Alþýðublaðið - 08.11.1940, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 08.11.1940, Qupperneq 3
---------MÞÝÐUBLAÐIÐ------------------------ Ri-tstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Sfmar: 4ð02: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau AT.ÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN Hvort er betra, brúnn eða rauður? -----♦----- ENGINN athugull maður hef- ir gengið þess dulinn, að allt síðan í vor hafa blöð Sjálf- stæðisflokksins, Vísir og Morgun- blaðið, verið að velta því fyrir sér, hvort væri betra, brúnn eða rauður, hvort þau ættu heldur að miða afstöðu sína við væní- anlegan sigur nazismans eða lýð- ræðisins í því stríði, sem nú stendur yfir. Öll fortíð þessara blaða, að minnsta kosti síðam Hit- ler brauzt til valda á Pýzfcalandi, hefir hvíslað að þeim, að - þau skyldu ekki gefa upp vonina Um sigur nazismans. En margt það, sem skeð hefir siöan í vor, hefir hins vegar fyilt þau efasemdum um, að sá óskadraumur þeirra myndi rætast, og ótta við það, uð lenda að lokum vitlausu megin. Pess vegna hafa þau tvístigið og enga ákveðna afstöðu þorað að taka til ófriðarins fram áþenn an dag, né heldur til þeirra afla, nazisrpans og lýðræðisins, sem þar eigast við, enda þótt allir viti, að þau eru ekki takmörkuð við ófriðarlöndin ein, heldur raun verulega í baráttu Upp á líf og dauða um allan heim. Það hefir komið einhver vonsæl lyfting í Vísi og Morgunblaðið í hvert sinn, sem nazisminn hefir gert nýja útrás og lagt undir sig ný lönd, en dregið neyðarlega niður í þeim að sama skiapi, þegar loka- sigur nazismans hefir þrátt fyrir allt brugðizt, og lýðræðisþ'jóð- imar sýnt hinn ósigrandi lífs- þrótt sinn. 1 afstöðunni til þess, sem ver- ið hefir að gerast hér heima hjá okkur, hafa Sjálfstæðisflokksblöð- in tvístigið á nákvæmlega sama hátt. Annað veifið hafa þau of- sótt Alþýðublaðið fyrir hina á- kveðnu afstöðu þess með lýðræð- isþjóðunum og á móti nazisman- um, sakað það um hlutleysisbnot og undirlægjuhátt við Breta, eins og þýzk nazistablöð eru vön að að gera, þegar þau ætla að þagga niður almenningsálitið á meðal hlutlausra þjöða, og reynt að breiða yfir undirróður nazista- armsins i Sjálfstæðisflokkn- um með því að neita tilveru hans og tala um „nazistagrýlu“ hjá Alþýðublaðinu, þegar það hefir bent á moldvörpustarf þessarar „fimmtu herdeildar“ hér. En hinn sprettinn hafa þau beygt sig og bukkað fyrir 'brezka setulið- inu. afneitað nazismanum, og Vís- ir meira að segja gengið svo 'langt í því, að fyrst eftir að setu- liðið kom hingað í vor var ekki annað sjáanlegt, en iað hann hefði að fullu sagt skilið við sína hálf- nazistisku fortið. En því miðui' váhð það ekki nema skammgóð vit- glóra. Upp á síðkastið hefir engu verið líkara, en að Vísir væri kominn í hreint og beint kapphlaup við kommúnistablað- tð hér í naggi við brezka setu- liðið og níði um Alþýðublaðið, fyrir það, sem hann kallar hlut- leysisbrot þess, „Undirlægjuhátt" og „nazistagrýlu". Alþýðublaðið hefir undanfarna daga nokkrum sinnum gert þetta bakfall Vísis, og raunar eimnig Morgunblaðsins, að umtalsefni og bent á hvernig bæði þessi blöð halda áfram að daðra við naz- ismann' í þeirri augijósu von, að það verði þeim drýgst til fylgis Dg vatda í framtíðinni. Ot af því hafa spunnizt nokkrar umræður, þar sem Sjálfstæðisflokksblöðin hafa að vísu haft lítið fram að færa annað en slagorðið um „naz istagrýluna" í Alþýðublaðinu, en Alþýðublaðið hinsvegar minnt þau á hin og þessi dæmi um nazistískan fréttaflutning og á- róður þeirra og áhrifin, sem hann hefir haft á hina yngri kynslpð Sjálfstæðisflokksins. Enda vantar ekki heldur dæmin um þau í dónalegum árásum á einstaklinga I brezka setuliðinu, leynilegUm útvarp sstöðv’um, Hitlersmyndum inni á heimilum, skemmdarverk- I ‘um og öðrum slíkum afrekum þess lýðs, sem þykist vera að berjast fyrir sjálfstæði okkar gegn hinu brezka setuliði, en er raun- vemlega að kalla á vaxandi í- hlutun þess með athæfi sínu. Bn Vísir er ekkí í vandræðum. I ritstjórnargrein hans í gær er því að vísu ekki lengur haldið fram að aðvaranir Alþýðublaðs- ins gegn nazismanutm í Sjálfstæð- isflokknum sé „grýla“ ein. En hinsvegar hefir hann nú upp- götvað, að „það gæti verið skaÖ- legt“, eins og hann kemst að ^orði, að tala um hann, „eins og högum okkar er nú komið“, „þegar hér hefði tekið sér aðsetur her manns, feem ætti í baráttu við nazism- ann upp á líf og dauða“. Það sé, „að gera mikinn hluta is- lenzku þjóðarinnar tortryggilegan í augum Breta“, og raunverulega, „að gera róg um landa sína“! Og auðvitað er því ekki gleymt, frekar en endranær, að láta ut- anríkismálaráðherrann að end- ingu vita, að hann sé „ekki fær um að gegna þeirri ábyrgðar- miklu stöðu, sem hann nú skip- ar“, ef hann þaggi ekki niður í Alþýðublaðinu, „blaði utanrikis- málaráðherrans" og banni því nú jekki aðeins að láta í ljós skoðanT sínar á því, sem er að gerast úti í heimi, eins og Vísir lét sér þó nægja að krefjast hingað til, heldur einnig, að tala Um okkar innanlandsmál! Og fer nú að verða skiljanlegt hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn sækist svo mjög eftir embætti utanrikismála- ráðherrans, fyrst að hann heldur að það veiti eins konar einræðis- vald, meðal annars til þess aíð laf- ALÞÝÐUBLAÐIÐ föstudagur s. nóv. 1940. Nokknr orð til mlnningar 11 sMpveipia á Braga. -----♦----- Eítir SiprióK L Ölalsson fsrn. Siómannaféiagsins. SORGLEG var fregnin, er barst til landsins frá Bret- landi þ. 31. okt. s.l. um togar- ann Braga, sem farizt hafði daginn áður og 10 af 13 manna áhöfn látið lífið, allt menn á bezta aldri, hraustir og táp- miklir. Eftir langa sjóferð yfir hafið og meðfram ströndum Bretlandseyja höfðu þeir kom- izt án þess að nokkuð yrði þeim að grandi® Sama giftan og al- mættisverndin hafði yfir þeim verið eins og öllum sjómönnum vorum og skipum, er siglt hafa um höfin frá stríðsbyrjun. Skipinu *er lagt fyrir akkeri skammt frá landi. Menn ganga öruggir til hvílu og bíða morg- unbirtunnar; þá skal sigla í höfn. Enginn gerir ráð fyrir því, að hætta sé á ferðum. Á næstum augnabliki eru orðin hræðileg umskipti. Skip- ið er komið á kaf í djúpið, eng- in leið til undankomu, 10 menn láta líf sitt, en 3 bjargast nauðulega. Ísland og íslenzka sjómanna- stéttin er 10 mönnum fátækari. Konur, mæður og börn sitja heima, sem hafa misst allt, sem þeim var kærast. Söknuður og sorg fyllir hugann. Bjartar von- ir bresta og kvíðinn um fram- tíðina lamar alla lífsgleði. Sag- an endurtekur sig sí og æ. Sjó- slysum verður seint afstýrt með öllu. Meðal þeirra, sem fórust á Braga, voru 5 félagsmenn í Sjó- mannafélaginu og flestir þeirra um mörg ár. Þeir voru allir á- gsetir félagar, sem höfðu í gegn- um margra ára baráttu bundið tryggðxvið félag sitt og fengið traust á því. Um mörg ár höfðu þeir verið saman undir stjórn Ingvars Ágústs skipstjóra og voru iþví eins og óaðskiljanlegir skipsfélagar. Þeir voru því bundnir sterkum vináttu- og fé- lagsböndum hver til annars. Þeir voru viðurkenndir dugn- aðarmenn við störf sín á sjón- um, enda fyrstu menn til allra nema prentfrelsið þvert ofan í stjórnarskrána og banna blaða- umræður, ekki aðeins Um utan- ríkismál, heldur einnig um innan- landsmál, hvenær sem þær gætu orðið flokki utanríkismálaráðherr- ans óþægilegar! En sem sagt: Nazisminn í Sjálf stæðisflokknum er staðreynd, sem Vísir treystir sér ekki lengur í móti að mæla. En hann er hara „tabu“. Það má ekki minnast á hann, því það er , að gera mikinn hl'uta íslenzku þjóðarinnar tor- tryggilegan" og „að bera róg um landa okkar“ við Breta! „Vér bnosum“ — og skiljum, að þrátt fyrir allar vangaveltur milli nazismans og lýðræðisins hingað til, vill Vísir þó ennþá halda sér opinni leið til þess að koma sér vel við Breta, ef illa skyldi fara fyrir Hitler úti í I heimi. starfa hjá Ingvari skipstjóra, sem mat þá mikils, en hann var viðurkenndur góður skipstjórn- ari og naut hy-lli manna sinna. Félagarnir fimm voru þessir: Lárus Guðnason, Kárastíg 11, 45 ára, lætur eftir sig konu og 2 börn. Sveinbjörn Guðmundsson, Njálsg. 56, 49 ára, lætur eftir sig konu og 1 barn. Elías Loftsson, Skólavörðust. 35, 33 ára, lætur eftir sig konu og 1 barn. Allir þessir voru hásetar. Þorbjörn Björnsson, mat- sveinn, Laugavegi 20 B, 38 ára, lætur eftir sig konu og 2 börn. Sigurmann Eiríksson, 1. stýri maður, Barónsstíg 3, 42 ára, lætur eftir sig konu og 2 böm. í dag fer fram jarðarför Ingvars Ágústs skipstjóra og um leið minningarathöfn þeirra níu skipsfélaga hans, sem létú líf sitt samtímis honum, en lík- amir þeirra hvíla nú á marar- botni suður við Englands- strönd. Við minnumst þeirra allra eins og þeir væru bomir til hinstu hvílu í íslenzkri mold með skipstjóra sínum, þökkum þeim dáðríkt starf í þágu lands síns og þjóðar, þökkum þeim tryggð við stétt sína og málefni hennar, og biðjum guð og góða menn að sefa sorgir ástvina þeirra og létta þeim byrðina. Minningin um röska og góða drengi lifir meðal starfsbræðra og félaga. Sigurión Á. Ólafsson. Póst- m símamálastjórninni ,ÚVIeð því að póstur frá Ameríku verður nú að fara um Bretland til skoðunar, skal kaupsýslumönnum bent á, að til þess að hægt sé að fá afgreiddar vörur úr Ameríkuskip- unum, strax þegar þau koma, er heimilað að skipin taki með frá Ameríku, í skipsgeymslu hjá skipstjóra, farmskírteini ásamt vörureikningi með upprunaskírteini, vátryggingar- skírteinum og víxlum vegna innheimtu á greiðslu fyrir vör- urnar í skipinu og skulu skilríki þessi afhent í opnu, frí- merktu umslagi brezka aðalræðismanninum í New York, sem kemur þeim til skipstjórans. Enn fremur geta verzlunarfyrirtæki í Ameríku sam- tímis fengið send með skipinu verzlunarbréf varðandi vör- ur í skipinu eða vörur væntanlegar með næstu skipum, með því að senda bréf þessi (á ensku) í tveim eintökum, sitt í hvoru umslagi, opnum og frímerktum, til brezka aðalkon- súlsins í New York, sem kemur öðru eintakinu til skip- stjórans, en lætur hitt eintakið á póst, sem fer um Bret- land.“ Kápiisktiiii Og úrval af kápuefnum Kápubúðin Laugaveg 35 TanDlækningastofu hefi ég opnað á Öldugötu 3, áður Tannlækningastofa frú Ellen Benediktsson. Viðtalstími kl. 10—12 og 4—6. Laugardaga kl. 10—12. Sími 2286. MATTHÍAS HREIÐARSSON, tannlæknir. Innilegus,tu þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýja vinsemd á silfurbrúðkaupsdegi okkar í gær. Grímheiður Jónasdóttir. Sigurður Ólafsson. —ÚTBREIÐIÐ ALÞÝBUBLAÐIB—

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.