Alþýðublaðið - 12.12.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1940, Blaðsíða 3
WMMTUDAGUE; 12. DES. 1940. *LÞYO!IBLA*>IÐ MÞÝÐU6LAÐIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á' mánuði. 10 aurar í lau i AI/ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Erindi mæðrastyrksnefndar F LESTIR eða allir vi'ninandi menn hér í Reykjavik hafa vinnu um þessar mundir, og- þó að dýrtíðin sé afskapleg og verkaiýðurinn hafi ekki fengið hana upp bætta nema að litlu leyti, má gera ráð fyrir þvi, að heimilisafkoma verka- snanna sé ekki verri og heldur betri en undanfarna vetur. En hvemig líður þeim, sem ekki geta iunnið? Hvernig eru kjör þeirra? Hvemdg er matar- æði þeirra og klæðnaður? Með hinni miklu dýrtíð verður að gera ráð fyrir því, að þetta fólk lifi við ernn meiri skort en nokkru sinni áður. 1 þessum hópi eru gamalmenni, sjúklingar — og einstæðar, fá- tækar mæður. Reynslam hefir sýnt, að ástæður hinna einstæðu tnæðra hér í bænum hafa verið verri en flestra annarra bág- staddra manna. Stafar þetta 'meðal annars af þvi óréttlæti, ®esm átt hefir sér stað um grediðslu barnsmeðlaga, þar sem móðurinni hefir verið gert að ’ greiða til framfærslu barns sins án þess að Ihún raunvemlega gæti gért ann- að en vera yfir bami sinu og sjá stm það. Hér i bænum hefir starfað Mndanfama vetiuir félagsskapur tH hjálpar öllum einstæðum mæðmm: Mæðrastyrksnefndin, og nú hefir þessi félagsskapur enn snúið sér tíl Reykvikinga og beðið þá um aðstoð til hjálpar hinum ein'stæðu mæðmm. Allar slikar málaleitanir nefndarinnar hafa borið mikinn áranguir, og það er von allra, að málaleitunin beri ekki minni árangur að þessu sinni. Sem betur fer em fjölda- margir, sem hafa nú enn betri ástæður en undanfarin ár, og ýmsum hefir græðst stórfé. Eng- inn mun geta þakkað heppni sina betur en með þvi að rétta Mæðra- styrksnefndinni hjálparhönd í starfi hennar. Þess er líka að gæta, að vegna óvenjiu mikillar vinnu þarf ekki að líta til jafn margra hér í bænum að þessu sinni og áður hefir verið. Rieykvíikingar hafa allt af verið mjög hjálpsamir. Pað hefir sjald- an staðið á þeim, þegar þeir hafa verið kvaddir til hjálpar. Hér er um mikla þörf aö ræða. Hér eiga í hlut einstæðingar, konur og böm, og þeir Mða eftir skjótri og drengilegri hjálp. Ævisaga Beetbovens. Slysavarnafélagið gerir ðryggisrððstaf anir við Tjðrnina. SLYSAVARNAFÉLAGIÐ hef- ir látíð setja upp við Tjörn- ina tvo kassa með öryggistækj- um til notkunar við björgun, ef taenn skyldu falla I Tjömina. Er annar kassinn á ishúsinu Is- bjöminn,- en hinii á Búnaðarfé- lagshúisinu. Samin af Romatn Rolland, íslenzkuð af Símoni Jóh. Ágústssyni. — tJtgefandi: Mermingar- og fræðslusam- band alþýðu, — Reykjavík 1940. INNAN um allan þann aragrúa af bókuan, sem út koma hér nú, er það gleðiefni að rekast á jafngóða bók og þessa ævisögu franska skáldsins og tónfræð- ingsins Romain Rolland, en það liggur nærri því við, að mergðin skyggi á, góðu bækum- ar séu hornar ofúrliði af hinum, sem léttvægari eru og lítilfjör- legri. Bók Rollands ber ekki að skoða sem „kronoliogiska" ævilýsimgu Beethovens, miklu frekar sem til- raun tíl manneðlislýsingar, sem að miklu leyti styðst við eigdn orð og ummæli tónskáldsins. Ást og aðdáun höfundarins skin svo að segja út úr hverri línu og niinnir mjög á samband Schu- berts og Axels Munthe í bókinni „San Michele". Hann reyrtir fyrst og fremst að skiija Beethoven í gegn uim þjáningar hans, og upp af þeim sprettur gleði hans í 8. og 9. symfóníunni; hann beinir bókinni til þjáningarbræðra Beet- hovens, tileinkar hana olnboga- bömiiim mannfélagsins, hún á að hjálpa þeim og gefa þeim trúna á sjálfa sig, þau eiga að bera hin heilögu smyrsl sorgarinnar í sár sín. Allir óhamingjusamir menn eiga að öðlast kraft, sem gerir þeim kleift að lifa dyggðugu og dáðriku lífi, ef þeir setja sig í spor Beethpvens og skilja hina ægilegu og örlagaþrungnu bar- áttu hans. Bókin er knýjandi si'ðgæðis- hvatning til mannanna, hún á érindi til hvers eiinasta manns, hvort sem hann hefir yndi af tón- list eða ekki, hún er þakin gull- vægum lifemisieglum og sann- leiksleitiandi heilræðum, og hún gefur ógleymanlega hugmynd um vorcr falleeri vðrcr. England hefir löngum frækt verið fyrir ullariðnaðinn, enda er ullargarn, sem við nýlega höfum fengið þaðan, miklu fallegra og betra en hægt Var að fá frá Þýzkalandi eða ítaliu — Þesa vegna getum við nú boðið bæði Fallegri og betri prjónavðrur en nokkru sinni áður, og það aem merkilegara er, bæði Bretarnir sem hér eru og íslenzku sjómennirnir fullyfða, að verðið bjá okkpr sé lægra en á sambærilegum vörum í sjalfu Englahdi. Töskur, hanzkar og Lúffar og skinnhúfur, töluvert úrval og sumt á fyrírstriðsverði. Mikið af smávörum á jólafötin, svo sem; Tölur hnappa, spenn- ur og rennilásar. Dragið ekki til síðustu stundar að lita inn, pá verður ösin meiri og vöruúrvalið minna, Langaveg 40. Vesta Skólavörðustig 2. ósdgranlega hugsjónaást manns, sem með ósveigjianlegum og stál- hörðum vilja gerir sjálfan sig að ofurmennskri veru í geigvænleg- um hiildarleik við hina almáttugu forsjón — og ber sigur af hólmi. Þessi boöskapur tryggir bókinni fyrsta sæti í bókaútgáfu þessa árs, og hún er tvímælalaust bezta bók varðandi tónl-ist, sem nokkru sinni hefir komið út hér á landi. Þýðingin er yfirleitt vel gerð, og er það kostur, að viða er frummál þýðandans tilfært ásamt þýðingunni; gerir það merking- una oft Ijósari, þar sem íslenzk tónfræðihugtök eru enn niakkuð á reiki, eins og orðiið „hljóm- kviða“ ber með sér, en það á að vera sama og „symfónía“; en nú eir hljómkviða stundum notáð sem þýðing á sónö'tu og „hljóm- drápa“ fyrir symfóníu, svo að heppilegast væri að heitiið „sym- fónía“ væri látið halda sér („siam- hljóma“ er ekki nógu vel tii fundið). Tóntegundina dur er réttara að íslenzka algeriega, dúr. „Recitativ" er ýmist þýtt með „sönglestiur“ eða „framsögn“, en hið siöara nálgast frekar „par- lando"; þó hefði útlenda or!ðdð áitt að standa á báðum stöðuinum, ásamt hinu íslenzka. Þegar Beet- hoven samdi erfðaskrá sina; er noklkurn veginn vist, að hann rnuni ekfci hafa- þekkt Hallgrím Pétursson; setning hans er þvi »OOOöööCOO« firænar baunir í dósum og lausri vigt. Matbaunir, Maccarony, Búðingar, Súputeningar, Súpujurtir, Súpulitur, Lárviðarlauf, Matarlím. Tjarnarbnóin Staal 3570. BREKKA ÁBvaltagðtu 1. Súnl 1678 xxooooooooo< óviðkomandi síðustu tjáningu meistarans. Mörg orð og orða- sambönd ©m nýstárleg og lofs- verð í bókinni, eins og píslar- vættí, skuggaleikur, ofstrið, hrein- trúarmaður, utangylltur, munar- blíður o. fl. j ' Frágangur bókaiinnar er hinn ákjósanlígasti, og er hún prýdd mörgum myndum af Beethoven á ýmsum æviskeiðum ásamt skrá yfir heimildarriit. Hafi þýðandi og útgefandi. þökk fyrir þetta verðmæta verk. Hallgrímur Helgason. Rit Jóhanns Sinnrjðnssonar ÞEIM, sem þykir gaman að lesa bækur, ætti að vera það gleðiefni, að fá ljóð og leik- rit Jóhanns Sigurjónssonar í heildarútgáfu, en nú er fyrra bindi rita hans komið út á veg- Um Máls og menningar. I þessu bindi eru þrju leik- rit: Rung læknir, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, Bónd- inn á Hrauni, Fjalla-Eyvindur og ljóð skáldsins, þau er til náðist, bæði á dönsku og ís- lenzku. Gunnar Gunnarsson hefir ritað ýtarlegan formála að út- gáfunni, en hann var félagi og vinur Jóhanns Sigurjónssonar á þrengingarárum þeirra í Kaup- mannahöfn. Um leikrit Jóhanns Sigur- jónssonar hefir þegar verið svo mikið ritað og rætt, að óþarfi er að gera það að þessu sinni. Um ljóðin er það að segja, að þau eru nokkuð misjöfn, einkum þau, er hann orti á ís- lenzku á æskualdri, og er ekki sennilegt, að hann hefði kært sig um að hafa sum þeirra með, hefði hann mátt sjálfur ráða, svo sem kvæðið Hjá Benedikt Gröndal, sem er fremur hvers- dagslegt hjá skáldi, sem varla gat sagt hversdagslega setn- ingu, eftir að hann hafði náð andlegum þroska, og stingur mjög í stúf við ljóðrænar perl- ur eins og Heimþrá, Sólarlag, Fyrir utan glugga vinar míns, Bikarinn og Sorg. í síðara bindinu verða birt leikritin Galdra-Loftur Lyga-Mörður, brot úr leikritinu Frú Elsa, æfintýri, ritgerðir og sumt af bréfum skáldsins. Loks hafa útgefendur í huga að láta þýða kvæði Jóhanns Sigurjóns- sonar, sem hann orti á dönsku og birta í seinna ''bindinu. Um það er auðvitað ekki nema allt gott að segja, en ervitt held ég verði að þýða kvæði eins og En liden islandsk Vise og Har du set en Ungersvend? svo að vel fari. K. ísf. Nokkrir ferðúfónar (His masters voice). Ameríkskar og enskar dansplötur. teknar upp í dag. Strengir, bogar, fiðlu- og guitarkassar og fl. Diððfarahðsii. Útbreiðið Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.