Alþýðublaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 16. NÖV. 1940. alþyðíjblaðið ----------ALÞÝÐUBLAÐIÐ--------------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau AI, ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Fulltrúar verkalýðsins. Alþvðusambandspingið sitja um 100 fulltrúar. Yfir- guæfandi meirihluti þessa fólks @riu starfandi verkamenn, sjó- menn, verkakoniur og iðnaðar- menn. Aðeins fáir fulltrúanna eru starfandi í öðrúm stéttum. Flestir þessara fulltrúa hafa lagt á sig erfiði iog fjárhagslegt tjón við að sækja þetta þing. Þeir hafa kom- ið, þó að nóg væri um vinnu heima fyrir og þótt þeir töpuðu hundruðum króna á því að fara hingað til þings, en ferðin öll tekur fulltrúana utan af landi allt að þremur vikum, og suma meira. Hin mikla vinna um land allt hefir valdið því, að margir hafa þó ekki treyst sér til farar- innar, og er það mjög skiljanlegt, þegar tekið ér tillit til þess, að verkalýðurinn um land allt hefir átt við gífurlegt atvinnuleysi að sfríða mörg undanfarin ár. Fulltrúaniir, sem sitja þingið, eru helztu forvígismenn samtak- anna, hver á sínum stað, menn, sem hafa alizt upp með samtölc- unum, sumiT skapað þau í fyrstu pg lifað fyrir þau, Lifandi áhugi rlkir á sambandsþinginu og það er auiðfundið1, að fulltrúarnir eru sér þess vel meðvitandi, hve rnikið veltur á því fyrir verka- lýðshreyfinguna, að þau stórmál verði farsællega til lykta leidd, sem nú liggja fyrir þinginu. Þetta eru fulltrúar verkalýðsins í landinu. Þeir hafa ekkert annað sjónarmið en sjönarmið' verka- mannanna, sjómannanna, verka- kvenanna og iðnaðarmaranan n.-i, sjónarmið verkalýðsstéttarinnar í heild. Það er þess vegna alveg víst, Það ekkert mál verður ráðið á þingi Alþýðu. amhandsins á ann- an veg en þann, að fulltrúarnir séu þess fullvissir, að þeir geti ekki unnið betur fyrir stéttar- systkini sín. Svo að segja hver einasti full- trúi á sambandsþinginu er í Al- þýðuflokknum, örfáir munu ekki vera tengdir neinum stjórnmála- flokki. Formaður Prentarafélagsins <kagði i ræðu sinni á sambands- (þinginu í fyrradag, að alþýðan í landinu gæti ekki búizt við neinu góðu úr herbúðum íhalds, Fram- sóknar eða kommúnista, og hann bætti við: „Alþýðuflokkurinn er eini flok'kurinn, sem við verka- fnenn, hvaða vinnu sem við s'Jundum, geium treyst; það hefir reynslan sýnt.“ Þessi orð eru athyglisverð, ekki sízt fyrir það, að þau eru mælt af formanni bezt skipulagða verkalýðsfélagsins i landinu, fé- lagi, sern hefir getað trygt kjör meðlima sinna betur en flest önn- ur og þekkir því nákvæmle^a alla möguleika vefkalýðsstéttar- innar til þess að bæta kjör sín. 1 fyrradag og í gær hefir veriö rætt á sambandsþinginu mál, sem mikið veltuir á fyrir framtíð verkalýðssamtakanna. Þótt menn hafi verið nokkúð ósammála um það, hvemig þessu máli skyldi ráðið til lykta, þá hafa umræð- urnar farið fram méð hinni mestu prýði, og það hefir komið. ber- lega í Ijös, að fulltrúamir ræddu málin undantekmngarlaust til þess eins að skiptast á skoöunum með það fyrir augurn, að það mætti verða til þes,s að hið heppi- legasta ráð yrði tekið. Alþýðuflokkurinn gengur ó- frauður til baráttunnar, sem fram Lúðrasveitin Svanur 10 ára. Lúðrasveitin svanur á tíu ára starfsafmæli í dag. Verða í sambandi við af- mælið haldnir hljómleikar í út- varpinu. Lúðrasveitin „Svanur" var stofnuð 16. nóvember 1930; en þeir, sem gengust fyrir stofnun- inni, voru Hallgrímur Þorsteins- son söngkennari, dyravörður Menntaskólans, Ágúst ólafsson gasvirki og Óskar Þorkelssom verzlunarmaður. Fyrstu árin var Hallgrimur Þorsteinsson stjórnandi lúðra- sveitarinnar, en síðustu þrjú árin hefir Karl O. Runólfsson tón- skáld haft stjóm hennar á hendi, og hefir lúðrasveitin tekið mikl- Um framförum undir stjóm hans. Lúörasveitin Svanur hefir aldrei inotið neins opinbers styrks, ein vonandi verður bætt úr því, •enda er það ósk margria velunn- ara lúðrasveitarinnar. beldnr Félag Harmoniknleibara í Oddfellow-búsinu sunnudaginn 17. nóv. kl. 22. Dansað verðiir lappi og niðri Hioar vinsælo HarmoaiknU]6nisveIttr o§g hljémsveit Aage Lorange leika. Aðgöngumiðar frá kl, 5 Ath. Fyrir kl. 9 er verð aðgöngumiða kr. 3,00, eftir pann tíma kr. 4,00. Aðgangar að eins leyfður Sslendingnm. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands, Hafnarfirði. á Hótel'Björninn í kvöld kl. 10.30. í stjórn félagsins eru nú: Sveinn Sigurðsson, Elias Val- géirsfion og Hreiðar Ólafsson. LOFTÁRÁSTN á coventry Frh. af 1. síðti. ur 1000 kg. af þungum sprengjum og samtals um 30000 smál. af eldsprengjlum, flugu svo hátt, að enginn möquleiki e" á því, að þær h'afi miðað á neina sérstaka staði. Árásin er að vístu afsökuð nteð því að Goventry sé iðnaðarborg — þar eru m. a. flugvéla- verksmiðjur og ein af vopnaverk- smiðjum Vickers-Arm strong — en tjónið var hverfartdi í verksmiðj- hverfuinum á móti því sem varð já íbúðarhúsUtm og inni f miðborg- innl. SKEMMTIATRIÐI: Tvöfaldur kvartett syngur. Daníel fer með nýja sprenghlægilega brandara. Gömlu og nýju dansarnir til kl. 4. Aðeins fyrir íslendinga. NEFNDIN. TilkyHBÍng ni lfós á bifreiium. Hérmeð er athygli stjórnenda bifreiða vakin á því, að ljós á bifreiðum mega ekki vera þannig stillt, að þau villi vegfarendum sýn. Mun verða tundan er, með það fólk í fylikmg- arbrjóstí, sem skipar þetta sam- bandsþing. Forysta hans hefir fundið það nú eins og oft áður, að huigtur verkalýðsins um laud allt er með Alþýðuflokkinum, og hann getur því látið digurmæli og fríunarorð andstæðingannia sér í lé'tu rúrni liggja. haft ríkt eftirlit með að þessu sé hlýtt, og varða brot sektum allt að 1000 krónum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 16. nóv. 1940. AGNAR KOFOED-HANSEN. — ÚTBREIÐIB ALÞÝÐUBLABIB — jL trú um það, að við einlægan aðila væri að semja þar sem kommúnistaflokkurinn var. En Alþýðu- flokkurinn má vel við það una, að augu fleiri manna hafa nú opnazt fyrir því, að ekki er unnt að gera neina slíka samninga við kommúnista. Þeir eru og verða sá ofbeldisflokkur, er lýðræðissinnuð alþýða getur ekki haft við að semja. Við skulum vænta þess, að þeir, sem í góðri trú yfirgáfu Alþýðuflokk- inn, hafi nú gert sér ljóst, að þeir frömdu þar mikla yfirsjón, sem þeim ber að bæta fyrir. IX. STARFSEMI KOMMÚNISTA. En lík því, sem ég hefi minnzt á hér að framan, er öll starfsemi kommúnista á undanförnum árum. Þeir eru eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefir staðið í hreinni og beinni andstöðu við ríkisstjórnina. En ekki hefir þar verið um heiðarlegan andstæðing að xæða. Ósvífni í starfsaðferðum og algert skeyting- arleysi um hvað satt hefir verið og hvað ósatt hefir einkennt þessa stjórnarandstöðu. Það er í sjálfu sér ekki nema hollt að hafa réttmæta gagnrýni af hálfu andstöðuflokka, en á stríðstímum, hættutímum og mestu óvissutímum verður hver íslendingur, hvort sem hann er fylgjandi stefnu ríkisstjórnarinnar eða ekki, að beita hóflegum baráttuaðferðum vegna al- þjóðarheilla. Það hafa kpmmúnistar hins vegar ekki gert. Þeir hafa látlaust haldið því fram, að ís- lenzka ríkisstjórnin hafi vitað um fyrirhugað her- nám Breta löngu áður en það var framkvæmt og samþykkt það. Þetta eru helber ósannindi frá rótum. Þeir hafa í gagnrýni sinni á viðkvæmum utanríkis- málum ekki hikað við að skýra rangt frá í höfuð- atriðum, og reynt að egna til andstöðu við okkur erlent herveldi, sem hætta gæti verið á, að leiddi til þess að sjálfræði íslenzkra yfirvalda yrði takmark- að. Þetta er vissulega alvarlegt atriði á þeim hættu- tímum, sem við lifum á. Hins vegar hefir ekki enn verið leyst það mál, hvernig eigi að koma í veg fyrir starfsemi ofbeldisflokka. Er þó ærin ástæða til þess. Er þess að vænta, að gerðar verði þær ráð- stafanir í þessu efni, sem nauðsynlegar eru. X. STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ. Á tímum eins og þeim, sem nú standa yfir, er erfitt um spádóma um framtíðina. Við vitum það ’eitt, að til þessa dags hefir tekizt að halda furðan- lega í horfinu fyrir íslenzka atvinnuhætti og að v.ernda þjóðina fyrir aðsteðjandi hættum. Um fram- tíðina er allt í óvissu. Okkur er ekki ljóst hverjum breytingum styrjöldin kann að taka og hver kunna að verða áhrif stríðsins á íslenzkt þjóðlíf og alla möguleika til sjálfsbjargar. Enn síður er okkur ljóst hvernig stríðinu muni ljúka, og hver muni þá verða örlög íslands. Hitt vitum við, að ef ofbeldisstefnan sigrar í heiminum, þá er ekki vægðar að vænta fyrir ísland og íslenzku þjóðina. Þá mun hún sjálf verða ofurseld ofbeldinu eins og svo margar aðrar þjóðir. En þrátt fyrir þessa óvissu ber okkur að hafa traust á því, að lýðræðishugsjónin sigri í heiminum að lokum. Öll okkar framtíðarvon er á því reist. Við skulum ekki hika við að halda uppi fána lýðræðis- ins og sjálfstjórnar og láta í ljós andstöðu okkar gegn ofbeldi í öllum myndum. % XI. NIÐURLAG. Ég hefi hér á undan í stórum dráttum rakið nokk- ur málefni, sem ég taldi ástæðu til að benda á sér- staklega, vegna afskipta Alþýðusambandsins og Al- þýðuflokksins af stjórnrnálum á síðasta kjörtíma- bili. Sambandsþing það, er nú kemur saman, á að leggja dóm á afstöðu okkar trúnaðarmanna alþýðu- samtakanna í störfum okkar, og hvort við höfum valið réttar leiðir og farið að eins og skynsamlegast hefir verið á hverjum tíma, — hvort okkur hefir . tekizt hvorttveggja, að verja alþýðusamtökin áföll- um og auka einnig nokkuð styrkleika þeirra. Um það mun verða rætt á þessu þingi. Stjórn Al- þýðusambandsins og Alþýðuflokksins leggur störf sín á liðnu kjörtímabili undir dóm þingsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.