Alþýðublaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 2
Bazar Nemendasambands kvennaskólans verður í Kvennaskól- anum á morgun, sunnudag og hefst kl. 2. Margir ágætir munir. Bazarnefndin. FÉLAGH) BERKLAVÖRN: Utbreiðslnfnndnr verður haldinn sunnudaginn 8. þ. m. kl. 4 e. h. í Kaupþings- salnum. (Lyftan verður í gangi)............. DAGSKRÁ: 1. Ávarp: Formaður félagsins, Maríus Helgason. 2. Erindi: Sigurður Magnússon, prófessor. 3. Upplestur: Friðfinnur Guðjónsson, leikari. 4. Frjálsar umræður. STJÓRNIN. Bazar Munið bazar Sálarransóknarfélags íslands á morgun kl. 3 e. h. í Varðarhúsinu. Ágætir munir. Mikið úrval af prjónavörum og barnafatnaði. Háskðla íslands. í 10. flokki eru 2000 viimingar — samtals 448 900 krónur. Dregið verður 10. des. * Samkvæmt heimild í reglugerð happdr'ættisins verða allir vinningarnir dregnir -á einUm degi. heldur Fálss IsMra hlpiteralelara í Oddfellowhúsinu, sunnudaginn 8. þ. m. kl. 10 e, h. KLUKKAN 12 leikur 10 manna hljómsveit undir stjórn Bjarna Böðvarssonar nokkur nýtízku danslög. DAMSAÐ UPPÍ OG' NíÐRI. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellow frá kl. 4 á sunnudag. ■úrmawm auþýðubl— LAUGARDAGUR 7. DES. 1940» ------UM DAGINN OG VEGINN--------------------- Bændur flykkjast á eyrina, þó að beljumar öskri á þá í fjósunum. Innstreymið til Reykjavíkur er óþolandi. Lítil hugleiðing um myndir og prestskosningar. Hvað verður gert í fisksölumáíunum? Jólatré koma! ——— ATHUGANIR HANNESAR A HORNINU. ------------ HÆTTUSVÆÐIÐ FYRIR VEST- URLANDI Frh. af 1. síðu. par sem nokkuð veiðisit. Vertiðin við Vestfirðina stendur frá því á haustin. og fram i marzHapríl mánuð. Við, sem erum ekki hem- aðarfróðir, fáum ekkí skilið, að Bretar geti ekki sér áð meina- lausu fært vesturhluta bannsvæð- isins t .d. í línu, sem dregin ræri úr Kögri í stað Skaga í Dýrafirði eins og nú, én ef þetta er ófáanlegt, eru Vestfirðingum eins og áður er sagt, allar bjarg- ir bannaðar. Af þessu rís algert atvinnuleysi á Ves’tfjörðum, og get ég varla hugsað mér ömurlegra hlutskifti fyrir Vestfirðinga, sem hafa full- an, hug á að bjárga sér, og eru viðurkenndir einhverjir dugleg- lustu sjósóknarar landsins, en að þurfa að liggja í landi um há- bjargræðistimanin, og verða síðan að leita á náðir ríkishis, og bori ég að fullyrða, að Slíkt myndi vekja almenina óánægju á Vest- urlandi. PILTURINN FRÁ LAUGAR- VATNI Frh. af 1. síðu. stjórinn hélt áfram í bílnum, en árangurslaust. Síðan var haf- in almenn leit og leitað víða, en jafnframt gert aðvart á öllum nálægum bæjum. Leit- uðu um skeið 100 manns, kenn- arar og nemendur frá Laugar- vatni.“ „Okkur hér í Reykjavík“ — heldur Jón Oddgeir áfram, — „kom saman um að leita á svæð- inu frá Gjábakka, meðfram veg- inum sem liggur niður á Laug- ardalsvelli. Fór í þessa leit, á- samt mér, hópur úr hjálpar- sveit skáta. Leituðum við lengi og allnákvæmlega allan fimtu- daginn, en vorum að Laugar- vatni aðfaranótt föstudags. Á föstudag var enn gerð út mikil leit, en hún bar engan árangur. Var leitað á mjög stóru svæði. Ég vil geta þess, að mér er kunnugt um, að Einar Stefáns- son var í miklu afhaldi hjá skólastjóranum og hafði hann falið honum ýms umsjónarstörf Einar var hraustur og dugnað- armaður hinn mesti. Hann var um tvítugur að aldri. ERETAR OG BANDARíKIN Frh. af 1. síðu. heyrst, að hún muni nema um 2500 milljónum dollara. Sir Fredrick átti tal við Mor- genthau, fjármálaráðherra Roosevelts í gær. Er búizt við, að hann dvelji vestra í þrjár vikur. Handknattleika K E P P NI Ármanns var haldið áfram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í gærkveldi og kepptu II. fl. Vals og Víkings. Valur vann með 19 : 18. Stúlkurnar úr Vestmannaeyjlum kepptu við stúlkur frá Haukum í Hafnarí'rði og unnu Vestmanna- eyjastúlkurnar með 17:4. Næst verðuir keppt á mánudags kvöld tog keppa þá II. fl. Ar- marans og Hauka í Hafniarfirði, og Vestmannaeyjastúlkumar við stúlkuir úr Ármamní, AÐ VAR SKÝRT FRÁ I‘VÍ fyrir nokkru í Alþýðublað- inu, að félagsmálaráðuneytið hefði lagt svo fyrir Vinnumiðlunarskrif- stofuna að ráða aðeins í hina svo- kölluðu Bretavinnu þá verkamenn; sem væru meðlimir Verkamanna- félagsins Dagsbrún eða Sjómanna- félags Reykjavíkur. Ég hygg að þetta hafi haft það í för með sér, að verkalýðsfélögin, og þá fyrst og fremst Dagsbrún, hafi farið að hafa meira eftirlit með því, hverjir vinna í þessari vinnu en þau gátu áður. ÞAÐ HEFIR KOMIÐ í LJÓS í sambandi við þetta, að fullt er nú hér í bænum af fólki utan af landi og þá fyrst og fremst sveitamönn- um, sem sækja þessa vinnu hing- að, en skilja eftir bú sín heima í sveitinni og það jafnvel svo, að þar horíir til vandræða. Hér er ekki aðeins um unga menn að ræða, heldur og röskna bændur, sem eru að vinna hér í bænum. ÞAÐ ER VEL KUNNUGT, að sveitabúskapur gengur um þessar mundir mjög vel. Að . minnsta kosti kvarta bændur ekki og þá er áreiðanlega hægt að reiða sig á að vel gengur. Hvernig stendur þá á því, að þeir flæjast hingað í at- vinnuleit, taka vinnuna frá reyk- víkskum verkamönnum og skilja jafnvel beljurnar eftir í fjósinu umhyggjulausar? MÉR FINNST að það sé alveg sjálfsagt fyrir Dagsbrún að sjá svo um að engir vinni hér í Reykjavík, sem ekki eru í félaginu, nema að þeir séu þá í Sjómanna- félaginu eða í einhverju hliðstæðu félagi. Þá virðist sjálfsagt fyrir bæjarfélagið að setja skorður fyr- ir innstreymi í bæinn. Um þetta má segja, að fyrr megi rota en dauðrota. Ég er andvígur innilok- unarstefnu bæjarfélaga sem kenn- ingu, en þegar svo langt er gengið eins og hér er, þá verður að segja: Stopp. BLÖÐIN BIRTA nú myndir af prestunum. Ég hygg að það hafi lítið að segja hvernig þeir líta út allir þessir menn, sem sækja um prestsembætti hér í Reykjavík. Aðalatriðið er að það séu vel menntaðir menn, þori að hafa skoðanir á vandamálum okkar og hafi hugrekki til að' tala um þær hver sem í hlut á. Annars er ltominn allverulegur hiti í kosn- ingarnar að því, sem mér er sagt. Er mér líka tjáð að aldrei hafi verið jafnmikill hiti í prestskosn- ingum og nú sé hér í Reykjavík og þó sérstaklega í Hallgrímssókn, þar kvað bardaginn vera harðast- ur. ÉG HYGG að það sé rétt að að- alslagurinn standi um þá, sem lít- inn áhuga hafi á trúmálum og aldrei sækja kirkju. Þeir eru at- kvæði eins og hinir og þó að þeir sæki sjaldan kirkju, þá kváðu þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á því, hvaða prest þeir eigi að kjósa. Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég er einn af þeim, sem aldrei sæki kirkju, ög er það ef til vill mér til lítils hróss, en það er í samræmi við lífsskoðun mína. Ég er þó al- veg viss um það, hvaða menn ég myndi kjósa fyrir presta, ef ég ætti kosningarrétt í Austurbæn- um. Ég myndi aðeins fara eftir því, hvaða menn ég teldi líkleg- asta til að halda uppi rétti krist- indómsins og kirkjunnar hvað sem á dyndi. EINU SINNI var þess krafizt í Alþýðublaðinú, að bæjarstjórníB gerði eitthvað til þess að bæjarbú- ar gætu fengið fisk með skaplegu verði. Ég man nú ekkert hver það var, sem skrifaði þá grein. En bæj- arstjórnin hefir ekkert gert í því, enda fer borgarstjóri sjaldan eftir því, sem Alþýðuflokksmenn ráð- leggja, og fer því margt aflaga. Nú vildi ég stinga upp á því, að bæjarstjórnln tæki Þór á leigu og léti hann fiska fyrir bæjarbúa. Mér er sagt að kosningasjóðúr Framsóknarflokksins hafi Þór á leigu og græði á honum of fjár, það getur vel verið ranghermi. En ríkið á Þór, og ættu Reykvíkingar því að njóta góðs af. Hvað segir Bjarni minn Benediktssin um þetta? Hann ætti að minnsta kosti að athuga þetta. Ef bærinn. gæti fengið Þór á leigu til fiskveiða, fengju bæjarbúar ódýrari fisk, kosningasjóður Tímans hætti að græða og ekki væri þetta neinn sérstakur gróði fyrir Alþýðuflokk- inn. Mér finnst því að borgarstjóri síæði sig vel við að ráðast í þetta. JÓLATRÉ KOMA. Pétur Þ. J. Gunnarsson segir mér þau gleði- tíðindi, að það sé ekki fyllilega rétt, sem ég sagði nýlega, að jóla- tré myndu ekki koma. Þrátt fyrir allt stríð hefir honum tekizt að útvega allmikið af grenitrjám og munu þau koma kringum 16. þ. m. og verða seld í verzlunum hér. í IÐNÓ í KVÖLD. Hin ágæta IÐNÓ-híjómsveit léikur Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6. -— Tryggið yður miða tíman- lega, þar eð þeir eru venjulega uppseldir áður en húsinu er lokað. ----- Aðeins fyrir íslendinga. DANSLEIl heldtir Glímuféiagið Ármann í Oddfellow- húsinu í kvöld ki. SVz. — Húsið opnað ld. 9. dansað uppi oí mmmi ; Aðgöngumiðar seldir í Oddfellow frá ki. 6 í dag. AÐEINS FYRIR ÍSLENDINGA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.