Alþýðublaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓV. 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ ---------MÞYÐUBLAÐIÐ----------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Sfmar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau' i AI, ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN LeiftBrsókDii, sem snerist nppf leiftirflótta AÐ vantar ekki, að Hitler heíir farið v'íða á þessu hausti. En þangað, sem hann ætl- iaði sér — til London — hefir hann ekki komizt. í stað þess hefir hann ferðast fram og aftur á meginlandinu. Það hafa verið einsk. leifturferðalög: frá Berlín til París, frá París til San Sebastian og frá Berlín til Florenz. En þess á milli hefir hann dvalið nokkra daga um kyrrt i Berlín jog Berchtesgaden til þess að taka á móti heimsóknum stjómmála- manna frá Moskva, Rómaborg, Madrid, Budaþest, Búkarest, BTatislava og Sofia. Hver ráð- stefnan hefir rekið aðra: við La- val, Franoo, Pétain, Mussolini, Molotov, Ciano greifa, Suner, Te- leki greifa, Czaky greifa, Anto- nescm, Boris Búlgaríukonung og Tuka. Það hefir verið rætt um nýja skiþun í Evrópu og um heimsbandalag á möti Bretlandi. En árangurinn virðist ekki hafa orðið mikill. Þrjú kúguð smáríki, Ungverjaland, Rúmenía og Sló- vakía hafa ekkí þonað annáð en að gerast áðilar að þrívelda- 'bandalagi Þýzkalands, ítalíu og Japan. Það er . allt og sumt. Frakkland og Spánn hafa hliðráð sér hjá því, að fara í stríðið fyrir Hitler. Og Bretland er fjarr því að vera sigrað, en nokkru sinni ‘ áður. Búlgaríu var ætlað að ganga undir sama okið og Ungverja- land, Rúmenia og Slóvakía. En hún kippti að sér hendinni á síð- ustu stundu. Því meðan á ferða- lögum og ráðstefnum Hitlers stóð hófst sú viðburðarás suður á Balkanskaga, sem nú virðist vera i þann veginn að marka tímamót í sögu gtríðsins. Mussio- lini ætlaði að leika sama leikinn .við Grikkland og stóribróðirhans í Berlín er svo oft búinn að leika við smáþjóðirnar norðan Alpafjalla. Hann réðist fyrirvara- laust með her manns frá Albaníu 'jnn í Grikkland, í þeirri von, að geta lagt það undir sig með leift- ursókn en fékk óvæntar viðtök- ur. Og nú er her hans á leiftur- flótta norður Albaníu, eltur af hersveitum Grikkja og flugvélum Breta, og Hitler enn of fjarri vett- vangi til þess að geta hjálpað honum. Það væri vissulega of mikil bjartsýni, að gera sér vonir um, að sú sókn, sem nú er hafin af Grikkjum með hjálp Breta, geti orðið óslitin sigurför. Til lengdar getur Hitler ekki horft aðgerða- laus upp á það, að möndul- bróðir hans í Rómaborg fari hverja hrakförina eftir aðra fyrir hinum sameiginlega óvini. Það væri alltof hættulegt fyrir hann sjálfan. Og enn verður að gera ráð fyrir því, að hervél Hitlers sé í Iagi og undir það búin að greiða ægileg högg. En hvað sem á eftir að gerast suður á Bal- kanskaga, verður þvi ekki neit- að, að möndulveldin hafa þegar orðið fyrir álitshnekki af óförum ítala, sem erfitt verður fyrir þau að vinna upp aftur. Hin frækilega vöm og sókn Grikkja og hiti fljiöta hjálp Breta hefir vakið nýj- ar vonir þeirra þjóða norðar og austar á Balkanskaganum, sem enn hafa ekki beygt sig undir ok Hitlers, um að geta varið frelsi sitt. Það sýnir sig bezt í hinni skyndilegu stefnubreytingu Búlgaríu. Og Tyrkland virðist á- kveðnara en nokkru sinni áður, að verja hendur sínar. Ösigrar Mussolinis á vígvellin- urn hafa þegar haft í för með sér ósigra fyrir Hitler á stjórn- málasviðinu. Trúin á ósigran- leika möndul\teldanna er farin. Til skamms tíma höfðu þau hvergi verið sigmð nema á sjón- lum. En siðan í haust hafa þau einnig beðið hvern ósigurinn eftir þinnan í loftinU og borgir þeirra orðið að þola sömu loftárásirnar og þau hafa látið gera á Bret- land. Og nú hafa þau orðið fyrir fyrsta stóra áfallimu á landi. Fleiri munu fara á eftlr. Stúdentaráð Háskóla íslands. AðgðMfiiiMlllar að dansleik stúdenta 1. des. að Hótel Borg, verða seldir í Haskólanum (skrifstofu stúdentaráðs, 2. hæð, sími 5959) 1 dag og á föstudag kl. 5—7 e. h. Vegna takmarkaðs aðgangs er þess vænst, að stúdentar taki aðeins með sér einn gest. Aðgangur leyfður aðeins stúdentum og íslenzkum gestum þeirra. STJÓRNIN. —ÚTBREIBIB ALÞÝBSJBLABIЗ riðrik Bjarnason sðngkenn ri og tðnskáld sextngnr. FRIÐRIK BJARNASON, söng- kennari’og tónskáld « Hafn- arfirði, á sextíu ára afmæli í dag. Er hann löngu orðinn þjóð- kunniur maður fyrir lög sín, sem hvert einasta barn bamaskólanna hefir lært og haft unUn af að syngja, eitt og með öðrum. Eitt lag hans ætla ég sérstaklega að að minnast á, það er lagið við texta Þorsteins Erlingssonar „Fyr var oft í koti kátt“. Þegar ég Sem drengur í Bamaskóla Reykjla víkur heyrði þetta lag fyrst, fékk ég þá strax svo rniklar mætur á þvi, að það er mér alltsaf minn- isstætt. Mér fannst textinn fallast svö vel í faðm við lagið, að á innilegra samband viarð alls ekki kosið, og í hvert skifti, sem ég söng það, streymdi um mig sönn gleði og ánægja, og eiinatt hlakk- aði ég til, er röðin kom að þvi. Þótt Friðrik hefði ekki gertnema þetta eina lag, væri það eitt nóg til þess að halda nafni hans á Iofti, það mun lifa meðal bama og fullorðinna sem gott dæmi þess, hvemig á að samlaga sig skilningsheim barnsins. Friðriki hefir heppnazt aðfmna hinn ríkjandi tón bamsins, og hann mótar hann á maigvislegan en alitaf sannan hátt; hann kyn- okar sér ekki víð tónendurtekn- ingu í sífellu, ef orðin heimta það, aðalatriðið er, að hjá barn- inw vakni rétt tilfinning fyrir því, sem orðin láta í ljósi. Þau lög, sem við auðkeninum sem „barna- söngva“, eru: í raun réttri oft ekkert annað en barnóraljóö, fund- in upp af fullorönum, þrungin raun skökku tilfiuningaflani er alls ekki hæfir baminu, en Friðrik hefír hiustað ettlr rödcl barnslns betur en margir aðrir — það er víst óhætt að segja betur en allir aðr- ir hér á landi, og fyrir það á hann þúsundfaldar þakkir skilið. Hann hefir gefið barninu gaum, þegar það er eitt samain, þegar það leikur og syngur ótmflað fyr ir'sjálft sig, og þannig hefir hann kynnzt hinum ,einu réttu tónum þess. Friðrik Bjarnason. og tók kennarapróf í Hafnarfirði árið 1904. Nótumar lærði hann fyrst að þekkja, er hann var um tvítugt en varð mikið ágengt á skömmum tima. Sérstaklega hefir Friðrik (kynnt sér söngkennslu i skólum á Norðlurlöndum og í Þýzkalandi, og hefir hann í því skyni gefið út margar skólasöng- baikur, sem notaðar hafa verið við söngkennslu um land allt, og væri óskandi, að fleira kæmi frá hans hendi af því tagi; á því er brýn nauðsyn. Uppeldisfræðingurinn og tón- skáldið Friðrik Bjamason em tvær óaðskiljanlegar hliðar í sama manni. Svipar honum í því til svissneska tónfræðingsins Hans Georg Nageli, sem manna mest barðist fyrir útbreiðslu karlakórs- söngsins og samdi verk fyrir hann. í tónsmíðum sínum er Frið- rik hundinn uppeldisfræðilegum megmreglum, að festa hið góða þg gamla í sessi og brydda ekki að ófyrirsynjiu upp á flóknu og stirfnu nýnæmi, sem á örðugt uppidráttar. 1 bezta skilningi er Friðrik vinsæll í því, sem eftir hann liggur; þó munu fyrri lög hans reynast einna langlífust, en margt mUn enn vera óprentað, svo að erfitt er að rnynda sér fullnaðarskoðuu um afköst hans, en eðlileiki og íburðarleysi fastr- ar skapgerðar, sem leitar látlaiusr- ar tjáningar af óhagganlegri sam- kvæmni, einkennir Friðrik í lög- Um hans, sem út hafa komið. Bezta gjöfin, sem hægt værf að gefa Friðrik á næsta stór- afmælisdegi hans, væri áreiðan- lega heildarútgáfa af lögum hans í einu eða fleiri bindum. Værí það stórfróðlegt og nauðsynlegt öllum þeim, sem láta sig íslenzka tónlistarþróun einhverju skipta, og mun hér mikið verkefni ó- leyst fyrir menntamálastjórn landsins. En 1 þetta sinn verðum við að láta okkur nægja, að óska Friðrik allra heilla og þakkahon- um ósérhlífið starf í þágu ís- lenzkrar söngmenningar. H. H. Steðaferðir bana Eftirtaldir staðir eru leyfðir fyrir sleðaferðir barna: AUSTURBÆR: 1. Arnarhvoll. • 2. Torgið fyrir vestan Bjarnaborg milli Hverfisgötu og Lindargötu. 3. Grettisgata, milli Barónsstígs og Hringbrautar. 4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu. 5. Liljugata. Friðrik hefir ávalt gert sér far Um að ala börnin og unglingana þpp í lifandi sammeyti v'ið tón-* ana, honum hefir frá því fyrsta skilizt, að brýn hörf var á tón- rænu uppeldi, og hann hefir al- ið nemendur sína upp við tón- l’isit' og með tónlist; í því starfi hefir forðazt dauðar yfirheirsl'ur ástæðum verið nærtækastur, hann hefir forðast( dauðar yfirheyrzlur og „stagl“ og gengið á snið við stirðbusa’.eg kerfi mótaðra sann- inda. Hin lífrænu tengsl við efn- ið hafa verið honum fyrir mesttu, hann hefir skilið, að tónli'starinn- ar verður ekki leitað einhversstað ar utan gátta, hún býr í okkur _sjálfum, hún fylgir lífi okkar, okkar smáu gleði- og áhyggju- efnum, hún er vinur okkar og huggari. Friðrik er ættaður frá Stokks- eyri, þar sem faðir hans var org- anisti, og ‘ er hann kominn af hinni eftirtektarverðu Bergsætt, sem alið hefir svo marga gáfu- menn í söng og tónlist. Úr mik- illi fátækt, brauzt hann til mennta I 6. Túnblettir við Háteigsveg beggja megin við Sunnu- hvolshúsið. VESTUSBÆR: 1. Bráðræðistún sunnan Grandavegs. 2. Vesturvallagata milli Holtsgötu og Sellandsstígs, 3. Blómvallagata milli Sólvallagötu og Hávallagötu. 4. Hornlóðin við Garðastræti suhnan vert við Tún- götu. Bifreiðaumferð um þessar götur er jafnframt bönnuð. LÖGREGLUSTJÓRINN. Aðalínndnr sundfél. Ægis verður haldinn í .Varðarhúsinu annað kvöld kl. 8,30 stundvíslega .Félagsmenn, fjölmennið. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.