Alþýðublaðið - 20.11.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.11.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAOUR 20. NÖV. 1910 Bokin er Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. JMjir IPiw meIlW ,&£# eftir 11 heimsfræga höfunda. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Kristján Hann- esson, Miðstræti 3, sími 5576. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Kvöldvaka: a) Jón Sigurðs- son skrifstofustj.: Upplest- ur úr „Sólon Islandus“, eft- ir Davíð Stefánsson. b) 21 Eggert Gilfer leikur á har- móníum. c) 21,10 Hermann Jónsson skipstj.: Breiðfirzk sigling og hákarlalegur. Frásaga (H. Hjv.). d) ís- lenzk lög (plötur). „ÖIdur“, leikrit séra Jakobs Jónssonar, verður frumsýnt annað kvöld á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Háskólafyrirlestur fyrir almenning verður annað kvöld kl. 8Vi í 1. kennslustofu Há- skólans. Dr. Þorkell Jóhannesson flytur fyrirlestur um ullariðnað til forna. Öllum heimill aðgangur. Afreksmannasögur, 10. bindi úr þjóðsagnasafni Sig- fúsar Sigfússonar frá Eyvindará er komið út og fæst hjá bóksölum. Aðalútsala er í Bókaverzlún Þor- valdar Bjarnasonar í Hafnarfirði. Heildarsafn af verkum Jóhanns Sigurjóns- sonar er að koma út í íslenzkri út- gáfu. Verður það í tveimur tutt- úgu arka bindum og kom fyrra bindið út í dag. Eru þar þrjú af leikritum Jóhanns og öll ljóð hans, bæði íslenzk og dönsk. Gunnar Gunnarsson ritar formála að rit- safninu. 1 ST. SÓLEY nr. 242. Fundur í kvöld í Bindindishöllinni kl. 8V2. Inntaka. Erindi: Séra Halldór Kolbeins. Upplestur: Ingmar Jóhannesson, leikari. Æfingar í dag: Telpnaflokkur kl. 6— 7 Drengir I. fl. — 8— 9 Útiæfingafl. — 9—10 . Stjórn í. R. Stefna Alpýðnflokksins... Frh. af 1 síðu. lega starfsemi, með því að setja þegar á næsta Alþingi lög til verndunar lýðræðinu í landinu og öryggi ríkisins í samræmi við þingsályktun síðasta Alþingis um þetta efni. 4.16. þing Alþýðuflokksins tel- ur að brýna nauðsyn beri til að gerðar séu öflugar ráðstaf- anir til þess að vinna á móti og draga úr þeirri gífurlegu dýrtíð, sem skapazt hefir í landinu síðan stríðið hófst og vill benda á eftirfarandi leið- ir að þesu marki: a. að herða mjög á öllu eftirliti með verðlaginu. Verð lagseftirlitið sé látið ná jafnt til innlendra og erlendra vörutegunda, auk þess, sem tekið sé upp eftirlit með farm gjöldum; Allar slíkar verð- lagsákvarðanir séu sameinað- ar hjá einni og sömu verð- lagsnefnd, enda sé nefndin þannig skipuð, að tryggt sé að hún taki fyrst og fremst tillit til alþjóðarhagsmuna, en ekki sérhagsmuna ein- stakra stétta. b. að leggja sérstakan skatt á söluverð afurða, sem seld- ar eru til útlanda með stríðs- gróða, eða á þá útflytjendur (framleiðendur), sem selja af- urðir sínar á erlendum mark- aði með óvenjulegum hagn- aði, og sé hoúum varið til að lækka verð á innlendum af- urðum, sem seldar eru til neyzlu innanlands. Ráðstaf- anir séu gerðar til þess að jafnan séu nægar birgðir af þeim í landinu til þess að fullnægja þörfum lands- manna. c. að fella niður tolla á brýnustu nauðsynjavörum (kornvörum) og nota heimild tollskrárinnar til að hætta að krefja tolla af hækkun farm- gjaldanna. d. að viðhalda hömlunum á hækkun húsaleigunnar, sem er hin eina ráðstöfun gegn dýrtíðinni, er fram til þessa hefir náð tilgangi sínum. 5. Ályktun í skattamálum. 16. þing Alþýðuflokksins tel- ur það ófrávíkjanlega kröfu að næsta Alþingi afnemi lagaákvæðin um skattfrelsi útgerðarinnar, en telur að jafnframt beri að stofna ný- byggingasjóð útgerðarfyrir- tækja, er njóti ívilnana í skatta- og útsvarsgreiðslum, á svipaðan hátt og gert er ráð fyrir í tillögum þeim, er Iagð- ar hafa verið fram af fulltrúa Alþýðuflokksins í skatta- og tollanefndinni. Enn fremur telur þingið aðkallandi að gerðar séu eft- irfarandi breytingar á skatta- löggjöfinni: a. Tekjuskattalögunum sé breytt þannig, með tilliti til þeirrar verðbólgu, er orðið hefir í landinu, að lágtekju- menn þurfi ekki að bera meiri raunverulegan skatt- þunga en áður en stríðið Hófst. Sama sjóharmið sé haft við álagningu útsvaranna. b. Tollum á kornvöru sé létt af, og þeir lækkaðir á öðrum nauðsynjavörum. c. Innheimta sem flestra opinberra gjalda sé sameinuð og þau innheimt með 10 jöfn- um mánaðarlegum greiðsl- um. d. Endurskoðun útsvars- löggjafarinnar sé hraðað svo sem unnt er og séu þessi að- alsjónarmið höfð við þá end- urskoðun: að bæjar- og sveitarfélög- GAMLA BIO fm Verið pér sæi- ir, berra Chips Heimsfræg Metro Gold- <wyn Mayer stórmynd, gerð eftir skáldsögu James Hilton. Aðalhlutverkin léika: ROBERT DONAT og GREER GARSON. Sýnd klukkan 7 og 9. B mrjsgk bio SBi SæfostjarnaD (MY LUCKY STAR.) Ameríksk skemmtimynd, fyndin og fjörug frá byrj- un til enda. Aðalhlutverkið leikur skautadrottningin heims- fræga Sonja Henie og og kvennagullið Richard Green. Aukamynd: Fisk- veiðar á ófriðartímum. Sýnd kl. 7 og 9. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Vigfúsar Finnssonar. Helgi Vigfússon og böm. um séu tryggðir nægilegir tekjustofnar, að sett séu ákveðin takmörk fyrir út- svarsálagningu, svo að ekki sé hægt að íþyngja einstökum útsvarsgreiðend- um, sérstaklega launþegum, úr hófi fram, og að undan- þágur og ívilnanir um út- svarsgreiðslur, sem nú eru í lögum, séu afnumdar eða breytt í samræmi við kröfur nútímans. e. Gerðar séu ráðstafanir t. d. með innheimtu vaxta- skatts, til þess að koma í veg fyrir að fé sé dregið undan skatti eins og vitað er að nú á sér stað í allríkum mæli. UNDIRTEKHR HINNA Frh. af 3. síðu. ( að setja: „Stærsti annmarkinn er sá, segir hann, „að ekki er um að ræða hlutfallskosningar innan félaganina, heldur ræður meiri- hluti kjöri fulltrúanna, og verður ) ' ' Alþýðusambandsþingið ’ þannig aldrei rétt mynd af flokká- s.k i p t i n g u verkamanna" (Let- lurbreyting gerð hér). Öðruvísi mér áður brá: Árum saman hafa Sjálfstæðisflokksblöð- in þókzt véra að berjast fyrir því, að gera Alþýðusambandið „ópólitískt". En nú er allt í einu „stærsti annmarkinn" á því orð- inn sá, að Alþýðusambandsþing- ið skuli ekki geta orðið, „rétt mynd af flokkaskiptingu verka- manna“! Svo kátlega hafa ekki einu sinni kommúnistar farið í gegnum sjélfa sig. Hér hefir Vís- ir virkilega „slegið þá úf“. Slíkar unddrtektir fær þá skipu- lagsbreytingin á Alþýðusamband- inu hjá þeim, sem mest hafa um nauðsyn hennar glamrað á undanförmum árum. Þetta hefir alvaran verið í allri baráttunni, sem þeir hafá þókzt vera að heyja fyrir lýðræði og jafnréttl innan Alþýðusambandsins! 31. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT fer aðeins eftir áliti annarra. Það fer eingöngu eftir því, hvernig viðkomandi maður hefir „komist á- fram.“ Hefir hann aukið efni sín? Það eru aðeins ein- staka menn, sem leggja annan mælikvarða á menn- ina. Jennie hafði aldrei gert tilraun til að vinna sér á- lit. En hún vildi fórna sér fyrir aðra. Og það var ekki svo auðvelt að spilla henni. Jennie var varla komin út úr dyrunum, þegar Bas náði henni. — Fáðu mér töskuna, sagði hann. Og þegar hann veitti því eftirtekt, að hún gat varla tal- að fyrir gráti, bætti hann við: — Ég held að ég viti, hvar hægt er að útvega þér herbergi. Hann fylgdi henni til suðurhluta borgarinnar til gamallar konu? sem nýlega hafði kevpt klukku í verzluninni, sem Bas starfaði hjá um þessar mundir. Hann vissi, að hún hafði herbergi til leigu. — Er herbergið ennþá laust? spurði hann. — Já, sagði húruog leit á Jennie. — Vilduð þér gera svo vel og leigja systur minni það? Við erum að flytja burtu úr borginni og hún getur ekki farið strax. Gamla konan vísaði þeim inn í herbergið gg eftir ofurlitla stund hafði Jennie komið sér fyrir í þessum bráðabirgðabústað sínum. — Þú skalt ekki taka þér þetta svona nærri, sagði Bas. — Og mamma bað mig að segja þér að koma heim á morgun, þegar hann væri að vinna. Jennie lofaði að gera það. Og eftir að Bas hafði hughreyst hana og ákveðið húsaleiguna við gömlu konuna, fór hann leiðar sinnar. — Nú er þetta í lagi, sagði hann um leið og hann fór. — Þetta fer allt vel, sannaðu til. Þú skalt ekki taka þetta nærri þér. En nú verð ég að fara. Ég kem aftur á morgun. Svo fór hann. En hann skildi ekki ennþá fullkom- lega, hvað um var að vera. — Hvers vegna gerðirðu þetta? hafði hann spurt hana, þe'gar þau urðu samferða gegn um borgina. — Þú hefðir átt að kunna fótum þínum forráð. — Ó, hættu nú að tala um þetta,, sagði Jennie. Hún fann enga ástæðu til að afsaka sig. Þegar Jennie var orðin einsömul, sökkti hún sér niður í dapurlegar hugleiðingar. Sorgin yfir því að vera rekin að heiman náði tökum á henni, og hún fór að gráta. Morguninn eftir leit Bas inn til hennar og sagði, að móðir hennar bæði hana að koma heim um kvöldið, svo að þær gætu rætt málið í næði. Hún var ein all- an daginn, en um kvöldið, þegar klukkan var gengin fjórða part í átta, lagði hún af stað. En heima hjá henni var litla huggun að fá. Ger- hardt var ennþá í hræðilegu uppnámi. Hann hafði a- kveðið að segja upp starfi sínu næstkomandi laugar- dag og leggja af stað til Youngstown. Eftir þetta vildi hann vera allsstaðar annarsstaðar en í Colum- bus. Hann þoldi ekki að mæta kúnningjum sínum eftir þetta, sem við hafði borið. Hann ætlaði að leita sér atvinnu, og ef það heppnaðist, átti fjölskyldan að koma á eftir. i , ' I vikulokin lagði Gerhardt af stað. Þá flutti Jennie heim til sín. En það var ekki nema til bráðabirgða. Bas sá, að við svo búið mátti ekki una. Hann hafði miklar áhyggjur af því, hvernig komið var fyrir Jennie. Þau gátu ekki verið í Columbus, og ekki var betra að fara til Youngstown. Og þegar hann frétti, að iðnaðurinn væri í uppgangi í Cleveland, áleit hann, að heppilegast myndi að „freista gæfunnar þar. Ef Gerhardt yrði áfram í Youngstown, og hann gæti fengið atvinnu í Cleveland, þá gæti hann tek- ið fjölskylduna til sín þangað, og Jennie gæti verið kyr heima hjá móður sinni. Bas beið um stund án þess að taka ákvörðun, en að lokum skýrði hann mæðgunum frá ráðagerð sinni. — Ég held að ég fari til Cleveland, sagði hann eitt kvöldið við móður sína. — Hvers vegna? spurði móðir hans. Hún var hrædd um, að Bas ætlaði að yfirgefa þær. — Ég býst við, að'ég geti fengið atvinnu þar, svaraði hann. — Við getum ekki verið lengur í þessari borg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.