Alþýðublaðið - 22.11.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUBAGUR 22. NÓV. 1940 frfBUBLABIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir, 5021: Stefán Pét- ursson (héima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð ter. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau , AI, ÞÝÐ-UPRENTSMIÐJAN Alþýðusambandsþineið: xxxxxxxxxxxx Stefna JUpýðnflokksins: Island lýðveld ING Alþýruflokksins hefir nú í stórum dráttnm mark- að stefnu flokksins í náinni fram- 'tíð í þeim málum, sem mest eru aðkallandi. > Við þessi tímamót í sögu Al- þýðufliokksins, þegar gerð hefir verið skipulagsleg aðgreining á Alþýðusambandinu og Alþýðu-, flokknum, er vert að minnast þess að á þingum. Alþýðusam- bandsins, sem hafa jafnframt verið þing Alþýðuflokksins, hafa höfuðlínurnar verið lagðar í flest- um þeim stórmálum, sem leyst hafa verið hér á landi hinn síð- asta áratuginn. Má þar t. d. nefna breytingu á fátækralöguinum, færslu kosningaréttarins í 21 ár, ríkisrekstur síldarverksmiðja, ný- breytni í framleiðsluháttum út- gerðarinnar, aiþýðutryggingar, ný býlamálið, sem Jón Baldvinsson fyrstuT flutti á alþingi, samsölu á saltfiski og síld, hraðfrystihús- in o. m. fL, sem of laragt yrði upp að terja hér. Alþýðuflokkurinn hefir þannig mótað stefnuna og fengið hina flokkana til þess að fallast á fekoðanir sínar í aðaldráttum. Hin markvissa og þrautseiga barátta Alþýðuflokksins fyrir göðum mál . stað og skynsamlegri lausn hefir að tokum sigra'ð í aðalatriðumim. Og svo er þetta enin. Á því þingi flokksins sem nú er nýlokið gerði Alþýðuflokkur- inn, fyrstur allra hinna íslenzku stjórnmálaflokka, ályktun 'v því málinu, sem á næstu mánuðum hlýtur að kref jast lausnar, en þáð er skipun hins £ æðsta valds í landinu. Þjóðin hefir verið svo að segja óskift um það allt frá 1918, að segjia skyldi upp samn- • ingnum við Dani er lög stæðu til og Islendingar taka í eigin hendur alla stjórn mála sinna. í Nú hafa óviðráSanleg atvik hag að því svo, að þetta hefir gerst fyrr en við var búisí, og okkur er þess algerlega varnað að'ræða málið við sambandsþjóð okkar, Dani. Kannske er það báðum þjóöunum bezt, þvi þá vekjast ekki upp gamlar væringar, sem annars hefðu að Iíkindum orðið, og spilt gátu frjálsu framííðar samsíarfi þeirra. , Hitt er öllum ljóst nú, að ekki getur orðið um neitt samband í hinum gamla skilningi að ræða 'engur mill.i islands og Danmerk- ur. Island varð i síðustu styrj- jbld og enn í þessari að bjargast eitt og á eigin spýtur, og frá Danmörk'u getum við einskis styrks né hjálpar vænzt undir slíkum kringumstæðum. Samband íslan'dg 'og DanA, merkur á -því engan rétt á sér lengur. Enginn hér á landi mún gera ráð fyrir því að það verði tekið upp aftur og ölíklegt er að Danir líti ekki eins á það mál eftir þá atburði, sem nú hafa gerst. Á næsta alþingi verður að ganga frá skipun þessara mála til frambúðar, ef unt er. Sú skipan, sem nú er á þessum málum, er ekki til frambúðar enda er hún miðuð við sam- stjórn allra aðalflokkanna, en vit- anlega getur hún af ýmsum á- stæðuim rófnað' hvenær, sem er. Hvernig málum EvröpU verður skipað að ófriðnum loknum get- 'ur enginn sagt um nú, en við trúum því, íslendingar, að hið forna íslenzka lýðveldi eigi eft- iri að rísa upp aftur og okkur er skylt að vimna að því að svo verði. Annmarkarnir á skipum hinn ar æðstu stjórnar innanlands urðu sjálfstæði landsins að falli til forna og ber okkur því umfram allt skylda til þess að búa sem bezt um þann þýðingarmikla þátt hinnar nýju stjórnarskipunar okk- ar. Flokksþingið taldi ekki rétt að' binda stjórn flokksins og þingmenn við einstök atriði í skip un þessa mikilvæga máls önnur en þau, að Island yrði lýðveldi, sjálfstætt og óháð, og mun þ'yí stjórn flokksins og þingmenn taka höndum saman við aðra þá, sem vinna vilja að lausn þessa máls á þeim grundvelli. tanir iim aukna ai ffl. hHsmœðraskéL Vegna þess að skipi með fulltrúa utan • af landi hefir seinkað, verður setningu aðalfundar fé- lagsins frestað þangað til kl. 9 á mámidags- morgun 25. nóvember. Fundurinn verður í Kaupþingssalnum. AÞINGI Alþýðusambands- ins voru eftirfarandi á- iyktanir samþykktar. Voru þær bornar fram af menntamála- nefnd þingsins: ,,Þinginu er ljóst, að fyrir at- beina Alþýðuflokksins hefir þegar allmikið áunnizt um aukna og bætta alþýðumenntun í landinu, enda þótt þingið telji, að enn sé um margt á- bótavant í þeim málum. Al- þýðusamtökunurn ber því skylda til að vera á verði gegn ölíum tilraunum til þess að draga úr alþýðufræðslunni. Þingfð telur nauðsynlegt að hagnýt framhaldsmenntun sé aukin þannig, að skipulag fræðslumálanna tryggi það, að hæfileikar efnilegs fóíks úr al- þýðustétt fái notið sín sem" bezt." Þá samþykkti þingið eftirfar- andi ályktun, sem menntamála- nefnd hafði borizt frá kvenfull- trúum á þinginu: ,,Með því að húsmæðra- fræðslu sveitanna hefir nú með löggjöf verið komið í viðun- andi horf leyfir 16. þing Al- þýðusambands íslands sér að benda á hve óviðunandi það er, áé ekkert skuli enn hafa verið gert af hálfu hins opinbera fyr- ir þennan þátt uppeldismála í kaupstöðum landsins og þá sér- staklega Reykjavík, þar sem nú býr næstum þriðjungur allra landsmanna. Alþýðusambandsþingið lítur svo á, að heilbrigði, menning og fjárhagsafkoma heimila og þá um leið bæja- og sveitarfélaga sé að verulegu leyti komin und- ir hagsýni og kunnáttu hús- freyjunnar, því sé ,það brýnt hagsmunamál þjóðfélagsins, að ungar stúlkur séu sem rækileg- ast búnar undir störf sfn á þessu sviði. ¦ Enn fremur vill þingið benda á, að með því að allir stjórnmálaflokkar virðast hafa einhvern áhuga á þessu máli, ætti með núverandi sam- stjórn. flokkanna að vera ágætt tækifæri til að hefja fram- kvæmdir. Fyrir því skorar Alþýðusam- bandsþingið á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi lög, er tryggi ungum stúlkum í Reykjavík og öðrum kaupstöðum landsins góða að- stöðu til húsmæðranáms. Sé kennsla öll og fyrirkomulag slíkra skóla miðuð við þarfir og fjárhag allra alþýðuheimila í kaupstöðum landsins og að ung- ar stúlkur geti lært þar öll þau hússtörf, sem starfsstúlkur á heimilum þurfa að inna af hendi." SainföJlífet flokkspingsins i áfengismðluiD. • Alþýðufloldísþingið gerði svo- hljóðandi ályktum í áfengismálUn- um: „16. flokksþing Alþýðuflokks- ins endurnýjar samþykktir síð- ustu flokksþinga um áfengislög- gjöf og áfengismál og legigur staka áherzlu á, að þegar á næsta alþingi verði samþykktlög um héraðsbönn og að ekki verði leyfð bruggun á sterku öli í landinu". Askorun t il íslenzku rik isstjórnarlnnar. STJORNIN. —ÖTMMEIBIP AUÞÝÐUBLAÐID- VÉR undirritaðir . íslenzkir borgarax leyfum oss hér með að skora á hina hæstvirtu ísienzku ríkisstjóni, að hlutast til um það við brezku ríkisstjórnina að rannsófen í máli þeirra íslend- "inga, sem fluttir hafa verið til Bretlands, verði hraðað eftir föngum og þeir verði fluttir heim til ættlands síns að henni lok- inni. * Reykjavík, 26. október 1940. Árni Jðns?on, alþm. Guðm. Ás- björnsson, Fjölnisvegi 9. Bjarni Benediktsson, settur borgarstióri. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur. F. Hallgrímsson, prófastur. Árni Pétursson, læknir. Valtýr Stefáns- son, ritstjóri. Matthías Einarsson, læknir. A. Glaessen, Laufásvegi 40. Helgi Tómasson, læknir. Þór1- arinn Þórarinsson, ritstjóri. Ásta Magnúsdóttir, ríkisféhirðir. Guð- íún Jónasson, bæjarfulltrúi. H. Benediktsson, Fjiólugötu 1. Ás- geir Þorsteinsson, Fjölnisvegi 12. Ólafur Briem, skrifstofustjóri. Emil Jónsson, vitamálastjóri. Berg wæiiar nanmr í dósum og lausri vigt. Matbaunir, Maccarony, Búðingar, Súputeningar, Súpujurtir, 1 Súpulitur, Lárviðarlauf, Matarlím. BEEKKA Ásvallagötu 1. ^ími 1678 Tpi narMfölH Sími 3570. XXX>DOOOOOO<X grímsson, ritstjóri, Tjarnargötu 3B. K. Zimsen, Bjarkargötu 6. Brynj. Stefánsson, Marargötu 3. Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur. Haraldur Ámason. ur Jónsson, alþm. Vilm. Jónsson, alþm. Sigurgeir Sigurðsson, bisk- Up. Kristjián Guðlaugsson, rit- stjóri. Niels Dungal, próf. Jón H> Sigurðsson, prófessor. SigUr- jón Á. ólafsson, alþm. Stefán Pét- ursson, ritstjóri Alþbl. Jón Kjart- ansson, ritstjóri Guðm. Hannes- son f. v. prófessor. Scheving Thorsteinsson, lyfsaJi. Halldór Hansen, læknir. Sig. Pétursson, skipstjóri, Pálsbæ, Seltjarnarnesi. Ásg. Sígurðsson, skipstjóri m.s. Esja. Friðjón Skarphlðinsson, bæjarstjóri, Hafnarfirði. Bogi Ól- afsson, yfirkennari, Tj'arnargötu 39. Jakob Gíslason, verkfræðing- ur, Tjarnargötu 39. Sveinn M. Sveinsson, Tjamargötu 36. Helgi Sigurðáson, verkfræðingur. Ragn- hildur Guðmunidsdóttir hjúkrun- arkona. Egill Gu'ttormsson, Fjólu- götu 21. Ólafur Daníelsson, dr. phil. Agnar Kofoed Hansen. G. Vilhjálmsson, framkvstj. Baldvin Einarsson, fulltrúi. Tómas Tóm- asson, Bjarkargötu 2. María P. Maack, hiúkrunarkona. Þórður Sveins'son, læknar. Páll Stein- Ritsafn Jóns Trausta. T^ AÐ hefir ekki verið með *^ öllu vansalaust, að um nokkurra ára skeið hafa bætour. eins vinsælasta skáldsagnahöf- undar okkar, Jóns Trausta, ver- ið því nær ófáanlegar. En nú hefir verið hafizt handa Um heild- arútgáfu á ritum hans og er mjög myndarlega af stað farið. Er það íengdaspnur skáldsins, Guðjón Ó. Guðjónsson prentari, sem hefir tékið að sér að koma öllumverk- um þessa afkastamikla rithöfiund- ar út til lesendanna í hinUm vand aðasta búningi. 1 fyrra ktím fyrsta bindið á markaðinn, og voru þar Heiðar- býlissögurnar, en núna rétt ný- lega er annað bindi komiÖ með niðurlagi Heiðarbýlissagnanna, og Samtíningi, nokkrum af smásög- um skáldsins. Það væri að bera í bakkafull- an lækinn að fara að rita hér um verk Jóns Trausta. Um hann hefir verið ritað og rætt; bæði með og móti. En hann hefir stað- ið af sér allar kyljur og svipti- bylji duttlungafullra ritdómara, sem þótti þessi sjálfmenntaði al- Frh. á 4. síðu. i-------------------------------------------'------------------------------------'---------------- snnnunagsins Dilkakjöt, Svið, . Lifur, Hjörtu, Buff, Gulace, Saltað tryppakjöt, Ærkjöt. >ykaupíélac|íá KJÖTBÚÐIRNAR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.