Alþýðublaðið - 30.10.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.10.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐiÐ MIÐVIKUÐAGUE 30. okt. 1946. i . % -á: I I jjr -4 ll 1 4 ‘W f. V ’ >' Á' ■<§ Læknaskifti. Þeir samlagsmenn, sem réttinda njóta og óska að skitta um lækna frá næstu ára- mótum, snúi sér tíl skrifstofu samiags- ms fyrir þ. 15. nóvember. Listi yfir lækna þá, sem valið verður um, liggur frammi á skrifstofunni. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Aðalfundur sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður haldinn í Kaupþingasalnum í Reykjavík laugardaginn 23: nóvember 1940. -— Dagskrá samkvæmt félagslögunum. ; STJÓRNIN. Að gefnu tilefni er athygli sauðfjáreigenda vakin á því, að samk^emt 60. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur mcga sauðkindur ekki ganga lausar á götum bæjarins né annars staðar innan lögsagnarumdæmisins, nema maður fylgi til að gæta þeirra eða þær séu í öruggri vörzlu. Ef út af þessu er brugðið, varðar Jwð eiganda sektum allt að 1000 krónum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 29. október 1940. , : : ' . - •- . • ”' . . ... ví ...• , .. , . ’L ; ' ,///. ÍK’, AGNAR KOFOED IIANSEN. Atbugaseid. Frá Guðmundi Vilhjálms- syni, framkvæmdastjóra Eimskipafélags íslands, hef- ir Alþýðublaðinu borizt eft- irfarandi athugasemd: „Háttvirti ritstjóri! Herra Sigurgeir Sigurjóns- son ritar í Alþýðublaðið þann 24. þ. m. um störf Verðlags- nefndar og er þar vikið að Eim- skipafélagi íslands og félaginu brugðið um okur á farmgjöld- um. í tilefni af því leyfum vér oss að óska eftir, að þér birtið eftirfarandi grein í næsta tölu- blaði heiðraðs blaðs yðar: Þegar siglingar hófust til Ameríku í stríðsbyrjun höfðu þær legið niðri frá því nokkru eftir heimsstyrjöldina. — Af þessum ástæðum lágu engar á- byggilegar upplýsingar fyrir um kostnað við beinar sigling- ar þangað, en hitt var aftur á móti vitað að kostnaðurinn myndi hækka, eftir því sem stríðið stæði lengur. Þar sem nauðsynlegt þótti að ákveða flutningsgjöldin strax og sigl- ingar hófust, var sú ákvörðun tekin að miða þau við þau g'egn- umgangandi flutningsgjöld sem gilt höfðu milli Ameríku og Reykjavíkur áður en stríðið hófst. Við gegnumgangandi flutningsgjöld var bætt 25%. Þess skal getið, að gegnumgang andi flutningsgjöld höfðu verið ákveðin af The North Atlantis Freight Conference. — Einnig skal tekið fram, að flutnings- gjöld Eimskipafélagins á nauð- synjavörum giltu ekki aðeins til Rvíkur heldur hafna út um land, jafnvel þótt skip félags- ins hefðu þar ekki viðkomu. — Síðar kom í ljós, að flutnings- gjöldin höfðu verið ákveðin of lág og var því ákveðið að hækka þau um 25% og hafa þau verið óbreytt síðan. Flutningsg j aldahækkunin milli Ameríku og íslands miðuð við g|ildandi gegnumgangandi flutningsgjöld fyrir stríð, nem- ur því 5614%. Greinarhöf. upplýsir rétti- lega að flutningsgjöld frá Bret- landi hafi verið hækkuð um 200% miðað við þá taxta sem giltu fyrir stríð. Þetta segir hann, að sérfróðir menn telji alltof hátt. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að kosnaður- ur við siglingar „Brúarfoss“, sem er eina skip félagsins í siglingum til Bretlands hefir nálega fjórfaldast frá því fyrir stríð, svo öllum hlýtur að verða ljóst, að hér er ekki um okur að ræða. Um flutningsgjöld milli Danmerkur og íslands er óþarft að ræða, því siglingar hafa leg- ið niðri 6V2 mánuð. Aðeins má geta þess, að dvöl „Gullfoss“ í Kaupmannahöfn hefir koftað félagið stórfé, meðal annars vegna þess, að skipshöfnin hefir verið á fullum launum og feng- ið greidda áhættuþóknun, sem miðuð er við að skipið hefði alltaf verið í förum milli ís- lands og Danmerkur. í áðurnefndri grein kemst herra Sigurgeir Sigurjónsson svo að orði: „Hér er þó á það að lítaá að Eimskipafélagið er eða var að nokkru leyti nokkurskonar þjóðarfyrirtæki og „óskabarn þjóðarinnar.“ í sambandi við ofanskráða klausu viljum vér upplýsa, að hluthafar í Eimskipafélaginu hafa verið flestir 14609, en eru nú um 14000. Óhætt er því að slá því föstu, að Eimskipafélag- ið er en þjóðarfyrirtæki og mun einnig verða það í framtíðinni. Flestir íslendingar munu gleðjast yfir því, að Eimskipa- félagið á nú það öflugan skipa- flota, að það getur að allmiklu leyti annast flutninga á nauð- synjum til landsins og jafn- framt flutt afurðir landsmann'a til útlanda ekki sízt hinar frystu útflutningsvörur, sem afkoma þjóðarinnar byggist nú svo rnjög á. Það munu einnig flestir óska þess, að félagið geti aukið og endurnýjað flota sinn að stríðinu loknu. íslenzka þjóðin mun treysta því, að Eimskipafélagið hagi siglingum skipa sinna og ákveði farmgjöld með það fyrir aug- um, að hag þjóðarinnar sé sem bezt borgið. Hluthafar félagsins munu framvegis, eins og hingað til, sætta sig við að þeim verði aðeins greiddir 4% í arð, eða með öðrum orðum, lágir spari- sjóðsvextir. Virðingarfyllst. F.h. H. f. Eimskipafél. íslands. G. Vilhjálmsson. UM DAGÍNN OG VEGINN------------------------ Hjónaskiinaðarsögur og sannleiksgildi þeirra. Biskupinn af Aberdeen fermir hermenn. Kosningabardagi hafinn. Valið j um presta. Fyrsti vetrardagur. Bréf frá M. G. um síðasta | sumar og framtíðina. < < ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINVJ. MIKLAR SÖGUR hafa gengið siðarí hluta sumars um ó- venjumikla hjónaskilnaði hér í bænum og hafa vitanlega vferið nefndar orsakir fyrir því. Ég hefi að gamni minu grafizt fyrir um það hvað hæft væri í þeim og komizt að raun um að þetta er ekki rétt. Hjónaskilnaðir eru elns og kunnugt er nokkuð algengir hér hjá okkur, en þeir eru ekkert meiri nú en áður, sem betur fer, því slíkt og þvílíkt er hættulegt hverju þjóðfélagi. HINGAÐ TIL LANDSINS er nýlega kominn biskupinn af Aber- deen, þekkt kirkjuleg persóna í Bretlandi og í miklu áliti. Sagt var að hann væri hingað kominn til að ferma hermenn, en fáir trúðu því. Þetta er þó rétt og er hann búinn að ferma allmarga. Hefir hann fermt hermenn á Akranesi, Blönduósi, Akureyri og Seyðisfirði. Þéssi ferming mun koma mörgum hér á landi á óvart, en sá siður er í ensku kirkjunni, að biskuparnir ferma, en prest- arnir búa undir ferminguna. Sá, sem á að fermast, getur ráðið því sjálfur hvenær hann gerir það og margir ganga ekki undir fermingu fyrr en þeir eru komnir að þrít- ugu. Biskupinn af Aberdeen hefir kornið hingað mjög oft, líkast til 12 sinnum, og er hann mjög á- hugasamur laxveiðimaður. Hann mun vera um sextugt. KOSNINGABARDAGI er um það bil að hefjast hér í Reykja- vík. Þó að hávaðinn verði kann- ske ekki eins mikill og við venju- legar kosningar, þá bendir allt til þess að læðst verði með löndum og lagt á mið andstæðinganna. Það á að slást um prestana. Ságt' er að harðastur verði slagurinn í svokallaðri Hallgrímsspkn, þ. e. a. s. í Austurbænum. Þar eru líka í kjöri margir yngstu og helztu prestar okkar, mikill fjöldi, enda er allmikill munur á því að vera prestur úti á landi og hér í Reykja- bík. KOSNINGAR Á SÓKNAR- NEFNDUM eru bú.nar og virðast úrslit þeirra hafa komið ýmsum á óvart, en þeir, sem áhugasam- astir eru um þessi mál, hafa sótt safnaðarfundina og eins rnun lík- ast til verða um kosningarnar sjálfar. Mér hefir verið sagt að þeir, sem eiga merkisafmæli um þessar mundir í sóknunum, verði áþreifanlega varir við kosninga- undirbúninginn, því að þeir fá heillaóskaskeyti frá öllum um- sækjendunum. Svona er lífið, sí- felld barátta og er allt heiðarlegt með það. Mér er sagt að ég fái ekki áð kjósa, því að mér hafi verið skammtaður séra Bjarni, og mér dettur ekki í hug að fara að rífast út úr því. Hann er góður á sína vísu. En við hina vildi ég bara segja. Blessaðir, kjósið þið nú einhverja menn, sem hafa skoðun á því, sem fram fer í kringum þá. Reykjavík / Þingvellir Ferðir til Þingvalla í þessum mánuði alla miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga. Frá Reykjavík kl. 10V2 árd. Frá Þingvöllum kl. 6 síðd. Athugið breytinguná á burt- farartímanum. — Valhöll er opin. Steindór Sími 1580. —ÚTBREIBIÐ ALÞÝÐUBLABIÐ ÉG BÝST VARLA VIÐ ÞVÍ a» blöðin fari að taka þátt í þessum kosningabardaga. Þau hafa nóg að- gerá í þessum sífellda kosninga- slag, og svo eru víst allir pólitísk- ir flokkar þrælklofnir „þvers og kruss“ í kirkjulegum málum og þá einnig til umsækjendanna. Stundum hafa prestskosningar orðið hatrammar og er nú að sjá. hvað við Reykvíkingar getum orðið æstir í þessum málum. Á LAUGARDAG var 1. vetrar- dagur. Af því tilefni hefir M. G. skrifað mér nokkuð langt bréf. ÞvC miður get ég ekki birt það allt, ém. tek hér kafla úr því: „Mér dettur í hug að senda þér línu núna um veturnæturnar, eins og ég gerði f fyrra, og minnast svilítið á sum- •arið, sem nú er að kveðja okkur. Sumar þetta var all ólíkt sumrinu 1939, sem var eitthvert sólríkasta sumar, er menn mundu. Aftur á; móti var síðastliðið sumar eitt hið mesta rosasumar, er við munum hér sunnanlands. Ef að rofaði til dag og dag svo að sá almenniiega til sólar, þá var oftást komin rign- ing aftur fyrir naésta dag. Þegar- svona viðrar verða margir fyrír vonbrigðum, sem ætla að skemmta sér úti í náttúrunni, og hafa víst mörg vonbrigði orðið í sumár út af veðráttunni." ■■ j C' ’ ; „ÞAÐ, SEM MINNISSTÆÐAST mun verða talið frá sumri þessu,. verður án efa innrás brezka setu- liðsins. Sá .viðburður inun verða mikið söguatriði, hvernig sem alltr fer. En það er nú sjálfsagt ótíma- bært ennþá að skrifa mikið um það, en það getur varla talizt mik- ið brot þó að ég minnist eitlhvað- á það hér. „Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott,“ segir máltækið, og hefir það sann- ast í sambandi við hernám Breta hér. Á ég þar við atvinnuna, sem þeir hafa veitt reykvíkskum og hafnfirzkum verkamönnum ogi fleirum.-‘ • •• • ■ ' , „ÝMSIR YERKAMENN hafa haft laun nú um alllangan tíma,. sem nálgast hafa embættísmanna- laun, og eru verkamenn óvanir slíku, en þeir hafa að vísu orðiA að leggja á sig lengri vinnutíma en embættismennirnir, og má þaS-' varla minna vera. Það hafa marg- ir keppt eftir að komast í Breta- vinnuna og hefir oft verið mikil’ þröng við vinnustaði Bretanna- þegar vinna hefir verið í vændurrr þar. Var sagt að Bretar hefðu furðað sig á því í íyrstu, hvað: mikið var hér af atvinnulausum mönnum, og þeir hefðu spurt: „Á hverju lifði þessi hungraði lýður áður en við komum?“ Þeir hafa þá fundið til þess, að þeir voru bjargvættir okkar í fleiru en að vernda okkur fyrir Þjóðverjum! Er vonandi að ekkert stafi lakara af hernámi Breta en enn er komið' í ljós; megum við þá allvel við una. Að vísu hefir maður fundið frelsi sitt vera nokkuð skert. T. d. sá ég það í sumar, að menn máttu ekki láta sjá sig með myndavél„ þó ófullkomin væri, hér á sumunr stöðum. Varð mér þá ljóst, að hér var ófrelsi komið, meira en hefir verið að undanförnu. En þrátt fyr- ir allt hefi ég trú á því, að Bretar skilji vel við okkur.“ Hannes á horninu. SKOLAFÖTIN FATABUÐINNI. Taubúiasala. Laugaveg 35. Kápubúðiru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.