Alþýðublaðið - 04.11.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.11.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGDR Bókin er ÞÝD eftir 11 Bókin er DAR S0GU neimsfræga höfunda. MÁNUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Um daginn og veginn (Jón Eyþórsson). 20.50 Hljómplötur: Valsar. 21,00 Bjndindisþáttur: Launsala og brugg (Friðrik Á. Brekkan áfengismálaráðu- nautur). 21,20 Útvarpshljómsveitin: Norsk alþýðulög. Einsöngur (Ein- ar Sturluson): a) Jón Lax- dal: Sólskríkjan. b) Þork. Þork.: Fýkur yfir hæðir. c) Eyþór Stef.: Lindin. d) Sig- valdi Kaldalóns: Vorvindar. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Hetjur strandgæzlunnar heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir. Aðalhlutverkin leika Ran- dolph Smith, Frances Dee, Ralph Bellamy og Walter Connolly. Hallbjörg Bjarnadóttir heldur nætur-jazzhljómleika næstkomandi miðvikudagskvöld kl. IIV2 í Gamla Bíó. Tvífari dýrlingsins heitir leynilögreglumynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkin leika George Sanders og Bela Lugosi. Dr. Símon Ágústsson flytur háskólafyrirlestur á morgun kl. 6 í 3. kennslustofu. Efni: Sefjun. 60 ára verður á morgun Herdís Eiríks- dóttir frá Önundarfirði, nú til heimilis á Haðarstíg 15. F.U.J. Aðaifundur félagsins er íkvöld -kl. 8,30 í Kauppingssalnum íEim- skipafélagshúsinu. Knáttspyrnufélagið Fram. Handknattleiksæfing þriðju- daginn 5. nóv. kl. 9Ú2 e .h. í Austurbæjarskólanum. Mætið stundvíslega. — ^tjórnin. BRÉFÁSKIPTI Frh. af 1. síðu. lagsins ákveður Sambandsstjórn að tilkynna stjórn félagsins, að Sambandsstjórn hafi ekkert um- boð til þess að gera neina alls- herjiarsamninga, auk þess sem sambandsþing er nú að kortíi saman og væntanlega tekur til athugunar samninga um kaup og kjör. Hins vegar telur Sambands- stjórn rétt að fela framkvæmda- stjóra og erindreka að afla nán- ari upplýsiniga um það frá Vinnu- veitendafélaginu, hvað fyrir því vaki í þessu máli“. Samkvæmt ofanrituðu leyfum vér oss að óska þess, að þér í 'samráði við franikvæmdastjóra vorn ákveðið umræðufund um málið.“ Af báðum þessum bréfum er Ijóst, að ummæli „Þjóðviljans" um það, að foirseti Alþýðusam- bandsins og formiaður Vinnuveit- endiafélagsins ætli sér að semja um kauþ og kjiör verkanranna, eru tilhæfulaus irneð öllu. Síjórn Alþýðusambandsins lýsir því beinlínis yfir í bréfi sinu, að hún hafi alls ekkert umboð til slíks, enda sé sambandsþing að koma saman og muni það taka á- kvarðanir um þessi mál. Hins vegar er mjög'skiljanlegt, að koimmúnistar hugsi sér til þreyfinjgs í siamibanidi við væntar,- legair launadeilur. í þeirn munu koimmúnistar hafa sama hlutverk og alltaf áður, að vinna að sundr- unigu verkalýðsins, þegar hoinurn ríður mest á því, að standa sam- an. Nýung waiidiigton's FIMM LITA SPIL FÁST í ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur annað kvöld kl .8. 1. Inntaka nýliða. 2. Skýrslur embættis- manna. 3. Vígsla embættis- manna. 4. Erindi: séra Jakob Jónsson. 5. 40 ára starfsafmæli hr. Péturs Zophoníassonar í stúkunni minnst. ST. ÍÞAKA. Fundur annað kvöld kl. 8V2. Koisning og vígsla em- bættismanna 0. fl. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands. IFsmdiir KOSNING Á SAHBANDS- ÞING. (Frh. af 1. s.) gær. Kosnir voru: Sveinbjörn Oddsson, Hálfdán Sveinsson, Torfi Hjartarson og Guðmundur Kr. Ólafsson. A1 þýðuf lokksf éiag Akraness kaus ennfremur í gær fulltrúa sinn, Theobald Ólafsson. Nokfemi börn eða unglinga með góða söngrödd vantar. Sími 3749. í kvöld 4. nóv. kl. 8V2 í Odd- fellowhúsinu. 1. Mörg mjög áríðandi félags- mál. * 2. Erindi flutt: Séra Jakob Jónsson. Fjölmennið. STJÓRNIN. i Auglýsið í Alþýðublaðinu. SGAILA BIOB Tvífari ílýrlintjsins. Afar spennandi og dular- full leynilögreglumynd, eftir Leslie Carteries. Að- alhlutverkin leika: George Sanders og Bela Lugosi. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ckki aðgang. I ISi f’HYJA BIO Hetjudáðir Ameríksk kvikmynd frá Columbia film um hreysti og hetjudáðir ameríkskra björgunarliðsmanna. Að- alhlutverkið leikur RALPH BELLAMY. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. 1 kpwan 1940. Forðum í Flosaporti ÁSTA bT'nc ú'rc Á tp a Sýning í kvöld Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími Lækkað verð eftir kl. 3. Innilegt hjartans þakklæti viljum við votta öllum þeim mörgu, sem um langt skeið hafa sýnt Valgerði Guðmundsdóttur frá Káraneskoti í Kjós, síðar í Brennu, Bergstaðastræti 12, sam- úð og vinarhug í hennar háu elli og nú síðast við fráfall hennar og jarðarför. w Guð blessi ykkur öll. Vandamenn. BWifil imilii' immiiiiimi Bollapðr, 4 tegnndir. Matardiskar, djúpir og grunnir — Mjólkurkönnur — Ávaxaskálar, stórar og litlar — Bprðhnífar ryðfríir. NÝKOMIÐ. K. Einarsson & Björnsson 22. THEODORE DREISER: ■ JENNIE GERHARDT í kvöld hafið þér gert hrapaleg mistök. Ég vona að þér skiljið það seinna. Góða nótt. Hann hneigði sig og gekk út. Gerhardt skellti aftur hurðinni. — Nú skulum við sjá, sagði hann og sneri sér að konu sinni og dóttur, — hvort við erum laus við hann eða ekki. Ég skal venja þig af að rápa úti á kvöldin, eftir að nágrann- arnir eru farnir að tala um það. Fleiri orðaskipti urðu ekki að þessu sinni, en svip- ur heimilisfólksins bar vott um innibyrgðar tilfinn- ingar og í marga daga var fátt talað á heimilinu. Gerhardt fór að hugsa um, að hann hefði fengið stöðu sína fyrir milligöngu öldungaráðsmannsins, og hann ákvað að segja upp starfinu. Hann bannaði konu sinni að þvo þvott öldungaráðsmannsins. Þegar öldungaráðsmaðurinn fór heim til sín um kvöldið, var hann mjög hneykslaður á framkomu Gerhardts. Honum fannst það langt fyrir neðan virðingu sína, að fólk talaði um sig á þennan hátt. Hann hafði ekki hugmynd um, hvernig hann ætti að haga sér í þessu máli, og hann hugsaði um það í marga daga, án þess hann gæti tekið nokkra ákvörð- un. Svo var hann kvaddur til Washington, og hann fór án þess að hafa talað við Jennie. Um þessar mundir átti Gerhardtsfjölskyldan við mikla erfiðleika að stríða. Fátæktin var mikil, en Gerhardt gat vel þolað fátæktina, ef hann þurfti ekki að láta sóma sinn. En reikningarnir komu frá kaupmönnunum, og föt barnanna slitnuðu. Þau uröu að spara, og ekki var hægt að borga af reikn- ingunum. Svo kom að því að veðið út á húsið féll í gjald- daga. Kaupmennirnir mættu Gerhardt á götu og spurðu hann, hvort hann gæti ekki borgað skuld- ina. Hann sagði þeim hreinskilnislega, hvernig væri ástatt fyrir sér, en hann skyldi gera allt, sem hann gæti. En örbirgðin og mótlætið gerði hann sljóan. Á daginn, þegar hann átti að sofa, gekk hann út og reyndi að útvega sér aðra vinnu, eða aukavinnu. Frú Gerhardt sagði, að á þennan hátt gengi hann fram af sér. Hann yrði að sofa á hvíldartíma sín- um. En hann sagði, að hann mætti til að reyna að vinna fyrir heimilinu. — Þegar menn stöðva mig á götunni og heimta af mér peninga, þá hefi ég engan tíma til að sofa, sagði hann. Þau áttu öll mjög erfitt. En ein ógæfan býður oftast annarri heim. Se- bastian lenti í fangelsi. Það var kolaþjófnaðurinn, sem honum varð að lokum hált á. Kvöld nokkurt hafði hann klifrað upp á vöruvagn, en Jennie og systkini hennar biðu niðri. Þá kom leynilögreglumaður og tók hann fastan. Síðustu tvö árin hafði verið stolið óvenjumiklu af kolum. En meðan kolaþjófnaðurinn var nokkurn- veginn í hófi skipti járnbrautarfélagið sér ekki af því. En þegar kolakaupmennirnir. sögðu, að af vögn- unum, sem áttu að fara til Pennsylvaníu, hyrfu mörg þúsund pund, ákvað félagið að senda leyni- lögreglumann af stað. Börn Gerhardts voru ekki þau einu, sem hnupluðu kolum. Það voru fleiri fjöl- skyldur — fjöldamaragr fjölskyldur —, sem útveg- uðu sér eldsneyti á þennan hátt. En tilviljunin hag- aði því svo, að það var Sebastian einn, sem réttvísin klófesti. — Komið yður ofan af vagninum, sagði leyni- lögreglumaðurinn um leið og hann gekk fram úr fylgsni sínu. Jennie og systkini hennar fleygðu frá sér ílátunum og flýðu. Sebastian datt fyrst í hug að stökkva ofan af vagninum og flýja. En þegar hann ætlaði að þjóta af stað, greip lögreglumaðurinn, í hálsmálið á honum. — Kyrrir, hrópaði hann. — Ég tek yður fastan. — Sleppið mér, hrópaði Sebastian. Hann var alls ekki huglaus, en hann var ákveðinn í því að reyna að losna. Honum var vel Ijóst, að hann var nú í vanda staddur. — Sleppið mér, se^i ég, endurtók hann og hnykkti á, svo að leynilögreglumaðurinn var nærri því olt- inn um koll. — Komið með mér, sagði leynilögreglumaðurinn og tók sökudólginn þrælataki. Sebastian stökk ofan af vagninum og sló leynilög- reglumanninn, svo að hann reikaði. Þeir flugust á enn um stund, en þá kom maður að og hjálpaði leynilögreglumanninum. Þeir fóru með hann á næstu lögreglustöð og skildu hann eftir í vörzlu varðstjórans. Sebastian var lokaður inni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.