Alþýðublaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 4
PRIÐJUDAGUR 29. OKT. 184*. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókiis er ÞÝDÐAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. ÞRIÐJU DAGUR Næturlæknir er Kristján Hann- esson, Mímisveg 6, sími 3836. Næturvörður r í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöðin Geysir, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Symfóníutónleikar: (hljóm- plötur) Symfónía Eroica hetjuhljómkviða eftir Beet- hoven. 21.30 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Tríó í B-dúr eftir Mozart. b) Tríó í G-dúr eftir Haydn. 22.00 Fréttir. — Dagskrárlok. Forðum í Flosaporti ástandsútgáfan verður sýnd annað kvöld kl. 8.30. Aðgöngumið- ár verðá seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Kennum allskonar hanniröir, svo sem: Kunstbrodering — (Landslagsmyndasaum). Piler- ing (að draga í stóresa). Máln- ing, Prjón o. fl. Seljum einnig handmálaðar peysusvuntur og slifsi. Systurnar frá Brimnesi, Þingholtsstræti 15 (steinhúsið). Nokkra sendisveina vantar. Upplýsingar á Vinnumiðlunar- skrifstofunni í Alþýðuhúsinu, sími 1327. F.U.J. Fimleikaflokkur karla hafa æfingu í kvöld kl. 9 á venjuleg- um stað. ÖNNUR GREIN JÓNS BLÖN- DALS : I 1 - í il Frh. af 3. síðu. ið selt fyrir hærra verð iinnan- iands heldur en hægt hefir verið aið fá fyrir það erlendis. Neyt- endumir hafa tekið þessu omiöigl- unariaust að kaila. Nú segir ft>imaður kjötverö- iagsnefndar: „Hvers vegna ættu lan d b ú n aðarvörurnar einar :að sitja við það borð, að mega ekki heakka dnnan lands (þess hefir reyndar enginn krafizt), þótt verð þeirra hækkaði erlendis, en fisk- Baroaskóli Hafnarfiarðar. Öll skólaskyld börn, sem eiga að sækja barnaskóla bæjarins þetta skólaár, skulu mæta í skólanum miðviku- daginn 30. okt. n.k., eins og hér segir: Kl. 10 árd. Þau sem voru í 7., 6. og 5. bekkjum. Kl. 11 árd. Þau sem voru í 4., 3. og 2. bekkjum. Kl. 1 síðd. Þau sem voru í 1. bekkjum og ennfremur öll 7 ára börn, sem byrja eiga skólagöngu þetta ár. Börn, sem ekki sóttu Barnaskóla Hafnarfjarðar s.l. vétur, mæti kl. 2 síðdegis og hafi prófskírteini sín með sér. SKÓLASTJÓRINN. lurdnn t. d. mætti hælkka? Sjá aJLir hve þietta er fráleitt o|g fjarri allri sanngirni." Og Tím- (tnn segir í saima tbl.: „Það er al- genlega óhæfileg krafa, að dýrtíð- inni veröi haíldið niðri á þann hátt, að beita lögþvingun til að taika vörumar af framleiðendum fyilr iægra verð en þeiim ber og þeir geta fengið ,annars staðar.“ Nú er vitað, að saltkjötsimErk- laðurinn í Noregi hefir ,alveg lok- ast. Einnig hefir það heyrzt, að vafasamt væri með þetta háa verð á kjötin'u í Eniglandi. Vill ekki forma&ur kjötverð- lags'nefndar, sem báirt hefir svo maiigar tölur undanfarið, sem ekki allar skipta jafn mikLu ináli og segist hafa fleiri í fóruan sín- um, gefa atmenningi skýrslu einnig Um þetta efni? Og þá væri einkar fróðlegt að fá utm Leið skýiingu á eftirfaTandi setningu úr grein form. Framsóknarflokks- jns í næst síðasta tbl. Tímans: „Auk þess kaupa þeir (þ. e. Bret- ar) megnið af fraimleiðsluvörum Islendinga, surnt með góðu verði, og bæía wpp sérstekLegia það, sera miðiur er borgað.“ (Leturbr. mín.) Hvað’a vömr em það, sem miður eru borgaðar og Bretar bæ;ta upp sérstaklega? Varla kjötið, sem selt er með stór- hækkuðu verði innanlands, af því að hægt sé að fá hærra verð fyrir það annars staðar? (smbr. 4. spumingu Páls Zóph’óníassonar til Alþbl. og Vísis í 102. tbl. Tímans.) Ef þessi ummæli formanns FramsóknarfLokksins em rétt — og það veröur vitanlegu ekki dregið í efa — að Bretar viljii bæta upp það, sem miður er borgað, og væntanlega þá engu síður það, sem1 óseljanlegt er er- lendis, hvernig stendur þá á þvi, að saLtkjötið er nú selt 72»/o hærra á innlendum markáði en í fyrra, þrátt fyrdr það, að ekki er hægt að selja það erlendis, í stað þess að fara fram á að Bretar bæti upp verð þess, eins Og J. J. segir þá fúsa til? GAMLA . . „ , liiuiu með nrörp andlitin. The Magnificent Fraud. Ameríksk kvikmynd frá Paramont. Aðalhlutverkin leika: AKIM TAMIROFF, LLOYD NOLAN, PATRICIA MORTSON. HYiA BIO Þrjár kænar stilknr ðreskast. (Three smart Girls grow up.) — Ameríksk tal- og söngvakvikmynd frá Uni- versal Film. Aðalhlut- verkið leikur og syngur DEANNA DURBIN. Aðrir leikarar eru: Nan Grey, Helen Parrish og William Lundigan. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för konu minnar, móður okkar og tengdamóður og ömmu, Jónínu Guðmundsdóttur frá Einarshöfn. Eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför Guðmundar Þorsteinssonar, frá Sigurvöllum á Akranesi. F.h. vandamanna. ’ Jón Þorvarðarson. Revyan 1940. Forðoffl I Fiosaporíl ASTANDS-UTGAFA leikið í Iðnó annað kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4-—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun .— Sími 3191. KAUPI GULL og silfur hæsta verðí. Sigurþér, Mainar- stræti 4. Vönduð og siðprúð stúlka óskast í vist á heimili Jóns Helgasonar, Fatabúðinni. 20. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT tala svona. Jennie og móðir hennar höfðu gerst sekar um ófyrirgefanlega óvarkárni. En hann ákvað að verja dóttur sína. — Það er kunningi okkar, sagði hann dálítið vand- ræðalegur. — Fólk ætti ekki að þvaðra um það, sem það þekkir ekki. Dóttir mín hefir ekkert ljótt að- hafst. — Það er ég sannfærður um, að þú segir satt, sagði Weawer. Fólk þvaðrar, án þess nokkur flugufótur sé fyrir þvaðrinu. En við erum gamlir vinir og mér fannst skylda mín að segja þér frá þessu. Gerhardt stóð stundarkorn hreyfingarlaus í sömu sporum. Það var ekki svo auðvelt að lifa, þegar allir snérust öndverðir gegn einum manni. Álit almenn- ings var svo mikils virði. Og hann hafði alltaf reynt að lifa flekklausu lífi. Hvers vegna gat fólk þá ekki látið hann í friði? — Mér þykir vænt um, að þú skyldir segja mér frá þessu, tautaði hann um leið og hann lagði af stað heimleiðis. — Ég ætla að rannsaka þetta mál betur. Vertu sæll. Gerhardt ákvað, þegar heim kom, að spyrja konu sína um þetta mál. — Hvernig stendur á því, að Brander öldungaráðs- maður kemur til að heimsækja Jennie? spurði hann á þýzku. — Nágrannarnir eru farnir að tala um það. — Ó, það er alveg saklaust, svaraði frú Gerhardt. Þessi spurning hafði komið henni mjög á óvart. — Hann hefir komið hingað tvisvar eða þrisvar sinnum. — Þú hefir ekki sagt mér frá því, sagði hann og var gramur yfir því, að kona hans skyldi láta slíka ósiðsemi viðgangast á heimilinu. — Nei, sagði hún — en mér fannst það líka óþarfi, þegar hann liefir ekki komið nema þrisvar sinnum. — Þrisvar sinnum, hrópaði Gerhardt. — Þrisvar sinnum. Og allir nágrannarnir tala um þetta. — Já, hann hefir aðeins komið örsjaldan, sagði frú Gerhardt lágt. — Weawer kom til mín á götunni, hélt Gerhardt áfram — og sagði mér, að fólk væri farið að tala um þennan mann, sem kemur hingað og fer með dóttur minni í ökuferðir. Og ég hafði engan grun um þetta. Ég vissi ekkert, hvað ég átti að segja. — Þetta er alveg saklaust, sagði móðirin. — Jennie hefir farið einstöku sinnum í ökuferðir með honum. Hann kom hingað, og sótti hana. Og hvað kemur fólki þetta við? Má dóttir okkar ekki skemmta sér? — En þetta er gamall maður, ságði Gerhardt. •— Og hann er embættismaður. í hvaða tilgangi heim- sækir hann fátæka stúlku eins og Jennie. — Ég veit það ekki, sagði frú Gerhardt. — Hann kemur hingað. Ég þekki hann ekki að öðru en góðu. Og hvernig get ég bannað honum að koma hingað? Gerhardt varð hugsandi. Hann þekkti ekki öld- ungaráðsmanninn heldur að neinu öðru en goðu. Og hvað var þá athugavert við þetta. — Nágrannarnir þurfa alltáf að hafa eitthvað til að þvaðra um. Um þessar mundir hefir það ekki annað til að þvaðra um en Jennie. Þú veizt, að hún er góð stúlka. Hvers vegna má hún þá ekki fá að vera í friði. Og augu móðurinnar fylltust tárum. — Það er satt, sagði Gerhardt. — En hann ætti samt ekki að koma að sækja hana. Það lítur grun- samlega út, enda þótt hann hafi ekkert illt í hyggju. í sama bili kom Jennie inn. Hún hafði setið inni í svefnherbergi því, sem hún og yngstu systkinin sváfu í. — Hvað er að? spurði hún, því að henni fundust foreldrar hennar svo einkennilegir á svipinn. — Ekkert, svaraði Gerhardt ákveðinn. Frú Gerhardt svaraði engu. Jennie gekk til henn- ar og varð þess fljótt vör, að hún hafði grátið. — Hvað er að? endurtók hún undrandi og horfði á föður sinn. Faðir hennar.fór hjá sér. Hann var nú sannfærður um, að hún var saklaus og sá eftir því, að hafa vakið máls á þessu. — Hvað gengur að þér? spurði hún móður sína blíðlega. — O, það eru nágrannarnir sagði móðirinn. — Þeir þurfa alltaf að tala um það, sem þeim kemur ekki við. — Hafa þeir ennþá einu sinni verið að tala um mig? sagði hún og roðnaði. — Þarna sjáum við, sagði Gerhardt eins og út í bláinn. — Hún veit, að fólk talar um hana. En hvers vegna hefirðu ekki sagt mér frá því, að hann kæmi hingað í heimsókn? Nágrannarnir eru farnir að tala %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.