Alþýðublaðið - 28.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.10.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 28. OKT. 1849 Hver var a® Kaupið og brosiö ar atl ttlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. MÁNUDAÖUR Næturlæknir er Eyþór Gunnars- son, Laugavegi 98, sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur- ®g Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Úm daginn og veginn (Vil- hjálmur Þ. Gíslason). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Rúm- ensk alþýðulög. 21.15 Erindi: Um kynsjúkdóma (Hannes Guðmundsson íþróttafélag kvenna byrjar leikfimikennslu á þriðju- daginn kemur í Austurbæjarskól- anum. Brezk bifreið rakst í gær á ljóskerastaur rétt hjá St j órnarr áðsblettinum og brotnaði ljóskersstraurinn. Var hált á götunni og rann bifreiðin til. . Knattspyrnufélagið Valur, II. fl., I. fl. og meistarafl. Fim- leikaæfing verður í kvöld kl. 9.30 til 10.30 í Austurbæjarskólanum. Mætið' stundvíslega. Forðum í Flosaporti ástandsútgáfan, verður sýnd í kvöld kl. 8.30. Málverkasýning Jóns Þorleifssonar í Blátúni verður enn opin í nokkra daga. Hafa margir séð sýninguna og nokkur málverk verið seld. WMNDÍim?TÍlKYmNGM ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. 1. Inn- taka nýliða. 2. Skýrsla hluta- veltunefndar. 3 .Kosning em- báettismanna. 4. Erindi: Hr. Sigurður Magnússon lög- gæzlumaður. 5. Saga G. K. 6. ? ?. ? ? ? ST. ÍÞAKA. Fundur annað kvöld kl. 8.30. Framkvæmda- nefnd þingstúkunnar heim- sækir. • ÞINGSTÚKUFUNDUR í kvöld kl. 8.30. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband hjá lög- manni Sigríður E. Guðmundsdóttir og Haraldur Björnsson verkamað- ur. Heimili þeirra er á Hringbraut 36. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík hefir kosið fulltrúa sinn á Alþýðusambandsþing frú Soffíu Ingvarsdóttur. Kvenstúdentafélag íslands heldur fund næstkomandi þriðjudagskvöld í Thorvaldsens- stræti 6. Minkanði vinna. Uppsagtiir í Bretavinnnnni. MÍÖG minnkandi atvinna er nú í bænum hjá verkamönnum. I Brelavimrunni er fækkaið með hverj.urn degi og eru líkur til að ekki verði mikið um vinnu þar í vetur, nema ef tll vill uppskip- unarvinna við Oig við. Verkamenn munuvæntaþessað stjórnarvöld bæjarins faxi aið at- huga um möguleika fyrir atvinnu aufaúngu — því áð í þejm dýr- tíð, sem nú er þolír enginn at- vinnuleysi. TYRKLAND. Frh. af 1. síðu. Breta í hinum nálægari Austur- löndum kæmi í flugvél til An- kara í dag til þess að ræða við herforingjaráð Tyrkja. Allsstaðar á Balkanskaga er mikill vígbúnaður og ráðstaf- anir til að verjast loftárásum. F.U.J. Saumaklúbbsfundur í kvöld kl. 8 stundvíslega. Aðalfundur félagsins verður haldinn nlk. fimmtudag. Nán- ar auglýst síðar. laffi og UFÍOD V' IÐ NÆSTU ÚTHLUTUN skömmtunarseðla verður j kaffi- og sykurskammtur tölu- vert aukinn vegna jólahátíðar- innar. Ennfremur verður þá út- hlutað til þriggja mánaða. Kaffiskammturinn verður hækkaður frá 1. desember um 100 gr. á mánuði á mann. ' Sykurskammturinn verður hækkaður um 750 gr. á mann þá þrjá mánuði, sem skömmt- unin nær yfir. Slsrs við hðfiiDa. GÆRMORGUN varð slys við höfnina. Féll kassi úr stroffu ofan á verkamann og slasaðist hann. Slysið varð kl. 8,45. Var verið a& vinna að uppskipun úlr brezku skipi. Maöurinn, sem fyrir siysinu varð, heitir Ingibergur Grímsson, Laugarnesvegi 68. Ekki er með vissu vitað, hversu meiðsli hans e:ru mikil, en hann iriuin 'hafa fengið allmikið sár á höfuðið. Kosning á Sam bandsþing. ' i ESSI FÉLÖG hafa kosið fulltrúa á sambandsþing: Kvenfélag Alþý'ðuflokksins í Reykjavík: Soffía Ingvarsdóttir. Alþýðuflokksfélag Akureyrar; Krjstbjörg Dúadóttir. AlþýðufIokksfélag Siglufjar'ðar: Kristján Sigurðsson. Verkalýðsfélag Hólmavíkuir: Jón Sigurðsson. j Vorkalýðsfélag Hyainmstanga: Úíbreiðið Alþýðublaðið. spnrsKamt ankinn. sss SYSTURNAR ~~y VIGIL IN THE NIGHT. Ameríksk stórmynd frá RKO Radio Pictures, gerð eftir hinni víðlesnu skáld- I sögu A. J. CRONIN, höf- undar „Borgarvirkis“. Að- alhlutverkin leika: Carole Lombard, Anne Shirley og Brian Aherne. Sýnd klukkan 7 og 9. Már Kænar stilknr (Thx-ee smart Girls grow up.) — Ameríksk tal- og söngvakvikmynd frá Uni- versal Film. Aðalhlut- verkið leikur og syngur DEANNA DUKBIN. Aðrir leikarar eru: Nan Grey, Helen Parrish og William Lundigan. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. || Revyan 1940 ASTANDS-UTGAFA verður leikið í Iðnó mánudagskvöld kl. 8.30 Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Hraðritari, sem skilur vel ensku, þýzku og Norðurlanda- mál, getur fengið atvinnu. Upplýsingar í símum 1196 og 1159. Þrjár miiljðnir sóttn íslenzkn sfníngnna. HEIMSSÝNINGUNNI í New Yiork var lokað til fiulls í gær, efíir að hafia verið opin í tvö siumiur. Um þrjár milljóniir manna hiafa komið á Islandssýningima, allir dómar, sem birzti hafa í Amieiriku, hafa verið hinir ákjósanlegustiu. Auk þeirra milljóna, sem séð hafa sýmnguna imeð edgin augium, hafa tugir miíljóna fengið upp- lýsingar og fræðslu um ísland í sambandi við sýningarþátttökuna, gegn Um bæklinga, bækur, blöð og útvarp. Ugglaust má telja, að sýningin hafi or'ði'ð til stóTaukinnar kynn- ingar íslands í Vesturheimi og landinu því til gagns og sóma. Hcilbrigðisskýrslx*r yfir árið 1938 eru nýkomnar út. Hefir land- læknir samið þær eftir skýrslum héraðslækna og öðrum heimildum. Fylgir útdráttur úr skýrslunum á ensku, enn fremur uppdráttur yfir læknishéruð á landinu. 18. THEQDQRE DREISER: JENNIE GERHARDT göngur og bænrækni í heimahúsum. Á heimili föð- ur -hans hafði presturinn haft mikil áhrif. Gerhardt hafði erft þá sannfæringu, að lútherska kirkjan væri gallalaus stofnun og að kenningar hennar væru mjög þýðingarmiklar vegna framhaldslífsins. Kona hans hafði kastað trú feðra sinna og tekið trú manns síns af fúsum vilja. Það ríkti því mikil trúrækni á heimili Gerhardtsfjölskyldunnar. Og presturinn Var alltaf aufúsugestur á heimili Gerhardts. Wundt prestur, sálusorgari safnaðarins í Colum- bus, var heitur trúmaður. En bókstafstrú hans gerði hann smámunasaman. Hann var sannfærður um, að sóknarbörn hans tefldu tímanlegri og eilífri velferð sinni í voða, ef þau dönsuðu, spiluðu á spil eða færu í leikhús, og hann hikaði ekki við að lýsa því, að helvíti Stæði opið upp á gátt öllum þeim, sem óhlýðnuðust fyrirmælum hans. Það var synd að neyta áfengra drykkja, jafnvel þótt í hófi væri, og það var jafnvel synd að reykja — en það gerði hann nú samt sjálfur. Það var synd að eignast barn utan hjónabands og slíkar manneskjur voru eilíf- lega útskúfaðar. Gerhardt og kona hans og enn fremur Jennie höfðu aðhyllst kenningar kristindómsins eins og séra Wundt túlkaði þær. En um Jennie var það að segja, að henni fannst trúin aðeins formsatriði án nokkurs innihalds. Það var gott að vita til þess, að til var himnaríki handa frómum sálum, og hins vegar; ógnandi helvíti handa þeim, sem brutu boð- orðin. En henni fannst fullnægjandi að' sýna for- eldrum sírium hlýðni og auðsveipni. Að öðru leyti braut hún ekki heilann um vandamál trúarbragð- anna. Gerhardt var sannfærður um, að hvert orð, sem sagt væri í predikunarstóli, væri heilagur sannleik- ur. Og hann var sannfærður um, að líf væri eftir þetta líf. Þegar árin færðust yfir hann, var það aðeins eitt, sem tók hug hans fanginn. Hann hugsaði varla um annað en eilífa sáluhjálp sína, konu sinnar og barna. Þessi trúartilfinning gerði hann strangan gagn- . vart börnunum. Hann 'vildi ekki, áð þau væru á dansskemmtunum. Og Jennie hefði aldrei eignazt unnusta, ef faðir hennar hefði fengið að ráða. Og hefði hún hitt ungan mann á götu í Columbus, þá hefði hún ekki fengið að koma með hann heim. Þegar öldungaráðsmaðurinn fór að skipta sér af högum Gerhardtsfjölskyldunnar kom í ljós, að Ger- hardt var óviss í því, hvernig hann ætti að snúast við slíku. Það var enginn venjulegur maður, sem sýndi dóttur hans ástleitni. Öldungaráðsmaðurinn var svo kurteis og ísmeygilegur í framkomu, að hann var orðinn vinur fjölskyldunnar áður en Gerhardt gamli gæti fullkomlega áttað sig á því. Honum fannst líka töluverður heiður að því, að öldungaráðsmaður- inn sýndi þeim svona mikil vinahót. Kona. hans hafði ekki sagt honum frá þeim mörgu gjöfum, sem Brand- er hafði sent þeim, eftir að hann hafði sent jólagjaf- irnar. En einn morguninn, þegar Gerhardt var á heimleið frá næturvörzlunni, ávarpaði einn nágranni hans, Otto Weawer, hann og sagði: — Mig langar til að segja nokkur orð við þig, Gerhardt. Vegn.a þess, að ég er vinur þinn, vil ég segja þér, hvað ég hefi heyrt. Nágrannarnir eru að tala um þennan herramann, sem er að heimsækja dóttur þína. — Dóttur mína? spurði Gerhardt undrandi. Hvað áttu við. Ég kannast ekki við neinn mann, sem heim- sækir dóttur mína. — Ekki það? sagði Otto, sem nú varð líka undr- andi. Það er rúmlega miðaldra maður, gráhærður. Hann hefir stundum staf. Þekkirðu hann ekki? Gerhardt hugsaði sig um og varð ráðaleysislegur á svipinn. — Það er sagt, að hann hafi einu sinni verið öld- ungaráðsmaður, hélt kunninginn áfram og var nú farinn að sjá eftir því að hafa vakið máls á þessu. — Einmitt, sagði Gerhardt og honum létti. — Það er Brander öldungaráðsmaður. Já, hann kemur stöku sinnum. En, hvað um það? — Ekkert, sváraði nágranninn — en fólk talar svo margt. Hann er ekki ungur maður. Og dóttir þín gengur stundum út með honum. Og fólk hefir veitt því athygli, og það er farið að tala um hana. Ég hélt, að réttast væri, að ég segði þér frá því. Við þessi hræðilegu orð varð Gerhardt sem þrumu lostinn. Fólkið hlaut, að hafa einhverja ástæðu til að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.