Alþýðublaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓV. 1940. xx>ooooooooo< Guirðfir Orkester-hllónleikar Tóaiistarfélagsins. afbragðs góðar. Eyrarbakkakartöflur. Harðfiskur. Riklingur. Ostar. — Smjör. BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678 Tiariiarbiíöin Sími 3570. xx>oooooooooc Ávalt úrval af: DILKAKJÖTI, NAUTAKJÖTI, HANGIKJÖTI, SVIÐUM. Ennfremur allskonar ÁLEGG. Jóss MatMesem Símar: 9101 — 9102. Uppiioð. öpiiibert uppboð verður hald- ið við Arnarhvol mánudaginn 4. nóv. næstkomandi kl. 2 e. h. og verða þar seld búsgögn, org- el, útvarpstæki, myndir og mál- verk og 700 cintök af ísl. Viki- vakalögum. Þá verða og seld einkaleyfi úr dánarbúi Guðm. Jónssonar vélfræðings og loks 1200 kr. víxill, útg. af Sveini Jónssyni, Óðinsgötu 24 A, og samþ. af Steingrími Stefánssyni. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK. Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morg- un kl. 10 síðdegis. Flutningi veitt móttaka til kl. 6. HLJÓMLEIKAR pessir voru helgaðir slafneskri tónlist einni siaman og voru um leið -af- mælishátíð Hljómsveitar Reykja- víkur, sem nú getur Litið yfir 15 ára starf, og gáfu þeir gott yfirlit yfir framfarir þær, sem orðið hefir síðan Hljómsveitin hóf stiarfsemi sína. Fyrst á efnisskránni var „Sere- nade“ fyrir strokhljómsveit eftir rússneska tónskáldið Tsoaikow- sky, op. 48, sem fyrir nokkrum árum var leikin hér, og. var mik- ill ávinningur að heyra þetta „in- spireraða" verk. aftiur. Fyrsti kai'L inn, sem virtist hafa orðið Grieg efíirminnilegiur í lýriskri svítu hans fyrir strokhljómsveit, var með hin'um jmnnskipaöa strengjaflokk vel borinn uppi af J'.riiftugum „cantilene“-tón fyrra temasins í vel afmarkaðri andstöðu við síð- ara temaið, sem mótað er með sveiflandi léttileik musikantiskrar handar. Hinir kaflarnir allir bera á sér ákvetjin einkenni slafnesks Upprunia, tíginmannleg músík- gleði og djúphuguil söknuiðiur skiftiast á, og verkið endar með rússnesku dansstefi í einföldum en athyglisverðum búningi, sem breytir snögglega um yfirbragð, er „pizzicato" strengjanna undir- býr hið sönigrænia, ákaflynda hliðartema. Hinir slafnesku dansar Dvoraks hvíla á öðrum stöplum. Stuttar tónhendinigar eru hér skeyttar saman með tiibreytilegum hætti, eins og blaðað væri í myndabök, þar sem hver myndin rekur aðra. Dansarnir sýna stundum greini- leg áhrif þýzkriar tónlistar, „Land- ler“-lög Schuberts og hljómsam- bönd Brahms stinga upp koll- inuim, og skyldleikians við Rússa verður einnig vart (Nussknaöker- svíta Tschaikowskys). En hug- kvæmni Dvoraks er þó engan veg inn bundin við erlendar fyrir- myndir eingöngu, því hann er fyrst og fremst jrjóðlegur Tékki, sem ritiar söigu sinnar eigin þjoð- ar á snjallan og skemmtilegan hátt. En þó hefði verið æskilegra að kynnast original-verkum hans fyrir orkester og lofa fjórhentu dönsunum fyrir píanó að bvíla sig, því þar er úr nógu að velja. Báða þessa höfunda kynnti Dr. Urbiantschitsch með látlausri og eðiilegri túlkun, sem laus var við allar ýkjur; þó hefði hann mátt leggja öllu mieiri geðríki í skiln- ing sinn á Tschiaikowsky og brýna uppfærendurnia hvassar, enda þótt hljömsveitin sé ©nn á -geligjuskeiöi og eigi enn margt eftir ólært. Mitt x rarnrna þess-ara verka stóð píanókonsert Chopins í f- moll, og er þ-að fyrsti róman- tíski píanó-konsertinn, sem flutt- lur er hér á 1-andi. Orkesterpartur hans er að vísu ekki viðamikill, enda hafa ýmsir tónfræðingar reynt að end.urbæta hann ogauka s uðning hans við sóló-hljóðfærið, exx hann er þjáll og fíngerður og eykur heildarsvipinn. Árni Kristjánsson lék . sólóhlutverkið með slípaðri leikni og undurþýðu anslagi eins og bezt hæfir Cho- pin, sem afsalar sér Jaetjulegum tilþrifum og magnaðri hljóm- kyngi. Það má því segja að yrkja verði um verk hinna dreymnu tiöfunda í hv-ert skifti, og gerði Árni þ-essu höfuðatri-ði ágæt skil, og kom þ.að ixv-að bezt fram í Lar-ghetto-kaf 1-anum. Dr. Urbants- chitsch var Árna samhentur í að setja samfelldan svip á verkið og stjórnaði hljömsveitmni af ó- skeikuilli nákvæmni. IJndiríektir voru ájgsétiár í hinu þéttskipaða hús-i og varð að end- urtaka síðasta iið efnisstkrárinna-r. H. H. Tilkyiiaingíráátgðfi fMagiou Landfláma. STOFNUN útgáfufélagsins Landnáma befir þegair vak- ið' mestu athygii. Pjöl-di manna fagn-ar því a-ð eiga kost jafn glæsilegrar útgáfu. Sýna undir- tektirnar fyrst og Sfremst, hve sterk eru ít-ök Gunnars Gunnars- Eomar í hugum íslendinga. | Men-n eru þakklátir þeim sam- tökuim, sem hér hafa v-erið mynd- luð tiil þess að sýna þessu stór- skáidi íslen-dinga v-erðuigan sóma. Hafa stjórn félagsins þegar bor- ist sv-ör frá fjölda af þeim rnönn- uim-, sem boðið heifir verið að ger- ast félagiar í Land-námu og þar með einu eigendumir að heild- arútgáfunni á ritum Gunnars. Ennþá eru þó óko-min svör frá allmörgum, sem vér teljum vís-t að viiji verða féiagsmenn, en bíða aðeins eftir því að ko-m'ið sé til þejrra. Vér getum nú tilfeynnt þeiimi, að næstu daga eiga þeir vo-n á heimsófen stúikna, er sækja til þ-eirra* sv-ör við boðs- bréfi útgáfúráðs Landnámu, og vænturn vér þ-ess, a-ð -menn þurfi ekki lenígu-r að hlugisa sig um, áðuir en þeiir ger-ast féla-gslm-enn. Viijiuimi vér sem fyrst geta séð, hvað þáttta-kan verðUr mikil, svo að ha;gt sé að hefjast harnd-a og Un-dirbúa pirentun fyrstabiníd- isins, sem- verður Skip heiðríkj- unnar úr æfis-ögufloilíkmim „Kinlcj-an á fjallinu". ÖllUim- er en-n frjáls að-gangur í fél-agið, og þui’-fa menn ekfei ann- að en snú,a s-ér till stjórniar fé- lagsins eöa senda inntöfeubeiðni í pósthiólf 575 (Andrés G. Þorm- ar).. Stjórn Liandnámu. Tvísettur klæðaskápur ósk- ast til kaups. Sími 5691. Þúsundir vita, að gæfa' fylgir trúlofunarhringum frá Sigur þór, Hafnarstræti 4. Auglýsið í Alþýðublaðinu. .-.......UM DAGINN OG VEGINN------------------------------. i ► i ► i ► I Mönnum leiðist í aðgerðarleysinu og vilja fá að berjast á einhvern , | háít, Krossgáta handa lesendum mínum. Bréf frá fullhuga. Kola- í verðið. Dýrt vatn. Varaþulurinn. i ‘ i í * í —-------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ——— NÚ ER' VÍGÖLD og vargöld og þeir, sem ekki taka þátt í orustum, en sitja á höndum sér heima og heyra orustugnýinn og lesa fréttirnar fá í sig svolítinn bardagahug. Þeir verða eitthvað að gera, eitthvað, sem „kraumar“ að, jafnvel þó að enginn viti um það nema þeir sjálfir. Þeir allra huguðustu tala af hita um hern- aðinn eða skrifa mér og öðrum samnefnurum . almenningsálitsins bréf, æsingabréf, dularfull bréf, eða hótunarbréf, en það gera að- eins þeir allra hugrökkustu. BRÉFIN MÍN um svona lagað hafa öll farið í bréfakörfuna. Ég hef ekkert hótunarbréf fengið, — enda lítil ástæða til, og er það bölvað, að enginn skuli líta á mann sem hættulegan andstæðing, en það verður maður jafnvel að sætta sig við! En eitt af þessum skrítnu bréfum, er ég að hugsa um að lofa ykkur að sjá. Það er dálítið skrítið og er ég í dálitlum vafa um það, hvort ég hef í raun og veru átt að fá það. Virðist jafn- vel svo, að bréfritarinn hafi ver- ið að skrifa öðrum fullliuga, skri-f- að mér um leið — og bréfin síðan víxlast á leiðinni í umslögin, enda minnist hann á það, að hann ætli að skrifa mér. En slíkt bréf hef ég alls ekki fengið og auglýsi ég hér- með eftir því. / BRÉFIÐ er með ailskonar dul- máli og ýmiskonar útflúri. Virð- ist bréfritarinn vera ungur maður, sem kann illa aðgerðaleysinu, eða þá að hann sé skáld og sé hann að stæla sérstakan hugsunarhátt, sem mun vera til. Hérna er bréfið: „Nr. 17 1. JAXO, XX/IV ’40. LIFI FÁNI VOR! Ég sendi þér lauslegt afrit, sem þú getur áttað þig á. Ýmsar þýðingarmiklar upp- lýsingar hef ég fengið og koma þær yfir CII. og HVI. (ísafj. með reglulegu CANTRE. Nú höfum við komið út þýðing- armiklum upplýsingum, sem verða ómetanlegar fyrir þá. Við sendum á CORTE og á þeim tíma sem ,,þá“ grunar sízt, en búast má við, að ,,þeir“ heyri, en það gerir ekkert, málið, sem við notum, er öruggt. Ég veit, að þú hefir hlustað — en það sem þú sendir, sem af- rit, er ekki fyllilega rétt, sem þú líka býst við, því við sleppum milli SAX úr, og er ekki von, að þú náir því og það ruglar ,,hina.“ Við náðum CASTE úr „Esju;“ erum við búnir að prófa dál. af því og. reyndist vel til að halda sambandi við Syracuse N.Y. U.S.A. Minnstar öldulengdir eru langbeztur. Sambandið við LANO Þ.landi er alveg Ijómandi yfir þær báðar. Þeir senda okkur hjartan- legar kveðjur fyrir dugnaðinn. Við munum fá meiri peninga að vest- an, meðan opið er og undir sama yfirskini. Við förum mjög gætilega og þótt einn hyrfi, gerir það ekki neitt, sem gerir rothögg, en samt væri það þungt áfall. Eg vona, að þetta skipulag okkar sé svo sterkt, að engin hætta sé á ferðum. En ef illa færi, þá verður að einangra hina, sem eftir verða, enn betur. Enn sá, sem fellur, verður að haga sér eins og VGRÚN — RAXPT — VA.APX — XOWAP. — Lestu með lykli C þessi orð og taktu 3. staf og settu saman og- þýddu svo. Við græddum á „Esju“ éins og ég hafði hugsað mér; var það ómet- anlegt. Þeir fengu það í Trond- hjem og gátu lokið við það þar; því þess vegna varð dvölin svona löng þar, því ekki var rétt að láía það fara yfir Finnland. Nú vita þeir um afdrií 3-menninganna. Hefnd! hefnd! Djöíulleg hefnd skal koma fyrir það! Hefnd á hin úrkynjuðu villidýr! Bóksalinn verður ekki tekinn af núna, en undan kemst hann ekki; örlög hans verða hroðaleg. Ýmsir starfs- menn við Alþýðubl. verða að fá djöfullega meðferð, því þeir eru villidýr í djöfulsmynd. ,,Viljinn“ er góður. Við höfum 'bætt nýjum óvinum á dauðalistann. Ég hefi hugsað mér marga djöfullega refs- ingu handa óvinum íslands, vors ástkæra föðurlands. Ég ætla að skrifa „Hannesi á horninu“ núna og tala um ,,Esju“' og vita um tóninn. Ég skrifa þá undir gervinafni. (Guðm. Sumar- liðason, Bergþ. 12 Rvk.) eða svol. Með ásetrlingi skrifa ég svona hönd, ef illa tækist til og bréfið væri rifið upp. Eg endurtek það, ,að eiginhandarskrift nota ég ekki og í þínum bréfum máttu ekki nefna mannanöfn okkar innan þrengsta hrings! Lifi Foringinn! íslandi allt! (Skrifa næst yfir ,,AVO“ G. O.). JAXO: G. Q.“ (hakakrossmerki). ÉG SKIL EKKI eitt einasta orð í þessu fagmáli, og má vel vera, að einhverjir skilji þau, ef þau eru þá nokkur fagorð, en bara tilbún- ingur þessa grínagtuga bréfritara. Þó að ég birti þetta bréf, þá vil ég taka það fram, að fleiri slík birti ég ekki. Þetta er aðeins svo- lítil krossgáta handa ykkur, vinir mínir, til að glíma við í kvöld. GAMALL * BORGARI skrifar mér þetta: „Mér liggur tvent á hjarta, sem ég vil minnast á við þig. Það er fyrst kolaverðið. Viltu reyna að upplýsa eftirfarandi at- riði: Er ríkisstjórnin fyrst og: fremst verndari kolakaupmann- anna? Eiga þeir að féfletta neyt- endurna takmarkalaust? Hvers vegna þokast kolin ekki niður eins og þau síhækkuðu í fyrra, þegar nú er leikur einn að fá ódýrari kol til verðjöínunar? Og svo er annað. Hvaða vit er í að leyft sé að selja kol eftir vigl: í rigningatíð? Hér var komið til mín með % tonn af kolum í votviðrinu á dögunum. Pokarnir voru hálfir, og kola- mennirnir sögðu mér hréinskiln- islega, að mér væri hér með selt mikið af íslenzku vatni á 134 kr. tonnið! Sömu kol eru keypt þar í Englandi fyrir lágt verð. Hvaða vit er í þessu? Er ekki nóg, að við neytendur borgum álagninguna, sem er vitanlega rífleg, þó að við borgum ekki vatn og snjó? Hvers vegna eru kol ekki seld eftir máli (fyrii’ferð) eða þur úr húsi? Ættu bændur að bleyta ullina, áður en þeir leggja hana inn?“ „ÞÁ ER ÞAÐ ríkisútvarpið. Þessi nýi varaþulur er óþolandi. Það er móðgun við hlustendur að bjóða þeim slíkt. Mér er sagt, að um 40 menn hafi sótt um þular- starfið. Margir þeirra voru víst gæddir góðum röddum. Af hverju heyrast aldrei raddir beztu upp- lesara ■ þjóðarinnar í útvarpinu? Hvers vegna er t. d. Jón frá Kald- aðarnesi aldrei látinn lesa upp eáa Sigurður Skúlason magister, sem líklega hefir einhverja viðkunn- anlegustu rödd, sem heyrzt hefir hér í útvarp, og auk þess les af meiri skilningi en við eigum að venjast oftast. Af hverju er vilji og smekkur hlustendanna hunds- aður, rétt eins og við værum í Rússlandi eða Þýzkalandi? Af hverju er frú Elinborg, ekki látin lesa úr sínu merka riti „Föru- mönnum". Iíannes á horninu. Guðspekifélagar! Septímufundur í kvöld kl. 8.30. P. Branton: Yoga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.