Alþýðublaðið - 25.11.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1940, Blaðsíða 1
XXI. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 25. NÓV. 1940. 278. TÖLUBLAÐ RITSTJORI: STEFAN PETURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN hefir I verið breytt í hlutafélag. --------4------i. Félögunum innan Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna tryggður. meirihluti hlutafjárins. A LÞÝÐUBRAUÐGERÐIN hefir nú verið skrásett sem híutafélag í firmaskrá Reykjavíkur, en fyrirtækið hefir ekki fengist skrásett hingað til, þrátt fyrir ítrekaðar tilraimir. Samkvæmt stofnsamningi og lögum hlutafélagsins er til- gangur þess sá, að reka brauða- og kökugerð í Reykjavík og nágrenni með það fyrir augum, að halda niðri verðlagi á brauðum og kökum til hagsbóta fyrir neytendur. Um arð til hluthafa er ekki að ræða. Hlutafé félagsins er 45 þúsund krónur. Helztu hluthafarnir eru Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Sjómannafélag Reykjavíkur, Verkakvennafélagið Framsókn, Hið ísl. prentara- n félag, Matsveina- og veitingaþjónafélag Islands, Bakarasveinafé- lag íslands, Stýrimannafélag íslands, Félag járniðnaðarmanna, Bókbindarafélag Reykjavíkur, Iðja, Sókn, Félag íslenzkra hljóð- færaleikara, Þór, Hreyfill, Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur og loks Verkamannafélagið Dagsbrún, ef félagið gengur í Alþýðusam- band íslands, ella fellur hlutur þess til Alþýðusambandsins eða félaga í Reykjavík, sem eru meðlimir þess. Framanskráð félög eiga hreinan meirihluta hlutabréfanna og hefir þeim verið jafnað á milli þeirra eftir meðlimafjölda hvers félags seinustu 10 árin og aldri þeirra í Alþýðusambandi íslands. Félögin fá bréfin afhent án endurgjalds. ,Fljúgandi virki 264 Þessa dagana er mikið talað um hin „fljúgandi virki,“ risa- vélarnar, sem Bandaríkjaflugflotinn er nú að láta brezka flug- flotanum í té. „Virkin fljúgandi“ eru í raun og veru tvær teg- undir sprengjuflugvéla, Boeing B—17 B og Boeing XB 15. Sú fyrrnefnda vegur 22 smálestir og getur farið tæplega 5000 km. án þess að taka benzín. Hraði hennar er 400 km. á klst. Sú síð- arnefnda er stærsta sprengjuflugvél heimsins, 30 smálestir, og fer 6400 km. — Myndin er af Boeing XB 15. allsstaðar á víistiðviiiDi. -----.---- Stórt brezkt herskip komið tli Aþenu, hlaðið brezkum hermönnum. SÍÐUSTU lierstjórnartilkynningu Grikkja, sem gefin var út í Aþenu seint í gærkveldi segir, að Grikkir haldi áfram sókn sinni alls staðar á vígstöðvunum. Þeir hafa tekið smábæinn Moskopolis 20 km. vestur af Koritza og náð á sitt vald hæðum í Suðvestur-Albaníu, þaðan sem hægt er að skjóta á alla vegi til og frá Argyrokastro. Óstaðfest fregn frá Aþenu í gærkveldi hermir enn frcmur, að Grikkir séu biinir að taka Pogradec, 40 km. fyrir norðan Ko- ritza, og haldi áfram sókn sinni þaðan í áttina til Elbazan. Önnur óstaðfest fregn frá Aþenu hermir, að þangað sé kom- ið stórt brezkt herskip hlaðið hermönnum, sem verið sé að setja á land. Tveir Reykfíkingar smiða flngvél. TXVEIR Reykvíkingar, þeir Gunnar Jónasson og Björn Ólsen, eigendur fyrirtæk- ísins „Stálhúsgögn“, hafa nú lokið við að smíða flugvél, og var hún reynd í fyrradag. Flugvélina hafa þeir félagar smiðað að öllu leyti nema hreyf- ilinn, mælitækin og skrúfuna. Er fltigvélin með tveim sætum, fyrir flugmann og einn farþega. Öm Johnson flugmaður fór reynsluflugið í flugvélinni og sagði, að hún hefði reynst vel. Aðalfundur S.Í.F. hófst í morgun. Aðalfundur sölusam- BANDS íslenzkra fisk- framleiðenda hófst í morgun kl. 9 í Kaupþingssalnum. Hófst fttndurinn á því, að for- maður stjómarinnar, Magnús Sig- urðsson bankastjóri flutti skýrslu stjómarinnar. Þá gerði Kristján Einarsson framkvæmdastjóri grein fyrir reikningUm sölusam- bandsins fyrir síðasta starfsár og rekstri niðursiuðuverksmiðjunnar frá 1. janúar 1940. Fundurinn heldur áfram i dag og verður nánar skýrt frá honum hér í blaðinu á morgun. Loftárásin á Berlín hófst klukkan átta á laugardagskvöltj ið. Yfir þúsund íkveikjusprengj um var varpað á flutningajárn- brautarstöðvarnar milli Pots- damer járnbrautarstöðvarinnar og Anhalterjárnbrautarstöðvar- Auk þessara stéttarfélaga hafa 42 fulltrúar þeirra, sem allir eru meðlimir í Fulltrúa- -ráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík, keypt hluti í félag- inu fyrir fullar 17 þúsundir króna. Alþýðuflokkurinn á 1/10 hlutafjárins. Stjórn hlutafélagsins skipa þeir Stefán Jóh. Stefánsson, forseti Alþýðuflokksins, Sigur- jón Á. Ólafsson, forseti Alþýðu sambands íslands og Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi, en þeir hafa svo sem kunnugt innar, sem orsökuðu svo mikla elda, að þeir lýstu upp brezku sprengjuflugvélarnar hátt uppi yfir borginni. Þungum sprengi- kúlum var því næst varpað nið- ur og kom ein þeirra beint nið- Frli. á 4. síðu. er, verið í stjórn Alþýðubrauð- gerðarinnar um margra ára skeið. Ugphaf Alpýðubrauð- gerðarinoar. Alþýðubrauðgerðin er stofn- uð á árinu 1917 af nokkrum á- hugasömum Alþýðuflokks- mönnum fyrir forgöngu Alþýðu sambands Islands og Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Alþýðu- sambandið, Alþýðuflokkurinn í Reykjavík og stofnfjáreigendur fóru í fyrstu með stjórn fyrir- tækisins í sameiningu. Nokkru eftir stofnun brauðgerðarinnar var ákveðið að innleysa stofn- fjártillög þeirra er þess óskuðu, og eftir það fór Alþýðusam- bandið og félög Alþýðuflokks- ins í Reykjavík með stjórn fyr- irtækisins í félagi, enda var það sameign þeirra. Eftir að fastara form var komið á flokksskipu- lagið í Alþýðusambandinu var Fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, sem eingöngu var skipað Alþýðuflokksmönn- um, falið að stjórna brauðgerð- inni og hefir stjórn fyrirtækis- ins síðan verið kosin af Full- trúaráðinu. Þegar Alþýðubrauðgerðin var stofnuð, var dýrtíð mjög mikil og brauðaverð hræðilega hátt. Brauðgerðin var stofnuð til þess að reyna að halda brauða- frh. á 2. síðu. Það hefir verið tilkynnt í A- þenu, að Grikkir hafi tekið 1500 Lalska fanga í síðustu viðureign- inni umhverfis Koritza, 12 stór- ar fallbyssur og mikið af öðrum hergögnum. Amerískur fréttaritari skýrir frá því, að hansr hafi séð flök af 10 ítölskum flugvélum umhverfis flugskýli í Korilza og allur út- búnaðir* flugvaliarins hefði verið stórskemmdur af sprengikúlum. I gær var engin ítölsk loftárás Frh. á 4 ,síð<u. Berlln brani ð 48 stöðnm ífyrrinðtí. Magnaðar loftárásir af beggja hálfu bæði á suimudagsnóttiim og í nótt. BREZKAR SPRENGJUFLUGVÉLAR gerðu ógurlegar loftá- rásir á Berlín og Torino á Norður-ítalíu í fyrrinótt. Þegar brezku fíugvélarnar flugu á hrott eftir árásina á Berlín, taldi einn flugmaðurinn 48 hál víðs vegar í borginni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.