Alþýðublaðið - 13.12.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.12.1940, Blaðsíða 1
Suezskurðurinn: Hann er ekki í neinni hættu lengur fyrir ítölum! Breter reka flótta Itala vestan vlð Sldl Barranl. Skotið á hinar flýjandi itolsku hersveitir samtímis á landi, af sjó og úr lofti. Lord Lothian seai- Eierra Breta í Baoda ríkjannm látiiu. LORD LOTHIAN, sendi- herra Breta í Bandaríkj- unum, andaðist í Washington í gærmorgUn, aðeins 58 ára að aldri. Fregnin um lát hans barst út aðeáns 'örfáum kl’u'kkustundum eft- ir að skýrt hafði verið frá ræðu hans í Baltimone í fyrrakvöld, þar sem hanm hvatti til aukins stuðning's við Bretland í striðin'u log lét í lj;ós þá von, að Bnetum myndi þá takast að Ijúká’ stríðinu með fullum sigri árið 1942. Var samtímis upplýst, að sú ræða hefði ekki verið flutt af honum sjálfum, heldur lesin upp fyrir hann af öðrum, þar eð sen'di- herrann hefði kennt lasleika í nokkra daga og af þeirri ástæðu ekki ge‘að tekist ferðina til BaltF more á hendur. Lord Lo'thian var í mjögmiklu úli i bæði á Bretalndi oig í Banda- ríkjunum, og er talið, að hann háfi átt verulegan þátt í því að Bandaríkin hafa sfutt Bretland svo röggsamlega í því stríði, sem nú s'tendur yfir. Hoosevelt Bandariikjaforseti sendi Georg Bretakonungi sam- hryggðarskeyti uadir eins ög lát sendiherrans varð k’unnugt og lét Frh. á 2. síðu. "O RETAR halda áfram sókn sinni í eyðimörkinni við -®-‘* landamæri Libyu, milli Sidi Barrani og Sollum, með svo miklum hraða, að enginn tími hefir enn unnizt til þess að telja herfangið og fangana, sem teknir hafa verið. En það er ógrynni hergagna, sem fallið hefir í hendur Breta: skriðdrekar, herflutningavagnar, fallbyssur, vélbyssur, riffl- ar og skotfærj. Heil vopnahúr voru tekin í Sidi Barrani. í gær var talið, að Bretar væru búnir að taka 20 þús- und fanga, en í morgun er fullyrt, að sú tala sé allt of lágt áætluð. Síðan sóknin hófst er búið að skjóta niður 40 ítalskar flugvélar yfir vígstöðvunum, en Bretar hafa ekki .misst nema 4. Sýnir það, hve gersamlega ráðandi brezki flug- flotinn er í viðureigninni þar. Sókn ð landl, sjó og í lofíl. Það einkennir þessa sókn Breta, að í henni taka þátt ekki einimig- is landher og flugher, heldur einnig herskipaflofi, en Italirhafa á þessum slóðum engan annan veg til undanhalds en ströndina og allbreitt svæði upp af henni milli Sidi Barrani og Sollum, sem er lítið þorp rétt við landaimæri Libyu. Dyn'ur því skothríðin á hinum fiýjandi hersveitum Itala í ei;nu úr fallbyssium brezka land- hersins, frá herskipunuim úti fyrir ströndinni og úr flugvélunum yfir höfði þeirra. Hiafa Bretar gert steypiárásir úr lofti á svartstakkasveitir ítala á ströndinni og suindrað þeim með öllu. Sir Archibald Wavell, yfirhers- höfðingi Breta á Egyptalandi, 'kom til vígstöðvanna í gær og átti þar langan fund við Maitland Wilson hershöfðingja, sem hefir forystuna á sjálfum vígstöðvun- uim. Churchill gaf skýrslu um sókn- iná í neðri málstofu brezka þíngsins í gær. Sagöi hann, að dgurinn, sem Bretar hefðu unn- ið, væri stórkostlegur, og ástand- ið í Afríku gerbreytt eftir hann. Fyrir nokkruim mánuðum hefði (verið ástæða til þess að hafa á- hyggjur út af yfirvofandi árás ítala á Egyptaland. En nú vaeri Egyptaland úr allri hættu. ófarir Itala hefðu sýnt, að enga árás þyrfti að óttast frá þeirra hálfu eftfr þetta. ; Orðum Churchills var tekið með ógurlegum fagnaðarlátum. Launasamningar byrjaðir: Dagsbrún ræðir við at- vinnnrekendnr f kvðld. ----«----- Pegar Biyrjaðar viðræður mllli prentara og prentsmiðjueigeuda. -------------» NÚ ERU aðeins tæpar þrjár vikur til áramóta. Ætlast er til að fyrir áramót- in hafi verkalýðsfélögin og atvinnurekendur samið um kaup og kjör verkafólks. En ef því verður ekki lok- ið fyrir þann tíma, má gera ráð fyrir því að komi til ein- hverra vinnustöðvana og engir munu þó óska eftir því. Ríður því mjög á að aðilar fari að ræða um þessi mál. Síðastliðinn miðvikudag höfðu fulltrúar prentara og prentsmiðjueigenda fyrsta fundinn með sér. Fulltrúar prentarafélagsins lögðu fram tillögu þá, sem sam- þykkt var á síðasta fundi prent- arafélagsins, en í henni felst grundvöllur að kröfum prent- arastéttarinnar. Á þessum fundi gerðist ekkert annað en það, að skipst var á sjónarmið- um. Áætlað er, að fulltrúar beggja aðila komi saman á ann- sn fund núna um helgina. í gær barst stjórn Dagsbrún- ar svar við bréfi sínu til at- vinnurekenda, en með þessu bréfi Dagsbrúnar var sent upp- kast að samningi, sem fól í sér sjónarmið Dagsbrúnar. í svari stjórnar Vinnuveit- endafélags íslands var þess get- ið, að hún væri albúin til að ræða við fulltrúa Dagsbrúnar í kvöld. Mun fyrsti fundur með fulltrúum Dagsbrúnar og at- virinurekenda verða í kvöld. — Ekki má gera ráð fyrir því, að neinna frétta sé að vænta af þessum fyrsta fundi. Þar mun aðeins verða skipst á sjónarmið- um. Hinsvegar hefir Sjómannafé- lagi Reykjavíkur enn ekki bor- ist neitt svar við bréfi sínu til atvinnurekenda. Verkakvennafélagið Fram- sókn mun í dag senda Vinnu- veitendafélaginu tillögur sínar. Sendiherra Norð- manna á íslandi teknr viðenhætti ENDIHERRA Norð- manna á íslandi, August W. S. Esmarch afhenti í gær embættisskilríki sín til ríkis- stjórnarinnar. Athöfnin fór fram kl. 2 í for- sætisráðherrabústaðnúm, að við- sitöddum öllum ráðherrunum. — Esmarch sendiherra ávarpaði ráð- herrana, en af hálfu ráðherranna svaraði Hermann Jónasson for- sætisráðherra. Þýzkar loflárásir á varnar- lansar hoilenzkar borgir ? ---|-0--— Offl Mreimrn siðan keniat um pær! , ÍÚTVARPI frá Boston í Bandaríkjunum var skýrt frá því nýlega, að Þjóðverjar væru orðnir uppvísir að því, að hafa gert loftárásir á hollenskar borgir upp á síðkastið í ein- kennilegum tilgangi. Eins og vitað er, er allt Hol- land á valdi Þjóðverja, en sam- kvæmt frásögn Bostonútvarps- ins hefir þeim hugkvæmst, að hægt væri að æsa upp hatur hjá Hollendinga gegn Bretum með því að láta þýzkar flugvél- ar gera árásir á varnarlausar borgir og telja fólkinu trú um, að árásirnar hafi verið gerðar af Bretum. Hollendingar hafa tekið eftir því, að þegar loftárásir eru gerð- ar á hernaðarlegar bækistöðvar Þjóðverja í Hollandi, et undir eing hafin skothríð úr þýzkum loftvarnabyssum. En þegar hinar fyrnefndu árásir á varnar- lausar borgir hafa verið gerð- ar, hefir brugðið svo einkennilega við, að Ioftvarnabyssurnar hafa ekki látið á sér bæra. Telja Hollendingar nú engain vafa vera á því lengur, að þessar loftárásir séu gerðar af Þjoðverj- rim sjálfum, þótt Bretum sé' kennt um þær. Þess vegna sé' ekki skotið á árásarflugvélarnar úr loftvarnabyssunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.