Alþýðublaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: STEFAN PETURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR MIÐVIKUDAGUR 27. NÖV. 1940. 280. TÖLUBLAÐ v * Badoglio marskálkur á að stöðva f lótta ítala i Albaníu! Pétur Halldðrs- son borgarstjóri andaðist i gær. Hann varð aðeins 53 ára gamali. PÉTUR HALLDÓRSSON borgarstjóri og alþingis- maður lézt í Landakotsspítala í gær kl. 3%. Pétur~ Halldórsson hafði verið sjúku>r lum langt skeið, lá hann fyrst á heimili sínu, en nú síðast í Landakotsspitala. Fékk hann við og við riokkurn bata, en sló allt af niður aftur. Talið er, að banamein hans hafi verið mein- semd í lumgum. Pétuir Halldórsson hefir um fjölda ára skeið verið forys.ru- maður Sjálfstæðisflokksihs í bæj- armálefnum Reykjavíkur, fyrst sem bæjarfulltrúi og síðan, að Jóni Þorlákssyni látnum, sem borgarstjóri. Alþingismaðuir hefir hann verið hin síðari ár. — Pétur Halldórsson var fæddur 26. april 1887 og_ varð því rúmlega 53 ára gamall. Grikkir sækja ört fram frá Koritza áleiðis til strandar. Og hafa sett lið á land að baki ítölum beint á móti Korfu. GRIKKIR sækja nú ört fram nyrzt á vígstöðvunum í Albaníu, frá Pogradec í norðvesturátt, áleiðis til El- bazan, sem liggur um það bil í miðju landinu, og frá Kö- ritza í vesturátt áleiðis til strandar. Eru hersveitir þeirra þegar komnar meira en 50 km. vestur fyrir Koritza. Ákafar orustur standa enn yfir syðst og vestast á víg- stöðvunum, við Argyrokastro, þar sem ítölum hefir borizt verulegur liðsstyrkur. Þeir hafa borgina enn á sínu valdi. En það var tilkynnt í Aþenu í gærkveldi, að grískt lið hefði verið sett á land á ströndinni að baki ítölum, beint á móti Korfu, og að aðstaða þeirra víð Argyrokastro hefði versnað stórum við það. Hve alvarlegum augurn ítalir líta á ástandið í Albaníu má marka af því, að Mussoljni hefir nú sent Badoglio mar- skálk, yfirmann alls ítalska hersins, þangað til þess að reyna að stöðva flóttann. Kort af Albaníu, landinu, sem barizt er um. Sókn Grikkja held- ur áfram í norður og vestur á allri herlínunni frá landamærum Júgóslavíu til Adríahafs. Láílausar loftárásir Breta á ber ttala. Sprengjuflugvélar Breta halda uppi stöðugum loftárás- um á her ítala á undanhaldinu svo og á allar aðalborgir lands- AlDjðaflokknrinn boOaði til f nndar í Vestm.eFjni i gær Har. Guðmundsson hafði framsðgu um skattamál, dýrtíðina og kaupgjaidsmái. ALÞÝÐUFLOKKURINN boðaði til opinbers landsmálafundar í Vest- manneyjum í gærkveldi. Var fundurinn vel sóttur og umræSur fjörugar. Fundar- stjóri var Guðmundur Helga- son, formaður Sjómannafélags- ins, en málshefjandi var Har- aldur Guðmundsson alþingis- maður, sem dvelur í Vestmanna eyjum um þessar mundir. Talaði Haraldur í rúma klukkustund og talaði aðallega um skattamál, dýrtíðina og varnir gegn henni - og kaup- gjaldsmál. Var ræðu Haralds tekið mjög vel. Engir ræðumenn voru frá Sjálfstæðisflokknum eða Fram- sóknarflokknum, en kommún- istinn ísleifur Högnason talaði næstur á eftir Haraldi og hafði vitanlega allt illt á hornum sér. Áttust þeir nokkuð við Harald- ur og kommúnistinn og reynd- ist það ójafn leikur, enda fór og eftir málstaðnum. Bretar önna ö- lögiegan póst ÍO REZKIR efíiiiitsnienn, sem *-*, voriu að leita hér í skipi, sem Var að fara til Ameríku í fyrrakvöld, fundiu sendibréf hjá þremar skipsmönnwm. Pað er stranglega bannað, að sjómenn taki með sér sendibréf eða böggla til útlanda, og getur f aðk haft alvarlegar afleiðingar. ins, Tirana, Durazzo og Valona. Á veginum milli Pogradec og Elbazan var ítalskri hersveit, sem send hafði verið til þess að stöðva flótta ítala þar, sundrað með 'sprengikúlnaregni úr loft- inu. Á Argyrokastro gera flpgvél- ar Breta einnig hverja loftárás- ina af annarri, og hafa kveikt þar í stórum birgðaskemmum ítala. Aðstaða ítala í loftstríðinu hefir nú versnað stórkostlega við það, að Bretar og Grikkir hafa náð á sitt vald tveimur flugvöllum þeirra í landinu, við Koritza og Pogradec, og hafa ítalir nú ekki nema þrjá flug- velli þar' við Tirana, Durazzo og Valona. í sókninni vestur af Koritza hafa 6 ítalskar flugvélar fallið í hendur Grikkjum á jörðu niðri. Höfðu þær verið yfir- Frh. á 2. síðu. niy^:^m^~v:-\tM:%fm>: Brezka stjórnin býðst til að ibyrgjast f nllveldi Búlgarín Ef Búlgarar gera ekki bandaiag við óvini Breta eða ráðast á bandamenn þeirra. BADOGLIO BUTLER aðstoðarutanríkis- málaráðherra Breta las í gær upp yfirlýsingu í brezka þinginu varðandi Búlgaríu, sem mikla athygli vekur hvarvetna um heim í sambandi við við- burðina á Balkanskaga. Var yfirlýsingin gefin í tilefni af fyrirspurn, sem komið hafði fram í þinginu. Hún var á þá leið, að brezka stjórnin væri fús til að ábyrgj- ast, að fullt tillit yrði tekið til sjálfstæðis og fullveldis Búlg- aríu við væntanlega friðar- samninga, svo fremi að Búlgar- ar gerðu ekki bandalag við ó- vini Breta, veittu þeim lið á beinan eða óbeinan hátt eða réðust sjálfir á einhvern af bandamönnum Breta. Pað þykir augljóst, aö þessi yfirlýsing hafi verið gefin til þess &ð stappa stálinu í Búlgara, sem riú virðast hafa horfið frá því með öllu, að gera bandalag við Þýzkaland, og fá þá til þess að verja hendiur sínar, ef Þjððverjar skyldw reyna að fara með her gegn lum land þeirra til árásar á Grikki. • j Stnðentaóeirðir í Sofia. Óeirðir urðu í Sofia, höfuð- borg Bulgaríiu, í gær, milli naz- istískra og frjálslyndra stúdenta. Fóru nazistastúdentarnir með kröfuspjöld um göturnar og heimtuðu landvinninga á kostnað Grikklands og Júgóslavíu. Lög- reglan skarst í leikinn og tvístr- aði stúdentunum; þrír þeirra særðust. i Almennt manntal á landion n.k. mðnnd. N«STKOMANDI mámidag fer fram aímennt manntal am allt Iand, en manntal hefii< ekki verið tekið hér á lantíi síð- ast li&in thi ár. i Um leið og manntalið verður. tekið, verður safnað húsa- og bæjaskýrsluim. , I kawpstöðum annast bæjar- stjórnir manntalið, en aranars staðar prestar með aðstoð hrepp- stjóra og hreppsnefnda. Verður hverjum kaupstað eða prestakalli skipt í svo mörg um- dæmi eða hverfi, að einn maður, komist yfir það á einum degi, að afla þaðan þeirra upplýsinga, sem krafizt er. Nær manntalið ekki til setu- liðsins hér og ékki til erlendra skipa á höfwum landsins. Að öðrní leyti nær manntalið til erlendra manna, sem dvelja hér manntals- daginn, og enn fremur til er- lendra flóttamanna, sem , kurana að dvelja hér. 1 íslenzkum skipum, sem koma hér að landi eftir 2. dezember, er tekið manntal, þegar þau koma í höfn. ! Úthlutun á kaffi og sykurseðlum fyrir mánuðina des., jan. og febr. stendur nú yfir. Þegar hafa verið afhentir 17.400 seðlar. TJthlutun- in fer frarfl daglega • þessa viku í Tryggvagötu 28. Afgreiðslutíminn er frá kl. 10—21 f. h. og 1—6 e. h.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.