Alþýðublaðið - 26.11.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.11.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR ÞRÍÐJUDAGUR 26. NÓV. 1940 279. TÖLUBLAÐ Bretar auglýsa hættusvæði milli Vestfjarða og Grænlands^ Ófiyrlrsjáanlegar afiléiðingap fiyiv ir almenning á Vestfjðrðum. ? ----------- BREZKA HERSTJÓRNIN hér gaf í gær út eftirfarandi tilkynningu, sem strax í gærkveldi var komið áleið- is til íslenzkra skipa samkvæmt ósk hennar, af vitamála- stjóra: ' . „Umferð er hættuleg um svæðið fyrir norðan 66. gr. norðlægrar breiddar og fyrir véstan 22. gráðu austlægrar lengdar, eða frá Skaga í Dýrafirði að Geirólfsgnúp á Strönd- um. Skipum, sem kunna að vera á þessu svæði, er alvarlega xáðlagt að fara þaðan í burtu þegar í stað. Skip, sem verða að f ara um þetta svæði, verða að halda sig innan 4 sjómílna fjarlægðar frá ströndinni. Þetta gildir, þar til öðruvísi verður ákveðið og til- kynnt." Með þessari ákvörðun brezku faerstjórnarinnar er lokað öll- «m fiskimiðunum fyrir Vest- f jörðum. Þarna hafa sótt sjó á nverjum degi, sem gefur, um 100 Ibátar frá fsafirði, Álfta- íirði, Hnífsdal, Bolungavík, Súgandafirði og Önundarfirði, eða öllum þeim stöðum á Vest- f jörðum, þar sem nokkur lóða- lítgerð er rekin. Við báta þessa munu hafa at- vínimi að mmnsta kosti um 1000 manns á sjó. Vestfirðir hafaeng- an annan atvinnuveg en sjávarr útgerð svo teljandi sé, þannig að aliur' fjöldinn af verkaf ólki í landi missir atvinnu sína Um leið ög sjómennirnir missa sína at- vinníu . i '. Fiskaflinn, sem þessir bátar hafa borið að landi, hefir uindan- farið verið allt að því 200 smá- lestir á dag, þegar gefið hefir á sjó, og hefir hann ýmist verið fluttur út frystur til Bretlands, eða hTaðfrystUjr fyrir brezkan markað. Auk þess að lokað er fiskimið- Um fyrir lóðaveiðar, er hinum svonefndiu Halamiðum einnig lok- að með þessu ákvæði. Þetta er eini staðurinn, sem íogararnir fiska á svo ' nokkru nemi á þessum tíma árs og fram yfir áramót, og verða þeir því seninilega einnig að . hætta veið- lum. '•¦*/ ; Afli togaranna m'un nema sem næst um 4—6 þúsuud smálestir Saltfisln selduf á áfissi firir 22,5 lilljéisir Skýrsla formanns á aðalfundi SölU" sambands íslenzkra fiskframleiðenda. AÐALFUNDUR Sölusam- bands íslenzkra fiskfram- leiðenda stóð allan daginn í gær frá kl. 9.30 til kl. 6.30 að frádregnu matar- og kaffihléi. Formaðurinn Magnús Sig- urðsson bankastjóri flutti skýrslu um starfsemi félagsins á árinu. Sagði hann, að saltfisk- ur befði verið seldur 'alls fyrir 22% milljón króna. Útborgunarverð til framleið^ enda var: Fyrir Portúgalsfisk 170 kr. fyrir skippund, Spáriarfisk, 7/8 verkaðan, 150 kr. fyrir skip- ptxnd, og fyrir Labradorfisk 130 kr. allt miðað við númer eitt. Fiskaflinn frá áramótum til 15. nóv. hefir samkyæmt skýrslu for- manns orðið 16 500 smál. Af þess- um afla hefir verið selt og sent 11900 smálestir, en ófarnar eru Um 4600 smálestir, þar af \ er helminguTinn seldur. Eftir hefir verið haldið af fisk- verðinu: um 2 milljónum króna, sem jiú er verið að borga út til fiskframleiðenda, en bæði Morg- unblaðið og Vísir kalla upphæð þessa af einhver|um ástæðum reksturhagnað fyrirtækisins. Umræður lurðu nokkrar um reikninga samlagsins. Bar Finn- Frh. á 4 .slðu. á mánuði og missa þá Bretar þann innflutning þennan tíma. Ekki er neitt vitað um það, hvert tilefni þessarar ákvörðunar brezku herstjórnarinnar muni vera, né held'ur hve lengi þessi fyrirskipun muni standa, en fáist þar engu um þokað, hljóta af- leiðingar hennar að verða full- komið atvinnutjón og vandræði fyrir Vestfirðinga á svæðinu frá Dýrafirði að Horni. Auk þess að loka fiskimiðum Vestfirðinga 'er torvelduð eða jafnvel lokuð siglingaleiðin fyrir Horn, því að meðan ákvæðin eru í gildi verða skip, sem ætla norð- fyrir að fara grurínleiðiTOa svo- köiluðu mn fyrir öll sker, en þá leið er ómögulegt að fara öðru vísi en í björtu veðri. Ríkisstjórnin átti viðræðuir um þetta við sendiherra Breta hér og benti honum á, hverjar af- leiðingar ^þetta myndi hafa og mun að sjálfsögðu gera allt, sem í hennar valdi stendur til að fá þessti breytt eða fæift í hagkvæm- ara horf. . > Oufuskipið Sverrir bilaði fyrir Anstar- lSBÐdí. Þrir bátar draga öað að lanði SÍBASTLIÐINN laugardag vildi það til, er gufuskip- ið Sverrir var statt út af Seyð- isfirði á leið frá Siglufirði til Engiands, að stimpill sprakk í vélinni og rak skipið fyrir sjó og vindi. 'Skipstjórinn, Lárus Blöndal setti út björgunarbát og sendi 7 af skipsverjusri til lands, en S voru eftir í sMpinU. ' i Náði björgurarbáturinn Skálum við Seyðisf jörð og var -símað pað* an til Seyðisfjarðar og beðið um hjálp. Lagði norskur línuveiðari þeg- ar af stað frá Seyðisfirði til að draga skipið að Jandi, en hafði svo litlar kolabirgðir, að hann varð að snúa aftur við svo búið. Voru þá á sunnudaginn, send- ir þrír bátar af stáð. Fundu þeir Sverri um hádegi í- gær og lögðu af stað með hann til lands. Leitað að vélbðt með 7 _ UNDANFARNA DAGA hef- ir verið leitað að vélbátn- um „Eggert" frá Keflavík, sem fór á rekhetaviðar s.l. föstudag. Á bátnum voru sjö menn. Frk. á 4. síðu. Vaxandl upplausn í llðl Etala í Albaníu. -------------------------<,------------------------- SOOO fanger teknir áfvelmdðgum T-v Ó AF) síðasta herstjórnartilkynning Grikkja sé mjög *y. varlegá orðuð og segi ekki annað en að Grikkir hafi tekið ýmsar nýjar stöðvar ítala í Albaníu, er enginn efi á þvíf að ítalir eru á undanhaldi á öllum vígstöðvum, og sums staðar á skipulagslitlum flótta, sem rekinn er af flug- vélum Breta og Grikkja. Harðast er nú barist um Argyrokastro, í Suð-vestur Alban- íu, sem Grikkir þrengja nú stöðugt að, en hafa ekki enn tekið. En nyrzt á vígstöðvunum virðist lítið um mótspyrnu af hálfu ítala. Er það nú staðfest, að Grikkir hafi á þeim slóðum tekið Pogradec og reki flótta ítala á veginum til Elbazan. Atta Dúsund fasgar teko ir á íwefínur dögum. Það er einn augljósasti vott- urinn um upplausnina í her I- tala í Suður-Albaníu, hve mjög' þeim Itölum fer nú fjölgandi, sem láta taka sig til fanga. Samkvæmt tilkynningum Grikkja hafa yfir átta þúsund ítalskir hermenn verið teknir til fanga síðustu tvo sólarhringana fyrir utan óhemiubirgðir af skot- vopnum, skriðdrekum, bíium og hverskonar hergögnuim öðrum. Hefir enn ekki verið komið tölu á þau hergögn, sem Italir hafa skilið eftir á flóttanum, því að Grikkir hafa ekki getað gefið sér tóma til þess að safna þeim sam- an. 'Bretar halda uppi látlausum loftárásum á helztu bækistöðv- ar Itala í Albaníu. í gær gerði þeir ógurlega loftárás á Durazzo, s'tærstu hafnarborg landsins, en þangað koma nú herflutningar 1- tala yfir Adríahaf. Vao" sprengj- unum Mtið rigna yfir höfnina og hafinarmannvirkin. Tíu þúaund smálesta skip, og annað minna, urðu fyrir sprengikúlum og stóðu innan skamms í ljósum loga. . Áhrifin af sigrum Grikkja: lipría hætt við að pra ímiúm vlð Þýzkaland. --------------------1-------------------- Engir búigarskir ráðherrar vænt- aniegir til Beriinar fyrst um sinn. —7-------. » .----------— ÞAÐ leynir sér ekki, að sigrar Grikkja á ítölum hafa þegar haft stórkostleg áhrif annars staðar á Balkan- skaga. Fyrir nokkrum dögum var ekki annað sjáanlegt, en að Búlgaría væri í þann veginn að gera bandalag við möndulveld- in á sama hátt og Kúmenía og fréttir voru þegar komnar um það, að forsætisráðherra Búlgara, Philoff, ög utanríkismála- ráðherra þeirra, Popoff væru á förum til Berlínar. En nú er því algerlega neitað.í Sofia, að slík för hinna búlg- örsku ráðherra sé fyrirhuguð, og af fulltrúa þýzka utanríkisráðu- neytisins var því lýst yfir við blaðamenn í gær, að engar ráða- gerðir væru uppi um það, að búlgarskir ráðherrar kæmu til Berlínar fyrst úm sinn. Talið er víst að hin ákveðna afstaða Tyrkjla hafi einnig átt sinn þátt í því, að Búlgaría hefir nú að því er virtist, svo skyndi- ; lega skipt um stefnu. En Tyrkir hafa aldrei dregið neina dul á það síðan árás ítala á Grikkland hófst, að þeir myndu grípa til vopna og koma GrikkiUm til hjálpar, ef á Grikkland yrði ráð- ist gegn um Búlgaríu hvort held- ur af Búlgörum sjálfum eða Pjóð verjum. . ! ' !"! !, 1 ! jfj i ; K'K'"'í. i ri{".v i ' ,;.....I Sendlmaður frá Mssum kominn til Sofia. Það vekur einnig mikla athygli Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.