Alþýðublaðið - 22.11.1940, Side 4

Alþýðublaðið - 22.11.1940, Side 4
FÖSTUDAGUR 22. NÓV. 1940 Bókin er ÞÝDDAR S Ö GUR eftir 11 heimsfræga höfunda. LAÐIÐ Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. FÖSTUDAGUR. Næturlæknir er Úlfar Þórðar- son, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir“, eftir Sigrid Undset. 21,00 Erindi: Úr sögu sönglistar- innar, II: Sönglist frum- þjóða og fornra menning- arþjóða (með tóndæmum) (Robert Abraham). 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund n.k. sunnudag í Iðnó niðri. Á dagskrá íundarins eru félagsmál, þar á meðal verður gengið frá stjórnarlista, og kaup- gjaldsmálin. Fundurinn er aðéins fyrir félagsmenn. Fundurinn hefst kl. 1 e. h. Háskólafyrirlestur fyrir almenning verður á sunnu- daginn kemur. Níels Dungal: Áhrif skammdegis á heilsu manna. Fyr- irlesturinn verður fluttur í há- tíðasalnum og hefst kl. 2,15. Revyara Foiðum í Flosaporti verður sýnd næstkomandi mán'udags- kvöld. RITSAFN JÖNS TRAUSTA FTh. af 3. síðu. pýðusonur færast fullmikið í fang, er hann krafðist rúms á bekk Braga. Og þö að segjia megi, að afköst hans standi i öfugu hlutfalli við vandvirknina, verður því ekki neitað, að þessi bóndasonur noröan af Sléttu kunni lag á því að segja sögur, sem alþýðan á tslandi hafði un- un af að hlýða á. Frú Göblsdorf og íram sagnarlist bennar. FRAMSÖGN skáldskapar hefir veriS lítt stunduð meðal íslendinga sem listgrein, og hættir því sumum okkar við að líta svo á, að hér sé naum- ast um sjálfstæða listgrein að ræða, þó að sannleikurinn sé sá, að f ramseg j andinn hefir svipaða afstöðu til höfundarins, skáldsins, og hljóðfæraleikand- inn til "tónskáldsins. Af góðum framsegjanda er krafizt — eins og af hljóðfæraleikandanum — listræns skilnings á skáldverk- inu auk þjálfaðrar tækni. Full- komnun í þessari listgrein fæst því ekki, fremur en í öðrum, nema fyrir nám, starf og lang- vinna þjálfun. Frú Elisabeth Göhlsdorf hef- ir á undanförnum árum lesið upp nokkrum sinnum hér í bæ kvæði og kafla úr ritum þýzkra höfuðskálda, og hafa allmargir Reykvíkingar hlýtt á upplestur hennar, sér til mikillar ánægju. Frúin er sannkallaður snilling- ur í þessu efni og hgfir til að bera fullkomna menntun í listr grein sinni, enda hefir hún áður komið opinberlega fram'á þessu sviði í heimalandi sínu. Lætur henni jafnvel að gefa líf og litblæ gamanstefjum sem al- vöruþrungnum skáldskap. Blæ- brigði raddarinnar eru auðug, allt frá ljóðrænni mýkt upp í dramatískan kraft. Getur hlust- andinn jafnvel stundum farið að furða sig á því, að hin þrótt- mikla framsögn skuli koma úr konubarka, en ekki karlmanns. Frú Göhlsdorf hefir ákveðið að hafa tíu upplestrarkvöld í vetur í Kaupþingssalnum, og er þremur þegar lokið. Er al- veg óhætt að ráðleggja öllum þeim, er þýzku skilja, að koma þangað og hlýða lestrinum. — Reykvíkingar eiga því miður of S.G.T. einpngn eidri dansafnir, verða í G.T.-húsinu laugard. 23. nóv. kl. 10. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. Sími 3355. HLJÓMSVEIT S.G.T. T YPO. Panslelknr í Oddfellowhöllinni, niðri og uppi, laugardaginn 23. nóvember klukkan 10 síðd. Húsið opnað klukkan 9. Skemtlatriði á mfHraæíti. Þá skemmta tveir af góðkunnustu leikurum bæjarins með gamanvísnasöng (nýjar gamanvísur — ástands- vísur). Aðgöngumiðar verða seldir á laugardag í Bóka- verzl. ísafoldarprentsmiðju og í Oddfellowhúsinu kl. 8—9 síðd. á laugardag, ef eitthvað verður eftir. Aðeins fyrir íslendinga! Bgamu 3IOB wrm 310 ræi gVerið pér sæl- fiæfnstprnan (MY LUCKY STAR.) fr, herra Ciiips Ameríksk skemmtimynd, fyndin og fjörug frá byrj- Heimsfræg Metro Gold- un til enda. wyn Mayer stórmynd, Aðalhlutverkið leikur gerð eftir skáldsögu skautadrottningin Reims- James Hilton. fræga Sonja Henie og Aðalhlutverkin leika: og kvennagullið Richard ROBERT DONAT og Green. Aukamynd: Fisk- GREER GARSON. veiðar á ófriðartímum. Sýnd klukkan 7 og 9. Sýnd kl. 7 og 9. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför mannsins míns, föður og tengdaföður Sigurðar Þorsteinssonar, Steinum, Bráðræðisholti. Gróa Þórðardóttir, börn og tengdabörn. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. “Ö L D U R„ Sjónleikur í 3 þáttum eftir séra Jakob Jónsson frá Hrauni. Frumsýning í kvöld kl. 8,30. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Auglýsið í Alþýðublaðinu. sjaldan kost á svo góðri list í þessari grein. B. F. SKÓLAFÖTIN úr FATABÚÐINNI. Æfintýri K. C. Andersen: Svínahirðirinn on Hans kiaufi, verða barnabæknrnar f ár. 33. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT verða gáfað barn. Loks fæddist barnið. Það var EllWanger læknir, sem tók á móti barninu, og hann vissi, hvað við átti. Fæðingin gekk ágætlega og þegar barnið byrj- aði að gráta, vaknaði móðurást Jennie. Þetta var barn hennar. Það var lítil stúlka, sem þarfnaðist um- önnunar hennar og blíðu. Þegar búið var að lauga barnið, tók hún það í faðm sinn og gaf því brjóst. Þetta var barn hennar, litla stúlkan hennar. Hana langaði til þess eins að fá að lifa fyrir þetta barn. Ellwanger læknir spáði því, að hún myndi hress- ast fljótt. Hann sagði, að hún myndi ekki þurfa að liggja lengur en í hálfan mánuð. En eftir tíu daga var hún komin á fætur, alheilbrigð. Nú var þessu lokið. Börnin, að Bas undanteknum, voru svo lítil, að þau gátu ekki skilið, hvernig á- statt v i\ Þeim hafði verið sagt, að Jennie væri gift Brander öldungaráðsmanni, en hann væri nú látinn. Þau vissu ekki, að von væri á þessu barni, fyrr en það fæddist. Frú Gerhardt óttaðist álit nágrann- anna. Þeir fylgdust svo vel með öllu sem gerðist. En svo skrifaði Bas frá Cleveland, þar sem hann var búinn að fá atvinnu. Hann sagði í bréfinu, að það væri ráðlegast, að fjölskyldan flytti til sín, þegar Jennie væri orðin hress. Það væri gott að vera í Cleveland. Og þegar þær væru komnar burtu myndu þær ekki verða framar á vegi nágrannanna, og Jennie gæti áreiðanlega fengið atvinnu. TÓLFTI KAFLI. í Cleveland var mikil velmegun um þessar mund- ir. Skömmu eftir að Bas kom þangað vöknuðu von- ir hans um það, að honum tækist að hjálpa fjöl- skyldu sinni og skapa sjálfum sér lífvænlega fram- tíð. Aðeins ef þau gætu komist hingað líka og feng- ið atvinnu, hugsaði hann. — Hér veit enginn um þá óhamingju, sem systir mín hefir orðið fyrir, eng- ir kunningjar, sem vissu, hvernig fortíð þeirra var. Hér hugsaði enginn um annað en kaupsýslu. Enginn kærði sig um að hnýsast í fortíðina. Það var eins og sérhvert hús væri nýr heimur. Hann fekk brátt atvinnu í vindlabúð, og þegar hann hafði verið þar í fáeinar vikur, fór hann að skrifa heim og skýra frá framtíðaráætlunum sínum. Hann áleit, að Jennie ætti að koma svo fljótt sem hún gæti, og ef hún gæti fengið atvinnu, áttu hinir meðlimir fjölskyldunnar að koma. Það var nóg at- vinna fyrir stúlku á hennar aldri. Fyrst um sinn ætti hún að búa í sama húsi og hann, eða þau gætu tekið hús á leigu fyrir fimmtán dollara á mánuði. Það voru stórar húsgagnaverzlanir, þar sem hægt var að kaupa nauðsynlegustu húsgögnin með af- borgunum. Þar gátu þau lifað rólegu lífi; þar myndi enginn fara um þau niðrandi orðum. Þau gætu byrj- að að nýju. Loks var hann orðinn svo bjartsýnn á framtíð- ina, að hann skrifaði bréf heim og stakk upp á því, að Jennie kæmi strax. Þá var barnið orðið hálfs árs gamalt. Hér væru leikhús og fallegar götur, sagði hann. Stór skip kæmu utan af hafi og inn I miðja borgina. Þetta væri furðuleg borg, og þar væri mikil velgengni. Þetta bréf hafði mikil áhrif á frú Gerhardt, Jennie og yngri systkiriin. Frú Gerhardt hafði lengi haft áhyggjur af óhamingju dóttur sinnar og hún ákvað að koma þessu strax í framkvæmd. Og svo bjart- sýn var hún, að hún þóttist þess þegar fullviss, að framtíð barnanna væri borgið. Auðvitað getum við fengið vinnu, sagði hún. Bas hafði á réttu að standa. Hún hafði alltaf viljað, að Gerhardt flytti til stærri borgar. Nú var það nauðsynlegt, og þeim myndi líða betur það en annars staðar. Og jafnvel Gerhardt var á sama máli. í svarbréfi. til konu sinnar skrifaði hann, að það væri ekkí hyggilega gert af sér að segja upp stöðu sinni, að svo komnu máli, en ef Bas gæti útvegað þeim at- vinnu, þá væri bezt, að þau færu til Cleveland. Hann var málinu mjög fylgjandi vegna þess, að hann vissi ekki með hvaða ráðum hann ætti að útvega fjölskyldunni peninga til að lifa á. Vikulega tók hann fimm dollara af launum sínum og sendi konti sinni í pósti. Þrjá dollara borgaði hann fyrir fæði og húsnæði, og fimmtíu sent tók hann handa sjálf-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.