Alþýðublaðið - 15.11.1940, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 15.11.1940, Qupperneq 3
FÖSTUDÁGUR 15. NÓV. 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ —---------- ALÞTÐUBLAÐIÐ--------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau A I, ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦--------------------------------------------♦ Iftir árásina á ntanríkismálaráðlierrann. BLÖÐ SjálfstæÖisflotoksins, Vísir og Morgu'nblaðið, virðast nú hafa séð sér þiann kost vænstan, aÖ láta árásir sín- ar á utanríkismálarábherrann niður falla. Að\minnsta kosti eru þær hættar i bili. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekk- ert annað haft, en hneisu, af frumhlaupi þeirra. Öllum hugs- andi mönnum er það nú Ijóst, að árásirnar á utanríkismáiaráð- herrann voru algerlega tilefnis- laúsar, og krafan um það, að hann afsalaði sér utanríkismálun- um, sett fram, „án þess að bent væri á nokkrar misfellur í embr ættisrekstri hans,“ eins og Tím- inn, flokksblað forsætisráðherrans og viðskiptamálaráðherrans, komst að orðh á þriðjudaginn í þessari viku. Hins vegar var það upplýst í blaðaumræðunum, sem út af þessum árásmn spunnust, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði þegar áður fgert tvær árangurs- lausar tilraunir til þess að sölsa 'undir sig embætti utanríkismála- ráðherrans og ekki hikað við það, að stofna til stríðs í stjóminni út af því, strax fyrstu dagana eftir að konungsvaldið og æðsta stjórn utanríkismálanna var flutt inn í Iandið í vor, þegar við áttum í fyrsta skipti að sýna það, að við hefðum samheldni til þess, að fara sjálfir með öll æðstu mál þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokksblöðin gerðu það að aðalárásarefni á utan- ríkismálaráðherrann, að hann hefði ekki „stöðvað skrif Alþýðu- blaðsins" á móti þýzka nazism- anum og með lýðræðisþjóðunum í því stríði, sem nú stendur yfir, Og töldu hann með því hafa brugðizt þeirri skyldu sinni að vaka yfir hlutleysi landsins! Aldrei hefir hlægilegri árás verið gerð á utanríkismálaráÖherra i noklkru hlutlausu og lý^frjálsu tandi! I fyrsta lagi er það ekkert brot á hlutleysi landsins, þó að Alþýðublaðið taki afdráttarlausa afstöðu með lýðræðisþjóðunum á móti þýzka naziSmanum. Og í öðru lagi er prentfrelsi ríkjandi á landi hér, og hvorki utanrikis- málaráðherrann né stjórnin yfir- leitt getur „stöðvað skrif“ blað- anna, nema með þvi að brjóta stjórnarskrána. En blöð Sjálfstæðisflokksins höfðu að vísu þessar staðreyndir að engu. Þau reyndu að læða þeirri nazistisku túlkun á hlut- leysinu inn hjá þjóðinni, að það nægði ekki, að ríkið væri hlut- laust, heldur yrðu blöðin og ein- staklingamir einnig að vera það, og notuðu siðan slíka fölsun á hlutleysishugtakinu sem átyllu til árása á utanríkismálaráðherrann, af því, að hann hefði ekki „stöðv- að skrif Alþýðublaðsins" á móti þýzka nazismánum og bælt þann- ig niður prentfrelsið í landinu! Það er nákvæmlega sama krafan og sendiherrar og ræðismenn þýzktu nazisfastjómarinnar hafa verið með úti um allan heim undanfarin ár til þess að hindra, að nokkiur gagnrýni fengi að koma fram á nazismanum! En nú er allur þessi málatil- búningur Sjálfstæðisflokkshlað- anna fallinn um sjálfan sig. Og ekkert hafa þau haft upp úr hon- um annað en það, að gera sig og nokkurn hl'uta Sjálfstæðisflokks- ins enn einu sihni opinberan að daðri sínu við nazismann. Enda leynir það sér ekki, að þau eru farin að finna það sjálf. Þess vegna keppast þau nú við að sverja af sér nazismann og lofa Sjálfstæðisflokkinn fyrir einlægni hans við lýðræðið. Við kaupum daglega fyrst um sinn allar algeng- „Sjálfstæðisflokkurinn," sagði Vísir í ritstjómargrein sinni í gær, „hefir ekkf gert neinar gæl- ur við öfgaflokkana. Éf fyrrver- andi stjómarflokkar hefðu tekið jafn ákveðna afstöðu. gegn kbm- múnistum og Sjálfstæðismenn gegn nazismanum, hefði komm- únisminn aldrei fengið að vaða hér uppi svo, sem raun er á. Sjálfstæðismenn neituðu að hafa nokkur mök við nazista. Þess vegna kafnaði hreyfingin í fæö- ingunni." ar tegundir af tómum flöskum og ennfremur tóm glös af öllum tegundum, sem frá okkur eru komin, svo sem undan bökunardropum, hárvötn- um og ilmvötnum. — Móttakan er í Nýborg. Áfengisverzlun ríkisins. Jú, þeir „neituðu" laglega „að hafa nokkur mök við nazista!" Þegar nazistar hófu göngu sína hér skrifaði einn af núverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins i Morgunhlaðið: „Við bjóðum þjóðernishreyfing- una velkomna. Hvort sem þeir, er að henni standa, k'altast þjóð- ernissinnar, eða annað því líkt, eiga þeiir að tilheyra hinni ís- lenzku. sjálfstæðisstefnu og eru hluti af Sjálfstæðisflokknum"! Allir vita, að nú er þetta enn- þá sannara, en þegar það var skrifað. Nazistarnir eru í dag „hluti af Sjálfstæðisflokknum“ og halda þar áfram moldvörpu- starfi sínu. Og hver hefir afstaða Sjálf- stæðisflokksins til kommúnista verið síðustu árin? Hverjum er meira ’um að kenna, en honum, að þeir „vaða hér uppi svo, sem raun er á“? Hver hjálpaði kom- múnistum til þess að ná Dags- brún út úr Alþýðusamhandinu, nema S jálf stæðisf lokkurinn ? Sagði ekki Morgunblaðið: „Sjálf- stæðismenn segja já!“, þegar kommúnistar efndu til atkvæða- greiðslunnar um lagabreytingar sínar í Dagsbrún í því skyni? St'uddi ekki Sjálfstæðisflokkurinn kommúnista til valda í Hlíf í fyrra og var hann ekkf studdur til valda þar af þeim síðaBtliðinn vetur? Hefir ekki Sjálfstæðis- flokk'urinn fram á þennan dag stutt „landssamband". kommún- ista með því að láta Hlíf vera i því og greiða því skatt? Getum útvegað yður af lager frá Ameríku allar stærðir af hinum heimsfrægu „FRICK“ hraðfrystivélum, ásamt tilheyrandi ventlum og rörum. Leitið tilboða hjá undirrituðum áður en þér festið kaup annarsstaðar. « Einkaumboð fyrir FRICK COMPANY, Waynesboro, Pensylvania, U. S. A. IMslS Jénssoaa & Go. h.f. Bárugötu 2. Sími 1744. eftir A. Krarup-Nielsen, í þýðingu Karls ísfelds, er nú komin í bókaverzlanir. Skemmtileg bók handa ungum og gömlum. Og hefir ekki Sjálfstæðisflokk- urinn tvö wndanfarin ár ver- 4ð í bandalagi við kommúnista í bæjárstjórn Norðfjarðar og stjórn- að þar með þeim? Og slíkur flokkur — sem hefir nazistana innan sinna vébanda, og hefir um lengri tíma verið ýmist leynt eða ljóst í banda- lagi við kommúnista — hælir sér af því, að „hafa ekki gert neinar 'gælur við öfgaflokkana11! Hlutav. happdrætti Kvennad. Slysavarnafélags ísL sem dregið var um hjá lögmanni 14. þ. m.: 318, 319, 1022, 1139, 1198, 1406, 1529, 1558, 1675, 1832, 1873, 2117, 2143, 2392, 2442, 2807, 2808, 3418, 3588, 3638, 3645, 3781, 3862, 4141, 4529, 4610, 4701, 4900, 5218, 5222, 5493, 6364, 6448, 6832, 7220, 7237, 7446, 7681. Fólk er góðfúslega beðið að framvísa vinn- ingsseðlum á skrifstofu Slysa- varnafélagsins í Hafnarhúsinu. Þessar breytingar á gengislögunum voru sam- þykktar af stjórn Alþýðusambandsins hinn 1. jan- úar 1940, og eru enn í gildi, en falla úr gildi 1. jan- úar næstkomandi. Munu nú flest verkalýðsfélög hafa sagt upp samningum til þess að geta gert á þeim breytingar um áramótin. Er þess að vænta. að sam- komulag geti orðið um nýja kaupsamninga, því að áherzla var á það lögð af öllum þremur stjórnar- flokkunum, að lögbinding kaupgjaldsins væri aðeins til bráðabirgða, en hið eðlilega væri í þeim efnum, að aðilar sjálfir semdu án afskipta löggjafarvaldsins. III. SfÓRV-ELDASTYRJÖLDIN. N Eins og kunnugt er, var óttinn við að stórvelda- - styrjöld kynni að brjótast út, ekki hváð sízt ástæðan til þess, að samstjórn' þriggja stærstu flokkanna var mynduð í apríl 193S. Enda fór það því miður svo, að um mánaðamótin ágúst og september 1939 brauzt stríðið út, eins og allir vita. Flestar þjóðir, hvort sem þær hafa tekið virkan þátt í stríðinu eða reynt að verjast því, og hvort sem þær hafa getað haldið hlutleysi sínu eða ekki, hafa farið inn á þá braut eftir að stríðið skall á, ef þær voru ekki búnar að því áður, að mynda samstjórn stærstu flokkanna. Það varð líka strax ljóst eftir að stríðið brauzt út, að nauðsynlegt var að unnið væri sáman af al- hug að vissum málum, því að svo margur vandi steðjaði að ríkisstjórninni á þeim tírnum, að erfitt hefði orðið fyrir hvaða flokksstjórn sem var, að halda svo á málum að vel yrði við unað, þegar um harða stjórnarandstöðu hefði verið að ræða. Ofan á alla erfiðleika styrjaldarinnar, s. s. lokun markaða okkar íslendinga í mörgum löndum, erfiðleikum á sölu afurðanna og innkaupum nauðsynjavara bætt- ist svo það, að 9. apríl s.l. hertóku Þjóðverjar sam- bandsland okkar, Danmörku. *Þá þegar þótti sýnt, að sambandið milli íslands og Danmerkur myndi ekki geta orðið með sama hætti og áður. Þess vegna samþykkti Alþingi einurn rómi hinn 10. apríl 1940 að táka konungsvaldið í hendur íslenzku ríkisstjórn- arinnar og að fela henni algerlega meðferð utan- ríkismála. Þéssi einróma s-amþykkt Alþingis mun yfirleitt hafa verið talin sjálfsögð af Iandsmönnum og meðal erlendra ríkja, og mælst vel fyrir og ekki hafa þótt annað en eðlilég eins og á stóð. En svo steðjuðu nýir atburðir að okkur þegar Bretar hertóku ísland hinn 10. maí s.l. Ný og vandasöm verkefni komu fyrir ríkisstjórn- ina, viðfangsefni, sem þurft hefir*að glíma við alla tíð síðan og oft hafa verið örðug, þótt segja megi að þau hafi verið leyst sæmilega. Að sjálfsögðu mót- mælti íslenzka ríkisstjórnin hernáminu kröftuglega og um leið treystir hún þeim orðum brezku ríkis- stjórnarinnar, að setuliðið hverfi héðan strax í stríðs- lok' með öll sín hernaðartæki. Eins vill íslenzka rík- isstjórnin og þjóðin öíl vænta, að það verði efnt, sem Bretar lýstu yfir við hernámið, að engin af- skipti verði höfð af innanlandsmálum, fyrir utan þær ráðstáfanir, sem beint standa í sambandi við hernámið og hernaðaraðgerðir, sem eru óhjákvæmi- legar. — Þótt öðru hvoru hafi risið ágreiningur um það, hvort þessi yfirlýsing hafi verið haldin eða ekki, má þó segja, að í höfuðatriðum standi föst með reynzlunni sú yfirlýsing Breta, að íslendingar sjálfir skuli fara með sín eigin mál. IV. LÖGGJAFARSTARFSEMIN 1939 OG 1940. Auk gengislaganna, sem áður hafa verið nefnd, og sett voru árið 1939, og ráðstafana þeirra, er gerð- ar voru hér þegar Danmörk var hertekin, þykir mér hlýða að geta einstakra mála, sem afgreidd hafa verið á alþingi 1939 og 1940, sem sérstaklega snerta hagsmuni og stefnu Alþýðuflokksins. Á Alþingi 1939 voru afgreidd m. a. lög, er gerðu sveitar- og bæjarfélögum auðveldara um innheimtu útsvara, en það var orðið mjög hættulegt fyrir mörg þeirra, hve erfitt var um innheimtu þessara gjalda. Alþýðuflokkurinn studdi nokkuð að þessari laga- setningu og hafði áhrif á samþykkt, laganna á Al- þingi. Þá voru og sett lög um stríðstryggingu íslenzkra skipshafna, þar sem stofnað var íslenzkt vátrygg- ingarfélag í því skyni að hafa með höndum stríðs- tryggingu á íslenzkum sjómönnum. Þá voru einnig Niðurlag á morgun.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.