Alþýðublaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 16. OKT. 1940 Hver var að hlæfa? Kaupið bókina og brosið með! ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hver var aS hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. MIÐVIKUÐGAUR Næturlæknir er Karl S. Jónas- son, Sóleyjargötu 13. Sími 3925. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð íslands, sími 1540. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: íslenzk haust- og vetrarlög. 20.00 Fréttir, 20.30 Útvarpssagan. 21.00 Strokkvartett útvarpsins: — Kvartett, Op. 12, eftir Mendelssohn. ■ 21.20 Hljómplötur: a) Þjóðlög frá ýmsum löndum. b) 21.30 Harmonikulög. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli kl. 8 í kvöld. Stjórnandi Albert Klahn. Leikfélagið sýnir „Logann helga“ eftir W. Somerset Maugham í kvöld kl. 8. Stundum og stundum ekki, skopleikurinn verður sýndur annað kvöld kl. 8 til ógóða fyrir Rauða Krossinn. Góð aflasala. íslenzkur togari seldi nýlega í Englandi afla sinn fyrir 11400 st.- pd. Mun það vera hæsta verð, sem fengist hefir fyrir einn farm. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag hjónin Kristín Jóns- dóttir og Guðjón Jónsson, trésmið- ur, Grettisgötu 31 A. Silfurbrúðkaup, eiga í dág Guðrún Eileifsdóttir og Guðlaugur Guðlaugsson, Frakk'. 26. ,,Eimreiðin“ (júlí—september er komin út. í ritinu er m. a.: „Sjómannaljóð'1, sönglag eftir ísólf Pálsson. „And- vökur hinar nýju,“ eftir Jón Magn fiort lávarðnr t SeiHaiL Mynd þessi var tekin af Gort lávarði í gær við Hótel Borg. Gort lávarður er fremst á myndinni, maðurinn í gráa frakkanum (ekki með blöðin í hendinni). ússon, „Winston Churchill," eftir Svein Sigurðsson. „Efni og aska“, eftir Trausta Einarsson. „Draum- ur“, eftir Sigurjón Friðjónsson. „Um orð,“ eftir Jón Dan. „Móð- irin í dalnum“, eftir Heiðrek Guðmundsson. „í Sílóam,“ smá- saga eftir Helga Valtýsson. „Glett- ur,“ kvæði eftir Kolbrúnu. „Á bið- ilsbuxum,“ heitir saga eftir sama höfund.“ „Bragsnillingar/ eftir Jóhann Bárðarson. „Einn einasti dagur“ og „Dansinn í lundinum,“ eftir Árna Jónsson. Þá er ,,Ó- sýnileg áhrifaöfl,“ eftir Cannon, „Raddir“ og „Ritsjá” og ýmislegt smávegis til fróðleiks og skemmt- unar. Mörgum greinum fylgja myndir og er frágangur ritsins hinn vandaðasti að venju. Mesta sJéorustfiBi Mng* að tll i MlðJarðarháfl. Brezka beitiskipið „Ajax,a sem barðist við „Graf von Speeu sekkur þremur itöiskum tundurspiiium. } MESTA SJÓORUSTAN, sem enn hefir verið háð í þessu stríði í Miðjarðarhafi, var háð milli hrezka beiti- skipsins „Ajax“ og ítalskra tundurspilla um 80 mílur suð- austur af Sikiley síðastliðinn laugardag. Sjóorustunni lauk þannig, að þremur ítölskum tundur- spillum var sökkt. „Ajax‘‘ varð ekki fyrir neinum veruleg- um skemmdum. Brezk herskip voru á eftiriits- \ tókst að flýja með hann í tmyrkr- för u.m austanvert Miðjar&arhaf ínu. og miðhluta þess á laugar-daginn, þegar beitiskipið „Ajax“, frægt úr viðureigninni viö þýzka vasa- omstuskipið „Graf von Spee“ úti fyrir Montevideo í Su&ur-Am- eríku í vetur, kom auga á þrjá ítalska tundurspilla suðaustur af Sikiley. „Ajax“ lagði þegar til orustu vi& tundurspillana, enda þótt hann væri einn síns liðs, og eft- Ir örstutta stund var hann búinn að sökkva tveimur þeirra. Sá þriðji iagði á flótta. Síðar um kvöldið hitti „Ajax“ stórt ítalskt beitiskip í fyligdmeð fjórum ítölskum tundurspillumog lagði tafarlaust til oru'stu á ný. laskaöist einn tundurspilliriinn, en hinum ítölsku herskipunum Um nóttina kom brezka beiti- skipið „York“, sem þýzka útvarp- i'ð' sagði einu sinni að hefði ver- ið sö'kkt, á vettvang og' á sunnu'- dagsmorgun rakst það og ,,Ajay“ á ítalskt herskip með hinn lask- a&a ítalska tundurspilli í eftir- dragi. Flýði þá dráttarskipið und- ir eins og skildi hinn la'skaða tundurspilli eftir. Var honum síð- an sökkt af brezku beitiskipun- u.m eftir að skipshöfninni hafði verið gefinn tími tii azi bjarga sér. Þessi tundurspillir var 1620 smálestir og einn af nýjustu tund urspillum Itala. Hinir tveír, sem sökkt var, voru 700 smálestir hvor. SILDVEIÐARNAR I SUMAR Frh. af 3. sí&u. þótt ekk’i takist nú að selja meira af afurðunum en raun varð á, verðum við að reikna með að á næsíu árum verði sölumögu- leikar meiri, og.svo hitt, að svo getur orðið, eins.og komið hefir margsinnis fyrir áður að síld- veiði sé svo mikil, allt að því helming veiðitimabilsins aðhvergi nærri hafist und^n aff bræða með þeim tækjum, sem nú eru til, en hinn helming veiðitímabils- ins, og þá helzt eftir að söltun byrjar, hafi verksmiðjurnar tæp- lega nóg að vinna. Þessi hefir reyndin oftast verið, og verðum við að miða við það allar okkar framkvæmdir til bættrar afkomu þeirra, sem þennan atvinnuveg stunda. Hvernig sem maður veltir fyrir sér og reynir að finna leið til úrböta, kemst maður að þeirri niðurstöðu, að það sem fyrst og fremst ber að vinna aS, er að stórar og góðar kæljþrær verði byggðiar. Sumarið í sumar er svo ein- stætt, bæði sökum góðrar veiði og veðráttu annars vegar og takmarkaðrar sölu á afurðunum hins vegar, að út frá því ein- göngu má ekki reikna. Ennfremur má benda á, að þó ekki hafi ennþá tekizt að selja meira af afurðunum en það, sem selt hefir verið til Breta, er ejkki loku fyrir það skotið, að takast megi að selja meira. Og þótt það (ekki tækist í bili, gæti verið gott að eiga á lager, til söiu síðar, bæði mjöl og lýsi, ef þeim hild- arleik, sem nú er' háður, skyldi fyrr en seinna linna. Þá má og ,benda á, að eftir urhsögn þar um .kunnugra manna má reikna með, að hægt sé að fá nægan markað í Amerikn fyrir síldarlýsi, ef það væri aðeins hert, en nú.eru engar herzluvörk- smiðjur til hér, ,og því ekki um sölu þangað að ræða að þessu sinni. Gæti ekki einmitt nú verið tækifærið til þess að setja hér upp tæki tii herzlu á okkar lýsis- framleiðslu? Það mundi skapa atvinnu í stórum stíl, bæði við byggingu verksmiðjanna og starf- ræksíu, skapa okkur verðmætari gQÆlLfi BI0 IRGNE Ameríksk söngva- og gam- anmýnd, gerð samkvæmt samnefndum söngleik eft- ir Tierney & McCarthy. Aðalhlutverkin leika' Anna Neagle, Ray Milland, Roland Young og Billie Burkc. Sýnd klukkan 7 og 9. BSi NYJA Bk KæÐlBfllaferiBgiBH CISCO KID. (The Return of/The Cisco Kid). Amerísk kvikmynd frá Fox film. Aðalhlutverkið leikur: WARNER BAXTER. Aukamynd: STRÍÐSFRÉTTAMYND. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. § Það tilkynnist vinum og vandamönnum, xað bróðir minn, Helgi Laxdal, andaðist að heimili sínu, Bergstaðastræti 78, aðfaranótt 15. þ. m. F. h. mína hönd og annarra aðstandenda. Halldór Laxdal. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „StBfldniB og StflBdBfll 0kfei“ Sýning annað kvöld (fimmtudag) kl. 8. ATH. Allt, sem kemur inn á þessa sýningu rennur til Rauða Krossins til ágóða fyrir dvöl barna í sveit. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. • laii helgl44 eftir W. SOMERSET MAUGHAM. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Atk væðagreiðsla um uppsögn á samningum meðal farmanna og togarasjómanna, sem hófst 7. okt. á að vera lokið 29. þ. m. Atkvæðagreiðslan fer fram um borð í skipunum og í skrifstofum félaganna kl. 4—7 daglega. Sjómannafélag Reykjavíkur. Sjómannafélag Hafnarfjarðar. útfiutningsvöru og tryggja okkur meiri og betri sölumöguleika. Öhikað ber að vinna að því, að athugaðir séu möguleikar á að 'koma þessu í framkvæmd. Við hleypidómalausa athugun á þess- um málum öllum, hljóta flestir að komast á þá skoðun, að ekki hafi verið með öllu ástæðulaus sú óánægja, sem rjkt hefir í garð þeirra manna, sem með völdin hafa farið. Með framanrituðu hefi ég bent á, hverju sérstaklega er ábóta- vant, hvað ógert hefir verið af því, sem gera þurfti, og hvað geri hefir verið af því, sem ógert hefði átt að vera. É;g vil taka það fram, að það, sem ég hefi (sagt hér, er ekki að- eins mín persónulega skoðun, heldur hefi ég hér og túlkað skoðanir mikils meiri hluta þeirra sjómanna, er síldveiðar hafa stundað. V Ef framkvæmdir eiga að fást á öllu því, sem ver'ða mætti til aukinna veiðimöguleika skipanna og betri hagnýtingar aflans. verða sjómenn og allir aðrir, ei hagsmuna hafa að gæta í sam- bandi við síldveiðarnar, að vera vel vakandi, og sameinast ti þeirra átaka, sem þurfa mun til þess, að hafizt verði handa ai þeim, sem ráðin hafa. Jón Sigiurðsson. Dönsk vikublöð kaupir Forn- verzlunin, Grettisgötu 45, sími 5691.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.