Alþýðublaðið - 14.11.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.11.1940, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 14. NÓV. 1940. «wmu effar' Maríus ©lafssem fsesf í bókaverziunum Isafeldax* og Sigfúsar EyasaxfidssoBaar. Velti slnklingum mótoku á lœkningastofu minni Ingólfsstræti 14. Viðtalstími kl, 3-4 dagl. Sími 2161. Heimasími fyrst um sinn 2924, síðar 5995 Gunnar J. Cortes læknir ------IM DAQINN OG VEGINN--------------------- Ekki fleiri veitingaleyfi. Holurnar eru orffnar nógu margar. Saga íslendinga í Vesturheimi. Ófærð í „Holtagötum.“ Sieffaferffir barn- anna og umferffin. „Sóknin mikla.“ ------ ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. --------- ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGIÐ I GÆR 1 1 j I 'í ; Frh. af 1. síðu. seti var kosinn Sigurjón Á. Ól- afsson, en varaforsetar: Finnur Jónsson, Guðm. Jónsson frá Narfeyri og Emil Jónsson. Ritarar voru kosnir: Sveinn Guðmundsson, Fáskrúðsfirði, Guðgeir Jónsson, Rvík og Hálf- dan Sveinsson, Akranesi. — Frestað var kosningu fjórða ritara. Þá fóru fram kosningar í nefndir. Fóru þær kosningar þannig: Allsherjarnefnd: Björn Bl. Jónsson, Guðgeir Jónsson, Una Vagnsdóttir, Sveinn Kr. Guðm., Jón Einarsson, Guðjón Bjarnason, Kristján Thorberg. Atvinnumálanefnd: Sigurjón Á. Ólafsson, Jón A. Pétursson, Guðm. Helgason, Jóna Guðjónsdóttir, Guðm. Sigurgeirsson, Halldór Ól- afsson, Emil Jónsson, Guðm. Kr. Ólafsson, Ólafur Friðriksson. Fjárhagsnefnd: Óskar Sæmunds- son, Ásgeir Torfason, Sigríður Er- lendsdóttir, Hrólfur Ingólfsson, Guðrún Sigurðardóttir, Rvík, Ág- úst, Elíasson, Kjartan Ólafsson. Sambandslaganefnd: Ingimar Jónsson, Sigurður Ólafsson, Jón Sigurðsson, IVIagnús H. Jónsson, Runólfur Pétursson, Finnur Jóns- son, Hólmfríður Ingjaldsdóttir. Flokkslaganefnd: Jónas Guð- mundsson, Guðm. I. Guðm., Har. Guðm., Stefán Stefánsson, ísaf., Sveinbjörn Oddsson, Soffía Ingv- arsdóttir, Guðm. R. Oddsson. Verkalýffsmálanefnd: Sigurður Ólafsson, Jóhanna Egilsdóttir, Sig- urrós Sveinsdóttir, Inga Jóhannes dóttir, Jón Sigurðsson, Guðm. G. Kristjánsson, Kristján Guðmunds- son, Jóhann Tómasson, Jóhannes H. Jóhannesson. Menntamálanefnd: Arngrímur Kristjánsson, Hrólfur Ingólfsson, Ólafur Einarsson, ísafirði, Guðrún Sigurðardóttir, Hafnarfirði, Ragn- ar Jóhannesson, Þórður Jónsson, Hallbjörn Halldórsson. í gærkvöldi fóru fram um- ræður um skýrslur forsetá og ritara og var þeim lokið um miðnætti. í þeim umræðum tóku þátt: Hallbjörn Halldórs- son, Ólafur Friðriksson, Snorri Jónsson, Stefán Jóh. Stefáns- son, Jónas Guðmundsson og Haraldur Guðmundsson. í dag kl. 2 hófst fundur að nýju. Þegar þingfundur var settur í gærkveldi voru 98 fulltrúar frá 53 félögum kómnir til þingsins. Það er óþarfi að taka það fram, að það, sem blað kommúnista segir um þetta í dag, er uppspuni einber. Hins- vegar hafa mörg félög ekki get- að sent fulltrúa og stafar það fyrst og fremst af mikilli vinnu hjá verkamönnum og sjómönn- um um land allt. FRUMVARP ALÞÝÐUSAM- BANDSSTJÖRNAR Frh. af 1. síðu, sambandslögunum öll þau á- kvæði, sem snerta Alþýðuflokk- inn. Ákvæðunum um stéttarfélög- in er hins vegar mjög lítið breytt, enda 'hafa engir sérstakir gallar íkomið fram á lögunum s. 1. 2 ár. i Blutverk oo starfsemi ðlþýðnsambandslns. Ákvæðin um hlutverk sam- bandsins og starfsemi eru orðuð á þessa leið í fyrstu fjórum greinum frumvarpsins: „Sambandið heitir Alþýðusam- band íslands. Alþýðusamband íslands er sam- takaheild íslenzkrar alþýðu í verkalýðsmálum. Hlutverk sambandsins er að hafa forystu í stéttabaráttu og félagsstárfsemi alþýðunnar á ís- landi í málum atvinnustéttanna með það takmark fyrir augum, að þeim stéttum verði tryggð sam- þærileg kjör og sami réttur og öðr- um stéttum í landinu. Framkvæmdir í þessu skyni annast stéttarfélögin sjálf, eða sambönd þeirra, ásamt þingi og stjórn Alþýðusambands íslands allt samkvæmt ákvæðum laga þessara og ákvörðunum Alþýðusambands- þings. Höfuðatriðin í starfsemi sam- bandsins eru þessi: a. að gangast fyrir stofnun stétt- arfélaga. b. að styðja stéttarfélögin og efla hagsmunabaráttu þeirra og tryggja að þau séu í samband- inu. c. að veita þeim stéttarfélögum, sem í sambandinu eru, sérhvern þann styrk og hjálp, sem sam- bandið getur í té látið, til þess að efla starfsemi þeirra og hindra, að gengið verði á rétt þeirra. d. að gangast fyrir gagnkvæmum stuðningi stéttarfélaga hvers við annað í verkföllum, verk- bönnum og hverskonar deil- um um kaup og kjör, enda séu þær deilur viðurkenndar af sambandinu. e. að beitast fyrir aukinni fræðslu almennings í félagsmálum með því m. a. að gefa út eða stuðla að útgáfu blaða, bóka og rit- linga, og að láta flytja í blöð- uih glöggar skýrslur, fréttir, rit- gerðir og greinar, er stéttar- samtökin varða. f. að efla samvinnufélagsskap í hvers konar hagsmuna- og menningarskyni fyrir alþýðu landsins. g. að vinna að því, að kömið verði fram löggjöf um hagsmuna- og menningarmál alþýðunnar.“ Ákvæðunum um kjörgengi til sambandsþings, sem deilum hafa valdið undanfarið,; er , breytt þannig, að samkvæmt l frumvarpinu eru allir fullgildir | ALÞYÐU5LAÐIÐ félagsmenn kjörgengir. Þá er lagt til, að skipum sam- bandsstjórnar sé breytt í þaö horf, sem var 1930—1938, að sambandsstjórn skipa 17 menn, þar af 9 úr Reykjavík og Hafn- arfirði, en 2 úr hverjUm lands- fjórðu'ngi að auki. Tvær barna- og unglingabækur Bókaútgáfan heim- DALLUR hefir nýlega sent á márkaðinn tvær barna- og unglingabækur, Ferðir Gul- livers II, Gulliver í Risalandi eftir Jonathan Swift, og Sagan af litla, svarta Sambo, eftir Helen Baunerman. Bókaútgáfan Heimdallur gaf út fyrir jólin í fyrra fyrsta hefti af Ferðum Gullivers, Gulliver í Putalandi, og var þeirri bók ágætl. tekið sem unglingabók Þetta hefti segir frá ferðum og dvöl hins víðförla Gullivers meðal risanna, og lendir hann þar í margskonar ævintýrum. Ferðir Gullivers eru vinsælustu bækur hins fræga, enska rit- höfundar, Jonathan Swifts, og eru þær raunar ekki síður fyrir fullorðna en unglinga og börn. Er enginn efi á því, að þetta hefti fær ekki lakari viðtökur en Gulliver í Putalandi. Hin bókin er barnabók, aðal- lega myndir fyrir yngstu les- endurna, en fylgir texti með á mjög einföldu máli, en stóru letri, svo ekki er hætt við að litlu lesendurnir geti ekki stautað sig fram úr textanum. Auk þess er hún bráðskemmti- leg fyrir börnín. Val Heimdallar á barna- og unglingabókum tekst jafnan prýðilega. Frækileg björgnn í VestmannaejrjDni. HNN 7. nóv. vildi það til í Vestm annaeyj:um, að slaga- veikur drengur féll út af bryggju í sjóinn. Hann hafði verið að veiða murtu ásamt fleiri drengj- Um. Fólk, er vinnur að hraðfryst- ingu hjá Einari SigUTðssyni kaupmanni, var þar nærstatt, m. a. Gísli Guðlaugsson, Vestmanna- braut 69, 17 ára gamiall. Gisli brá þegar við og fleygði af sér gúmmístígvélum og jakka og kastaði sér til sunds og bjargaði drengnum frá drukkmm á síðustu stundu, því hann hafði borizt kippkiorn frá bryggjjuuni. Gísli brá sér því næst heim og fór í þurr föt, kom svo aftur til vinnu sininar og var hylltur óspart af samverkafóiki sínu. Gísli er skáti. MðMeir i öllum litum. I- OKSINS heyrast raddir um að JLi stöffva beri hina geysilega öru aukningu kaffihúsa hér í bæn- um. Því miffur kemur þó ósk um þetta frá þeim, sem hafa fengiff leyfi til greiffasölu i ýmsum smá- holum og virffist aff heppilegra hefffi veriff aff þessar raddir hefffu komiff frá stjórnendum bæjarins. Ég held aff ekki hafi veriff haldinn neinn bæjarstjórnarfundur síffast- liðin ár svo aff ekki hafi veriff veitt eitt effa fleiri veitingaleyfi. En upp á síðkastiff hefir beiffnum um veitingáíeyfi og Ieyfisveiting- um fjölgaff geysilega, og stafar þaff vitanlega af því að markaffurinn hefir aukizt mjög við komu setu- liðsins. ÉG HELD að fyrir löngu sé komið alveg nóg af kaffihúsum og að rétt væri fyrir bæjarstjórn að hætta að veita þessi leyfi, eða að minnsta kosti ætti hún að vera strangari í kröfum sínum um hús- næði og kunnáttu þeirra manna, sem sækja um leyfi. SVO LÍTUR ÚT FYRIR að bókaútgáfa á þessu hausti verði ekki minni en undanfarin haust. Ég hefi heyrt um margar ágætar bækur, sem munu koma, þar á meðal bækur MFA, Gösta Berlings saga og síðast en ekki sízt Saga ís- lendinga í Vesturheimi. Ég hygg að fyrsta hefti þessarar sögu verði „þest seller“ í haust. Til þessa höfum við enga slíka bók átt og þó höfum við öll þráð að eignast slíka sögu, nýjar íslendingasögur, vestan hafsins. EINN AF BEZTU forystumönn- um Vestur-íslendinga, Soffonias Thorkellsson, hefir dvalið hér marga undanfarna mánuði, og sér hann um útgáfu þessarar bókar, en hún er rituð af Þorsteini Þ. Þorsteinssyni skáldi. Um þessar mundir er verið að safna áskrif- endum að þessari sögu Ve'stur-ís- lendinga hér í bænum og virðist sjálfsagt fyrir þá, sem hafa áhuga fyrir löndum okkar vestra og sögu þeirra, að kaupa þessa bók. Ekki þarf að efa að hún er vel skrifuð og læsileg. ÍBÚI í „HOLTUNUM“ skrifar mér og kvartar sáran undan því, hve illa sé búið að þeim, sem þar eiga heima. „Meðalholt er alveg. ófær gata,“ segir hann. „Þar er ljóslaust og forina verður maður að vaða í ökla. Hið sama má segja um Þverholt og Háteigsveg, þó að þar sé þó færið skárra en á Meðal- holti.“ Skora ég hér með á bæjar- verkfræðing að gera þessar götur færar hið allra fyrsta. FYRSTA SLEÐAFÆRIÐ hér í bænum var á laugardaginn og þó ekki nema fyrri hluta dagsins. Börnin notuðu það líka og voru sumar götur fullar af börnum á skíðasleðum. Ákaflega oft hefir verið rætt um það í blöðum, hve hættulegar sleðaferðir eru á götum bæjarins og ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að draga úr þeim og að marka börnunum hás. Þetta hefir oft tekizt og áreiðan- lega orðið til þess að draga úr slysum. SAGT ER að við komu hins brezka Setuliðs hafi umferðin hér í bænum vaxið um þriðjung og sjá því allir að slysahættan hefir að minnsta kosti vaxið um leið um þriðjung. Hygg ég að ef ekki verða teknar upp strangar reglur um sleðaferðir barna í vetur, þá verði mörg slys af völdum þeirra. Virð- ist ekki vera hægt að gera annað en að banna börnum skilyrðislaust að vera að sleðaferðum á götun- um, heldur verði þau að halda sig á sérstökum opnum svæðum, sem því miður eru þó allt of fá í bæn- ÝMISKONAR leikspii hafa ver- ið að koma á markaðinn undanfar- ið og virðast þau hafa náð ótrú- lega mikilli útbreiðslu. Nú er enn nýtt spil komið. Er það um hernaðinn og heitir „Sóknin mikla.“ Eiga menn að æfa sig með því í herkænsku og virðist það vera all skemmtilegt. • • Oxnadalsheiði ófær. SÍÐASTLIDINN . föstudag stöövuðust bílferðir á Öxnadalsheiði. Var þá kominn töluverður snjór í heiðina aust- anverða. Farþegabíll frá Bifreiðastöð Akureyrar skemmdist oirrrlítið I gili oíai við Bakkasel. Vergur vegurinn sennilega ekki fær á þessum vetri. )OOOOOOOOOö<X GnlrófDr afbxagðs góðar. Eyrarbakkakartöflur. Harðfiskur. Riklingur. Ostar. — Smjör. BREKKA J -■ . ÁBvallagðtu 1. Sími 1678 Sími 3570. i X»OOCOööOö« T......... ......... Skemti- fund heldur Knattspyrnufél. Fram í kvöld í Oddfellowhúsinu uppi klukkan 9. Ýms skemmtiatriði. Aðgöngumiðar í verzl. ■ Sig- urðar Halldórssonar og Lúlla- biið. NEFNDÍN. KAUPI GULL og sálfoff hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. Affalfundur Knattspyrnufél. Fram var hald- inn síðastliðinn fimmtudag 7. þ. m. I stjórn voru kosnir: Ragnar Lárusson formaður, Þráinn Sig- urðsson, Gunnar Nielsen, Sæ- mundur Gíslason, Jón Þórðarson meðstjórnendur. Voru þeir allir endurkosnir með samhljóða at- kvæðum. ( Ólafur Jóhannsson læknir er nýkominn heim frá Danm., þar sem hann hefir starfað á spít- ölum undanfarin 4 ór. Hefir liann aðallega lagt stund á handlækn- irigar, en auk þess kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. íþróttafélag Reykjavíkur byrjar innistarfsemi sína 18. þ„ m. Er .svo seint byrjað að þessu sinni végna standsetningar á húsi félagsins. m. um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.