Alþýðublaðið - 06.11.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.11.1940, Blaðsíða 1
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON tJTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGBR MIÐVIKUDAGUR 6. NOV. 1940 m TÖLUBLAÐ Endnrkosning Roosevelts er nú talin viss. Var búinn að fá 20,5 miiljénir atkvæða, þegar síðast fréttist, Willkie ekki nema 16,5 millj. -----♦----- ÞÆR FRÉTTIR, sem þegar hafa borizt af úrslitum forseta- kosningarinnar í Bandaríkjunum, sýna svo mikinn meirihluta ReoseveEts, aS enginn efi er lengur tálinn á því, að hann hafi verið endurkosinn. begar síðustu fréttirnar bárust, eftir hádegið í dag, var Roosevelt búinn að fá 20,5 milljónir atkvæða, og WiBBkie 16,5 miiljónir. En þá var enn eftir að telja upp einn þriðja hluta atkvæðanna. RooseveltímeirihlutaiNewYork Pennsylvaniu og Kaliforníu. Þegar þessar fréttir bárust var Roosevelt í meirihluta í ríkjum, sem hafa samtals 421 kjörmann, Willkié hins- vegar í ríkjum sem hafa 110 kjörmenn. En kosningunni er þannig háttað, að kjósendurnir greiða atkvæði um kjörmenn, sem síðan kjósa forsetann. Roosevelt er í meirihluta í flestum fjölmennustu ríkj- unum, þar á meðal í New York, Pennsylvaníu og Kali- forníu. Það vekur mikla eftirtekt, að hann er einnig í meirihluta í átthagaríki Willkies, Indíana. Roosevelt. Samtímis forsetakosningunni fóru, eins og venjulega, fram kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins og á einum þriðja hluta öldungadeildar- Farmgjöldin og dýrtíðin: Ólafar Thors hindrar eft- iriit með farmgiðldnnnm. ¥11! Sjálfstæflisflokkvarinai ekki vinna á naéti dýrtiðinni? innar. Af þeim úrslitum, sem þegar eru kunn úr þeim kosn- ingum, er talið sýnt, að flokk- ur Roosevelts, demókratar, haldi öruggum meirihluta í ^ háðum þingdeildum. Þegar síð- ustu fréttir bárust, voru þeir búnir að'fá 168 sæti í fulltrúa- deildinni, en flokkur Willkies, repúblíkanar, ekki nema 65. I öldungadeildinni höfðu demó- kratar bætt við sig 9 sætum. illlr eitt eftir Arslitin! Bandaríkjamenn biðu fyrst'u fregnanna af kosningaúrslitunum með ógurlegum spenningi í gær- kveldi og nótt, og múgur og margmenni safnaðist saman á Frh. á 2. síðu. RÍKISSTJÓRNIN ræðir stöðugt um hina Vax- andi dýrtíð og ráðstafanir gegn henni. Lítið virðist þó verða úr já- kvæðum framkvæmdum og lít- ur helzt út fyrir, að innan rík- isstjórnarinnar séu öfl, sem vinna ákveðið gegn því að við- eigandi hömlur séu settar gegn dýrtíðarkapphlaupinu. Tíminn, sem út kom í gær, skýrir frá því, að á fundi rík- isstjórnarinnar 1. þessa mánað- ar hafi þessi mál meðal annars verið rædd og þá sérstaklega um að sett yrðu bráðabirgðalög um eftirlit með farmgjöldum. Eins og lesendum Alþýðu- blaðsins er kunnugt, ritaði Sig- urgeir Sigurjónsson lögfræð- ingur grein hér í blaðið ný- lega, en hann er fulltrúi Al- þýðuflokksins í verðlagsnexnd, um þessi mál og benti á þá stað- reynd, að hin gífurlega háu farmgjöld ættu ekki minnsta þáttinn í hinni ört vaxandi dýr- tíð. Taldi hann nauðsynlegt að setja hömlur gegn því, að farm- gjöld færu aðeins eftir geðþótta^ eimskipafélaganna. En Ólafur Thors atvinnu- Frh. á 2. síðu. Willkie. Roosevelt verður kyrr í „hvíta húsinu“, forsetabústaðnum í Washington. Ræða ChurchilBs i gær: Bretar viðbfinir að berjast 1943 og 1944, e! pörf krefur Aðstaða þeirra í austurhluta Miðjarðar^ hafs hefir batnað, en þá vantar stöðvar á írlandi í baráttunni gegn kafbátunum. T YFIRLITSRÆÐU UM STRÍÐIÐ, sem Churchill flutti í brezka þinginu í gær, sagði hann, að Bretar yrðu að miða ráðstafanir sínar nú við þann möguleika, að þeir þyrftu að halda uppi miklum herflutningum á árunum 1943 og 1944, ef svo skyldi fara, „að viðnámsþróttur óvinanna hefði verið brotinn á bak aftur íyrir þann tíma.“ ■ Churchill sagði, að kaupskipa floti Breta væri enn hér um bil jafnstór og hann hefði verið í stríðsbyrjun, og auk þess hefðu þeir til afnota kaupskipa- flota margra annarra þjóða. En þeir yrðu að vera við því hún- ir, að hert yrði á kafbátahern- aðinum á næsta ári, og það væri nauðsynlegt, að búa sig undir að geta mætt honum. Churchill gat þess, að fyrir Breta væri ákaflega mikið und- ir því komið, að þeir hefðu hafnir til afnota á vesturströnd írlands í baráttunni við kafbát- ana og var tekið sterklega undir það af öðrum þingmönnum. En eins og kunnugt er, hafa írar hingað til haldið fast við hlut- leysi sitt og ekki viljað veita Bretum neinar siíkar bæki- stöðvar á ströndum Irlands. Loftfirásirnat. Churchill benti á það, að veru- lega væri farið að draga úr loft- árásum Þjóðverja á England og borgir Englands stæðu enn, þrátt fyrir þá hótun Hitlers, að þær skyldu verða jafnaðar við jörðu. Forsætisráðherrann sagði, að samtals hefðu 14 000 rnanns beð- ið bana í loftárásunum á Eng- land siðan þær hófust, og 20000 særzt, þar af um fjórir fimmtu í London. En mjög mikill munur væri orðinn á manntjóninu nú og það hefði verið fyrstu .vikur hinna æðisgengnu loftárása. í fyrstu vikunni af september hefðu 6000 manns beðið bana, en í síðustu vikunni af október ekki nema 2000. Churchill sagði, að Bretar nálg- uðust nú óðum það takmark, að verða yfirsterkari í loftinu, en það væri fyrsta skilyrðið fyrir sigri þeirra í stríðinu. I vetur yrðu Bretar enn að gera það að kjörorði sínu, sem einn verka- maður hefði sagt við sig: „Það er allt ágætt, ef við linumst ekki.“ En næsta vetur yrðu þeir að taka upp allt annað kjöTorð. í sambandi við arás Itala á Frh. á 2. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.