Alþýðublaðið - 23.11.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.11.1940, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 23. NÓV. 1940 ALÞYÐUBLAÐI® ••--------MÞYBUBLAÐÍB--------------------■• Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Álþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau AUÞÝÐUPRENTSMIÐJAN «----------------------------------------♦ íhaldið og Alþýðnsambandið. Flugvélar brezka landherslns HINN konungslegi brezki flugher, R.A.F., er skiptur í þrjár deildir, sprengjuflugvéladeild, orustuflugvéla-, deild og strandgæzludeild. Nýlega hefur sú fjórða verið mynduð, þ. e. deild, sem á að annast samvinnu við landher- inn. Sá hluti R.A.F., sem nú verður sjálfstæð deild (com- mand) innan hans, hefur aðallega á að skipa Westland Lys- ander flugvélum, sem hér verður lítillega skýrt frá. sé upplýstur; "O LAÐ ikommúnista birti for- ystugrein á fimmtudaginn um Alþýðusambandsþingið. Lýsir þessi griein mjög vel baráttuað- ferðum þessa flokks, en raunar má sjá þess merki í íhaldsblöð' unum, að þau telja, laið baráttuað- ferðir 'toommúmstia harfi einnig þeim mjiög vel. Kommúnistablaðið segir, að Stefán Jóh. Stefánsson hafi við- haft; þaa: orð á sambaindsþing- inu, að Alþýðufloktourinn væri allt af að tapia innan verkalýðsféliag- anna. Petta eru tilhæfulaus ósann indi, hvorki Stefán Jóh. Stefáns- son eða áðtír fulltrúar sögðu inokkuð í þessa átt. En þessi til- hæfulausu ósannindi, sem hijióta að vera búin til í ritstjómarskrif- stofium blaðsins, eru1 engu að síð- ur uppistaðan í heilli forystu- jgrein í blaðinu. Pannig er bar- dagaaðferð þessiara manna. Það virðist svo, þrátt fyrir allt, að kommúnistar Kafi áttað sig fyrr á því sem gerðist í skipui lagsmálum alþýðusamtakanna á sambandsþmginu, en ihaldið. Þiað er fyrst nú að átta sig, ef svo má segja. Kommúnistar lýsa sig að mestu ánægða með breyting- arnar og hvetjia þiau vefkalýðs- félög, sem enn standa utan við sambandiið að ganga í það. í- haldsblöðin láta hins vegar orð hníga að því, að skipUlagsbreyt- ingin sé á þann veg að ekki sé ástæða fyrir verkalýðsfélög, sem s'tanda utan við, að flýta sér að því að gerast aðilar að samtaka- heildinni. Báðiir andstæðiingarnir eru sam- málá um það, að blása upp mold- viðri út af því, að stjórnarlkosm- ing skyldi fara fram á siam- bandsþinginu til tveggja ára. Vilja þeir að sambandsþingið hefði haft einhverstoonar þingrof og boðað ’til nýrra kosninga þar sem allskonar félög hefðu haft rétt til fulltrúakosniinigar. Hvern- ig halda verkamenn að allsherj- arsamtökin hefðu staðið í þeim deilum sem framundan eru við atvinnurékendtir, ef slík óvissa hefði verið um stjórn saintak- anina? En það er einmitt slík óvissa, sem íhaldið vill: Bíiáða- hirgðastjórn í Alþýðusamband- imii, meðan kaupdeilumar stianda. Það stílar sín skrif Upp á þær deil'ur sem framundan eru milli samtakanina og atvinnurek- enda. Það öskáði þess iað 'sem mest ringulreið væri á samtök- Uniurn, þegar sú barátta hefst. Skilja því allir tilganginn með skrifum íhaldsblaðannta. En út af þeirn skrifum, sem orðið hafa um þetta atriði skal þetta sagti Allir þeir, sem kosnir (voru í stjiórn Alþýðusambandsins eru þrautreyndir í verkalýðsmál- Um. Allir hafa þeir notið fylsta trausts, félaga sinna í stéttarfélög- unum og verið valdir til trún- aðarstarfa í þeim. Flestir þess- ara fulltrúa verkalýðsins hafa skipað stjórnir félaga sinnía í mörg ár og forseti sambandsins hefir verið lengur formaður sins verkalýðsfélags en aiokkur annar Islendingur. Menn eru beðnir að m'uina í þessu sambandi, að við kosningar á stjórnum verkalýðs- félaganna hiafa allir félaganna haft jafnan rétt, svo að engu hef- ir verið öðru til að dreifa um val þessara mianna en traUstiþví sem verkalýðurinn hefir borið til þeirra. , Blekkingar andstæðinganna út af þessum málum munu ekki bera tilætlaðan árangur. Það er allt of augljóst hvað íhaldinu gengur til! Skrif toommúnistablaðsins gegn kosningu stjórnar Alþýðu- bandsins eru af líkum toga spunn in. Þar er sama hræsnin og III- girnin þó að flærðin sé meiri. Það 'er ekki skipulag samtiakanna eða velferð þeirra sem þessir herrar eru að hugsa um: Ihialdið vill gera þau að auðsveipu hjúi atvinnurekendanna, en komipún- istar vilja ná tangarhaldi á þeim og stjórna þeim síðan eftir hin- um alkunnu Moskóvíta aðferðum. í. R. — Skíðadeildin fer í skíðaför í fyrramáilð kl. 9. Far- ið frá Vörubílastöðinni Þróttur. Farseðlar seldir á Laugavegi 2 (Gleraugnabúðin). ■O NGAR FLUGVÉLAR hafa fjölbreyttara starf að vinna en þær, sem annast samvinnu við landherinn og gegna ýmsum skyldum, er hann kann að leggja þeim á herðar. Með þessum flug- vélum er þó ekki átt við steypi- flugvélar, sem hafa náð geysi mikilsverðum árangri í samvinnu sinni við landherinn. Hér verður á eftir rætt um flugvélar, sem ekki aðeins varpa sprengjum og heyja orustur, heldur annast einn- ig njósnaflug, varpa vistium og skotfærum til innikróaðra her- öeilda, rtaká sendíboð Upp frá jörðinni o. fl. Til þessara þarfa eiga Bretar ágæta vél, Westland Lysander, sem m. a. vann þarft ►erk í Frakklandi og Belgíu. Ekki er vitað um, að Þjóðverjar eigi nokkra tegund, áem fyllilega samsvárar þessari, heldur munu margar fiugvélategundir annast hver sitt hlutverk. Westland Lysander er ein- vængjuð tveggja manna flugvél, og er væugurinn mjög hár. Utan um hjólin, sem hún dregur ekki inn í sig á flugi, eru straumlínu- lagaðar hlífar, og stýrið er all- stórt. Hér verður á eftir skýrt nánar frá þessari vél og hlut- verki heninar. Það kann að virðast einkenni- legt, þótt satt sé, að einin höfuð- k o s t lu r Lysander er, hversti hægt hún fer, en einn aðal- g a 11 i hennar er líka, hversu h ægt hún fer. Þessu víkur þann- ig við, að á njósnarflugi, við flutning og niðurköstun mat- væla þarf hún að fara mjög hægt, enda getur hún sennilega komizt hægar en nokkur önnur nútíma flugvel, eða um 88 km. á kist.I Aftur á móti þarf Lysander líka að komast hratt, þegar hún þarf að berjast við eða flýja undan orustuflugvélum eða koma upplýsingum og sendi- boðum fljótt milli staða. Meðal- hraði hennar er talinn opinber- lega að vera 370 km. á klst, en margir flugmálasérfræðingar hafa haldið fram, að það væri of lítið fyrir slíka flugvél. Skrúfan ér þríblaða, en vélin, sem snýr henni, er Bristol Per- seus XII, 900 hestafla, loftkæld. Áhöfn Lysander er tveir menn, sem eru í lokaðri yfirbyggingu. Annar þeirra stjórnar fiugvélinni, og situr hann fremst í húsinu. Honum er einnig ætlað að anniast njósnir úr flugvélinni, enda situr hann hátt og hefir ágætt útsýni. Hinn situr aftast í húsinu og stjórnar þaðan hreyfanlegri vél- byssu. Hann er og loftskeytamað- ur og ijósmyndari, og að lokum er það hans íverk að varpa sprengjunum. Hefir hann til þess glugga í gólfiniu, þar sem rniðun- aráhöldunum er fyrir komiö. Eins og áður er getiið, eru utan urn hjólin straumlínulagaðar hlíf- ar. Eni þær hin mestiu undra- vopn og til margra hluta mot- aðar. 0t úr þeim er komið fyrir litlum örmum, sem sprengjur eru festar í. Með rafmagnsáhöldum getur svo skyttan, sem sifur aft- jarlega í búknUm, látið þær falla Á þessum armi er einnig komið fyrir öskjum, sem fylltar eru með vistum og vopnum, en síðan kastað í fallhlíf niður til inni- króaðra ' herdeilda. Hefir þetta gefizt sérlega vel í eyðimerkur- hernaði í Afríku. Enn fremur er komið fyrir í hjólhlifunum vél- byssum, einni í hvorri. Stjórnar flugmaðurinn þessum byssum og hleypir af þeim með því að styðja á hnapp. I þriðja liagi eru í hlífunum lendingarljiós, sem gera flugvélinni kleift aó lenda i inyrkri, án þess að flugvöllurinn I hernaði eru loftskeyti miklu minna notuð en flestir ætla. Staf- ar það af þvi, að óvinimir geta heyrt skeytasendingar ófriðarað- ila, og oftast le&ið úr dulmáli, ef þess gerist þört Þess vegna þarf iðulega að senda boð með ýms- um farartækjum, og eru flugvél- ar skiljanlega hentugar til þess. En ef senda þarf'boð þaðian, sem enginn flugvöllur er, þá vandast málið. Or því getur Lysander ein 'bætt, og er það gert á eftirfar- andi hátt: Teknar eru tvær tveggja metra háar stengur og reistar upp með dálitlu millibili. Síðan er strengdur strengur milli stanganna, þó þannig, að hanin liggur laus á þeim. í annan endia strengsins er boðið bundið. Síð- an kemur Lysander með hinn lága hraða sinn og hefir þá ca. tveggja metra langa stöng niður úr sér, með krók á endanum. Krækir hún þá í bamdið og tek- ur það, méð boðinu, með sér upp. Stöngin er dregin að vélinni og boðið tekið inn Um gluggann, sem áður var nefndur og er neð- an á vélinni. I Lysander er auk alls þessa not- uð töluvert til þes’s að flytja hátt setta herforingja á eftirlitsferðium. Kemur þar enn til greina hæfi- leiki flugvélarinnar til að fara hægt. : ■ f Eins og áðuir er getið, var Westland Lysander notuð í Belgíu og Frakklandi. Stríðs- fréttaritarinm J. L. Hodson segir brá því, að eitt sinn hafi ein Lysander fiugvél lent í om'stu ^rh. á 4. síðu- Hlutaveltu heldur Húsmæðrafélag Reykjavíkur á morgun (sunnudag) kl. 4 e. h. í Varðarhúsinu. Reykvíkskar hús- mæður eru þekktar fyrir að bera vel á borðið og verður það ekki síður nú. Af öllum þeim góðu og mörgu dráttum skal aðeins tilnefna: Fleiri tonn af kolnm. Hveitisekkir. ] Peaiogar. ] Leslampi. Margvisleg matvara. 5 máiverk. Farseðlar með Mlum, bátum og skipum og margt fleira. Styðið starfseml félagsins og komið og dragið. Hlutaveltunefndiu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.