Alþýðublaðið - 11.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1940, Blaðsíða 2
/'’.rYÐus; :dið MIÐVIKUDAGUR 11. DES. 1940. ’ Fást hjá bóksölum. Bóbabtið Æsbnnnar Kirkjuhvoli. Simi 4235. Hessias eftir Handel Tf^ ÝZKA tónskáldið Georg Friedrich Iiándel hefir í óiratóríum-yerki síniu, „Messías", birt fagnaðarbo’ðskap Heilagr/ar ritningar á verðugan hátt; það eir játa'mg trúaðs manns til kirkj- umnar, að sínu leyti eins og í passianis-verkuim Bachs (Matt- haus-Passion, sem lægi beiot við að flytja næsta ár í áfmmhaidi af þessari uppfærslu). Messías sýnir ekki aðeihs hið einstæða líf Jesú, heLduir umlykur hann líka forsögU', nútíð og framtíð kristindómsins. Verkið hefst á upphimnum eins og það endar, og þannig lá einn- ig leið Krists, sein endurtekur sig í rás kifkjiuársins. Yfir forleiknum hvílir andi jólaföstunnar i moLl, en undirleikur næsta liðs víkur sér yfir í hughreystiandi dúr: „Huggið mitt fólk“. Þegar spá- mennirndr hafa lokið hvatningu sinni, safnast kór mannkynsins eaman í igleðiTíkri eftirvæntingu og syngur Drottni lof. Andi for- leiksins kemur enn fram með hreiniuim svipblæ jólahátíðarinnar, er kórinn fagnar fæðingu Guðs sonar. Síðar skiftast á kórfúgur, sönglestrar, miUileikir og aríur. Á Páskaþættinium hefst lielg- 'l asti hluti verksins: „Sjáið Guðs Lamb“. Töntegundirnar sveigjast nú inn á nýtt svið til þesis áð hverfa aftur til uppmna síns, for- leiksins. Hvítasunnuþáttudnn end- ar á hinum fræga Hallelúja-kór, sem er rödd mannkynsins og guðsTíkis Krists; himnakórarnir falla hér inn í með hinu full- kristnaða mannkyni. Allt þetta samidi Hándel til þess að láta tönlistina verða ímynd hins guð- lega í manninum — og heimin- Um; verkið er yfirjarðnesk guðs- þjónusta. Máttugur boðskapur Um framtíð kristaimnar er aöal- iniiihald síðasta þáttarins, sem hefst á látlausri og öruggri tján- ingu hins kristna manns: „Ég veit, að minin frelsari lifir“, og þndar á kórnum: „Verðugt er það slátraða lambi'ð“, í D-dúr, tón- tegund dýrðarinnar og Guös rík- is, sem sunginn er svo að segja einum miunni; leiftrandi hljóm- súlur gnæfa til himins, og Upp af þeim rís lokafúgdn, sterk og þróttmikil, byggð yfir eitt emasta orð: „Amen“. Þannig krýnir Hándel verk sitt. Tónlistarfélagið á þakkir skilið fyrir að hafa látið flytja þetta stórverk kirkjutónlistarinnar nú í fyrsta sinn hér á landi, enda hafði hljómsveitin og kórinn staðizt þá raun að upþfæra „Sköpun“ Haydns fyrir einiu ári, og kom sú reynsla nú að góðu haldi. Byrjunin var hafin og þetta var framhaldið. Vonamdi verður næsta viðfangsefni þessar- ar tegundar ekki síður viðburður að ári. Þeir, sem ekki kynnast hinni verklegu hlið slífcrar uppfærslu sem þessarar, gera sér litla grein fyrxr þeirri þolinmæði og þraut- seigjui, sem hún útheimtir af öll- um virkum þátttakendum, ekki sízt þegar hér er um að ræða eins konar landkönnun og land- nóm 1 tónrænium skilningi hjá okkur, landnám, ómetanlegt öld- um og óbomum, sem eiga eftir að njíóta þess, er hér hefir verið afrekað í þágu íslenzks menning- airlífs. Mikinn þátt í því, að svo vel tókst til um allan frágang og lausn verksins, á hinn samviziku- sami og trausti stjórnandi, dr. Victor Urbantschitsch, sem leiðir hljómsveiíina og kórinn með hnit- miðaðri gaumgæfni og settum hreyfiingum. Guðrún Ágústsdóttir (sópran) sýndi enn sem fyrr, að herani lætuir vel að syngja kiikju- leg verk, framsetaingin er föst og skýr og tónmyndunm björt og gagmjger. Dívína Sigurðssan annaðist hitt sópranhlutverkíð og gerði því góð skil með sínum vel afmarkaða söng, sem þó var eikki nógu afmarkaöur í hröðum tóna- röðum. Guiðrún Þorsteiinsdóttir (alt) er mýliði á söngpallinum, en henmi virðisit vera létt um að til- einka sér þennan kjammiklia stíl, þótt mokkuð mætti túlkum hans verða kjammeiri, en söngást henmar er sanmfæramdi. Daníel Þorkelsson Leysti hið vamdasama tenörhlutverk vel og skilmerki- lega af hendi ; rödd hans samlag- ast fullkomlega alvöm og hátíð- leik verkefniisins og lýtur innri lögmárum þess. Amór Halldórs- ®om söng bassa-aríumar með leikni og aðhæfingu við undir- leikinn, sem situndum var of hljómþUngur, svo að söngvarinn náði ekki yfirhöndinni, en hann hefði mátt beita sér betur og djarfiegar tíl þess að skapa jafn- vægi milli sjálfs sin og hljóm- sveitari'nmar. ELnleik og fámennimgsundirleik höfðu á hendi Páll ísólfssom (orgel), Ámi Kristjánsson (cem- baló), Björn ólafsson (fiðla), Heinz Edelstein (celló) og Karl Nokkrir vélvlrkjar geta fengið at- vfmm hjá oss 11 pegar. Hamar h. f. NY LJÓÐABÓK EFTIR KOLKA: Ströndin Þessi Ijóðabók er sérstæð í íslenzkri ljóðagerð og mun marka spor, sem lengi verða rakin. Lesið for- mála bókarinnar. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. MATSVEINA- OG VEITINGAÞJÓNAFÉLAG ÍSLANDS. Fundur verður haldinn fimmtudaginn 12. des. klukkan 12.15 eftir miðnætti að Hótel Borg. Áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið. STJÓRNIN. Runólfsson (trompet), og fórst það öllum vel. Frikiikjan var þéttskipuð til- heyrendum ,sem í fjálgri eftir- yæntimgU fylgdust með hinu stör- brotaa verki og guldu hjartan- legt þakklæti sitt með djúpri þögn. H. H. i sænskn. I KVÖLD flytur sænski sendikennarinn, ungfrú Ostermann, erindi í 1. kennslu- stofu háskólans. Hefst hann kl. 8 og fjallar um sænska akademíið. Er hann fluttur í tilefni af árshátíð aka- demísins, sem verður eftir fá- eina daga. Öllum er heimill aðgangur. ðll bftrn pekkja hina heimsfrægu fimmbura En hafið þið séð þessar litlu stúlkur klæddar islenzkiim búningi? Þetta skemmtilega leikfang (dúkkulísur) er til sölu í flestum verslunum bæjarins. Hver er sá lítil stúlka, sem ekki myndi éska sér I jélagjöf fimmburana á peysufötam? En MARCO POLO er jðlabókín. NÝTT HÆTTUSVÆÐI. Frh. af 1. síðu. sem eru aðallega notuð af stærri bátum af Austfjörðum þegar fram á vetur kemur. Brezka flotastjórnin lætur fylgja þessari tilkynningu sinni, að lífshætta sé að breyta í nokkru út af þeim reglum, sem settar hafa verið í þessu efni. Hér er um stórkostlegt al- vörumál að ræða fyrir afkomu smáútgerðarinnar — og raun- ar allrar útgerðar fyrir Vestur- landi og Austurlandi. Má búast við, að fólk á þessum stöðum muni leita opinberrar aðstoðar til að komast af, ef þetta ástand stendur lengi. Talið er að hér sé um varn- arráðstafanir Breta að ræða gegn sjóhernaði Þjóðverja í Norður-Atlantshafi — Mun brezka herstjórnin telja lífs- nauðsynlegt að gera þessar ráð- stafanir, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að hér er um stóralvarlegt mál að ræða fyrir okkur íslendinga. RÆÐA HITLERS. Frh. af 1. síðu. allt það ,sem hún á heimtimg á.“ 1 lok ræðiunnar lýstl Hitler þvf með mörgum fögrum orðum, hve glæsileg framtíð þýzka verkalýðsins myndi verða að fengmxm sigri Þýzkalands. Þá myndiu verkamennirinir eiga við betri kjör að búa þar og réttlátari en nokkru sinmi hefði þekkzt áðiur í heiminum. \---------------------------— Skemmtifund heldur Húnvetningafélagið f Oddfellowhúrinu í kvöld kl. 8.30. Til skemmtunar verður; Sigurður Nordal prófessor les upp, Jón Pálmason alþm. flytur ræðu. — Skúli Guðmundsson alþm. les upp. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.