Alþýðublaðið - 14.11.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.11.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 14. NÓV. 1940. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUK eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Lobavelzla Holotovs i Berlln trafM af brezkri laftárás! -----«----- Sovétráðherrann fór frá Berlín í morgim FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími: 3991. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. Næturvarzla bifreiða: Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: Óperulög. 20.30 Erindi: Frá Japan. Eftir bók John Gunthers (Magnús Magnússon ritstj.). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Laga- syrpa eftir Joh. Strauss. — Einleikur á cello (Þórh. Árnason): Óttusöngur, eftir Chopin. 21.15 Minnisverð tíðindi (Sigurð- ur Einarsson dósent.). Dr. phil. Þorkell Jóhannesson, bókavörður, mun flytja þrjá háskólafyrirlestra fyrir almenning um efni úr sögu íslands. 1. fyrir- lesturinn, Um upphaf prentverks á íslandi, verður fluttur í kvöld kl. 8.15, í 1. kennslustofu Háskól- ans. Öllum er heimill aðgangur. Norrænafélagið heldur fund í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 8.30. Þar verður sýnd kvikmynd frá frelsisbaráttu Finna í fyrravetur. Finnur Jóns- son alþm. talar um Norðurlönd og Lárus Pálsson leikari les upp á dönsku og íslenzku. Fyrstu háskólahljómleikar Árna Kristjánssonar og Björns Ólafssonar verða næstkomandi föstudag kl. 9 síðd. Aðgöngumiðar að öllum 6 hljómleikunum verða seldir í dag og á morgun í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og Hljóðfærahúsinu. Dr. phil. Þorkell Jóhannesson bókavörður mun flytja þrjá há- skólafyrirlestra fyrir almenning um efni úr sögu íslands. Fyrsti fýrirlesturinn, um upphaf prent- verks á íslandi, verður fluttur á morgun kl. 8,15 í fyrstu kennslu- stofu Háskólans. Öllum er heimill aðgangur, MÓLOTOV fór frá Berlín í morgun áleiðis til Mosk- va. Er ekkerí látið opinberlega uppi um erindislok hans anhað en það, að hjartanlegt sam- komulag hafi verið milli hans og Hitlers um öll þau atriði í sambúð Þýzkaiands og Rúss- lands, sem rædd hafi verið. í gær borðaði Molotov hádegis- verð hjá Hitler, en átti að því loknu langt samtal við hann. Áö- (uir, í gærmorgnn, hafði hann rætt við Göring og Rudolf Hess, stað- gengil Hitlers í nazistaflokiknium. 1 gærkvöldi hélt Molotov veizlu i sendiherrabústað Rússa við Unt- er den Linden og var þanga'ð boðið öllum helztu stóriðjuhöld- um Þýzkalands. Segir svo í frétt- Um eriendra blaðamanna í Ber- lín, að þar hafi hvorki skort kampavín né kavíar, hin frægu rússnesku styrjUhrogn, en með- an veizlan stóð sem hæst kvað við aðvörun um brezka loftárás, og urðu gestirnir að hypja sig fiiður í loftvarnabyrgi sendiherra- bústaðarins. Norski sendiherranD óskar að fá íbúð, með eða án húsgagna á góðum stað í bænum. Þarf ekki að vera stór. Hótel Borg Ameríska fréttastofan Associa- ted Press segir, að allan þann tima, sem Molotov dvaldi í Ber- lín, hafi hann haft lífvörð, skip- aðan hinum alræmdu S.-S.-mönn- um þýzka nazistaflokksins. i HRAKFARTR ÍTALA Frh. af 1. síðu. Miðjarðarhafsflotans, sem gerðu loftárásina. Voru þeir frá flugvélamóðurskipunum „Eagle“ og „Illustrious.“ Fjðrunt skipm sSIskt ð leið til Albanin En þetta ógurlega áfall ítalska herskiþaflotans í Taranto var eikki hið eina, sem Mussolini varð fyr- ir á mánudagskvöldið. Það var tiikynnt í Londort í gær, að brezk ir kafbátar hefðu þá gert árás á ítalska skipalest, sem var á leiðinni yfir til Albaníu undir vernd tveggja tundurspilla. 1 skipalestinni sjálfri voru fjög- ur skip. Einu var tafarlaust sökkt, tvö skotin í bál og það fjórða skemmt svo, að enginn efi er talinn á því, að það hafi einn- ig sokkið. Tundurspillarnir lögðu á flótta. Frá Grikklandi berast þær frétt- ir að ííalski herinn sé nú á hröðu undanhaldi bæði vestast á víg- iHGAftÆLA BW Strekifanginn frá ilcatraz. (The King of Alcatraz). Aðalhlutverkin leika: J. CAROL NAISH. LLOYD NOLAN. ROBERT PRESTON. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. I I NY3A BSÚ Mr. Sniith gerist Hingmaður. (MR. SMITH GOES TO WASHINGTON.) Tilþrifamikil og athyglis- verð ameríksk stórmynd frá Columbia Film, gerð undir stjórn kvikmynda- meistarans Frank Capna. Aðalhlutverkin leika: JEAN ARTHUR og JAMES STEWART. Sýnd kl. 6.30 og 9. Revyan 1940. Forðum í Flosaporti ASTANDS-UTGAFA leikið í Iðnó annað kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun .— Sími 3191. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn og faðir okkar, Sigurður Þorsteinsson, Steinum, Bráðræðisholti, andaðist í Landakotsspítala að morgni þess 13. þ. m. Gróa Þórðardóttir, hörn og tengdabörn. Tuskur, hreinar og góðar, kaupir Alþýðuprentsmiðjan h/f. fetöðvuinumi í Epirus, og á miðvíg- •síöövuuum í Pindusfjöllunum, og hafa Grikklr tekið marga fanga og mikið herfang. Hin bráðskemmtilega og spennandi neðanmálssaga, sem ný*- * lega birtist hér í blaðinu er komin út. Fæst l£|á teéfesHIiiiBi.. 28. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT En hún gat ekki hugsað. Stuttu seinna kom frú Gerhardt inn til hennar. Hún hafði heyrt það sem Bas sagði, og séð Jennie fara út ,úr stofunni. Henni var forvitni á að vita, hvernig dóttir hennar tæki fréttinni. — En hve þetta er raunalegt, sagði hún Sorg- bitin. — En hve það var raunalegt, að hann skyldi deyja einmitt núna, þegar hann ætlaði að fara að rétta okkur hjálparhönd. Hún beið eftir því, að Jennie svaraði en hún þagði. — Ég myndi ekki taka mér þetta svona nærri, ef ég væri í þínum sporum, sagði frú Gerhardt. — Ekki dugir að leggja árar í bát. Hann hefði vafalaust orðið þér góður, en nú þýðir ekki að hugsa um það framar. Hún þagnaði og beið enn eftir því að Jennie sagði eitthvað, en hún steinþagði. Þegar frú Gerhardt sá, að huggunarorð hennar höfðu engin áhrif, áleit hún, að Jennie vildi vera einsömul og fór. Jennie stóð ennþá grafkyr. Eií smám saman gat hún jafnað sig. Hún fór inn í svefnherbergi sitt, leit í spegil og sá, að hún var náföl. Gat þetta í raun og veru verið andlit hennar? — Ég verð að fara burtu, hugsaði hún, en hún vissi ekki, hvar hún ætti að leita hælis. Nú var kallað á hana til kvöldverðar, og svo að fólk yrði ekki vart við örvæntingu hennar, fór hún inn og reyndi að láta sem ekkert væri enda þótt henni veittist það ervitt. Gerhardt varð þess var, að hún var sorgbitin, en Bas var að hugsa um sín eigin málefni og veitti engu eftirtekt. Næstu daga hugsaði Jennie mjög um hagi sína, og hvernig hún ætti að ráða fram úr þessu vandamáli. Að vísu átti hún peninga, en hún átti enga vini, hafði enga lífsreynslu og átti sér engan vísan samastað. Hún þjáðist af harmi og þunglyndi og oft setti að henni þungan grát. Frú Gerhardt veitti þessu brátt athygli og ákvað, að spyrja dóttur sína. —Þú verður að segja mér, hvað amar að’þér, sagði hún alvarleg í bragði. — Jennie, þú mátt ekki dylja móður þína neins. Jennie hafði álitið, að hún gæti aldrei borið fram játnmgu sína. En þegar móðir hennar settist hjá henni full samúðar, þoldi hún ekki mátið lengur, en skýrði henni frá, hvernig komið væri. Og frú Ger- hardt varð lémagna af skelfingu. — Ó, sagði hún, þegar hún fékk orði upp komið. — Þetta er allt saman mér að kenna. Ég hefði átt að vita, hvernig faFa myndi. En nú verðum við að sjá, hvað við getum gert. Hún grúfði andlitið í greipar sér og grét. Skömmu seinna fór hún aftur fram að þvottabal- anum. Hún laut yfir þvottabalann og grét við vinn- una. Tárin runnu niður kinnar hennar og hrundu of- an í sápufroðuna. Stundum hætti hún að þvo og þurrkaði tárin af augum sér með svuntuhorninu sínu. En tárin komu strax fram í augu hennar aftur. Henni varð strax ljóst, hverjar afleiðingar þetta gat haft. Hvað myndi Gerhardt gera, þegar hann. iæmist að því, hvernig komið var. Hann hafði oft sagt, að ef dætur sínar höguðu sér eins og sumar dætur nágrannanna, þá myndi hann reka þær burtu: af heimilinu. — Hún fær ekki að vera eina nótt undir mínu þaki, hafði hann sagt; — Ég er svo hrædd vegna föður þíns, sagði frú Ger- hardt of við Jennie. — Ég veit ekki hvernig hann tek- ur því, þegar hann kemst að því. — Það er sennilega bezt, að ég fari, sagði Jennie.. — Nei, sagði móðir hennar. — Hann þarf ekki að fá að vita það strax. En hún vissi samt, að ekki var hægt að leyna þessu til lengdar. Dag nokkurn, þegar ekki var hægt að leyna þessu lengur, sendi frú Gerhardt Jennie burtu með börnin.. Hún ætlaði að tala við mann sinn, áður en Jennie kæmi heim. En um morguninn þorði hún ekki að ympra á þessu, og Gerhardt, sem hafði unnið alla nóttina, fór að hátta. Hann fór á fætur aftur klukkan. fjögur, og enn þorði hún ekki að minnast á þetta,. enda þótt hún vissi, að Jennie hlaut að fara að koma. Og hún hefði ekki þorað að segja neitt, ef svo hefði ekki viljað til, að Gerhardt hefði minnst á útlit dótt- ur sinnar að fyrra bragði. — Hún lítur ekki vel út, sagði hann. — Það lítur út fyrir, að eitthvað gangi að henni. — Ó, sagði frú Gerhardt. — Jennie hefir ratað í raunir. Ég veit ekki, hvað við eigum að taka til bragðs. Gerhardt leit upp og honum hafði brugðið. — Hvað áttu við? spurði hann hvatlega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.