Alþýðublaðið - 08.11.1940, Síða 4

Alþýðublaðið - 08.11.1940, Síða 4
i FÖSTUDAGUR 8. NÓV. 1940. Bókiu er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. FÖSTUDAGUR. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Aðalstöð- in, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Hljómplötur: Tataralög. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Vínarborg til Versala, III: Töframaðurinn í Friedrichsruh (Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ♦ur). 20,55 Hljómplötur: Létt lög. 21,00 Útvarpssagan: „Kristín Laf- F.U.J. Leikfimiæfing í kvöld kl. 9 á sama stað. HAUSTÞING Umdæmisstúk- unnar nr. 1, verður haldið í Góðtemplarahúsinu í Reykja- vík n. k. sunnudag og hefst kl. 1 miðdegis. Stigbeiðendur eru beðnir að hafa mér sér vottorð um rétt til stigsins. MERKI verða seld í dag og á morgun til ágóða fyrir bind- indisstarfið. Styðjið gott og nauðsynlegt starf. Kaupið merkin. Merkin verða af- greidd í skrifstofu Stórstúk- unnar í Kirkjuhvoli. Góð sölulaun. ransdóttir", eftir Sigrid Undset. 21,30 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 76, nr. 2, eftir Haydn. 21,50 Fréttir. Nemendasamband Kvennaskólans hefir skemmtifund í kvöld í Oddfellow. Verður þar upplestur, tvísöngur, píanóleikur o. fl. Vænst er að Kvennaskólanemendur, eldri og yngri, fjölmenni á fundinn. Frá Menntaskólanum. Vegna samgöngubannsins við Norðurlönd er svo mikill hörgull á ýmsum erlendum kennslubók- um, að til stórra vandræða horfir. Einkum vantar kennslubækur í stærðfræði, eðlisfræði og nátturu- fræði í stærðfræðideild. Það eru því vinsamleg tilmæli rektors og kennara til stúdenta og annarra, sem eiga kunna þessar bækur, að þeir víkist undir nauðsyn skólans og selji bækurnar. — Bóksala Menntaskólans, rektor og kenn- arar hafa milligöngu í þessu máli. Sími skólans er eins og áður 4177 og 3148. Forðum í Flosaporti. Revyan verður sýnd í kvöld kl. 8Vz. Athygli skal vakin á auglýsingu frá póst- og síma- stjórninni í dag, þar sem kaup- sýslumönnum er bent á, að til þess að hægt sé að fá afgreiddar vörur úr Ameríkuskipunum, strax þegar þau koma, sé heimilt að skipin taki með frá Ameríku, í skips- geymslu hjá skipstjóra, öll skjöl varðandi sendingu varanna. i STtJDENTAFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSFÉLAGSINS Frh. af 1. síðu. þykkt lög fyrir félagið og síðan fóru fram kosningar. Formaður var kosinn Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörð- ur. Meðst j órnendur: Ármann Halldórsson magist- er og 9 Bjarni Vilhjálmsson, stud. mag. í varastjórn voru kosnir: Sveinbjörn Sigurjónsson, magister, Gylfi Þ. Gíslason, hagfræð- inguj- og Gunnar Vagnsson, stud. med. Fulltrúi á Alþýðusambands- þing var kosinn: Ásgeir Ás- geirsson, bankastjóri. Haraldur Guðmundsson al- þingism., formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, hafði átt frumkvæði að þessari fé- lagsstofnun. Kom fram sú tii- laga á stofnfundi, að Haraldur yrði gerður heiðursfélagi, og var sú tillaga Samþykkt í einu hljóði. \----------------------------— hitaveitan Frh. af 1. síðu. yrði ekki notað til hitaveitunnar. (J. A .P. móímælti þessu og taldi að allt slíkt efni myndi veröa í OAMLA Bl€> 1 Tvífari dýrliogslns. Afar spennandi og dular- full leynilögreglumynd, stftir Leslie Carteries. Að- alhlutverkin leika: George Sandcrs og Bela Lugosi. Sýnd klukkan 7 og 9. SÍÐASTA Sinn! I Betjndáðir Ameríksk ltvikmynd frá Columbia film um hreysti og hetjudáðir ameríkskra björgunarliðsmanna. Að- alhlutverkið leikur RALPH BELLAMY. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Revyan 1940. Ferðrn i Flosaportt ÁSTANDS-ÚTGÁFA leikið í Iðnó í kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Lækkað verð eftir kl. 3. geypiverði eftir stríð). Samkvæmí þessu er búið að eyða hér sam- tals um 3,2 millj. kr. auk efnisins í Khöfn, en alls var hitaveitan á- ætluð um 8 millj. króna. Ég tel þann drátt, sem orðið hefir á því að rifta samningum við verktakann og leita annað, mjög eðlilegan og óhjákvæmi- legan og legg til, að tillögu Al- þýðuflokksins verði vísað til bæj- arráðs. Jón A. Pétursson féllst á þá tillögu. Auglýsið í Alþýðublaðinn. Opinbert uppboð verður haldið við Arnarhvol, mánu- daginn 11. nóv. n. k. kl. 2 e. h. og verða þar seldar bifreiðarn- ar: R 11, 822, 919 og 1082. — Gréiðsla fari fram við hamars- högg. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK. 26. THEODQRE DREISER: JENNIE GERHARDT refsingu, þar sem hann hafði aldrei fengið dóm fyrr. Svo fór hann. til umsjónarmanns fangelsisins og bað hann að sleppá unga manninum. Hérna eru peningarnir, sagði hann — lofið honum nú að fara. Umsjónarnáaðurinn flýtti sér að hleypa piltinum úr fangelsinu. — Nú megið þér fara, sagði fanga- vörðurinn um leið og hann hleypti Bas út, — og sjáið nú um, að lenda ekki aftur í fangelsi. Bas varð undrandi, en fór leiðar sinnar, og hinn fyrrverandi öldungaráðsmaður gekk heim til gisti- hússins aftur og var að bræða það með sér, hvernig ætti að útskýra þetta mál. Það var þersýnilegt, að Jennie hafði ekki skýrt föður sínum frá ráðagerð sinni. Það hafði verið örþrfiaráð hennar að fara til hans, og nú sat hún heima í herbergi hans og beið eftir honum. — Jæja, sagði hann, þegar hann kom inn, — nú er bróðir þinn kominn úr fangelsinu. Hún stóð á fætur. — Ó, hrópaði hún og rétti fram hendurnar. Það voru þakklætistár í augum hennar. Hann greip um hendur hennar. — Jennie, sagði hann. — Þú mátt ekki gráta. Svo greip hann hariá í faðm sér og kyssti hana ákaft. Englendingurinn Jefferies hefir sagt, að það þurfi hálfa aðra öld til að skapa fullkomna konu. Hún er fegursti ávöxtur jarðarinnar og loftsins. Það er sunnanvindurinn, sem í hálfa aðra öld hefi* strokizt yfir græn hveitiöxin, ilmurinn af grænu grasinu, yndi vorsins og rómantík haustsins. ÁTTUNDI KAFLI. c Mönnum verða ekki ætíð ljósar þær breytingar, sem fram fara með þeim sjálfum. En breytingarnar fara fram, og menn verða aldrei samir eftir það. Þegar Jennie fór að brjóta heilann um þá breytingu, sem orðið hafði á tilfinningalífi hennar eftir nótt- ina góðu í herbergi öldungaráðsmannsins, skildi hún ekkert í sjálfri sér. Hún vissi ekki, hver yrði afleiðingin af samlífi hennar og öldungaráðsmanns- ins. En Brander fullvissaði hana um, að hann elsk- aði hana og myndi ekki sleppa af henni verndar- hendi sinni. — Þér er óhætt að reiða þig á það, Jennie, sagði hann, — að þú þarft engu að kvíða. Ég réði ekki við mig, en ég kvænist þér. Ég hefi hlaupið á mig, en ég skal bæta úr því. En þú skalt engum segja frá þessu og þú verður að aðvara bróður þinn, ef það er ekki orðið of seint. Við verðum að dylja vel leyndarmál okkar, en ég skal ganga að eiga þig og taka þig heiman frá þér.'En eins og stendur get ég það ekki, og það er ekki heldur heppilegt. En ég fer til Washington, og þaðan geri. ég boð eftir þér. Og gerðu svo vel — hann tók upp veski sitt og | rétti henni hundrað dollara seðil, en það var allt, sem hann hafði á sér, — taktu við þessu. Á morgun sendi ég þér meira, því að nú ertu mín. Hann faðmaði hana með viðkvæmni og blíðu. Hún fór hugsandi leiðar sinnar. Það var enginrr efi á því, að hann stæði við orð sín. Hún átti að ferðast til Washington, þessarar fjarlægu borgar. Og foreldrar hennar þurftu ekki að þola skort fram- ar. Og ekki var nein hætta á því, að hún gæti ekki hjálpað Bas og Mörtu. Það var rólegt á götunum. Hún læddist inn í herbergi sitt og heyrði rólegan andardrátt Veroniku litlu. Svo læddist hún að her- berginu, þar sem þeir Bas og George sváfu. Bas lá endilangur í rúrni sínu og lézt sofa. Þegar hún gekk. inn, sagði hann: » — Er það Jennie? — Já. — Hvar hefirðu verið? — Hefirðu talað við pabba og mömmu? — Já. — Vissu þau, að ég fór út? — Já, mamma vissi það. Hún bað mig að minn- ast ekki á það. En hvar hefirðu verið? — Ég fór til Branders öldungaráðsmanns og bað hann að ná þér út úr fangelsinu. — Ó, nú skil ég það. Þeir sögðu mér ekki, hvers vegna mér hefði verið sleppt. — En þú mátt engum segja það, sagði hún. — Ég vil ekki, að pabbi komizt að því. Þú veizt, hvern- ig hann lítur á það mál. — Já, sagði hann. En hann langaði til að vita,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.