Alþýðublaðið - 02.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.12.1940, Blaðsíða 2
Nokkur orð til setuliðsins. Umbætur nanðsplepr á TinnnstððTnm þess. ------- fj AUÐSYNLEGT er að ^ gerðar verði hið bráð- asta ýmsar umbætur við að- búnað verkamanna, sem vinna í Bretavinnunni. Ætti setuliðsstjórnin að geta kipt þessu í lag, þar sem það kostar lítið og tekur ekki lang- an tíma. Verkamenn, sem vinna mjög margir t. d. í flugvellinum hafa ekkert afdrep, þar sem þeir geta matast. Að vísu geta þeir fengið að fara inn í stór tjöld, sem þarna eru, en þau eru svo að segja alveg ónothæf vegna aurs og kulda. Þarf að koma upp bröggum til þess að verka- menn geti fengið þar afdrep. Það skal tekið fram, að ís- lenzkir atvinnurekendur telja sjálfsagt að hafa slík afdrep fyrir verkamenn sína og Bretar hafa til þessa hér á landi viljað fylgja sömu reglum — og ekki síður, og íslenzkir atvinnurek- endiír. Þá er annað. Verkamenn verða sjálfir að leggja til verk- færi sín, en þeir hafa engan stað til að geyma þau á. Annað hvort verða þeir því að bera þau heim til sín að vinnudegi loknum, eða að grafa þau nið- ur. Þetta er mjög óþægilegt. Þarf setuliðið að koma upp hið bráðasta verkfærageymsluskúr. Þess er fastlega vænst, að setuliðið kippi þessu hið bráð- asta í lag. Þá beinir Dagsbrún þeim til- mælum til verkamanna, að þeir hafi félagsskírteini sín í lagi, því að næstu daga verður litið eftir því, að engir vinni, sem ekki eru í samtökunum. Útvarpstæki 3 lampa Telefunken, einnig svefnherbergishúsgögn til sölu með sérstöku tæki- færisverði. — Upplýsingar kl. 7—9 í kvöld á Berg- staðastræti 17 uppi. Auglýsið í Alþýðublaðinu. IIPIII. Samkvæmt samkomulagi, sem orðið hefir milli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og ríkisstjórn- arinnar, eiga meðlimir félags vors og Sjómanna- félags Reykjavíkur að sitja fyrir allri verka- mannavinnu hjá brezka setuliðinu, sem úthlutað er hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni. Eru því allir verkamenn áminntir um að hafa- félagsskírteini sín í lagi og bera þau á sér. Vanan Uæðskera vantar til að veita forstöðu saumastofu úti á landi, upp úr næstu áramótum. Tilboð ásamt kaupkröfu sendist Gefjun Aðalstræti fyrir 15. þ. m. \ ALÞTÐUBLAÐIÐ MANUDAGUR 2. DES. 1940. Varð fyrip rafstraun og beið bana. SÍÐASTLIÐINN laugardags- morgun vildi það slys til á Akureyri, að maður, sem var að vinna þar við dráttarbraut, varð fyrir rafstraumi og beið bana. MaöuTinn hét Sveinbjiörn Sig- urösson, var kvæntur og átti tvö böro. Voru framkvæmdar á hon- lum lífgunartilraunir, en það varð árangurslaust. HÁTIÐAHÖLDIN Frh. af 1. síðu. Anna Borg Reumert upp og Stefán Guðmundsson söng. Klukkan 3,35 í gær hófst út- varp á íslenzku frá London og stóð það í 10 mínútur. Var út- varpað á lágbylgjum, 25,29 metrar. Heyrðist það ágætlega hér. í lok þessa útvarps var til- kynnt, að á sama tíma og á sömu bylgjulengd yrði fram- vegis útvarpað á íslenzku frá London hvern sunnudag. Að- alefni þessa fyrsta íslenzka út- varps var erindi, sem flutt var af Englendingi, og talaði hann á hreinni íslenzku, þó að heyra mætti útlendan hreim í mál- farinu. Erindi þetta var flutt af mikilli hlýju í garð íslands og íslendinga. Ræðumaður lýsti land og þjóð nokkuð. Lofaði hann þrautseigju þjóðarinnar í bar- áttunni við einangrun og óblíða náttúru. Hann lýsti baráttu Englendinga fyrir sjálfsákvörð- unarrétti smáþjóðanna og frelsi þeirra og einstaklinganna. Síð- an talaði hann um hertöku ís- lands, sem hann sagði að gerð hefði verið til þess að koma í veg fyrir það, að Þjóðverjar slægju klóm sínum um þessa litlu þjóð — og léku hana á sama hátt og þeir leika nú Daif- mörku, Noreg og fleiri þjóðir. „Heimurinn yrði fátækari, ef íslenzka þjóðin glataði sjálf- stæði sínu,“ sagði ræðumaður. „íslenzka þjóðin hefir lagt meiri skerf til heimsmenning- arinnar með hinum dásamlegu bókmenntum sínum en flestar aðrar þjóðir. Bókmenntir henn- ar eiga ekkert sambærilegt á sínu sviði,nema ef til vill bók- menntir Forn-Grikkja.“ Þá sagði ræðumaður enn fremur: „íslenzka þjóðin má vera þess fullviss, að allir brezkir hermenn fara frá strönd um íslands að ófriðnum lokn- um,“ Mörg álíka ummæli voru í þessu erindi, og megum við ís- lendingar vel una við þá stefnu, sem þetta erindi markaði, en vitanlega hefir það verið stað- fest af upplýsingaráðuneytinu brezka. Að erindinu loknu var leik- inn þjóðsöngurinn „Ó, guð vors lands.“ ReiaeigenduF. Til sölu refabúr, silfurrefir og blárefir, 1. flokks litir. Upplýsingar í síma 9238 eft- ir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. Leikritið m alpýðuia við sjóiaa. OFT hefir verið á það minnzt, að hin andlega arfléifð ís- lendinga til handa bö'rnUm síntum, öbornum, sé sá arfur, sem end- ingarbezto hefir reynzt í róti aldanna. Mun þetta og rétt vera. Fáar þjóðir munu heldufr vera þyrstari í menntun og andlega fræðslu en við. Keimvr þetta greinilega í ljós á ári hverju, því fleiri bækur munu að meðal- tali seldar hér á landi en annars fetaðar. Er þetta í sannleika fag- ur vofto um menningarviðleitni þjóðarininar. Eitt er það þó, sem virðist skörta til þess að þjöðín geti talizt menntuð þjóð á bókmennta sviðhm Er þa'ð skiMnglUr á leik- list 'iog bókmenntuim í þeirri grein. Varla kemur svo út ný bók eftir urngan höfund, að á hana sé ekki hlaðið lofi. Aftur á móti, ef út kemuir, eða fil sýn- ingar hér, leikrit eftir uingan, ó- þekktan höfund, þá ©r því varla gaumur gefinn. Er þetta hættu- legra ien þorra manna grumiar, að láta sér fátt um finnast þessa tegund bókmennta, sem í ná- grannalöndum okkar er sett hátt á bekk listanna. Nú er hér komið fram á sjón- arsviðið nýtt leikrit eftir uingan prest, séra Jakob Jónssom. Er nafn leiksdns réttnefni, því sann- arlega hefir hom’um þar tekizt lað 'VkVtta f,nn í oirsakakeðjuna ösvikið ölduskvamp og lykt af sj.ávar- seltu og fiski. Það hefir verið á það bent að leikur þessi sé í sjólfu sér engin straumhvörf í íslenzkri leikritagerð. Þetta er rétt En hann er ösvikin sfundarsýn inn í það líf, sem við eigum nú tilveru okkar að miklu leyti umdir fcomna. Ef fólk hér í bæ er orðið það andlega vesælt að það láti sig muna um mofcfcrar króinur til þess að fara í leik- húsið og sjiá brugðið upp r.aun- hæfri mynid úr baráttu hins dag- lega lífs í meistairalegri meðferð er varla við því áð búast að leiklistin eigi upp á pallborðið hjá því. Gera má og ráð fyrir að þeir sem til þess hafa tæki- færi, en varla getu né óhlut- dræga dómgreind, geri sér leik að því áð hafa áhrif á smekk leikhúsigesta. Þetta ættu þeir að athuga sem dómbærir viljía telj- as.t og fara sjálfir aö sjá þennan leik. Bkki ætti fólk að þulfa að fæl- ast leik þennan vegna meðferðiár leifcendanna á hlutverkum sínunV Má svo að orði komast að þeir séu eins og teknir beint út úr hinu daglega lifi. Veit ég að sjó- mennirnir okfcar fjölmenna á leik þennan, því varla er hægt að hugsa sér raunvérulegri mynd úi’ lífi þeirra sjálfra og umhverfi Ég get ekki betur séð en að þar sé hvert rúm skipað réttUm manni. Kærni mér ekki á óvart þött þieim, sem vit hafa á þyki þeir fara betur með hlutverk sín en þeir gagnrýnendur, sem vilja læra flesit í verri búning. Leikur- inn er, eins og ég áður sagði ekki neinn stórviðburður á sviöi leiklis'tar hér, en aftur á móti þlori ég að fullyrða, að það sem leikstjöranum, Indriða Waiageog leikendum, tekst að gjöra úr því með leik sí'num, eV út a.f fyrir sig viðburöur, og fullyrði ég að Brynjólfur Jóhannesson í gerví Ásmundar. það kunna leikhúsgestir að1 meta, þrátt fyrir allt nag. > ‘ H. J. Eggert Stefáosson sðngvari 50 ðra. GGERT STEFÁNSSON söngvari var fimmtiugur í gær. Eggert hefir • lengi verið einn af vinsæluistu söngvurum okkar, hefir ferðast víða Uim lönd og haldið söngskemmtainir við ágæb an, orðstír. Meðal annars, hefir hann sungið í London, Berlín1, París, Varsjá og öllum helztu borgum Norðurlanda. Mun hann vera víðfrægasti söngvari okklar. En Eggert er fleira til lista lagt en hljómlistargáfan. Hann er eininig ágætlega ritfær maÖur og hefir skrifað ógætar greinar um íslenzk málefnS í eirlenld blöð, auk margra greima, sem hann hefir skrifað í immlend blöð. Eggert er hinin mesti mann- kostamaðlur, ljúfur í viðmóti og hefir eignast marga vini, sem mtaniu senda honum hlýjar ham- ingjuöskir á þessum tímamótum ævi hans. ÓSIGRAR ITALA Frh. af 1. síðu. } hraðri sókn. Sérstaklega þó á miðvígstöðvunum og norður- vígstöðvunum. En harðastir eru bardagarnir á suðurvígstöðvun- um við Argyrocastro. Þangað hafa ítalir sent ógrynni her- manna, sem búnir eru öllum nýtízku vopnum. En fyrrihluta dagsins í gær tóku Grikkir hæð við borgina, sefn hefir mikla hernaðarlega þýðingu.. Tóku þeir hana einnig með byssu- stingjaáhlaupi ^ftir harða við- ureign, en hæðin var þéttsett fallbyssum og vélbyssum. Frá þesari hæð geta Grikkir skotið á borgina og vegi, sem liggja að henni á tvo vegu, m. a. veg- inn, sem liggur frá sjónum, en um hann hafa ítalir flutt mikið af herliði sínu. Brezkar flugvélar aðstoða Grikki, eins og áður, mjög mik- ið í sókn þeirra. ----------------------------- KAUFT OKHL& og silfur hæstá wrCá. ,c " . | r, Hafnar- streeM 4. - , . \ :-\ ■. ; ' . Útbreiðið Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.