Alþýðublaðið - 23.10.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓM: STEFAN PETURSSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKRURINN
XXI. ARGANGUR
MIÐVIKUDAGUR 23. OKT. 1940.
246. TÖLUBLAÐ
Segir fraiiska fasistastjórn-'
in Englandi strið á hendur?
----------------«----------------
Hitler og Laval hittust í París í gær.
---------------_*----------------
Orðrómiir um að formlegir friðarsammngar milli
Frakklands og möndulveldanna séu í aðsigi.
FRAKKLAND er nú aftur aðalumræðuefni manna um
allan heim. Ameríkska fréttastofan Associated Press
flutti þá frétt í gær, að alvarlegar tilraunir væru hafnar
með hað fyrir augum að koma á formlegum friði milli
Frakklands og möndulveldanna, Þýzkalands og ítalíu, og
fá frönsku fasistastjórnina í Viehy til þess að segja Bret-
landi stríð á hendur.
Það var einnig tilkynnt opinberlega í Berlín í gær, að
Hitler, sem nú er staddur vestur á Frakklandi, hefði tekið á
móti Laval, varaforsætisráðherra Vichystjórnarinnar,. og
er talið að þeir hafi hitzt í París. Ribbentrop utanríkismála-
ráðherra Hitlers, var viðstaddur fund þeirra.
Ekkert hefir verið látið opinherlega uppi um árangur fund-
arins. En hin ameríkska fréttastofa telur sig hafa áreiðanlegar
heimildir fyrir því, að umræður séu byrjaðar um formlega frið-
arsamninga milli Frakklands og möndulveldanna upp á eftir-
farandi skilmála:
1.) Frakkland láti Elsass-Lothringen af hendi við Þýzkaland
og Nizza, Tunis og Djibuti við ítalíu, gegn því, að möndulveldin
lofi að gera engar frekari kröfur til landa á kostnað Frakklands.
2.) Frakkland segi Bretlandi stríð á hendur.
Laval.
Er Rlbbentrop á lelö íi!
Pví er algerlega nettaö í Vichy,
að Frakkland hafi i hyggju að
segja Bnetlandi eða nokkru öðm
ríki stríð á hendwr. Og talio er,
aið Pétain marskálkux og Wey-
gand hershöfðingi séu öllu ráð-
bnuggi gegn Bretlandi andvígir.
Hinsvegar er álitið, að Laval og
nánwstu fylgismenn hans byggi
allar sínar vorár á sem þ'llra
nánastri samvinniu við hið naz-
istiska Þýzkaland og orðrórá'ttr
gengur um pað, að Ribbentrop
sé á leið til Vichy til pess að
iá Pétain marskálk til að fallast
á ráðabrugg þeirra Hitlers *fg
Lavalis.
Það er átetið að Hitler leggi
mikla áherzlu á að fá leyfar
Frh. á 4. síðu.
Spellvlrkl
Sraæbjariiar
í békabúð
Jónssonar
G%ug@I brotinn
og hátunnrbréf
meo grjétkasti
skiflið eftir.
INÓTT var framið spellvirki
á bókabúð Snæbjarnar
Jónssonar bóksala hér í bæn-
um. Var brotin þar stór rúða.
I gliuiggainum var steinn og við
hann hótunarbréf svohljóiðanidi:
r „Föðurlaindssvikarinn miun
deyja, en níðingsverk hans
miunu Mfa til varnair bornum
og óbornum Islendingum".
Blað petta var skrifað með blý-
anti.
Ástæðan nuun veta grein, sem
Snæbjörn Jónsson skrifeíði í enska
blaðið „Spectator" og vakið hefir
usnirœður í blöðum .
Hefir eitt blað m. .a. beinlínis
bent á gliu|gga Snæbjarnafr í ^þessiu
sambandi. Það skal tekið fram,
aið líknarstofnunin Thorvaldsens-
félagið á hús pað, er bókabúð
SnæbjaTnar er í, og verðuir hún
aið ga-eiða rúðubrotið, par til hefst
upp á sökudólgnum.
Hvað sem segja" má um pessa
grein bóksalans, verður að for-
dæma slíkan verknað og hér hefir
vexið fraiminn. Þannag er háttur
nazista oig kiommúnista, enda
Frh. á 4. síðu.
Þrfr hinoa kyrsettD
koniQlr í land.
Kyrsetning Jóns Matthíasson-
ar var byoð á imsskilningi.
FARÞEGARNIR þrír af
Esju: Fritz Kjartans-
son, H. J. Hólmjárn og Jón
Matthíasson, komu í land í
gær.
Það hefir komið í Ijós, að
kyrrsetning Jóns Matíhíasson-
ar mun hafa verið byggð á mis-
skilningi og þurfti enga trygg-
ingu að setja fyrir hann.
Hins vegar varð að setja 400
þús. kr. tryggingu fyrir Fritz og
Hólmjárn. Ábyrgðist ríkis-
stjórnin helming þessarar upp-
hæðar, en 10 menn hafa á-
byrgzt 20 þúsundir króna hver
fyrir þá báða.
Frú Þóra Árnadóttir, kona
Bjarna Jónssonar læknis, er nú
einnig komin í land.
Upplýsingar er ekki hægt að
fá um ástæður Breta fyrir því,
að flytja hina þrjá menn út, en
þess er að vænta að framhalds-
rannsóknin yfir þeim standi
ekki lengi og að þeir fái að
koma heim innan skamms tíma.
Þjóðræknisfélagið.
Fulltrúaráðsfundur verður hald-
inn í dag í Alþingishúsinu kl. 5
síðdegis.
50 ára
er á morgun Kristinn Hróbjarts-
son bílstjóri frá Eyrarbakka, nú
til heirnilis að Sogamýrarbletti 43.
Brezku hermennirrtir hverfa
úr öllum íhúðum í Reykjavík
—.....?
SENDIHERKA BRETA hér á Iandi, Mr. Howard Smith,
hefir tilkynnt utanríkismálaráðherra, að allir þeir Bret-
ar, sem hafa sjálfir leigt sér húsnæði hér í bænum, muui
hverfa, úr því í síðasta lagi 15. nóvember.
Hins vegar tilkynnir sendiherrann jafnframt, að hús-
næði það, sem herstjórnin hefir, eða deildir hennar, sé eWki
hægt að Iosa fyrst um sinn vegna samninga, sem gerðir
hafa verið, en ráðstafanir muni verða gerðar einnig til aS
Iosa þau hús.
Þetta er árangurinn af hréfi utanríkismálaráðherraMS
fyrir skömmu til sendiherrans.
^^#*>#s*v*s#«^^*Nr*^^r^yr^^^*-^^#^#sr^*^#v#^#s<,N^*s^#v#s^*s^*^s>
Sala á shdtabréfm til
bæjarins byrjar á noqpn
eigendur a^ kaapa pessf bréf.
BJARNI BENEDIKTS-
SON borgarstjóri boð-
aði í gær blaðamenn á fund
sinn og skýrði þeim frá því,
að sala skuldabréfa fyrir lán-
um bæjarins, sem nýlega
hefir verið ákveðið að taka,
byrjaði n.k. fimmtudag.
Ræddi borgarstjóri allmikið
um ástæðurnar, sem liggja til
grundvallar fyrir þessari lán-
töku og taldi að ef sala skulda-
bréfanna gengi vel, myndi bær-
inn hafa verulegan hagnað af
því að taka nýtt lán á þennan
'hátt og losa sig við erfiðar lausa
skuldir með því. Þá ræddi hann
einnig um það, að þeir, sem á
annað borð ættu sparifé myndu
fá með því að kaupa þessi
skuldabréf miklu betri kjör
en á annan hátt, þar sem vext-
irnir eru allmjög hærri en í
bönkunum, eða með kaupum á
veðdeildarbréfum. Sala skylda-
bréfanna fer fram á þessum
stöðum:
í bæjarskrifstofunum, Aust.
16; Landsbanka íslands; Út-
vegsbanka íslands h.f.; Búnað-
arbanka íslands; Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis,
Hverfisgötu 21; Kauphöllinni,
Hafn. 23; hjá hæstaréttarmála-
flutningsmönnunum: Eggert
Claessen, V,on. 10; Garðari Þor-
steinssyni, Von. 10; Jóni Ás-
björnssyni, Sveinbirni Jónssyni
og Gunnari Þorsteinssyni, Thor-
valdsensstræti 6; Kristjáni
Guðlaugssyni, Hvg. 12; Lárusi
Fjeldsted og Th. B. Líndal,
Hafn. 19; Lárusi Jóhannessyni,
Suð. 4; Ól. Þorgrímssyni, Aust.
14; Pétri Magnússyni og Einari
B. Guðmundssyni, Aust. 7;
Stefáni Jóh. Stefánssyni og
Guðmundi I. Guðmundssyni,
Aust. 1.
Tekið verður við áskriftum í
venjulegum afgreiðslutíma
þessara aðila.
Þegar hefir allmikið verið
spurt um þessi skuldabréf og
eru allar líkur fyrir því að sala
þeirra muni ganga vel, enda
virðast kaup á þeim vera hag-
kvæm fyrir alla aðilja.
ElnkennUegnr ðémiir
fnUtrúa sakadðniara.
Höjpard & Scbollz sýknaðir aí kroísi trésmiða.
FULLTRÚI sakadómara,
Ragnar Jónsson ,kvað í
gær upp dóm í máli því, er
valdstjórnin höfðaði gegn Kay
Langvad út af kæru Trésmiða-
félags Reykjavíkur á hendur
anu Höjgaard & Schultz fyrir
brot á iðnlögunum. Niðurstaða
fulltrúans var sú, að Kay Lang-
vad var sýknaður.
Svo sem Alþýðublaðið hefir
áður skýrt frá var tilefni kæru
Trésmiðafélagsins, að Höjgaard
& Schultz lét verkamenn sína
rífa steypumót utan af kabal-
húsi fyrir framan Landssíma-
húsið og vinna að uppsetningu
Frh. á 4. síðu.