Alþýðublaðið - 14.11.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.11.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. NÖV. 1940. ALÞÝÐUBLAÐKÐ ---------MÞYBUBLMÐ--------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau AIÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *--------------------------------------* DagsbrÉn. ' Flugvélar brezka flotans, Ein nýjasta orustuflugvél brezkaxf!otans, Blackburn Roc. ÞAÐ voru flugvélar brczka herskipaflotans, sem gerðu bina ógurlegu loftárás á herskipaflota ítala á höfninni í Taranto. Hér fer á eftir grein um brezku flotaflugvélarnar. HÉR SKAL ENGINN fund- ur verSa haldinn." — Þannig hrópuðu kommúnistar á fundi reykvíkskra verkamanna síðast liðinn sunnudag. Þeir þótt- lust hafa það í hendi sinni, hvort friðsamleg fumdarstörf gætu hald- ið áfram ög nauðsynlegum fé- lagsmálum væri ráðið til lykta. Þeir vissu það líka, að það er létt verk að hleypa upp fundum, jafnvel þó að fyrir því verki standi ekki nema lítill hópur ó- merkilegra manna, enda tókst þeim tilraunin síðastliðinn sumnu- dag. Það er sagt, að engir séu eins leiknir í kúnstum eyðileggingar- þtarfs i félögum og kommúnist- ar. Þeir nota aðferðir, sem al- menningur hefir aldrei hugsað sér að nokfeur myndi beita, og því stendur hann í fyrstunni ber- skjaldaður gagnvart þeim. Þetta var þó alls ekki í fyrsta skipti, sem kommúnistiskuí æsingaskríll hefir hrópað á verkamannafund- Um hér á landi: „Hér skal enginn fiundur verða haldinn." Þeiir hafa bæði hrópað þetta og látið verkn- bðinn fylgja í hvert sinn, er þeir hafa séð að þeir voru orðnir í minnihluta á fúndum " verka- manna. Var svo um langt skeið í Dagsbrún hér í Reykjavík, að hver fundur endaði meÖ upp- hlaupUm og slagsmálum, sem komið var af stað af kommúnist- um. Varð þetta til þess, að verka- mein, sem alltaf höfðu sótt fundi stéttarfélags síns, hættu að sækja fundi þess. Einmitt þetta vildu kommúnistar, að þeir, sem ekki játuðu trú þeirra, gæfust upp í andstöðunni gegn þeim. En því að eins hættu þessir verkamenn að sækja fundina, og gáfu þar með kommúnistum „frítt spil“ meir en áður, að kommúnistar voru ekki teknir föstuni tökjúm þegar í upphafi. Við þá þýða engir samningar, engar tilslakan- ir, engar venjulegar aðferðir til sátta, eins og oft á sér þó stað milli annarra, þó að mikið beri á milli. Við kommúnista þýða eng- ar aðferðir nema þær, sem gera þá óskaðlega. Þetta verða Dagsbrúnarmenn að géra sér Ijóst. Það er nauð- synlégt fyrir alla Dagsbrúnarmenn að gera sér grein fyrir því, áð það er alveg sama hvernig Dags- brún er stjórnað, ef kommúnistar mynda ekki stjómina, þá munu þeir alltaf beita þeim bardaga- aðferðum, sem þeir beittu á síðasta félagsfundi. Stefnan er þeim ekkert atriði, heldiur litur- inn og nafnið. Þetta skýrir líka alla framkomu þeima. Dagsbrún hefir beðið mikið af- hroð í sundrungu þeirri, sem geisað hefir innan félagsins und- anfarin ár, og því verður nú að vera lokið. Kommúnistar hafa átt upptökin að öllum erjum innan félagsins. Þeir hafa róið undir, þeir hafa myndað klíkumar, þeir hafa rógborið hverja ráðstöfun, sem gerð hefir verið, iog með þessari iðju sinni hafa þeir orsak- að þá ósigra, sem félagið hefir beðið. Dagsbrúnarmenn geta aldrei trúað kommúnistum fyrir neinu eða til neins, nema ills, og þetta stafar meðal annars af því, að kommúnistar hafa enga skoðun.. Þeir trúa aðeins blint á erlent vald og bíða eftir fyrirskipunum frá því. Stefna þess er stefna þeirra. Alþýðusamband Islands heldur nú 16. þing sitt. Það mun gera állt, sem í þess valdi stendur til að sameina menn á þeim miklu alvörutímum og átaka, sem nú eru að hefjast fyrir verkalýðinn. Það er ekki hægt að reikna með kommúnistum í bví uppbygging- arstarfi, verkamenn geta ekki fremur treyst þeim en nazistum. Þetta verða Dagsbrúnarmenn að muna. Og samkvæmt því verða þeir félagar í Dagsbrún að starfa, sem vilja að Dagsbrún geti á komandi tímum orðið aftur það, sem hún áður var: eitt af sterk- tustu vígjum verkalýðsins í land- inu. ** ALLT fram á tíma síðustu heimsstyrjaldar hafði flotum stórþjóðanna þótt nóg að sigla á yfirborði sjávarins og berjast þar. Þá komu kafbát- arnir til sögunnar og styrjöldin barst undir yfirflöt hafanna, flotjnn var í þeim og Á. í nú- verandi heimsstyrjöld hefir þriðja sviðið bætzt við flotann, þ. e. loftið. Nútíma herskipa- floti getur ekki komizt af án þess að hafa sér til aðstoðar sterkan loftflota. Flugvélarnar eru útverðir skipanna, þær taka við þar sem sjónaukar sjómann- anna ná ekki til. Flotinn er Á höfunum, í þeim og YFIR þeim. Hér verður á eftir skýrt nokkuð frá flugher brezka flotans, The Fleet Air Arm, sem venjulega er kallaður F. A. A. Mestalla síðustu heimsstyrjöld var brezki flugflotinn tvisikiptur flugher landhersins og flugher flotans. Þessi skipting reyndist þá illa, þar eð nokk'ur óeðlileg og óþasgileg samkepþni komst á milli þessara aðila, sérstaklega í flugvélakaupum. ÞessUm tveim flotum var því steypt saman 1. apríl 1918, og myndaður „Hinn konunglegi brezki flugher", R. A. F. Þegar stríðinu lauk var hann minnkaður all mjög, en eftir að endurvopnun þjóðanna hófst Um 1935 óx hann aftur að mun og leiddi það m. a. til þess, að aftur var R. A. F. klofinn í tvennt, í flugher flotans, og R. A. F., sem nú varð sjálfstæð deild í vígvél Bretlands, jafn rétthár og landherinn og flotinn. Skiptingin, sem var gerð 1938, var nú skipu- lögð þannig, að gallar þeir, sem" á þessu fyrirkomulagi þóttu 1912 —1918, yoru nú ekki fyrir hendi. .Hefir þetta nýja skipulag gefizt áll vel, enda er mikil samvinna milli beggja herjanna. F. A. A. skiptist í raunnini í tvennt, flugvélar á einstökum her skipum og fiugvélar á flugvéla móðurskipum FI ugvélamóðurskip. Það var 1917, að komið var fyrir flugpalli á brezka beitisikip- inu „Yarinouth". Nokkrum mán- Uðutm síðar sá það þýzkt loftfar, og var flugvél skotið út þegar i stað. Réðist hún á loftfarið og skaut það niður von bráðar. Þetta varð til þess að auka áhuga á flugvélamóðurskipum, en hug- myndin um þau var þá ung. Var þegar sama ár komið fyrir flug- vélaskýli á H. M. S. „Furkms" og var þak skýlisins útbúið til lendinga fyrir flugvélar. Síðan hefir flugvélamóðurskipum farið mjög fram og náð mestri full- komnun í brezka skipinu „Ark Royal“, sem mikið hefir verið rætt um og ritað. Bretar eru nú taldir eiga tilbúin og í smíðum ellefu: slík skip. Flugvélamóðurskipin geyma flugvélar sínar neðan þilja, og eru þær fluttar niður í lyftum, þó með vængina lagða að búk vélarinnar. Flugvélamar eru nær eingöngu orusíuflugvélar eða torpedo-kastarar. F. A. A. hef- ir yfir mörgum tegundum véla að ráða, og verður hér getið tveggja þeirra nýjustu, Black-1 burn Skua og Blackbum Roc. <■ Blackbum Skua % er lítil lágvængjuð flugvél, sem er í flesta sjóa fær, þótt hún líti dálítið einkennilega út við fyrstu sýn. Hún er steypiflugvél góð, og hefir „lofthemla" Undir vængjunuín. Draga þeir úr hraða fiugvélarinnar, er hún steypir sér. sér. Áhöfn hennar er tveir menn og stjórnar annar flugvélinni og hefir yfir frambyssUm að ráða, en hinn stjórnar afturbyssunum og er loftskeytamaður. Skua hef- ir 388 km. meðalhraða á klukku- stund og er oft notuð sem or- ustuflugvél, enda góð til þess að mörgu leyti. Nýtt afbrigði af Skua er Black- butm Roc, sem sést á meðfylgj- andi mynd. M'unurinn á þeim etr sá, að Skua hefir ekki vél- byssuturn, heldur samfleytt hús aftur úr yfir báða flugmennina. Þessir turnar, sem Bretar hafa framleitt, hafa reynzt með af- brigðum v^l, enda er nú verið að setja þá á stöðugt fleiri flug- vélar. Roc er tiltölulega ný teg- Und, svo auðvitað er öllu.,haldið leyndu iim nánari útbúnað henn- ar. Á einstökum skiplum. Hinn flokkurinn, sem skipta má F. A. A. í, eru flugvélamar, sém einstök herskip hafa og könnum- arstöðvar, sem eru á landi, eins og t. d. í Reykjavík. Herskipin renna flugvélunUm til flugs, en þær lenlda síðan að loknu verki við hlið skipsins aftur og eru þá teknar innbyrðis af krönum. Þess« ar flugvélar hafa mikilvægt köun- unarstarf með höndum (éða með vængjum réttar sagt). Þær fljúga kílómeter eftir kilómeter út frá skipum sínum og aðvara þau, ef hættu ber að. Einhver mest not- feða vél >í þessum tilgangi er Supermarine Walms. Reykvíkingum mun útlit þessa flugbáts kunnugt, því það var einn af þessari tegíimd, sem tók þátt í hertöku íslands og flaug yfir bænUm 10. maí s. 1. Wal- rus getur lent bæði á landi og sjó, en er þó sérstaklega fvel gerðar til þess að lenda á sjó og sigla síðan upp á Iand á sléttri! strönd. Hann hefir þriggja manna áhöfn og er einn þeirra skytta, sem á sér hreiður aftan við væng- ina. Meðalhraðinn er aðeins 223 km. á klst. Sprengjum er komið fyrir undir vængjunUm. Fleiri tegundir mætti nefna og margar sögur mætti segja af F. A. A„ t- d. frá orustunni við Montevideo, frá Noregi, Miðjafð- arhafi, Somalilandi og víðar, en það verður ekki gert hér. Gunnar Cortes læknir, sem var einn af þeim, sem kom heim með Esju, hefir sett upp lækningastofu í Ingólfsstræti 14, sími 2161. Hann hefir lagt sér- staka stund á almennar skurð- lækningar og „ortopedi,“ en það eru læknisaðgerðir á útlimum og beinum. Samninganefnd Dagsbrúnar, _ sem á að semja við ^tvinnurek- endur við væntanlega samninga, er nú fullskipuð. Úr stjórn félags- ins eiga sæti í nefndinni Sigurður Halldórsson, Jón S. Jónsson og Gísli Guðmundsson, en félagsfund- ur kaus, eins og kunnugt er, Sig- urð Guðnason og Jón Guðlaugsson. Amerikst plötntóbak (munntóbak) COURAGE PLUG nýkomið. ¥erð í smásðln fer. 15,00 pr. eusfet pund. Tébakselnkasafla ríkislns. ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.