Alþýðublaðið - 15.04.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.04.1920, Qupperneq 1
Alþýðublaðið Greiið át af A.1 þýð uflo k knum. Pimtudaginn 15. apríl 83. tölubl. 1920 Sundruiig*? Khöfn 13. apríl, Símað er frá: Berlín, að heim- sending borgaravarðliðsins orsaki í>að, að rætt sé í bayerskum blöð um um skilnað [við þýzka alríkiðj. Kússar og Jap- anar sáttir. Khöfn 13, apríl. Símfregn frá London hermir, að samningar séu komnir á með Rússum (bolsivíkum) og Japönum, og að ráðið sé fram úr austur- asískum málum. Allsherjar verk- fa.ll á I rlandi. Khöfn 13. apríl. Prá London er símað, að alls- herjarverkfail sé skolJið á í írlandi til þess að mótmæla meðferðinni á pólitiskum föngum. Frakkar og Englendingar. Khöfn 13. apríl. Lundúnafregn segir, að svo sé að sjá, sem samkomulag sé orðið ineð Englendingum og Prökkum ium Ruhr-innrásina]. Mexico. Khöfn 13. apríl. Reuter-fréttastofan segir, að stjórnbyitingartilraunir séu hafnar ■á ný í Mexieo. jlHerkileg jjármálaspeki Hlutdrægni og iiandahóf i öndvegi. Lengi getur vont versnað. Pyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar var sagt frá því hér í blað- inu, að einn af Sjálfstjórnarfulltrú- unum í niðurjöfnunarnefnd hefði lagt það til, að neíndin legði nú einu sinni svo duglega á alþýðu manna, að hún hefði ástæðu til þess að kvarta. Jafnframt var bent á það, hve bandvitlaus og óheppi- ieg í alla staði þessi aðferð væri. Og þá ekki síður hættuleg fjár- hag bæjarins, auk þess sem hún vendi menn á það, að greiða ekki bæjargjöld. Því hvernig á sá, sem ekki heflr nóg handa sér og sín- um, að greiða hátt gjaid í bæjar- sjóð ? Fjármálaspekingar Sjálf- stjórnar svara því á þá leið, að þeir geti svelt nokkra daga. Því var spáð, að ekki myndi sitja við orðin tóm, hjá þeim háu herrum. Það hefir líka sýnt sig. Niðurjöfnunarskráin — sú, að dýrleik tífaldaða — ber þess ó- rækan vott. Og hún sýnir reyndar meira. Hún sannar beinlínis, að ekkert er farið eftir því, þó gefnar hafi verið upp tebjur, og að iagt er tiltölulega vægara á gæðinga Sjálfstjórnar, en óheyrilega hátt á þá, sem álilnir eru andstæðingar hennar. Og enn ber hún vott um það, að einstakar stéttir manna eru hreint og beint lagðar í ein- elti, auk einstakra manna. Eg ætla í þetta sinn að sleppa þeim flokki iðnaðarmanna, prent- urum, er harðast verða úti. Nefnd manna er að rannsaka það mál, og mun árangurinn birtur síðar. Aðeins skal þess getið, að lagt er alt að 8°/o á kaup sumra þeirra. Sama má segja um símamenn, póstmenn, mikinn hluta skrifstofu- manna, auk fjölda einstaklinga. Það er engu líkara, en að fjand- inn hafi hlaupið í nefndina, og hún orðið starblind. Sem dæmi um ósvífið útsvar, tekið af handahófi, skal hér sagt frá því, að maður með um 7000 kr. laun fær 1000 kr. útsvar, og hefir hann þó nýlokið löngu og dýru námi. Útsvör eru lögð á námsmenn. Ýmsar smáverzlanir eru beittar hinu mesta ranglæti, og menn, sem gefið hafa upp laun sín og nefndin mátti vita, að á- stæðulaust var að rengja, eru hundsaðir. Eg nenni ekki að telja dæmi upp. Þau eru óteljandi. En einkennilegt má það heita, að einstakir stórefnamenn era lagðir að jöfnu við óbreytta iðn- aðarmenn. Menn, sem t. d. hafa ráð á því að halda tvo eða þrjá reiðskjóta, auk tveggja bifreiða. Og atvinnurekendur og iðnaðar- menn, sem seztir eru í helgan stein, en lifa af eignum sínum, eru gerðir jafningjar óbreyttra verkamanna I! Hvað veldur þessari frámuna- legu handahófs álagningu? Fyrst og fremst skeytingarleysi og hlut- drægni meiri hluta nefndarinnar. í öðru lagi vanþekking á almenn- um grundvallarreglum fjárhags- fræðinnar. — Merkilegt fyrirbrigði, þar sem flestir nefndarmenn eru kaupmenn eða atvinnurekendur. Og í þriðja lagi, það sem veiga- mest mætti telja, ef samvizku- samir menn íæru með niðurjöfn- unina: Hér vantar algerlega þá sjálfsögðu reglu, að allir, jafnt háir sem lágir, gefi upp tekjur sínar til útsvarsálagningar. Tekju- skattsskráin er auðvitað til, en hún er ekki nægileg. Einkennilegt dæmi um handa- hófið er það, að 15 þús. kr. erut lagðar á einn togara, en 65 þús. kr. á 4 togara, 2 millilandaskip, stóreignir, fiskverzlun o. fl. Hvað veldur þessu? Sórdrægni og lítilí vilji meiri hluta nefndarinnar á því að kynna sér réttar ástæður þeirra, sem leggja á útsvör á.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.