Alþýðublaðið - 28.11.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.11.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐ3Ð FIMMTUDAGUR 28. NÓV. 1940. Baráttan gegn berklaveikinni raipr SJúklíngum fækkar eim eg úén* arialan lækk-ar stððhasgf. Samtal við Slgnrð SignrðssGB bérfeláyfiríælíDi. SIGURÐUR SÍGURÐS- SON berklayfirlæknir kallaði í gær blaðamenn á fund sinn. Skýrði hann þeim frá berklavarnastarfinu, eins og það er nú rekið og sýndi þeim hin nýju ágætu húsa- kynni berklavarnastöðvar- innar Líknar í Kirkjustræti 12. Berklayfirlækninum fórust orð á þessa leið: Eihs og kunnugt er, hafa berklavarnir verið mjög auknar á síSastliðnum árum. Hefir ver- ið hafin skipulagsbundin leit að smitberum og berklasýktu fólki, en það er löngu kunnugt, að smitandi berklasjúklingar geta gengið með siúkdóminn, jaf nvel árum saman, án þess að . vita um þaS sjálfir og sýkt á þann hátt út frá sér. Rannsóknir þessar eru rriarg- þættar. Með . skrásetningu berklasjúklinga og berklaprófi á fjölda fólks er leitast við að finna hina sýktu og smituðu og, þeir síðan röntgenrannsakaðir. Starfsemi þessi er enn aðeins rekin stöðugt í Iæknishéruðum þeim, þar sem heilsuverndar- stöðvar starfa, en heilsuvernd- arstöðvar, sem fyrst og fremst annast berklavarnir, starfa nú á eftirgreindum stöðum: — 1. Reykjavík — Hafnarfjörður. 2. Vestmannaeyjar, 3. Seyðis- fjörður, 4. Akureyri, 5. Siglu- fjörður og 6. ísafjörður. Hafa stöðvar þessar röntgenrannsak- að árið 1939 tæp 8 þúsund manns. Fjcldi röntgenrannsókn anna er eðlilega langtum hærri eða rúmlega hálft 13. þúsund. Auk þessa voru á þesiu sama ári framkvæmdar berklarann- sóknir í 20 læknishéruðum, þar sem heilsuverndarstöðvar eru eigi starfandi og alls röntgen- rannsakaðir þar um 3000 manns. Voru þannig á árinu 1939 röntgenrannsakaðir tæp 11 þúsund manns í 27 læknis- héruðum. Þá voru og fram- kvæmd víðtæk berklaþróf, einkum á börnum og ungling- um,' í flestum læknishéruðum landsins. Voru á þennan hátt rannsakaðir rriilli 10 og 20 þús- und manns. Það er einkum starfsemi berklavarnarstöðvarinnar í Reykjavík, sem á undanförnum árum hefir aukist stórlega. Ár- ið 1939 var ráðinn til stöðvar- innar sérstakur læknir, og hef- ir það bætt aðstöðu stöðvarinn- ar mjög og aukið afköstin að miklum muií. Er ætlast til, að eigi verði þess langt að bíða, að hefja megi heildarrannsókn á öllum íbúum Reykjavíkur í berklavarnarskyni á svipaðan hátt og gert hefir verið í nokkr- um læknishéruðum nú á þessu ári. Hafa í sumum sveitahér- uðum komið 95—97% af öllum íbúunum til rannsókna. Þá var í lok ársins 1939 ráð- inn læknir við berklavarnir rík- isins. Enn sem komið er, starfar hann þó aðeins að hálfu leyti við berklavarnir. Það yrði pí langt mál að ræða ýtarlega árangur þessara rann- sókna. Fyrir 2 árum var í við- tali við yður fullyrt, að berkla- veikin færi rénandi hér á landi. Voru þá færð að þessu eftirtal- in rök: 1. Minnkandi berkladauði, 2. Þverrandi aðsókn berklasjúkl- inga að sjúkrahúsum og hælum og 3. Minnkandi berklasmitun meðal barna og unglinga. Ályktun þessi virðist hafa verið rétt í öllum atriðum. — Þannig hefir berkladauðinn íækkað mjög síðustu ár og er árið 1938, en það er síðasta ár- ið, er skýrslur ná yfir, lægri en hann hefir nokkru sinni orðið, síðan farið var að skrá hann sérstaklega (1911). Er hann 1938 kominn í sjöttu röð dánar- meina eftir að hafa verið .ár- um saman í efstu röð og síð- ustu árin í annarri og þriðju (1930 dóu 232, 1938 — 106, lækkunin nemur 59%, ef miðað er við mannfjölda). Annars fer berkladauðinn frá ári til árs nökkuð eftir:því, hvort farsótt- ir ganga eða eigi. Þá fer berklasjúklingum einnig fækkandi, þó eigi sé það í sama hlutfalli og lækkun berkladauðans. Má ætla, að hlutfallið hafi nokkuð raskast sökum þess, að sjúklingar eru nú oftar teknir til meðferðar, áður en sjúkdómurinn hefir náð að grípa nrjög um sig, og er því árangur berklalækninganna meiri, en áður var. Á þessu ári fækkaði sjúkra- rúmum á heilsuhælum nokkuð, er Kópavogshæli var lagt niður vegna heiínámsins (afnám Reykjahælis var nálega að fullu bætt upp með aukningu sjúkra- rúma á Vífilsstaðahæli sama ár). En þrátt fyrir þessa fækk- un sjúkrarúmanna er auðveld- ara að sjá berklasjúklingum fyrir rúmum nú en nokkru sinni áður. Ennfremur sýnir berklapróf það, sem áður var getið um, að berklasmitunin fer nú ört mínnkandi í Iandinu. Má af því ráða, að smitandi berklasjúkl- ingar séu nú færri utan sjúkra- húsa og hæla en áður hefir tíðk- ast. Berklavarnarlögin hafa verið endurskoðuð og samrýmd hinni nýju tilhögun berkla- varnastarfseminnar. — Leggja lögin nú meiri áherzlu á beinar berklavarnir en áður var og eru í þessu efni mjög róttæk. Þannig má krefjast rannsóknar á hvsrjum þeim, sem ástæða er til að ætla, að sé haldinn smit- andi berklaveiki. Ennfremur er krafist árlegrar rannsóknar á öllu starfsfólki í mjólkurbúð- um, mjólkursölustöðum, brauð- gerðarhúsum, matsöluhúsum, farþegaskipum og fólki í til- svarandi atvinnugreinum. Lög- in gengu í gildi 1. janúar s.l. Það, sem berklavarnirnar skortir nú tilfinnanlegast, er: 1. að völ sé á berklaspítala eða spítaladeild, sem sérstaklega er miðuð við þarfir sjúkl- inga með útvortis berkla- veiki, svo og þeirra sjúkl- inga með lungnaberkla, er eigi hentar hælismeðferð. 2. hæli fyrir'berklaveik börn, svo og kirtlaveik og veikluð börn, sem ætla má, að séu sérstaklega næm fyrir berklaveiki. 3. að settar verði á stofn vinnudeildir við heilsuhæl- in, eins og getið var um fyr- ir 2 árum og réttilega hefir verið bent á af öðrum aðilj- um nú fyrir skemmstu. 4. að unnið verði enn að auk- inni stöðugri berklavarnar- starfsemi í sem flestum hér- uðum landsins í náinni sam- vinnu við lækna >á hverjum stað og þó einkum haldið uppi stöðugri og skipulags- bundinni leit að smitber- um." Brezkur menntamaður nm "................¦¦ ii ¦ i i i Li..i i i -i r..... ..........-----------------------------------------------------.......----------------------------------- Sýnlngn lelkf élagslns á Loganum helga" n EFTIRFARANDI grein um „Logann helga", leikritið eftir enska rithöfundirm William Sommerset Maugham, sem Leik- félag Reykjavíkur sýnir núna, er eftir enskan mann, Bert Jack, sem dvalið hefir hér á landi í Viioklkur ár og stundað nám hér við <há- skól ann: „Loginn helgi" er _ ekki eitt peirra leikrita, sem víekja um stundarsakir hrifningu leikhúss- gesta. Andi ledkritsins er allur annar. Það v!ar líka ritað í þeim tilgangi að lýsa atburðum, sem víða gerðust eftir lok síðustu heimsstyrjaldar, enda er pað einnig nú á tím'um táknrænt um pað, sem margan flugmanninn hendir. Að mínu áliti er ekki hægt að nnóta leikritsins, nema pað sé vel leikið. Ég hefi séð pað leiikið á ensku — máli pví, sem pað er skrifað á —. og leikið fremur lé- lega. Seinna sá ég mjög- vel heppnaða sýningu hjá leikf^lagi Edinborgarháskóla. Pað er pví skiljanlegt, að pað viar með nokkTO hiki að ég fór að sjá pað í petta sinn. Það, að sýning. Leikfélags Reykjaviíkur hefír heppnast svo prýðilega, er fyrst og fremst að pakka pýðandianum. Hefir pað án efa. létt leikenriiunium .hlutverkin og gert pau eðlilegri en ef pýð- ingin hefði aðeins verið sæmileg. Að vlísU er „Loginn helgi" vel til sýningar fallinn hér á landi. — Frammis'taða lei'kendanna er góð og stenzt fyllilega samanburð við hliðstæð ' félög, sem ég hefi kynnzt á . Norðurlöndum og í Bretlandi. Somerset Maugham gerir sér pað ljóst, að enskir leikarar eru, eins og Englendingar yfir höfuð, fámálugir menn, rólegir, og hlé- drægir. Leikrit sitt reit hann í peim tilgangi meðal anmars að pvínga pá til að tala'. Eins og ég sá pað leikið hérna, virtist mér hlU'tVerkum verá skipt pannig á milli leikenda, að pau féllu hvery um peirra mjiög eðlilega. íslend- íngar, einkum í bæjium, tala lað mínu áliti upp og ofan meira en Breíar. Pessi léttleiki.í tali bjarg- ar hinum íslenzku leikurum frá peim vandræðum, sem brezkt leikfélag, sambærilegt yið Leikfé- lag Reykjavíkur, myndi lenda í. Það er með djúpri virðingu, sem ég vil pakka leikurum Leik- félagsins undantekningarlaiust fyr- ir sýningu pessa. Sýningin^ á mesta lof skilið og félagið sem heild hefir af innri hvöt fært ís- lenzkum leikhússgestum eitt af höfuðleikritum eins bezta rithöf- undar Breta — ef ekki eins af bezta skáldsagnahöfuindUm heims- ins, sem telja mætti í flokki með Maupassant og Tsjekof. Leiktjöldin eru fyrsta flokks, og verður ekki á betra kosið. Sama máli gegnir um ljósaút^ búnað. Það var skaði, hve lítið aást til Indriða Waage. Samleikur hans og Öldu Möller var svo innilegur, að ég varð pess var að kona, sem nær mér sat, táraðist. Brynjólfur Jóhannesson var læknirinn, og lækn'ir var hann vissulega. Hvers vegna eiga bankaritarar að vfira alla daga bundnir við störf, sem ekki leyfa peim að fara um allt til aið lækna og líkna sjúkum? Þegar frk. Arndís talaði, kom pað hvað eftir annað fyrir, að ég gleymdi mér. Mér fahnst ég vera kominn í uppáhaldsleikhúsið mitt í Glasgow. Það er sárgrætilegt, að hún skyldi ekki gera leiklist að æfistarfi sínu. Þegar majórinn (Valur Gíslasion) tók að sýna hörku, fannst mér hann ekkert vanta, nema einglyrni. Sama á- leit víst maður, sem sat skammt frá mér, pví hann sagði: „Það er ágætt" og fór að taka í nefið. Gestur Pálsson er, eins og venjulega, góður. Sýnir hann, eins og Brynjólfur, að hann er mjög fjölhæfur og leiksviðsvanur. Alice kom ekki mikið við sögu, og mér fannst hún eiginlega vera of fáguð af pernu að vera. Aftur á móti var Þóra Borg prýðileg, pó að mér pætti hún full-ströng. Það getur verið, að ég sé orðinn of íslenzkur til að sætta mig við hj'úkrunarkonuaga. 1 öllu falli myndi ég benda Rauðakrossmuni á pað, ef ég vissi að hann væri í hraki með hjúkrunarkoniu — og lækni, að fá petta fólk að láni hjá Útvegsbankanium og Píróla. Ég vil ráðleggja öllum, sem vetlingi geta valdið, að sjá „Log- ann helga", vegná pess að hann er pess virði — og pað getur farið svo, að peir fari aftur í leikhúsið, eins og ég." LlkoarsjöðDr tstandi Frá stjórn Líknarsjóðs Is- lands hefir Alpýðublaðinu borizt eftirfarandi yfirlit um starfsemi sjóðsins. LÍKNARSJÓÐUR ÍSLANDS var stofnaður árið 1935, og er stofnfé hans yfirverð seldra frimerkja, er út voru gefin árið 1933. Eru pau enn í gildi og ætluð sjóðnum til tekna. Má sam- kv'æmt skipulagsskrá, er út var gefin 23/3 1933, verja allt að ,80 prósent af árstekjum hans og auk pess helmingi sjóðsins sjálfs, eins og hann er 6. hvert ár, tii styrktar slysavprnum, elliheimiÞ um og barnaheimilum. Fruimkvæði að sjóðstofnun pessari átti Gísli Sigurbjörnsson, frímerkjasali. Fékk hann nokkra menn i lið með sér, er áhuga höfðu fyrir pessum málum, og komu frímerkin fyrst í notklun voTÍð 1934. Stjórn sjóðsins hafa skipað frá öndvérðu peir Þorsteinn skip- stjóri Þorsteinsson í Þórshamri af hálfu Slysavamafélags Islands, formaður, Ásmundur prófessor Guðmundsson, ritari, 'og Jón Pálsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landsbankans, gjaldkeri. — Erli peir allir skipaðír af rMisstiórn- irini. Síðan s]öðurin,n tók til starfa hefir alls 10 700 krónum vierið varið til styrktar og starfrækslu stofnana peirra, er reglugerðin nær til. Af pessu fé hafa samtials 3600 krónur runnið til Slysa- varnafélags íslands, 1409 krónúr til elliheimilisins Grund, 1900 kr. til barnaheimilisiins á Solheimum, 1000 krónur til bárnaheimilisins Sumargjöf í Reykjavik og sam- tals 2800 krónum verið varið til starfrækslu ýmfssa sumarbiarna-' heimila víðs vegar um lamdið. Þetta er að vlsu ekki mikið fér enda er sjóðstofnun pessi ung og pess pví eigi að vænta, að hún geti fyrst um sinn látið mik- ið fé af hendi rakna. Féð er fyrst og fremst ætlað til uppörf- unar og hvatningar peim líknar- stofnunium, er pess hafa notið. Vert er að vekja athygli lands- manna á pví, að frímerki pessj, sem eru mjög smekkleg að útliti, fást jafnan keypt í öllum póst- stofum landsins. Með pví að nota pau styrkja menn góð málefni. Þeir, sem Iiafa hugsað sér aS styrkja Bazar Sálarrannsóknar- félags fslands eru minntir á, að hann verður haldinn 8. des. n.k. Nánar auglýst síðar. Þúsundir vita, að gæfa fylgir trúlofunarhringum s frá Sigu» J>ór, Haínarstræti 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.