Alþýðublaðið - 18.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1940, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 18. OKT. 194». Hver var að hlæja? Kaupið bókina og brosið með! ALÞÝÐUBIAÐIÐ Hver var að hlæfa? er bók, sem þér þurfið að eignast. FOSTUDAGUR. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. 18.30 19.00 19.25 20.00 '20.30 21.00 21.25 21.50 ÚTVARPIÐ: íslenzkukennsla, 2. flokkur. Þýzkukennsla, 1. flokkur. Hljómplötur; Tatarahljóm- sveitir Jeika, Fréttir,1 ,......*.;¦*¦; Erindí: Heilbrigði og matar- æði (Jónas Kristjánsson læknir). Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó í c-moll, Op. 101, eftir Brahms. Hljómplötur. , Fréttir. Dagskrárlok. Herdís Símonardóttir, Vegamótastíg 9 er 75 ára í dag. Herdís var lengi mjög vel starf- andi í Verkakvennafélaginu Fram- sókn og hefir alltaf lifandi áhuga fyrir málefnum gerkalýðsfélag- anna og Alþýðuflokksins. María Hallgrímsdóttir læknir var meðal farþega á Esjunni. Starfsmannafélagið „Þór" tilkynnir: Fundur verður hald- inn í Kaupþingssalnum sunnudag- inn 20. sept. k.l 9 síðd. Til um- ræðu: Ákvörðun um uppsögn samninga. Kosning fulltrúa á Al- þýðusambandsþing og fleira. Mjög áríðandi að félagsmenn mæti. Meðal farþega á Esju var dr. phil Broddi Jó- hannesson, sem undanfarið hefir stundað nám erlendis í sálarfræði og uppeldisfræði. Revyan, Forðum í Flosaporti, ástandsút- gáfan verður sýnd í kvöld kl. 8.30. Dansleik heldur frjáls íþróttaflokkur Ár- manns í Oddfellowhúsinu næst- komandi laugardagskvöld til á- góða fyrir íþróttavallarsjóð fé- lagsins. Dansað verður bæði uppi og niðri. Nánar augl. hér í blað- inu síðar. Slys á Akureyri. Nýlega vildi það slys til á Akur- eyri, að maður féll úr stiga og handleggsbrotnaði og hælbeins- brotnaði. Heitir hann Jónas Gunn- arsson og á heima á Klapparstíg. VIÐTAL VIÐ FINN JÓNSSON Frh. af 3. síðu. frelsið aftur verði þess valdandi aið Danir sýni áfram þrautseigju í þessari baráttu. Margir Dan- iir eru alveg bættir að hlusta á danskt útvarp og lesa dönskblöð. Hinsvegar hlusta allir sem geta á aðrar stöðvar, sem þekn eru hiugpekkari. > Fjárhaoslegt tait. Atvinwu'- og fjármáiaástandið í Danmörku er mönnum mjög mikið áhyggjuefni. Mikiil hluti danska flotans er á höfum úti, eða liggur í höfinuim eriendis, og fær ekki að koma heim, miklu hefir verið sökkt af skipum og sá hluti danska kaup- skipaflotans, sem eftir er liggur ýmisit íhöfh heima, eða er í föíPuim um Eystrasalt með mjög lágum farmgjöldum. Hráefnaskiorturinn er mjög til- finnanlegur fyrir iðnaðinn og fer óðuim vaxandi. Utanríkisverzton Dana er að vonum mjög lítil og eingöngu1 buindin við þau lönd, er liggja a>ð Eystrasaltí. Um landbúnaðinn er það að segja, að mjög skortir fóður- (rönur í Danmörku og verður því að drepa mikið af bústofninum. Af öilW þessu hljóta að leiða óhemjuieg atvinnuleysis og fjár- hagsvandræ'ði og það því frem- w, sem Danir fá í rauinirrni ekki greiíðslu fyrir nema nokkurn hluta af úrflutningsvörum sínum. Þær vörur, sem tii Þýzkalamds fara svo sem Iandbúnaðarvömr og fiskur eru að .nafniníi til greiddar mjög háu verði, en greiðslan á að fara fram með vöruskiptum. Þær vörur, sem Dani vantar mest, svo sem kol iog oliur, geta Þjóðverjar eigi látið af hendi svo neinui nemi. Tii þess því að fá eitthvað fyrir útflutninginn reyna Danir að flytja inn ýmsar íðnaðarvörur svo sem vefnaðar- vörur og skófatnað, sem þeir hafa i áður framleitt sjálfir, en þessi innfiutningur verður til þess að auka enn á atvinnuleysi og vand- ræði hjá dönsku iðnaðarmönn- Urmm. Verkamannafélögin og atvinnu- rekendafélögin hafa komið sér saman um að setja sérstaka nefnd til þess að ráða fram úr þessum vandræðum og öllum deilum um launakjör, sem upp kunna að feoma. Er það eínn þátturinn í tiilraunum Dana til þess að reyna að halda sjálfstjórn sinni. En til þess að svo verði er Dönum Irjóst, að eigi er hægt að halda þeim iífskjörum, er þeir áttu við að búa, áður en Þjóðver]ar sett- iust aðl í 'landinu. Það mun vera orðið augijóst mál að hvort sem mönnum iikar það betur eða yer, þá hTjóta þau að lækka óðfluga á meðan núverandi ástand helst. Má því gera ráð fyrir að andúð Dana gegn Þjóðverjum vaxi að sama skapi. Svikamylla Þjððverja. Svo sem áður er sagt greiða Þjóðverjar vissar útflutningsvör- úr nrjög háu verði, en vegna þess að greiðslan fer fram með vöruiskiptum og ekki fást vörur útfluttar úr Þýzkalandi til greiðslu á innflutningi þangað vex innstæða danska þjððbank- |ans í Þýzkalandi mjög hratt, eða sennilega um 90 milljónir króna á mánuði. 8. apríl skulduðu Dan- ir Þjóðvernrm veruílega fjárupp- ha?ð, en 31. ágúst var innstæða þeirra í Þýzkalandi orðin 384 milljónir danskra króna. Meðan ekkert útlit ex fyrir að þetta lagist er því útkoman sú, lað það er í raun og veru þjóð- bankinn danski, sem bargar háa verðið, sem Þjóðverjar teljast greiða fyrir útflutningsafurðirn- ar. Danmörk er því í rauninni í fjárhagslegri svikamyllu, sem virðist, ef framhald verður, enda í gjaldþroti og fullkomnum vand- ræðum fyrir þjóðina. GAMLA BIO IRENE Ameríksk söngva- og gam- anmynd, gerð samkvæmt samnefndum söngleik eft- ir Tierney & McCarthy. Aðalhlutverkin leika: Anna Neagle, Ray Milland, Roland Young og Billie Burke. Sýnd klukkan 7 og 9. u I RæoiogjaforiogioB CISCO KID. (The Return of The Cisco Kid). Amerísk kvikmynd frá Fox film. Aðalhlutverkið leikur: WARNER BAXTER. Aukamynd: STRÍÐSFRÉTTAMYND. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Tollstióraskrtfstofurnar verða lokaðar á morgun, laugardaginn 19. okt. 1940, vegna jarðarfarar. í Flosaporti ASTANDSUTGAFA. leikið í kvöld klukkan 8%. Aðgöngumiðasala hefst kl. 1 í dag. Sími 3191. Lækkað verð eftir kl. 3. 'TÍlKYffNlNGm HLUTAVELTUNEFND st. íþaka nr. 194 biður félagana og aðra. velunnara, sem styrkja vilja. h'Iutaveltuna, að bomia munun- um í vönugeymsLuhús Samein- aða (sjávarmegin) á moigun kl. 10—12 og kl. 1—6, eða til- kynna uim þá í síma 2840. —• Heriðið söfnunina. Plutt í Fransfca spítalann vid Lindargötu. Gíslína Pálsdðttir. ¦ Þrátt fyrir það þó að rMsstjórn in geri allt, sem í hennar valdi stendur til þess að ráða fram úr örðugleikunuim, er ekkert liklegra en að þeir verði henni uim megn þegar fram líða stundir og er það illa farið, ef þessí ágæta menningarþjöð verður fyrir þvr að^ allt það sem hún hefir byggt upp með lýðræði og sjálfsstjórn á Undanförnum árUm verðurkrarrí: í|ð í sundur af hálfu nazistanna. (Nánar um ástandið á Norð-- urlöndum síðar). 15. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT __Já, sagði fjölskyldufaðirinn. Hann blygðaðist sín fyrir það, hve hann var fátæklega til fara og vildi helzt sleppa í burtu. — Ég á sex ^börn — og þaii eru ekki orðin fullorðin ennþá. Hún er elzt. Nú kom frú Gerhardt og Gerhardt notaði tæki- færið og sagði'- — Þér verðið að afsaka, að ég verð að fara. Sög- in mín brotnaði og ég varð að hætta vinnu. — Já, auðvitað, sagði Brander vingjarnlega. Nú vissi hann, hvers vegna Jennie hafði aldrei viljað segja honum, hver væri atvinna föður hennar. En honum hefði þótt betra, ef hún hefði haft hugrekki til að leyna hann engu. — Jæja, frú Gerhardt, sagði hann, þegar hús- móðirin var búin að fá sér sæti. — Nú megið þér ekki álíta mig lengur ókunnugan mann. Hér eftir hefi ég í hyggju að útvega mér vitneskju um hagi ykkar. Jennie vill ekki segja mér neitt. Jennie brosti. Frú Gerhardt var óróleg í sætinu. Þau sátu þarna stundarkorn og töluðu saman. Svo stóð öldungaráðsmaðurinn á fætur. Segið manni yðar, sagði hann, — að koma í skrif- stofu mína í gistihúsinu á mánudaginn kemur. Ég ætla að vita, hvort ég get gert nokkuð fyrir hann. — Þakka yður fyrir, stamaði frú Gerhardt. — Nú má ég ekki vera að því að slóra hér lengur, bætti hann við. — En munið nú eftir að segja hon- um frá þessu. — Já, já, það skal ég muna, sagði frú Gerhardt. Hann dró hanzkann á aðra höndina og rétti Jennie hina. — Hún er gimsteinninn yðar, frú Gerhardt. — Verið þér sælar, frú Gerhardt, sagði hann og gekk tíl dyranna. Hann kinkaði kolli og gekk út, en margir nábú- anna stóðu úti við glugga sína og horfðu á þennan tigna mann ganga út úr húsi þessarar fátæku fjöl- skyldu. .— Hver skyldi þetta vera? sögðu þeir. — Sko, hvað hann gaf mér, sagði móðirin barna- lega við dóttur sína um leið og gesturinn lokaði hurðinni. Það var tíu dollara seðill. Hann hafði skilið hann eftir í lófa hennar um leið og hann kvaddi hana. FIMMTI KAFLI. Þegar svo var komið, að Jennie stóð í þakkar- skuld við öldungaráðsmanninn, var ekki óeðlilegt, að henni væri mjög vel tíl hans. Öldungaráðsmað- urinn fekk föður hennar bréf til eins af verksmiðju- eigendunum í nágrenninu, og það varð til þess, að Gerhardt gamli fékk atvinnu. Að vísu var það að- eins næturvarðarstaða, sem hann fékk, en það var betra en ekkert, og Gerhardt var mjög þakklátur. Hann hafði aldrei kynnzt jafngóðum manni. Hann gleymdi ekki heldur frú Gerhardt. Einu sinni sendi Brander henni kjól og í annað skipti. sendi hann henni sjal. Þessar gjafir gaf hann ar> sumu leyti vegna þess, að hann hafði samúð með> fjölskyldunni og að sumu leyti vegna,' tþess, að^ hann hafði ánægju af því að hafa efni á að vera rausnarlegur. En frú Gerhardt fann ekki nema eina ástæðu fyrir gjafmildi hans. Brander öldungaráðs- maður hlaut að vera góðhjartaður maður. Um Jennie var það að segja, að feimni hennar við hinn tigna mann var nú alveg horfin. Þau þvöðruðu saman og hlógu og hann gleymdi því al- veg, að hann var öldungaráðsmaður og stóð henní. miklu ofar í þjóðfélagsstiganum. Eitt kvöldið tók hann utan um hana og þrýstii henni að sér. í annað sinn setti hann hana á kné- sér og sagði henni frá lífi sínu í Washington. Hahn- kyssti hana og þrýsti henni að sér, en hann var allt- af mjög varkár, því að hann vildi ekki að hún. firrtist við sig. Jenni naut þess í sakleysi sínu. Hún bar ekki í brjósti neina þrá til hans, en hún naut þess, að- hinn tigni maður skyldi vera félagi hennar og trún- aðarvinur. Eitt kvöldið strauk hún hár hans meðan hún stóS við stól hans, og þar sem hún vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera1, tók hún úrið hans upp úr vasa hans. — Langar yður til að eignast úr? spurði hann. — Já, mig Iangar til þess, sagði Jennie. Daginn eftir stanzaði hann úti fyrir skartgripa- verzlun, fór inn og keypti úr. — Jennie, sagði hann, þegar hún kom næst. —*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.