Alþýðublaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 1
C! RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR Alþýðusambandsþingið: Síðari umræða um skipu- lagsbreytinguna hóf st í dag. ----4--- Atkvæðagreiðsla f er f ram á morgun SÍÐARI UMRÆÐAN um frumvörpin til laga fyrir Al- þýðusambandið og Alþýðuflokkinn hófst á Alþýðu- sambandsþinginu eftir að fundur var settur klukkan hálf tvö í dag. Er búizt við, að henni verði lokið í kvöld eða á morgun og því næst gengið til atkvæða um frumvörp- Guðm. Jónsson frá Narfeyri, 2. varaforseti sambandsþings. Runólfur Pétursson. m. Fyrri umræðu um frum- vörpin lauk í gær kl. 5 og hafði hún þá staðið í ' tæpar 14 klukkustundir. Fóru umræðurnar mjög vel fram, en að þeim loknum, fór fram atkvæðagreiðsla um dag- skrártillögu Magnúsar H. Jóns- sonar, þess efnis, að vísa málinu frá, og var hún felld að við- höfðu nafnakalli með 71 at- kvæði gegn 6, en 22-fulltrúar voru ekki viðstaddir, þegar at- kvæðagreiðslan fór fram. Var frumvörpunum vísað til nefndar, frumvarpinu til laga fyrir Alþýðusambandið til sam- bandslaganefndar og frumvarp- inu til laga fyrir Alþýðuflokk- inn til flokkslaganefndar, og störfuðu þær báðar í gærkveldi, langt fram á nótt. Eftirtaldir fulltrúar tóku þátt í umræðunum í gær: Jón Sigurðsson (Verkalýðsf. Hólmavíkur), Hálfdan Sveins- son (Verkalýðsfél. Akraness), Ólafur H. Einarsson (Iðja), Iroðaleo loftárás á Coven- try á Enfllandl í fyrrinátt. Stórbrunar á mörgum stöðum og áætlað að 1000 maims hafi farizt eða særst. EINHVER HRYLLILEGASTA LOFTÁRÁSIN, sem.gerð hefir verið í stríðinu hingað til, var gerð af Þjóðverj- um á ensku iðnaðarborgina Coventry, suðaustur af Birm- ingham, í fyrrinótt og stóð óslitið alla nóttina. ' Sprengjuflugvélarnar komu í mörgum hópum og er talið, að samtals hafi um 500 flugvélar tekið þátt í árás- inni. Þungum sprengjum og eldsprengjum var varpað á víð og dreif yfir borgina, og stóð hún á mörgum stöðum innan skamms í björtu báli. Var eldbjarminn svo mikill yfir borginni, að tunglið bliknaði. Ógurlegt tjón varð af árásinm. Áætlað var í gærkveldi, að um 1000 manns hefðu farizt eða særst, Og fjöldamörg íbúðar- hús, verzlunarhús, sjúkrahús og kirkjur brunnu til kaldra kola eða stórskemmdust, þar á meðal gamalt bænahús frá 14. öld. Sprengjuf I ugvélar Pjóðverja, sem samkvæmt þýzkum tilkynn- ingum vörpuðu hver um sig nið- Frh. á 3. síðu. Arngrímur Kristjánsson (Alþ.- flokksfél. Rvíkur), Kjartan Ól- afsson (Alþ.fl.fél. Sauðárkr.), Ólafur Friðriksson (Sjóm.fél. Rv)., Haraldur Guðmundsson (Alþ.fl.fél. Rv.), Kristján Guð- mundsson (Verkamf. Báran, Eyrarb.), Stefán Stefánsson (Alþ.fh’fél. ísafj.j, Guðm. Jóns- son (Alþ.fl.fél. Stykkish.), Al- exander Guðmundsson, Sigríð- ur Hannesdóttir (Vkf. Fram- sókn), Runólfur Péturs. (Iðja), Jónas Guðmundsson (Alþ.fl.fél. Rv.), Magnús H. Jónsson (Hið ísl. prentarafélag). Fnlltrúarnir. Alþýðusambandsþingið er nú fuillskipað, og eiga eftirfarandi fulltrúar sæti á þvi: Aðalheiður S. Hólm, Starfs- stúlknafélagið Sókn. Agnar Gunnlaugsron, Vlf. Víðdæl. Ágúst Elíasson, Vlf. Bolungav. Ágúst Hóhn, Sjómf. Reykjavíkur. Alexander Guðjónsson, Iðja, Rvík. Anna Karlsdóttir, Sveinaf. hárgr. Arrigrímur Kristjónsson, Alþflf. Reykjavíkur. Arnmundur Gíslason, Vlf. Akran. Ásbjörn Guðmundsson, Bifr. Hr. Ásgeir Ásgeirsson, Stúdf. Alþfl. Ásgeir Torfason, Sjómf. Rvíkur. Axel Oddsson, Bifr. Hreyfill. Bjarni Siefánsson, Sjómf. Rvíkur. Björn Guðbrandsson, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikrir. Björn Bl. Jónsson, Alþf. Eskifj. Emil Jónsson, Alþf. Hafnarfj. Einar M. Jóhannéss., Alþf. Húsav. Finnur Jónsson, Vlf. Baldur, ís. Gíslína Magnúsdótlir, Vkf. Frains. Guðgeir Jönsson, Bókbf. Rvíkur. Guðjón Baldvinsson, Alþf. Rvk. Guðjón Bjarnason, Vlf. Bolungav. Guðm. I. Guðmundsson, Alþf. Rv. Guðm. Helgasom, Sjómf. Jötunn. Guðm. Jóhannsson, Blikksm. Rv. Guðm. Jónsson, Alþf. Stykkish. Guðm. Kristjánsson, Vlf. Bald. Is. Guðm. R. Oddsson, Alþf. Reykjav- Guðm. Kr. Ólafsson, Vlf. Akran. Guðm. Þ. Sigurgeirsson, Verklfé!. Kaldranairesshrepps. Guðrún Sigurðard., Vkf. Frams. Guðrún Sigurðard., Vkf. Fram- tiðin, Hafnarfirði. Guðrún Nikulásd. Vkf. Framt- Hf. Frh. á 4. síðu. LAUGARDAGUR 16. NÓV. 1940. 272. TÖLUBLAÐ KEITEL. BADOGLIO Er ný sókn nMuh veManna í aðsigi ? Keitel og Badoglio yfirhershöfðingjar þeirra á ráðstefnu i Innsbruck. Tyr ARGT þykir nú benda til þess, að nýir stórviðburðir ^ séu í aðsigi í stríðinu, og að möndulveldin séu að undirbúa nýja sókn, ef til vill á fleiri en einum stað. Það þykir benda mjög í þessa átt, að Keitel marskálkur, forsetinn í herforingjaráði Þjóðverja, og Badoglio marskálkur, forsetinn í herforingjaráði ítala, komu saman á ráðstefnu í Inns- briick í Tyrol í gær ásamt mörgum aðstoðarmönnum sínum. Líklegt þykir, að þeir séu að ráðgast um, hvað gert skuli suður á Balkanskaga, þar sem styrjöldin milli Ítalíu og Grikk- lands hefir nú staðið í þrjár vikur, án þess ítölum hafi orð- ið nokkuð ágengt, nema síður sé. Er búizt við að svo geti far- ið á hverri stundu, að Þjóðverj- ar skerist þar í leikinn til hjálp- ar ítölum. En mögulegt, og meira að segja sennilegt, er tal- ið, að ítalski herinn í Lybiu verði um leið látinn hefja hina margumtöluðu sókn gegn Egyptalandi. Suner í annað sinn i leið til Berllnar. Þá er einnig uppi orðrómur um það, að þýzk árás sé í und- irbúningi á Gibraltar, hið ram- byggða hamravígi og herskipa- lægi Breta þar. Suner, hinum nýja utanrík- ismálaráðherra Spánar,' héfir veríð boðið til Berlínar af Rib- bentrop utanríkismálaráðherra Hitlers, og fór hann yfir landa- mæri Frakklands og Spánar í gær, á leið þangað. Það er í ann- að.sinn, sem Suner fer á þessu hausti til Berlínar, og er þessi nýja för hans sett í samband við orðróminn um væntanlega árás á Gibraltar. Það vekur líka mikla eftir- tekt, að ameríksku fréttastof- unum Associated Press og Uni- ted Press hefir verið bannað af spænsku stjórninni að senda eftirleiðis fréttir frá Spáni. Nýja kirkjan á Ak- nreyri vgð á morgnn VÍGSLA hinnar nýju Akur- eyrarkirkju fer fram á morgun og framkvæmir Sigur- geir Sigurðsson biskup vígsl- una. Byrjað var á gruuiiii kirkjurmar í september 1938, og unnu aðal- lega skólapiltar verkið í ákvæðis- vinnu. Guðmundur Ólafsson bygg- imgarmeistari byggði uindiirsitöður og kjallara. En aðalbygginguna ,tóku í ákvæðisvinnu byggingar- meistaramir Ásgeir Austfjörð, Þiorsteinn Þorstednsson frá Lóni og Bjarni Rósantsson. Indriði Helgason rafvirkjameistari hafði umsjón með raflögnum. Raftækja- verksmiðja Hafnarfjarðar sá Um hitunartækiu. ósvald Knudsen málarameistari lannaðist máln.iingu. Bekki smíðaði Kristján Aðal- steinsson húsgagnameistari, en Ólafur Ágústsson húsgagnameist- ari smíðaði altari og kórumbún- að. Lágmyndir á söngloftsgafli gerði Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari. Guðjón Samúelsson, húsameistari rikisins, gerði upp- drætti að kirkjunni og hafði yfir- umsjón smíðinnar. Formaður sóknamefndar, Kristján S. Sig- urðsson, hafði og umsjóin með verkinu. ---------:---------------------1 Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari spilar á morgun kl. 3 í Gamla Bíó á vegum Tónlistar- félagsins fyrir styrktarfélaga þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.