Alþýðublaðið - 08.11.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 8. NÓV. 1940. ALÞÝÐUBLAÐiÐ i Sokiii sivaxandl ekln á skiftimynt skorar Sjúkrasamlagið á með- limi sína að hafa með sér smápeninga, er peir greiða iðgjöld sín. Sjifcrasaaiag Reykjavfkar. Skrifstofa: Austurstræti 9, Reykjavík. Opið kl. 10—12 og 2—4. Sími 3652. Pósthólf 313. lorgnnblaðið ættl að lita sér nær. livaö hafa kosninsasmalar íhaldsins fyrir útborgun launa i Bretavinnnnni? UT AF umræðunum um á- hrif nazista í Sjálfstæðis- flokknum og daður þessa flokks xíjð nazistana, grípur Mgbl. til þess óyndisúrræðis í morgun, að tyggja upp gamlar kommún- istalygar um að Alþýðublaðið hafi náð undir sig fé, sem Dags- brún hafi borið vegna^greiðslu vinnulauna í Bretavinnunni. í sambandi við þetta segir blaðið, að Dagsbrún hafi sam- ið við atvinnurekendur hér í Rvík um að greiðsla vinnulauna færi fram í skrifstofu hennar og skyldi félagið fá 1 % af upp- hæð kaupsins. Alþýðublaðið spurði formann Dagsbrúnar, Sigurð Halldórs- son, um þetta í morgun, en hann svaraði að Dagsbrún hefði aðeins samið um þetta við at- vinnurekendur í byggingariðn- aðinum og ekki aðra — og Dags brún hefði aldrei fengið einn eyri á þennan hátt! Svo fór um þá sjóferð Mgbl.! Vitanlega eru það algjör ó- sannindi, að Alþýðublaðið hafi haft eða hafi nokkur afskipti af greiðslu vinnulauna í Breta- vinnunni. En vegna rökþrota í málinu sjálfu, sem verið er að ræða um, grípur Mgbl. til þess- arar róglyga Moskóvíta. Væri sæmra fýrir blaðið að athuga afskipti kosningasmala íhaldsins af útborgun vinnu- launanna í Bretavinnunni og tekjur þeirra af þeim, fyrst að blaðið telur það sök hjá ein- stökum mönnum, að hafa af- skipti af greiðslu þessara launa til verkamanna. Og Morgunblaðið hittir aldrei ritstjórn Alþýðublaðsins með slíkri ásökun. Hún hefir engin afskipti haft af greiðslu launanna í Bretavinnunni á einn eða annan hátt, þó að Morgunblaðið sé að dylgja um það í ráðaleysi sínu. SKATTFRELSIÐ Frh. af 1. síðu. útgerðarinnar. Sem stendur er ekki hægt að leggja á útgerð- arfyrirtækin, gróði þeirrajiefir verið svo mikill og óvæntur, að það er siðferðileg skylda út- gerðarmanna að skáka ekki í skjóli laganna með allan þenn- an gróða, heldur leggja fé fram til almenningsþaría eins og aðr- ir. — Ég tel einkar heppilegt að stórútgerðin styðja smáút- gerðina. Hér vantar smábáta- höfn og virðist vel til fallið að nota það fé, sem þannig fengizt, til að byggja smábátahöfn með viðbótarframlögum annarsstað- ar frá. Bjarni Benediktsson og flokk ur hans gat ekki fallizt á að samþykkja þessa tillögu og var henni vísað til bæjarráðs eins og fyrri tillögunni. Leiðrétting. REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 3. þ. m. er skýrt frá tillögum mínum í skatta- og tollanefndinni á eft- irfarandi hátt: „Fulltnii Alþýðuflokksins í skattanefndinni hefir svipað- ar tillögur á prjónunum. Hann vill að vísu einskorða varasjóði útgerðarinnar við það eitt, að þeir fari til nýbygginga á skip- unum. Hann lokar augunum fyrir því, að þegar verðfall af- urðanna dynur yfir, þá verður kaupgjaldið í fullu ósamræmi við afurðaverðið, en miðað við þáverandi dýrtíð. Ef útgerðin hefir ekki varasjóði til þess þá að greiða kaup, sem er í ósam- ræmi við afurðaverðið, þá er hætt við að framleiðsla stöðv- ist, fjöldi sjómanna missi at- vinnu. Þessu gleymir Alþýðu- flokkurinn. Einkennilegt hve þeir sósíalistabroddar hafa get- að orðið tilfinningalitlir fyrir hag hinna vinnandi manna á sjó og landi, síðan fáeinir for- ystumenn flokksins lentu í feit- um embættum." Með því að hér er nokkuð hallað réttu máli, þykir mér rétt að biðja fyrir leiðréttingu, enda þótt annars hafi ekki verið tilætlimin að birta tillög- urnar á þessu stigi málsins. Það er ekki rétt, að tillögur mínar gangi í þá átt að „ein- skorða varasjóði útgeiðarinnar við það eitt, að þeir fari til ný- bygginga á skipunum11, og á- lyktanir Morgunbláðsins út frá þessari forsendu geta því tæp- lega heldur verið réttar. Auk þess, sem. tillögur mín- ar gera ráð fyrir að nýbygg- ingarsjóður útgerðarfyrirtækja njóti verulegra skatta- og út- svarsívilnana, fela þær í sér eftirfarandi tillögur um vara- sjóðina: Helmingur þess ágóða, sem útgerðarfyrirtæki leggja til hliðar í varasjóð, sé undanþeg- inn útsvari. Er þetta algert ný- mæli, því eins og útsvarslög- gjöfin er nú, má leggja fullt út- svar á allt það, sem lágt er í varasjóð. Er hér því um að ræða mikilsverða vernd fyrir útgerðina gegn ósanngjarnri útsvarsálagningu. Auk þess legg ég til, að þriðjungur þess, sem útgerðarfyrirtæki leggja í varasjóð, sé skattfrjáls og er það til viðbótar því, sem lagt er í nýbyggingarsjóð. Vitanlega hefi ég enga ósk látið í ljós um það, að varasjóð- irnir verði ekki notaðir til þess að greiða hinum „vinnandi mönnum á sjó og landi“ hærra kaup en afurðaverðið leyfir þegar. verðfall þeirra dynur yf- ir, eins og Morgunblaðið telur rétt að gera. Að öðru leyti eftirlæt ég les- endum Morgunblaðsins að draga sínar ályktanir af tillög- um mínum og frásögn Morgun- blaðsins af þeim. Jón Blöndal. Leiðréttingu þessa hafði Val- týr Stefánsson lofað að birta í Morgunblaðinu, en eftir margra daga umhugsun er aðeins birt dálítið hrafl úr henni, þar sem m. a. er vandlega þagað um það, sem Mgbl. hafði sagt um tillögurnar. Sýnir þetta siðferð- ishugmyndir ritstjóra Mgbl. um það, hvað sé heiðarleg blaðaménnska? J. Bl. Bóhin nm Wiastoi Chircliil! konii flt. W GÆR kom bók á markað- inn, sem líklegt er að veki mikla athygli, en það er ævi- saga Winston Churchills eftir Lewis Broad. Vafalaust mún mörgum leika forvitni á a'ð kynna sér ævisögu þess manns, sem hefir verið trú- að fyrir því að halda utn 'stjóm- artauma brezka heimsveldisins nú á einhverjum mestu alvörutím- um þess. Um Winston Churehill hefir jafnan staðið mikill styr og ferill hans hinn ævintýraleg- asti. 1 Ármann Halldórsson hefir þýtt bókina ágætlega, en útgefandi er Víkingsprent h.f. Bókarinnar verð ur nánar getið seinna. Vetraríbúðin mín ætlar að verða köld; glugg- ar eru líka fúnir, hafa ekki verið málaðir. Lamir vantar á hurðina Hann Ingjaldur var byrjaður að laga til, en svo fór hann út í veð- ur og vind og sagðist koma bráð- lega aftur, en hann er ekki kom- inn enn fram né aftur. Ef einhver skyldi verða Ingjals var, er hann beðinn að reka hann aftur til mín á Óðinsgötu 17 B. Símanúmer þarf ekki á hann. Ef Ingjaldur kemur og setur á lömina og lagar glugg- ana og kíttar rúður, gæti ég kann- ske haldizt þarna við ef ég fæ tækifæri til að hita plöturnar mínar og ef ég fæ örorkustyrk. Stefán ráðherra, sem er með mér, hefi ég taláð við og er hann nú að athuga málið. Ég fékk læknisvott- orð og,allar græjur í Templó, svo vonandi fæ ég, margskorinn mað- ur og brjóstveikur, eitthvað úr ör- yggissjóðnum. Oddur Sigurgeirs- son, Óðinsgötu 17 B. GUÐSPEKIFÉL AGIÐ! — Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8.30. Ungur fé- lagsmaður flytur erindi: Úr verkum P. Bruntons. xxx>o<x>ooooc< finlrófnr afbragðs góðar. Eyrarbakkakartöflur. Harðfiskur. Riklingur. Ostar. — Smjör. BREKKA Ásvailiagötu 1. Shni 1678 Tjanarbúóin Simi 3570 xxxxx>oooooo< Þúsundir vita, að gæfa fylgir trúlofunarhringum frá Sigun* þór, Hafnarstræti 4. Ávalt úrval af: DILKAKJÖTI, NAUTAKJÖTI, HANGIKJÖTI, SVIÐUM. Ennfremur allskonar ÁLEGG. Jóra Matfeiesen Símar: 9101 — 9102. Peísamoíarar. Farþegar, sem komu með M. s. Esju frá Petsamo og hafæ ekki ennþá greitt fargjöld og. fæði, eru vinsamlega beðnir aö> snúa sér hið fyrsta til skrifstofu Gkipaútgerðar ríkisins. Ensko fataefnin loiii. Dökk, falleg, Fjölbreytt úrval Gnniar 1. Magnússon klæðskeri. Laugav. 12. Simi 5561^ Mýtt Nautakjöt ¥erzlunin Simi 3828 og 4764. Taubútasala. Kápubúðin. Laugaveg 35. góðt.st. Freyja nr. 218 hefst í fiúðtemplarabúsinn í dag kl. @ e.b. BSarfgt góðra mnna, sem @f langt er upp að telja. Ekbert happdrætti. Styðllð gott málefnl og gleðjið sjáifa jémr með því að fJBlmenna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.