Siglu- firði eiga að geta unnið úr ca, 10—11 þús. málum á sólarhring miðað við nýja síld, en eins og oft hefir verið sýnt fram á, lækka þessi vinnsluafköst að miklum mun, þegar ekki er til annað að bræða en gömul og morkin síld. Ekki veit ég með vissu, hver hafa veri'ð meðalafköst þessara verksmiðja í sumar, en fullyrt hefir verið, að marga daga hafi þau ekki verið nema 6—7 þús. mál. Hvað hefir framkvæmdarstjóri og verksmiðjustjórn gert til þess, að hægt væri að halda verksmiðj- lunum í fúllum aíböstum, þótt um bræðslu á gamalli síld væri að ræ'ða, t. d. með því að bæta við pressium o. fl., sem að gagni mætti verða, og það án mikils kostnaðar? Ég býst við, að afrek núverandi framkvæmdarstjóra á því sviði séu harla lítil eða engin, en-da maðurinn lítið átt við vélar og á sennilega bágt með að taka leið- beiningum þeirra, sem undir hann eru settir. ■ / Sagan nm mévinnsln- vélina i sildarverksmlð]- anni. Eftirfarandi saga gekk manna ítyeöal á Siglufirði í sumar. Á s. I. vori kom allmikið af vélum til verksmiðjanna á Siglufirði og eins tií Raufarhafn- arverksmiðjunnar. Meðal þessara véla var edn, sem framkvæmdastjóri kannaðist ekki rétt vel við, enda mjög ó- greinilega merkt. Var þessi vél látin I iggja eftir á hafnarbakkan- um, iog var hún þar um hálfs- mánaðar eða þriggja vikna tímia. Oft skoðaði framkvæmdastjóri vélina, og komst að síðustu á þá skoðun, að þetta hlyti a;ð vera nýja „press-an", sem þeir áttu von á, skipaði að flytja vél- |fna út í verksmiðjur, og var hún Sátin niður í Dr. Pauls.verksmiðj- Una. Var síðan farið að vinna síld í hinni nýju vél, en vinmslani HÉNE Ameríksk söngva- og gam- anmynd, gerð samkvæmt samnefndum söngleik eft- ir Tierney & McCarthy. Aðalhlutverkin leika: Anna Neagle, Ray MillancV Roland Young og Billie Burke. Sýnd klukkan 7 og 9. |Þegar regslð feom.; Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Aðalhlutverkin leika: Myrna Loy, Tyrone Power, George Brent. I Móðir okkar og tengdamóðir, Þorbjörg Einarsdótíir, andaðist að heimili okkar, Barónsstíg 10, mánudaginn 14. þ. m. Guðmundur Halldórsson. Fríða Aradóttir. Maðurinn minn og faðir okkar, Eyjólfur Sigurðsson frá Pétursey, andaðist á Landsspítalanum mánudaginn 14. okt. Guðrún Gísladóttir, Sigurður Eyjólfsson, Jón Eyjólfsson. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Logfnn helgí44 eftir W. SOMERSET MAUGHAM. SÝNING ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. vildi ekki ganga rétt vel; síldin kiom út úr henni í smáuim en haganlega gerðum kögglum, og lýsið þótti ekki fara alveg rétta faoðleið. Fyrirskipaði nú framkvæmda- stjóri ýmsar breytingar, eri það kom að litlu haldi. Um líkt leyti bom einn vel- metinn Framsóknarbóudi til Siglufjarðar dg heimsótti Þonnóð Eyjólfsson eins og vera bar. Þor- móður er með afbrigðum gestris- inn og bauð bónda upp á góð- gerðir, sem hann og þáði. Þegar bóndi var mettur orð- inn bauð Þormóður honum að skoða hin miklu mannvirkr, verk smijurnar, en eins og kunnUgt er, er Þormóður formaður stjórn- ar þeirra. Leiddi Þormóður bónda úr einni verksmiðju í aðra, og þótti bónda mikið til um koma, og undraðist stóruim a-llar þær mör-gu og mikilvirku vélar, og hafði orð á, að mikill væri á- rangur af hugviti mannannd. Að síðu-stu komu þeir í Dr. Paul, og varð bónda strax starsýnt á hina nýju vél, horfði á hana góða stund, vék sér síðan að Þor- móði og sagði: „Hvað gerið þið með móvinnsluvél héma“? Þormóður leit undrandi á bónda, horfði síðan í krinigum- sig og svaraði: Móvinnsliuvél? Uss, hvaða vitleysa maður, þetta ér nýtízku síldarvél. Söigu þessa hefi ég ekki sett hér til gamans, og ekki vegna þess að. 'ég trúi svo mjiög ,á sannleiksgildi hennar, heldur að- eins af þeirri ástæðu .að mér virðist hún vera rétt spegilmynd af áliti almennings á hæfni þeirra manna sem við sögu koma til þess að inna þau störf af hendi sem þeir hafa tekið að sér. N-iðurlag næst. GÆRKVELDI var fundur L í Verkakvennafélaginu Framtíðin í Hafnarfirði. Kosn- irtgin fór fram til Sambands- þings: Kosningu hlutu: Sigurrós Sveinsdóttir, Guð- rún Nikulásdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. Til vara: Guð- ríður Nikulásdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Guðný &uð- varðardóttir. KNATTSPYRNUFÉL. FRAM heldur fund í Bindindishöllinni kl. 8.30 í kvöld fyrir meistara I. og II. flokk. 1. Félagsmál. 1. Söngur. 3. ? ? Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér spil og tafl. — Veitingar á staðnum. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.