Alþýðublaðið - 05.12.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.12.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR F'^'TITSMTUR 5. DES. 1940. 286. TÖLUBLAÐ Flóttl brostl Itnlsi i 11 i lið ani Víðtæbnr viðskipta- samninonr millí Breta og Tyrkja. England aðalviðskiptaland Tyrkja í stað Dýzkalands. ÞAÐ var tilkynnt í London í morgun, að í gær hefði verið undirritaður víðtækur viðskiptasamningur milli Eng- lands og Tyrklands, sem raun- verulega gerði enda á öllum viðskiptum Tyrkja og Þjóð- verja. Samkvæmt þessurii samningi verður England framvegis að- alviðskiptaland Tyrklands, kaupir af því landbúnaðaraf- urðir f yrir milljónir sterlings- punda, og selur því í staðinn vélar og hráefni til hergagna- framleiðslu. Viðskiptasamband- ið á að byggjast á vöruskiptum. . Með þessum viðskiptasamn- ingi hefir hernaðarbandalag Breta og Týrkja verið treyst með sterkum viðskiptalegum böndum. Þá1 var unuirritaður í gær í Berlín tíu ára viðskiptasamn- ingur milli Þýzkalarids og Rú- Frh. á 4 .siðu. * Haf a yfirgefið bæði Argyro kastro og Santi Qiiaranta. Grikklr vorn i inorgnn komnir inn í úthverfi beggja borgamna. E „Betra er seint eii aldrei." Leitað ef tir ef ni í hif a veitana í Englandi. -¦i . * Þé verður enn haldið áfram ao reyma að fá efnið frá Danmorkii. A BÆJARSTJÓRNAR- "**• FUNDI fyrir nokkru var enn rætt um hitaveitu- málið. Þá skýrði borgarstjóri frá því, að ekki myndi vera útilok- að með öllu að hægt yrði að fá efnið til hitaveitunnar, sem legið hefir í Danmörku, kvað hann úrslitatilraunir standa yf- ir og væri líklegt að svar feng- ist á annan hvorn veginn fyrir mánaðamótin. Nú eru mánaðamótin liðin og engin lausn hefir fengist í mál- inu. í gær hélt bæjarráð fund og ræddi meðal annars um þetta mál. Hefir bæjarráð og borgar- stjóri snúið sér til ríkisstjórn- arinnar og hefir verið samþykkt að leita tilboða í Englandi um FTIR tveggja vikna þráláta viðureign í Suðvestur-Al- baníu er nú flótti brostinn í liði ítala þar. Þeir eru á lítt skipulögðu undanhaldi á öllu svæðinu frá hafnarborg- inni Santi Quaranta við Adríahaf til Premeti, sem liggur uppi í landi, um 20 km. norðaustur af Argyrokastro, aðal- bækistöð ítalska hersins undanfarið á þessum slóðum. í gærkveldi var tilkynnt í Áþenu, að ítalir hefðu þeg- ar orðið að flýja úr Santi Quaranta og Argyrokastro. Og í morgun, að hinar sigursælu hersveitir Grikkja væru komn- ar inn í úthverfi beggja borganna að sunnan. Premati hefir þ'egar verið tekin af Grikkjum. ítalir eiga á hættu að vera^ króaðir inni á undanhaldinu. Aðstaða ítala fer hraðversnaridi á öllum vígstöðvunum frá Adríahafi til Premeti. Grikkir sækja ört fram og eitt herfylki þeirra er komið svo langt norður á bóginn milli Santi Quaranta og Argyrokastro, að vegurinn, sem ítalir fara á undanhaldi sínu frá Agryrokastro, er í hættu. Stefna Grikkir þar á bæinn Tepelini, sem liggur langt að baki hinum flýjandi ítölsku hersveitum. Eiga ítalir þarna á hættu að verða króaðir innL Afleiðingarnar fyrir ítali , af þessum nýju óförum þeirra eru enn ófyrirsjáanlegar. Santi Quaranta, sem er syðsta hafnarborgin í Albaníu er töp uð, og framvegis geta þeir ekkert herlið flutt til Albaníu sunnar en til Valona, sem ligg- ur á Adríahafsströndinni um 75 km. norðar. En á þá borg halda Bretar uppi látlausum loftárás- um. Allir herflutningar til Alban- íu verða því stöðugt erfiðari fyrir ítali, en þar við bætist nú, að snjókoman gerir alla vegi frá ströndinni mjög erfiða inn í landið og að hinar brezku sprengjuflugvélar eru að verða ráðandi í loftinu allsstaðar yfir sunnanverðri Albaníu. Harðar orustur eru einnig háðar nyrzt og austast á víg- stöðvunum, uppi undir landa- mærum Albaníu og Júgóslav- íu, fyrir norðan Pogradec. ítalir veita þar harðvítugt viðnám í f jöllunum, sem nú eru þakin djúpum snjó. En Grikkj- um miðar stöðugt áfram, þó að sókn þeirra gangi þar miklu hægar en í Suðvestur-Albaníu, nær ströndinni. ítalir segja fátt í stríðstil- kynningum sínum frá Albaníu annað en það, að yeður sé vont, efnið. Verður það nú gert fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar og sendiherra Breta hér. Þó er ekki sagt með þessu, að öll von sé úti um að fá efnið frá Danmörku. Það má segja í þessu sam- bandi, að „betra sé seint en aldrei" — og hefir sá málshátt- ur oft komið í hug manna í sambandi við þetta mál. Var raunverulega alveg sjálf- sagt þegar í sumar að leitað væri eftir því, ekki einungis í Englandi, heldur og í Ameríku að fá efnið, svo áð hægt væri að ljúka þessu mikla máli sem fyrst, en það var ekki gert þrátt fyrir hvatningar ýmsra manna, sem þóttust sjá það fyrir, að ó- kleyft yrði að fá efnið frá Dan- mörku. Slæmar fréttir fyrir Mussolini og Victor Emanuel. Togarinn „laí" bjargar 5 íis. tonna flnskn skfpi. s ----------------»" Skipið var hlaðið af skinnum og trjákvoðu til Ameríku. ------------------v------------------ Það hrepti aftakaveður í hafi. T OGARINN „Maí" frá Hafnarfirði hjargaði í gær finnsku skipi, „Pandia," um 5 þúsund smálestir að stærð og kom með það hing- að til Reykjavíkur kl. tæp- lega 3 í nótt. Um hádegi í gær barst til- kynning frá finnsku skipi, sem sagðist að líkindum vera statt vestur af Skaga, væri skipið, lekt og vissi skipstjórinn ekki með vissu hvar hann væri. í>essi tilkynning barst hafn- arskrifstofunni, en þar sem hafnsögumenn hafa ekki skip til slíkra ferða, var símað til togarans „Maí", sem var að veiðum austur af Garðskaga og hann beðinn um að koma skip- inu til aðstoðar. Lagði togarinn þegar af stáð og tókst „Maí" að finna skipið með miðunarstöð sinni kl. 18.25 í gær síðdegis. „Maí" þurfti ekki að setja, kaðla í skipið, en* fylgdi því hingað. Farmur skipsins er húðir og trjákvoða. Það kemur frá Petsamo. Þjóðverjar tóku það inn til Þrándheims til skoðunar og Englendingar tóku það inn til Kirkwall. Skipstjór- inn kvaðst aldrei hafa lent í öðru eins veðri og verið hafði síðustu sólarhringana — og kvaðst hann ekkert hafa sofið í 3 sólarhringa — en allt af staðið uppi. Skipið var ekki mikið lekt, en þó mun allmikill leki hafa verið á þilfarinu. En þess ber að geta, að trjákvoða er hættuleg- ur farmur, þannig, að sjór má ekki komast að henni. , V" „Pandia" mun hafa verið á leiðinni til Ameríku. Mun skip- ið nú fá viðgerð hér. Sundmót Ár- rnanns í kvöld IKVÖLD kl. 8,30 hefst sund- mót Ármanns í Sundhöllinni. I mótiniu taka þátt 33 bezrai siundmenn þessa bæjar, frá Ár- manni 15, K. R. 12 og Ægi 6. Keppt veröur á 50 m. skrið- sundi karla, þar ertu 5 þátttak- endiur. Eins og Reykvikingax. þekkja, er á þessu srindi, jafnan Frh. á 4. sáðu. :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.