Alþýðublaðið - 06.12.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.12.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKÚRINN XXI. ARGANGUR FÖSTíjDAGUR 6. DES. 1940. 287. TÖLUBLAÐ Badoglio marskálkur settur af! Brezkir kommúnist- ar og „óMðir“ vilja nú frið við Hitler! Tillaga Dar að lútandi felld brezka pinginii i gær með 341: 4. HtNN svonefndi „óháði“ verkamannaflokk^ir, sem fyrir nokkrum árum klauf sig út úr brezka Alþýðuflokkn- um og hefir síðan staðið nærri kommúnistum, bar fram til- lögu í neðri málstofu brezka þingsins í gær þess efnis, að brezka stjórnin gengist fyrir ráðstefnu, til þess að koma á friði. Tillagan var studd af eina Moskva-kommúnistanum, sem sæti á í brezka þinginu, Gallacher. Atkvæðagreiðslan um tillög- una fór þannig, að hún var felld með 341 atkvæði gegn 4 (3 „ó- háðum“ og 1 kommúnista). Major Attlee, hinn þekkti brezki Alþýðuflokksforingi, sem á sæti í stríðsstjórn Churchills, talaði af hálfu stjórnarinnar, áður en tillagan var borin upp og brennimerkti hina ábyrgðarlausu framkomu tillögumannanna, sem reyndu Frh. & 4 .síSu. Caballero. Gaballero framseldur! Daoðadómnr vof ir yf- ir homrni I Madrid. DAILY HERALD, blað brezka Alþýðuflokks- ins, skýrir frá því, að Largo Caballero, hinn frægi spánski verkamannaforingi, sem um skeið var forsætis- ráðherra spánska lýðveldis- ins, rógborinn og ofsóttur Frh. á 4. síðu. Tilboða efnnig nm hitaveituefnið leitað í Ameriku. Fyrirspurn Haraldar Guðmundssonar svarað á bæjarstjórnarfundi í gær. ÆJARSTJÓRNAR- fundur var haldinn í gær. Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti bæjarstjórnar Péturs Hall- dórssonar borgarstjóra með mjög hlýjum orðum og risu bæjarfulltrúar úr sætum. HaraWur Guðnmndssion spurð- ist fyrir um það, hvort ekki yrði, um lelð og leitað væri tilboða um liitaveituefnið í Englandi, leitað til Ameriku í sama skyni — ©g sagði borgarstjóri að svo myndi verða gert. Þá skýrði borgarstjóri frá því að Tíkisstjó'min og sendiherra Breta heíðu mikinn áhuga fyrir málinu, en enska stjórnin yrði þó að fá málið til meðferðar, ef von ætti að vera Um árangur. Borgarstjóra líkaði ekki alls- kostar það, sem sagt hefir verið hér í biaðinu Um seinlæti í mál- inu — og tók fram í þvi sam- bandi að málið væri nú í hönd- um rikisstjórnarinnar — og hefði iverið í siumar. Það mun vera rétt, að utan- ríkismálaráðherra mun nú vinna mjög að þessu máli og er það vel •að allir aðilar sfarfi nú að því Það var of lengi reynt að gera það að uppsláttarmáli fyrir einn f!okk — og því fór sem fór. AðalatriÖið er að fullgera hita- veituna. Menn spyrja minna um það hverj.um sé að kenna eða þakka hvernig gangur — þó að gagnrýni á imeðferð málsins sæti eðlilega gagnrýni. Nokkuð var ræt,t um smábáta- ,lægi í höfninni, en á þvi hefir verið tilfinnanleg vöntun. Vildiu bavarfudtrúar Sjálfstæðisflokks- á’.í'.a, að hægt yrði að leysa þetta \ andamál, að minnsta kosti til b.áðabirgða. Mussolini kennir honum um ófarirnar i Albaniu. Fyrstia alvarlegi votturinn um óánægjuna á Ítalíu. Q FARIR ÍTALA í ALBANÍU hafa nú haft það í för með sér, að Badoglio marskálkur, yfirmaður alls ítalska hersins, hefir verið settur af. En opinberlega var tilkynnt í* Rómaborg í morgun, að hann hefði látið af störfum eftir eig- in ósk. Eftirmaður hans hefir þegar verið skipaður. Er það Cavallero hershöfðingi, sem lítið hefir borið á í seinni tíð, en átti sæti í herforingjaráði ítala í heimsstyrjöldinni. Hann er nú 60 ára að aldri. Þó að sagt sé í Rómaborg, að Badoglio marskálkur hafi sjálfur óskað þess, að leggja niður yfirhershöfðingjáem- bættið, er í London enginn efi talinn á því, að honum hafi -verið fórnað, til þess að reyna að draga úr óánægjunni á Ítalíu yfir óförum ítala í Albaníu. Mussolini hafi þurft á 'einhverjum sökudólg að halda, til þess að kenna um ófar- irnar og velta sökinni af sjálfum sér, en svo alvarleg er óá- nægjan að minna mátti það ekki kosta, en að setja sjálfan yfirhershöfðingjann og frægasta mann ítalska hersins af. Badoglio var andvignr árisinni ð firlkkland. Badoglio marskálkur hefir um langt skeið verið viðurkenndur langhæfasti herforingi Musso- linis. Hann gat sér mikinn orðs- tír strax í heimsstyrjöldinni og steig fljótt í tign eftir hana. — Þegar Abyssiníustyrjöldin byrj aði að dragast á langinn 1936, var hann sendur þangað suður til að taka við herstjórninni og lauk styrjöldinni á skömmum tíma. Og þegar Ítalía fór í stríð- ið í sumar, var Mussolini að vísu formlega falin æðsta stjórn hersins, en Badoglio marskálk- ur var skipaður forseti herfor- ingjaráðsins, og æðsti ráðu- nautur um öll herstjórnarmál. Allir vissu að það þýddi, að Badoglio var hinn raunverulegi ítalir flýja nú gradec í áttin yfirmaður hersins. Frá því að ítalir hófu árás- ina á Grikkland hefir það verið opinbert leyndarmál, að Badog- lio marskálkur var henni and- vígur, óg taldi hana algerlega óundirbúna, en Mussolini og ráðunautar hans í fasistaflokkn- um fyrirskipuðu árásina þvert ofan í aðvaranir hans, í trausti þess, að Grikkir myndu gefast upp bardagalaust. Þegar undanhaldið til Alban- íu var byrjað, var Badoglio marskálkur sendur til Albaníu — eins og skýrt hefir verið frá í fréttum, til þess að stöðva flóttann, en honum tókst ekki að bæta fyrir þær vitleysur, sem búið var að gera. Nú er honum kennt um ófarirnar og vikið frá, þó að hann eigi senni- lega minnsta sök á þeim af öll- um. einnig frá Po- - " strandar. Meðan hópur Mussolinis er þannig að byrja að riðlast heima fyrir, heldur sókn Grikkja áfran af fullr.m krafíi á öllum víg- stöðvum í Albaníu. Virðist hún nú engu minni norðvestur af Po- gradec, en nær ströndinni, milli Premeti og Santi Quaranta, og hörfa ítalir nú ekki lengur í norðurátt frá Pogradec meðfram landamærum Jugoslavíu, heldur í vestur átt til sírandar. Grikkjum hefir enn ekki tek- ist að ná Argyrocastro, alveg á sitt vald. ítalskt lið, sem skilið var eftir í borginni til þess að tefja sókn Grikkja, verst enn, en er nú alveg umkringt. Frá Santi Quaranta, sem Grikkir eru nú komnir inn í, hörfa ítalir í óreglu norður ströndina í áttina til Kimara, Badoglio marskálkur. Loítðrás ú Diissel- dorf i 12 klnkko- stnndir samfleytí. 13 Dýzkar flugvélar skotnar niður yfir Englandi. BRETAR gerðu grimmilegar loftárásir í fyrrinótt á stóriðnaðarborgina Dússeldorf við Rín og Torino á Norður-ít- alíu. j Loftárásin á Dusseldorf var sú langhrikalegasta, sem gerð hefir verið á þá borg í þessu stríði. Hún stóð í 12 klukku- stundir samfleytt, eða frá kl. 7 í fyrrakvöld þangað til kl. 7 í gærmorgun. Tjónið er talið hafa orðið óg- urlegt. i Þjóðverjar reyndu afíur í gær, eftir langan tíma, meiriháttar loft árásir á England í björtu. En pað fór eins og áður: Loftárás- irnar mistókust og flugvélatjónið varð mikið. 13 þýzkar flugvélar vom skotnar niður, Bretar segj- aðeins hafa misst tvær. „Me*sias“eftir Hðid ei flnttnr af Tónlist- arféiaginn næsthom andi snnnndag. rp ÓNLISTARFÉLAGEE) flyt- X ur „Messías“ eftir Han- del næstkomandi sunnudag undir stjórn dr. Urbantscitsch. „Messias“ Handels er eitt af mestu tónlistarverkum, sem til eru, og hefir það verið æft kapp- samlega undanfarna mánuði. — Þetta mikla tónverk flytja um hundrað söngvarar og hljóðfæra- leikarar. Tónverkið er byggt yfir ævi- sögu Krisís samkvæmt spámanna hugsjónum Gamla Testamentis- ins. og frá Premeti sækja Grikkir einnig hratt fram í norðvestur átt, áleiðis til strandar. 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.