Alþýðublaðið - 15.11.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.11.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 15. JÍóV. 1940. ALÞYÐUBLA'©!Ð Skýrsla Stefáns Jóh. Stefánssonar, flutt á Al~ pýðusambandspingi pann 13. nóvember 1940. I. INNGANGUR. Eins og venja hefir verið til, verður hér flutt skýrsla af hálfu sambands- og flokksstjórnar um helztu pólitíska viðburði, sega skeð hafa á milli sambandsþinga. Þar að auki mun ritari flokksins, eins og venjulega, gefa skýrslu um félagatölu og annað í sambandi við þróun og þroska félaganna innan Alþýðusambandsins, og einnig mun fram- kvæmdastjórinn, samkvæmt venju, flytja skýrslu um vinnudeilur og aðrar athafnir, er sérstaklega standa í sambandi við verkalýðsmálin. Þessi skýrsla mín verður því aðallega um stjórn- málaviðburðina á milli sambandsþinga, en að sjálf- sögðu verður hér stiklað á stóru og aðeins drepið á höfuðatriði nokkurra mála. II. VETRARÞINGIÐ 1939 OG SAMNINGA- TILRAUNIR UM STJÓRNARMYNDUN. Eins og getið var um í síðustu skýrslu forseta, þá var það ákveðið á milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins hinn 30. marz 1938, að Al- þýðuflokkurinn styddi fyrst um sinn stjórn Her- manns Jónassonar, eða veitti henni hlutleysi, með þeim skilyrðum, er þar eru fram tekin. Samtímis var gengið út frá því, að síðar hæfust samningatil- raunir um stjórnarmyndun, þar sem til mála gæti komið, að Alþýðuflokkurinn stæði að þátttöku í ríkisstjórn. Það sem eftir var árs 1938, var ekki mikið rætt um þessi málefni, en þegar í ársbyrjun 1939 hófust um- ræður um mynduri ríkisstjórnar, og þá sérstaklega í því sambandi, hvaða ráðstafanir ætti og yrði að gera til viðréttingar sjávarútveginum. Öllum var það ljóst, að einhver. veruleg átök þurftí til þess að koma sjávarútveginum úr því ófremdarástandi, sem hann var þá í. Af viðtölum við fulltrúa Framsóknarflokksins kom það brátt í ljós, áð þeir töldu eðlilegast að þrír höfuðflokkar þingsins tækju höndum saman, bæði um ráðstafanir til viðreisnar sjávarútveginum og eins um stjórnarmyndun, ef samkomulag yrði um málefnin. Um þetta ritaði svo Framsóknarflokkurinn Al- þýðuflokknum bréf, þar sem hann lagði til, að hafnir yrðu samningar milli Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins um lausri sjávarútvegsmálanna og annara stórmála, samtímis því, sem gerð væri til- raun til myndunar sameiginlegrar stjórnar þessara þriggja flokka, Samningamenn Alþýðuflokksins skýrðu flokks- stjórninni frá þessum tillögum, sem fram hefðu komið, og á fundi sambandsstjórnar 27. febrúar 1939, var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Stjórn Alþýðuflokksins og þingmenn hans sam- þykkja að fela nefnd þeirri, er kosin hefir verið af sambandsstjórn til þess að ræða við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn um meira samstarf, að tilkynna nefnd Framsóknarflokksins, að Alþýðuflokkurinn vilji ræða til þrautar möguleikana um stjórnarsam- vinnu á þeim grundvelli, sem nefndirnar hafa rætt um undanfarið.“ Upp úr þessu hófust verulegar umræður um þessi málefni og snerust þær ekki hvað síst um ráðstafan- ir, sem gera þyrfti til viðreisnar sjávarútveginum. Þá komu strax fram tillögur*um það, að bezta ráðið til úrlausnar í þessum efnum, væri að lækka gengi íslenzku krónunnar. Sama hafði komið fram í milli- þinganefnd, sem hafði með höndum athugun á rekstri útgerðarinnar undanfarin ár. Þótt Alþýðuflokknum væri það mjög á móti skapi, að grípa þyrfti til slíkra ráðstafana sem gengislækkunar, vildi hann ekki þegar í upphafi neita umræðunum um það mál, en setti þegar þau skilyrði af sinni hálfu, að ef gengisbreyting yrði framkvæmd, yrðu gerðar ráð- stafanir til þess að launastéttirnar í landinu fengi uppiborið það tap, með hækkuðum launum að meira eða minna leyti, sem kaupmáttur krónunnar minnk- aði við gengisbreytinguna. Það var frá öndverðu auðsætt, að hinir tveir stjórnmálaflokkarnir myndu verða tregir til samn- inga um þetta atriði, en þó kom það á daginn. er lengra leið á samningaviðræðprnar, að hægt var að fá samþykkt viss atriði í löggjöfinni um gengisbreyt- ingu, sem tryggðu verkalýðnum með löggjöf á- kveðnar kaupuppbætur. Og þegar svo var komið, var á fundi sambandsstjórnarinnar hinn 31. marz 1939, bókað eftirfarandi: „Haraldur Guðmundsson skýrði frá því, að þing- menn Alþýðuflokksins hefðu komið saman á fund og orðið sammála um að skýra Framsóknarflokkn- um frá því, að ef Framsóknarflokkurinn legði fram gengisfrumvarp, myndi Alþýðuflokkurinn leggja fram breytingSrtillögur þær, er sambandsstjórn hefði komið sér saman um á fundi daginn áður, og færi afstaða einstakra þingmanna Alþýðuflokksins eftir því, hve mikið af þeim breytingartillögum yrði samþykkt og enn fremur möguleiki fyrir því, að einhverjir einstakir þingmenn yrðu méðflutnings- menn frumvarpsins.“ ' Að umræðum um þetta mál loknum var í sam- bandsstjórn samþykkt sú tillaga, að hún gæti eftir atvikum fallizt á að þessi málsmeðferð yrði viðhöfð. Eins og alkunnugt er, voru síðan samþykkt á Al- þingi í byrjun aprílmánaðar 1939 lög um gengis- skráningu og ráðstafanir í því sambandi. Að til- hlutun Alþýðuflokksmanna fengust þau fyiflbrmæli inn í löggjöfina, að kaupgjald ófaglærðs verkafólks og sjómanna hækkaði :rá 1. júlí j.939 sem næmi helmingi þeirrar hækkunar á framfærslukostnaði, sem orðið hefði, ef hækkunin næmi ekki yfir 10%, en % af því, sem hækkunin kynni að fara yfir 10%. En um leið var kaupgjaldið bundið með lögum til 1. apríl 1940. Mér þykir ekki ástæða til að rekja ákvæði geng- islaganna nánar í þessari skýrslu, en vil undirstrika, að það, sem vakti fyrir Alþýðuflokknum, var fyrst og fremst, að auka atvinnureksturinn í landinu með viðréttingu sjávarútvegsins, og í öðru lagi, að fá í framkvæmd svo miklar launauppbætur til lág- launamanna, sem unnt væri um leið og gengislækk- unin gengi í gildi. En þegar gengismálið var þannig ákveðið, þá var enn óleyst hitt atriðið, hvort mynduð yrði sam- steypustjórn fyrrgreindra þriggja stjórnmálaflokka. Um það fóru fram ítarlegar samningatilraunir og bréfaviðskipti milli flokkanna allra, og skal ég leyfa mér að rekja aðalefni úr bréfi Alþýðuflokks- ins, sem um þetta mál fjallar, og varð grundvöll- urinn að aðgerðum hans í málinu að lokum. Þar segir svo, í höfuðdráttum að efni til: Alþýðuflokkurinn telur æskilegt að samvinna geti tekizt milli hinna lýðræðissinnuðu flokka í landinu um ráðstafanir til þess að vernda og efla lýðræðið og tryggja sjálfstæði og hlutleysi þjóðar- innar. Jafnframt er honum að sjálfsögðu ljóst, hví- líkir erfiðleikar og hættur geta steðjað að íslenzku þjóðlífi vegna stjórnmálaástandsins í álfunni og ófriðarhættunnar, sem yfir vofir, og nauðsyn þess, að höfuðst j órnmálaf lokkarnir hali samvinnu um ráðstafanir til að mæta slíkum atburðum. Samkvæmt þessu getur flokkurinn fallizt á, að tekin verði upp samvinna milli þeirra þriggja stjórn- málaflokka, er um ræðir, og vinni þeir sameiginlega að lausn þessara mála. Alþýðuflokknum er ljóst ástand sjávarútvegsins, sem stafar af aflaleysi og markaðsörðugleikum und- anfarin.ár, og nauðsyn þess að ráðstafanir séu gerð- ar til þess að bæta afkomuskilyrði hans og koma rekstri hans á heilbrigðan grundvöll. Alþýðuflokkurinn telur lausn sjávarútvegsmál- anna svo aðkallanai, að ekki sé rétt að þingið leys- ist upp án þess að tilraun sé gerð til þess að leysa þau mál. Eins teljum við, að þótt þetta þing yrði rofið og efnt til nýrra kosninga, sé ekki ástæða til að ætla, að á afstöðunni til þessara mála yrði veru- leg breyting frá því, sem nú er, á hinu nýja þingi. Hins vegar gæti svo farið, ef ekkert verður aðhafst nú þegar, að verulegur hluti útgerðarinnar stöðv- aðist áður eh hið nýja þing kæmi saman og tæki málin upp að nýju. En slíkt ástand hlyti að leiða af sér stórkostleg vandræði í gjaldeyris-, viðskipta- og atvinnumálum þjóðarinnar. En þótt við lítum þannig á, teljum við með öllu ógerlegt, að sú verðT hækkun, sem leiðir af gengislækkuninni, lendi óbætt og með fullum þunga á þeim stéttum, sem verst eru settar í þjóðfélaginu. Þau skilyrði, sem Alþýðuflokkurinn hlýtur að setja fyrir þátttöku sinni í ríkisstjórn á framan- greindum grundvelli, eru þessi, — og skulu hér raktir höfuðdrættir þessara skilyrða: 1) Að piðnlærðu verkafólki, sjómönnum og öllum þ^im, sem kaup taka í peningum eftir samningum milli stéttarfélaga og atvinnurekenda eða viður- kenndum töxtum, svo og láglaunafólki í öllum stéttum ,enda þótt iðnlært sé eða fastlaunað, sem hefir undir 3600,00 kr. árstekjur í Reykjavík og hlutfallslega lægra í öðrum landshlutum eftir viss- um reglum, verði tryggð með lögum kauphækkun. ekki síðar en 1. júlí 1939, og síðan aftur 1. jan. 1940, og eru þar tilgreind ákvæði þau, er síðar voru setl í gengislögin, er ég áðan nefndi. 2) Að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að koma á húsaleigulögum, verðlagseftirliti og öðru, er dragi sem mest úr dýrtíðinni, er gengisbreytingin hefði í för með sér. 3) Að .ekki yrði dregið úr opinberum framkvæmd- um eða atvinnubótum. 4) Að tollar á nauðsynjavörum yrðu ekki auknir, en ráðstafanir gerðar til þess að ná sköttum a£ vaxtafé. 5) Að umbótalöggjöf sú, sem Alþýðuflokkurinn hefir staðið að, verði ekki skert. 6) Að ríkisstjórnin beiti sér fyrir almennri at- vinnuaukningu í landinu, m. a. með því að öll skip, sem til þess eru hæf, verði gerð út; að tryggður verði gjaldeyrir til þess að fá ný skip; að veitt verði fé til styrks og lána til bygginga nýrra vélbáta; að lögð verði fram Vz millj. kr. á árinu 1939 og Vz millj. kr. 1940 sem lán og styrkur til byggingar verkamannabústaða í Reykjavík, og samsvarandi upphæð miðað við íbúatö}u annarra bæja og kaup- staða; að æskulýðsvinna verði aukin og skipulögð;, að ríkið og Reykjavíkurbær reyni allt, sem unnt er til að hrinda í framkvæmd hitaveitunni. Á fundi sambandsstjórnar 14. apríl 1939 var síð- an samþykkt að ganga til stjórnarmyndunar méð Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum á. grundvelli þeirra mála, er ég hefi lýst hér að fram- an, og á þeim fundi valdi stjórn Alþýðuflokksins og síðan þingflokkurinn Stefán Jóhann Stefánsson sem fulltrúa sinn í ríkisstjórninni. Þessi ríkisstjórn tók við völdum 18. apríl 1939 og hefir starfað síðan. Þegar stórveldastyrjöldin brauzt út, var öllum það ljóst, að vegna áhrifa hennar myndi vaxa veru- lega dýrtíð í landinu. Á haustþinginu 1939 kom það þegar til orða, að breyta þyrfti fyrri ákvæðum gengislaganna um upp- bætur til handa verkamönnum, sjómönnum og öðr- um láglaunastéttum vegna hraðvaxandi dýrtíðar. Að lokum náðist um þetta samkomulag milli allra. þriggja stjórnarflokkanna um árainótin 1939 og 1940. Samkomulag þetta var samþykkt á Alþingi 4. janúar 1940 sem breyting við gengisskráningar- lögin. Var þar m. a. ákveðið, að lögin hvað snerti kaupgjaldsbindinguna skyldu gilda út allt árið 1940. En um leið voru gerðar mikilvægar breyting- ar um uppbót á kaupgjaldi, bæði á þá leið, að þær náðu til miklu fleiri manna en áður, eða til allra verkamanna, sjómanna, verksmiðjufólks og iðnaðar- manria, sem kaup taka samkvæmt samningum milli atvinnurekenda og stéttarfélaga, eða kauptöxtum, sem stéttarfélögu hafa sett eða giltu fyrir gildistöku þessara laga.' Kaupuppbótin var ákveðin minnst 75% af auk- inni dýrtíð, reiknað út ársfjóröungslega eftir á, og allt upp í 80% af aukinni dýrtíð. Þessi ákvæði náðu til allra þeirra, er höfðu 1,50 kr. eða minna um tímann. í öðrum flokki eru svo þeir, sem hafa í kaup krónur 1,51—2,00 á klukkustund, og skyldi hækkun þeirra nema % af framkominni dýrtíðar- aukningu, og í 3. flokki kaup þeirra manna, sem hafa 2,00 kr. á klukkustund, og á launauppbót þeirra að nema Vz af dýrtíðaraukningunni. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.