Alþýðublaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 16. NÓV. 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ Skýrsla Stefáns Jóh. Stefánssonar, flntt á Al- þýðusambandspingi þann 13. nóvember 1940. Niðurlag. samþykkt önnur lög um stríðsslysatryggingu sjó- manna, sem lögfestu hvernig tryggingum skyldi hagað, og hve háar bætur gjaldast. Eru þau lög fengur fyrir íslenzka sjómannastétt. Einnig voru samþykkt lög um hækkun slysabóta, uppbætur á ellilaun og örorkubætur. Var það rnikil og sjálfsögð endurbót, sem nauðsynlega þusípi að komast á, þegar dýrtíðin í landinu fór svo mjög vaxandi. Alþýðuflokkurinn átti frumkvæði að setn- ingu þessara laga, og nú hafa í haust verið gefin út bráðabirgðalögr er væntanlega verða samþykkt á næsta Alþingi.'er setja þessar uppbætur í fast form og til frambúðar. Néfna má lög um verðlagsuppbætur á laun emb- ættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofn- ana. Alþýðuflokknum var það að sjálfsögðu ljóst, að embættis- og starfsmenn hins opinbera þurftu að fá launauppbætur með vaxandi dýrtíð, einkum hinir láglaunuðu. Studdi hann því eindregið að sam- þykkt þessara laga í höfuðatriðupn. Þá voru og sett lög um eftirlit með sveitarfélög- um, sem eiga að gera það að verkum, að hægt verð- ur að koma á ýmsum endurbótum í rekstri þeirra sveitarfélaga, sem hafa undanfarið átt örðugast fjár- hagslega. Þá voru sett lög um húsaleigu, sem tryggja að hún hækki ekki. Einnig voru samþykkt lög um breytingar á al- þýðutryggingalögunum, og felast í þeim ýmsar um- bætur og viðaukar. Miðar það í sömu átt og Alþýðu- flokkurinn hefir viljað vinna að undanfarið, að bæta og fullkomna tryggingarlöggjöfina, sem fyrir hans atbeina var sett á sínum tíma, og mun þegar stundir líða verða ein þýðingarmesta öryggisráðstöfun al- þýðumanna á íslandi. V. ÁHRIF STYRJALDARINNAR Á ÞJÓÐAR- HAG. Eins og minnzt hefir verið á hér að framan, þá fór margt úr fyrri skorðum þegar stríðið skall á, sérstaklega er stundir liðu fram. Á Alþingi 1938 höfðu verið sett lög, er höfðu í sér fólgið skattfrelsi fyrir togaraútgerðina. Þessu var breytt þannig síð- ar, að skattfrelsið náði til allrar útgerðar. En ein af stórfelldustu breytingum stríðsins á okkar hag var hækkunin á ísfiskverði í Bretlandi — svo stórkost- leg verðhækkun, að í annan tíma hafa ekki slíkar sölur átt sér stað á íslenzkum framleiðsluvörum og ekki annar eins gróði komið inn í landið á jafn- skömmum tíma og sá, sem þeir hafa fengið, er þennan atvinnurekstur hafa haft með höndum. Af þessu hefir leitt, að útgerðarfyrirtækin, sem skuld- ugust voru, hafa greitt upp skuldir sínar, en hin safnað miklu fé. Liggur því í augum uppi hversu fjarlægt það er og óviðunandi, að þeir, sem mestar tekjur hafa af völdum stríðsins, skuli vera undan- þegnir skatti. Alþýðuflokkurinn hefir lagt á það mikla áherzlu, að skattfrelsislögin verði afnumin, og mun ekki verða við annað unað, en að sveitar- og bæjarfélög, ásamt ríkissjóði, fái útsvör og skatta frá þeim mönnum, sem mestar tekjur hafa haft þetta og síðastliðið ár. Er þess að vænta, að því máli verði ráðið til lykta á næsta Alþingi, og þá þegar í byrjun þings, á þann veg, er ég áðan nefndi. I því sambandi vil ég geta þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir, a. m. k. á síðasta Alþingi, lýst sig algerlega andvígan því, að skattírelsi útgerðarinnar verði af- numið, þótt þess megi vænta, að andstaða flokksins verði ekki eins sterk og áður, enda mun meginhluti allrar íslenzku þjóðarinnar heimta breytingu á þess- ari löggjöf. í annan stað vil ég nefna þær breytingar, sem orðið hafa á verðlagi í landinu síðan stríðið skall á. Af eðlilegum ástæðum hafa útlendu vörurnar hækk- að mjög í verði, þótt misjafnlega mikið hafi verið. 'Yirðist svo sem verðlagsnefnd hafi ekki haft fullt vald á þessum málum og ekki tekizt að halda verð- inu niðri. Getur þar margt komið til greina, m. a. að farmgjöld séu óeðlilega há, en engin löggjöf, sem heimilar eftirlit með þeim. Ekki hefir heldur verið notuð heimild sú, sem fjármálaráðherra er veitt í tollskránni til þess að taka ekki toll af stríðs-farm- gjöldum, heldur aðeins venjulegri farmgjaldaupp- hæð. Hvorttveggja þyrfti að sjálfsögðu að leiðrétta og gæti það haft nokkur áhrif á verðlag aðfluttrar vöru. En það, sem mestan ugg hefir vakið og sætt harðastri ádeilu, er hin mikla verðhækkun innlendra afurða, sem sérstaklega hefir orðið síðari hluta sum- arsins og nú í haust. Það er ekki einungis kjöt og mjólk, heldur einnig kartöflur og aðrir garðávextir, svo og allur fiskur, sem hafa stórhækkað í verði. — Nefndir, sem starfa samkvæmt sérstökum lögum, hafa haft með ákvarðanir á verði margra þessara afurða að gera, en upprunalega voru ákvæði í geng- islögunum um það, að verðlag kjöts og mjóikur mætti ekki hækka meira en kaupgjald í landinu. En þessi ákvæði voru burtu felld með breytingum á lögunum um áramótin 1939/1940. Hefir flestum ef ekki öllum neytendum við sjávarsíðuna fundizt að boginn hafi, með hinni miklu verðhækkun þess- ara afurða, verið spenntur of hátt, og að dýrtíðin í landinu hafi fyrir þessar sakir vaxið óeðlilega og óþarflega mikið. Hefir Alþýðuflokkurinn í ræðu og riti andmælt þessum verðlagsbreytingum íslenzkr.a landbúnaðarafurða, sem og verðhækkun á fiski inn- anlands, er orðið hefir mjög mikil. Ber brýna nauð- syn til að hindra slíka gífurlega verðhækkun á nauð- synjavörum almennings, því að í kjölfar þeirra hlýtur að sigla hækkað kaupgjald. Mun þannig myndast skrúfa upp á við, sem leiðir til ófarnaðar að lokum. Verður það án efa verkefni næstu tíma að finna einhverjar skynsamlegar aðferðir til að bæta úr þeim mistökum, sem orðið hafa í þessum efnum. , VI. REYNZLAN AF SAMSTJÓRNINNI. Mér kann að vera málið of skylt til að geta hlut- laust dæmt um, .hvernig samstjórnin hefir reynzt það hálft annað ár, sem af er starfstíma hennar. Þó mun mega segja, að myndun hennar hafi verið eðlileg og næstum óumflýjanleg eins og þá var háttað, og enn meiri þörf hefir verið fyrir sam- stjórn eftir að styrjöldin hófst. Að sjálfsögðu hlýtur að vera ágreiningur um ýms mál innan slíkrar stjórnar. Flokkarnir, sem að samstjórninni standa, hafa mismunandi sjónarmið og skoðanir eru skipt- ar um mörg höfuðþjóðmál. Af því leiðir, að fara verður samkomulagsleið til hins ítrasta, og vel má svo fara, ef gengið er á rétt einhvers flokks, er þátt tekur í stjórninni, að hann sjái sér ekki annað fært en slíta samvinnunni. Það er kunnugt, að Sjálfstæð- isflokkurinn hefir undan því kvartað undanfarið, að lítið hafi verið gert af breytingum í þá átt, sem hann hefði kosið, og vitanlega hefði Alþýðuflokkur- inn kosið að margt hefði verið gert á aðra lund, bæði á Alþingi og í ríkisstjórn, ef hann hefði fengið því ráðið. Það er hlutverk stjórnar Al- þýðuflokksins og þingmanna hans, að segja til um afstöðu Alþýðuflokksins til framhaldandi stjórnar- samvinnu, og skal ég ekki ræða það atriði frekar. VII. STÖRF ALÞÝÐUSAMBANDSINS OG ALÞÝÐUFLOKKSINS. Störfin hafa verið með líkum hætti og undan- farin ár, en þó að mörgu leyti mótuð af hinum óvenjulegu tímum s.l. kjörtímabil, m. a. lögfestingu kaupgjaldsins og ýmsum ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið vegna stríðsins. Stjórn Alþýðusambands- ins hefir þó eftir mætti reynt að hafa lifandi sam- band við félögin úti um land, bæði verkalýðs- og stjórnmálafélög. Eins og undanfarið hefir Alþýðu- sambandið starfrækt skrifstofu hér í Reykjavík, — haft þar sérstakan framkvæmdarstjóra, Óskar Sæ- mundsson” og einnig erindreka, Jón Sigurðsson, er ferðast milli verkalýðsfélaganna. Á síðastliðnu vori var einnig ráðinn sérstakur stjórnmálaerindreki, Ragnar Jóhannésson, cand. mag., og hefir þann ferðast nokkuð milli Alþýðuflokksfélaganna og stutt að stofnun nýrra félaga og á allan hátt reynt að efla og halda við samstarfinu milli flokksfélaganna. Nú munu verða lagðar fyrir sámbandsþingið breyt- ingatillögur við skipulag Alþýðusambandsins og Al- þýðuflokksins, og fer ég ekki út í umræður um það nú. Þau mál munu verða rædd sérstaklega hér á þinginu. — En að lokum vil ég geta þess, að Al- þýðuflokkurinn hefir nú eins og áður leitast við að halda uppi sambandi við bræðraflokkana í öðr- um löndum, og áður en ófriðurinn. hófst var kominn meiri skriður á samstarf við bræðraflokkana á Norð- urlöndum en nokkru sinni fyrr. Einn þáttur í því samstarfi var fundur sá, er haldinn var hér í Reykja- vík sumarið 1939, þar sem mættir voru fulltrúar frá verkalýðsfélögum og alþýðuflokkum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og rædd sameiginleg áhugamál. Þá var eins og kunnugt er haldinn mjög fjölmenn- ur útifundur á Arnarhólstúni, þar sem fulltrúar hinna erlendu bræðraflokka héldu ræður. Því mið- ur hefir þessi starfsemi að mestu leyti stöðvazt, en þess er að vænta, að þegar hinum mikla hildarleik lýkur, er nú stendur yfir, verði aftur unnt að hefja samstarfið, sem eins konar tákn þess, að um leið og alþýðuhreyfingin er þjóðleg í hverju lándi fyrir sig, þá er hún alþjóðleg og stefnir að allsherjar bræðralagi. VIII. AÐSKILNAÐUR KOMMÚNISTA OG FORNRA ALÞÝÐUFLOKKSMANNA. Eins og ljcst varð á síðasta sambandgþingi höfðu nokkrir Alþýðuflokksmenn gengið til samstarfs við kommúnista og myndað hinn svokallaða „Sósíalista- flokk eða sameiningarflokk alþýðu“. Meginhluti Alþýðuflokksins benti á, að allt slíkt samstarf við kommúnista myndi aðeins verða til ógæfu fyrir ís- lenzka alþýðu og að kommúnistar hefðu alls ekki hugsað sér að breyta til um starfsaðferðir. En því miður fóru nokkrir menn úr Alþýðuflokknum til þessa samstarfs, en óðar en varði kom það átakan- lega í ljós, að þeir Alþýðúflokksmenn, sem vöruðu við slíku samstarfi, höfðu fullkomlega rétt fyrir sér. í sambandi við rússnesk-finnska stríðið 1939 kom berlega í ljós hið rétta innræti kommúnista, þar sem þeir vörðu með oddi og egg árásarstríð stór- þjóðarinnar rússnesku gegn hinni finnsku smáþjóð. Út af þessum og öðrum ástæðum sprakk hinn svo- nefndi sameiningarflokkur í desembermánuði 1939. í blaði einu, sem út var gefið um skeið undir nafninu „Nýir tíma.r“, gerðu sumir af fornum Al- þýðuflokksmönnum nokkra grein fyrir aðskilnaðin- um. í þessari greinargerð er það undirstrikað eins ákjósanlega og hægt er, að meirihluti Alþýðuflokks- ins hafði rétt fyrir sér þegar þessi mál voru deilu- efni innan flokksins. í blaði þessu, 9. des., stendur: „Afstaða aðalblaðs flokksins (þ. e. kommúnista- flokksins) hefir verið með þeim hætti, að vonlaust var að flokkurinn gæti áunnið sér samúð, stuðning eða fylgi utan vébanda sinna.“ Og síðar í sömu grein: ,,.... varð um afstöðuná til rússnesk-finnska stríðsins þvílíkur ágreiningur, að ekki varð undan því komizt, að til átaka kæmi, þar sem öðruhvoru varð að fórna, niálum flokksins og sambandinu við fólkið eða fylgimennsku við ráðamenn Sovétríkj- anna.“ Og enn segir í sömu grein: „Þess er engin von, að sá flokkur, sem hefir áð leiðarstjörnu utanríkispólitík Sovétlýðveldanna, breytilega eftir aðstöðu þeirra einna og nú jafnvel stórveldissinnaða og yfirgangssama, geti sameinað íslenzka alþýðu undir merki sín og fylkt henni sam- einaðri til baráttu og enn síður að það yrði henni til farsæidar...í stað baráttu gegn fasisma og stríði og fyrir samvinnu og samfylkingu allra lýð- ræðisafla og lýðræðisþjóða er snúizt til að lýsa skil- yrðislaust blessun yfir griðasamningum og jafnvel bandalagi við hið nazistiska Þýzkaland um gagn- kvæma landvinninga, árásarherferðir taldar eðli- legar, ef þær koma frá Sovétlýðveldunum ....“ í sama blaði, frá 21. desember,. segir í grein eftir Pétur G. Guðmundsson: „. . . . Það er sjálfsagt að játa þá staðreynd, að tilraunin, sem við gerðum til að sameina íslenzkan verkalýð í samvinnu við kommúnista hefir mis- heppnazt. Og traust það, sem við bárum til orða þeirra og eiða, hefir reynzt að vera okkar yfirsjón.“ Átakanlegar er ekki hægt að lýsa því, hvernig fór fyrir þeim mönnum, sem voru svo ólánssamir að yfirgefa Alþýðuflokkinn, sumir vafalaust í góðri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.